Morgunblaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2006 13 "Hafðu stjórn á viðskiptasamböndum þínum með Microsoft Dynamics CRM™ Til að halda velli í nútímasamkeppni og hámarka árangur er nauðsynlegt að halda utan um og hafa stjórn á tengslaneti sínu. Með Microsoft Dynamics CRM getur þú rakið, stýrt og haldið utan um öll samskipti viðskiptavina og birgja við fyrirtækið og einstaka starfsmenn þess. Helstu eiginleikar Microsoft Dynamics CRM varða sölu- tengd samskipti, þjónustutengd samskipti, markaðstengd samskipti og fjárhagstengd samskipti. Microsoft Dynamics er vöndull notendavænna stjórnunarverkfæra fyrir öll þessi svið. Það er auðveldara að læra á og nota Microsoft Dynamics. Ástæðan er sú að notendaviðmótið er það sama og í öðrum vörum frá Microsoft sem starfsfólk þitt notar á hverjum degi. Þú þekkir þau nú þegar sem Microsoft CRM, Microsoft Navision og Microsoft Axapta. Fjármálastjórnun Viðskiptatengslastjórnun Aðfangastjórnun SIGURÐUR Arnar Sigurðs- son hefur hætt störfum sem for- stjóridag- vörukeðjunnar Kaupáss hf. Sigurður Arn- ar hefur verið forstjóri Kaupáss frá árinu 2004. Hann hefur hins vegar starfað við smásölu í 9 ár. Hann var fyrsti framkvæmdastjóri ELKO, fram- kvæmdastjóri verslunarsviðs BYKO og framkvæmdastjóri Int- ersport og Húsgagnahallarinnar áður en hann tók við starfi fjor- stjóra Kaupáss. Sigurður Arnar segist hafa hætt að eigin ósk hjá Kaupási þar sem hann vilji snúa sér að eigin fjár- festingum. Í þeim efnum sé hann nú meðal annars að skoða ákveðna möguleika í Bretlandi, sem þó sé ekki rétt að greina frá á þessu stigi. Sigurður Arnar hættur hjá Kaupási Sigurður Arnar Sigurðsson SELMA Rut Þorsteinsdóttir er komin í hlut- hafahóp auglýs- ingastofunnar Pipars. Hún hóf störf hjá Pipar í byrjun árs 2003 og tók við starfi hönnunarstjóra í mars á þessu ári. Selma er með BA próf í graf- ískri hönnun frá Listaháskóla Ís- lands. Aðrir eigendur auglýs- ingastofunnar Pipars eru Valgeir Magnússon, cand.oecon, Hákon Ísfeld Jónsson, MBA, Sig- urður Hlöðversson, Halla Guð- rún Mixa, BA og Helgi Helgason, BA. Í tilkynningu frá Pipar, sem er innan SÍA, Samtaka íslenskra auglýsingastofa, kemur fram að velta stofunnar sé nú um 380 milljónir króna á ársgrundvelli. Gerist hlut- hafi í Pipar Selma Rut Þorsteinsdóttir EIMSKIP hefur opnað þriðju skrifstofu sína í Kína. Í tilkynningu frá félaginu segir að opnun skrifstof- unnar sé liður í þeirri stefnu að við- halda þróun á flutningsneti félagsins á heimsvísu. Skrifstofan er staðsett í Shenzhen, borg nálægt Hong Kong, á Shenzhen höfn sem er næststærsta gámahöfnin í Kína. Fram kemur í tilkynningunni að starfsemi Eimskips í Shenzhen muni að mestu snúast um vörustýringu sjávarafurða, auk viðskiptamögu- leika með ávexti og grænmeti. Skrifstofan í Shenzhen mun af- greiða Guangzhou, Zhanjiang, Beihai and Haikou, svæði þar sem margar fiskvinnslur eru. Markmið Eimskips er að byggja um allsherjar flutningakerfi á hverju svæði sem stýrt er frá Shenzhen-skrifstofunni. Einnig er verið að leita að hentugu verkefni á sviði hitastýrðra flutninga í Suður-Kína. Eimskip opnar víðar í Kína STJÓRNENDASKÓLI Háskól- ans í Reykjavík efnir til morgun- verðarfundar í dag um tækifæri í við- skiptum Íslands og Kína. Fundurinn hefst kl. 8.30 í húsakynnum skólans að Ofanleiti og fundarstjórn er í höndum framkvæmdastjóra Íslensk- kínverska viðskiptaráðsins, Andrés- ar Magnússonar. Fyrirlesarar eru Halldór Magnús- son, framkvæmdastjóri þjónustu- sviðs Marels, sem fjallar um reynslu fyrirtækisins í Kína og hvaða samn- ingatækni þurfi að beita í Asíuríkj- um, Aðalsteinn Leifsson, lektor við HR, segir frá rannsóknum á reynslu íslenskra fyrirtækja í Kína og breyttu viðskiptamynstri samhliða fríverslunarsamningi og loks mun Geir Sigurðsson, forstöðumaður As- íuvers Íslands, ræða mikilvægi menningarlæsis í viðskiptum við Kína. Í lokin fara fram fyrirspurnir og umræður en fundurinn er öllum opinn. Fundargjald er 1.500 krónur, léttur morgunverður innifalinn. Tækifæri í Kína rædd Reuters ◆ ◆ SAMKOMULAG hefur orðið um að Bergur Helgason, verkfræðingur, og framkvæmdastjóri Aðalskoðunar hf. leysi til sín allt hlutafé Gunnars Svavarssonar, verkfræðings, í fyrir- tækinu. Þeir stofnuðu fyrirtækið saman árið 1994 ásamt 20 öðrum hluthöfum. Í tengslum við þessa breytingu hefur Gunnar jafnframt látið af störfum sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Aðalskoðunar. Ástæður breytinganna má rekja til anna Gunnars í öðrum verkefnum á vettvangi þjóð- og sveitarstjórnar- mála. Aðalskoðun hf. rekur bifreiða- skoðunarstöðvar á nokkrum stöðum á landinu, fer með markaðseftirlit raffanga, auk þess sem dótturfyrir- tækið Sýni skoðunarstofa starfar við eftirlit hjá vinnsluleyfishöfum í sjáv- arútvegi. Breyting hjá Aðalskoðun Stofnendurnir Bergur Helgason (t.v.) og Gunnar Svavarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.