Morgunblaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf F imm afkomendur frum- kvöðla Peugeot sitja í stjórn félagsins og hafa sumir þeirra þótt gera sig líklega til að taka við æðstu stjórnartaumum. Úr því verður ekki í bili, a.m.k., Streiff var ráðinn forstjóri Peu- geot-Citroën aðeins mánuði eftir að hann rauk úr forstjórastóli Airbus- flugvélaverksmiðjanna í fússi. Þar hafði hann setið við æðsta stjórnvöl í aðeins þrjá mánuði er hann gafst upp á togstreitunni við stjórn móð- urfélagsins EADS og hætti. Streiff er 52 ára og tekur við stjórn bílaverksmiðjanna af Jean- Martin Folz sem ætlar á eftirlaun í janúar, aðeins 60 ára að aldri. Hann hóf þegar störf á dögunum og ætlar að nota mánuðina þar til Folz hættir til að kynnast innviðum fyrirtækisins, fagteymum og starfs- fólki. Formlega verður gengið frá ráðningu hans á stjórnarfundi 6. febrúar næstkomandi. Harðnað í ári Folz hefur verið yfirmaður Peu- geot-Citroën í áratug. Undir hans stjórn hefur fyrirtækið vaxið og dafnað – bílasalan aukist og afkoma batnað. Er Peugeot-Citroën stærsti bílafamleiðandi Frakklands og sá næststærsti í Evrópu. Þó hefur harðnað í ári hjá fyrirtækinu síð- ustu misserin og verður það verk- efni Streiff að stýra bílsmiðjunum út úr þeim vanda til enn betri af- komu og aukins gróða. Það verður ekki létt verk því þrátt fyrir góðar viðtökur nýja Peugeot 207-bílsins hefur hlutfallsleg aukning bílasölu Peugeot milli ára í Evrópu minnk- að, samkeppni við bílaframleiðend- ur í Asíuríkjum harðnað og hráefn- iskostnaður hækkað. Í lok september sl. birti Folz áætlun um uppskurð í rekstrinum til að auka á hagkvæmni og hagn- að. Í því fólust uppsagnir starfs- fólks og lokun smiðjufyrirtækja í Vestur-Evrópu, aukin umsvif utan Evrópu og smíði nýrra bílamódela. Mánuði seinna neyddist Peugeot- Citroën til að viðurkenna að mark- mið um afkomu og rekstrarafgang fyrir seinni helming ársins væru óraunhæf. Ástæðan var sögð við- varandi veikleiki á bílamarkaði í Vestur-Evrópu sem verið hefur öfl- ugasti markaður fyrirtækisins. Þessu til viðbótar var hreinn af- gangur af rekstrinum 59,7% minni á fyrri helmingi ársins en sama tímabili í fyrra; nam 303 milljónum evra eða tæpum 30 milljörðum króna. Er það var kynnt í júlí tóku hlutabréf í Peugeot-Citroën dýfu. Fram yfir síðasta söludag Þau hækkuðu hins vegar mjög hratt strax og skýrt var frá ráðn- ingu Streiff í forstjórastólinn. Fjár- festar brugðust vel við tíðindunum og greiningafyrirtæki ráðlögðu mönnum að halda hlutabréfum í fé- laginu frekar en selja. Markaðurinn var sagður á því að Folz hefði verið kominn „fram yfir síðasta söludag“. Hann hefði að mati fjárfesta ver- ið búinn að missa tilfinningu fyrir rekstrinum. Aðeins fjórum árum fyrr var hann talinn einn fremsti bílafyrirtækjaforstjóri Evrópu eftir að hafa stýrt Peugeot upp úr öldu- dal sem fyrirtækið var í um miðjan síðasta áratug og gert það að arð- samasta bílaframleiðanda álfunnar. Undir hans stjórn jókst bílasala þess ört og rekstrarkostnaður mið- að við framleiðslueiningu var orð- inn einhver sá lægsti meðal bíl- smiða. Þrjár afkomuviðvaranir síðustu níu mánuðina rúðu hann trausti. Meðan önnur bréf lækkuðu að meðaltali hækkuðu hlutabréf í bíl- smiðjunum um á annað prósent fyrsta daginn. „Peugeot þarf mjög á róttækum breytingum að halda. Christian Streiff hefur orð á sér fyrir að vera góður bissnessmaður og hreinskipt- inn stjórnandi sem talar tæpi- tungulaust. Með honum munu ferskir vindar blása um fyrirtækið og hann mun ekki hika að stokka upp og gera breytingar,“ sögðu sérfræðingar hjá fjármálafyrirtæk- inu SG Securities í álitsgerð í til- efni ráðningar Streiff. Thierry Huon hjá miðlunarfyr- irtækinu Exane BNP Paribas sagði hins vegar að til skamms tíma myndi ráðningin ekki leysa bráðan vanda Peugeot. „Við þurfum að vita meira um áform hans áður en við getum breytt ráðleggingum okkar varð- andi hlutabréf í félaginu,“ bætti hann við. Hundrað dagar hjá Airbus Þrátt fyrir að hafa enga reynslu úr flugvélaiðnaði var Streiff útnefndur forstjóri Airbus í júlí og fékk það vegarnesti að fjörga flugvélaverk- smiðjurnar við. Þátttaka hans í at- vinnulífinu hófst hjá frönsku iðn- fyrirtækjasamstæðunni Saint Gobain árið 1979. Fyrir það starf- aði hann í 26 ár í Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu. Hann vann sig upp jafnt og þétt til æðstu stjórnunarstarfa og var undir það síðasta búinn undir það að taka við forstjórastólnum af Jean-Louis Beffa á næsta ári, 2007. Streiff sagði hins vegar skilið við Saint Gobain-samsteypuna árið 2005 – vegna ágreinings um stjórnarhætti hans. Hjá Airbus fékk hann það verk- efni að gera áætlun um uppstokkun í verksmiðjum og höfuðstöðvum flugvélaframleiðandans í Toulouse. Þar höfðu vandamál hrúgast upp frá áramótum. Mættu áform hans um uppsagnir og nýjar framleiðslu- aðferðir mótspyrnu frá upphafi og kröfum hans um aukið sjálfsforræði var hafnað. Hann sá sig því knúinn – eftir 100 daga í starfi – til að segja upp. Áætlanir Streiff ollu titringi á æðstu stöðum og komu inn á borð leiðtogafundar Frakka og Þjóð- verja í París. Dominique de Villep- in forsætisráðherra hrósaði Streiff og áformum hans en sagði upp- sögnina ástæðulausa. Sagði de Vil- lepin hana þó sýna fram á að brýnt væri að stokka upp stjórnunarferli EADS og Airbus. Það varð Streiff líka til falls að hafa sýnt stéttarfélögum starfs- manna Airbus tillitsleysi með tali um sóun í rekstrinum og nauðsyn mikilla og skjótra uppsagna til að ná fram tveggja milljarða evra kostnaðarlækkun á ári fram til 2010. Hann hafi aukinheldur stað- hæft að framleiðslan og vinnuferlið í smiðjum Airbus væri 10 árum á eftir tækniþekkingu helsta keppi- nautarins, Boeing. Tvennt réð einkum því að Streiff gafst upp á stjórn móðurfélags Air- bus og rauk á dyr. Annars vegar þótti honum stjórn EADS vilja fara sér of hægt við að taka ákvörðun um smíði nýrrar langdrægrar framtíðarþotu, A350-XWB, sem ætlunin hefur verið að keppi við 787-draumfara Boeing. Streiff vildi að stjórnin tæki af skarið því smíði hennar væri nauðsynleg ef Airbus ætti áfram að vera samkeppnisfær flugvélasmiður á heimsmarkaði. Stjórnin hefur hvað eftir annað slegið ákvörðun á frest. Í öðru lagi deildi Streiff um völd við stjórnina. Hann krafðist mun meira sjálfsforræðis fyrir sig og aðra stjórnendur til ákvarðanatöku og róttækrar uppstokkunar innan Airbus á grundvelli áætlunar sem hann lagði fyrir stjórnina um end- urreisn fyrirtækisins í lok septem- ber. Í þeim fólust áætlanir um að al- menn útgjöld Airbus yrðu 30% lægri árið 2010 – eða fimm millj- örðum evra lægri en nú er – og að framleiðni fyrirtækisins yrði orðin 20% meiri á sama tíma. Stjórnin hafnaði hugmyndum hans í fyrstu og dró Streiff þá fram uppsagn- arbréf sitt og lagði á borð stjórn- arinnar. Sá hún að sér og sam- þykkti áformin í aðalatriðum en treysti sér þó ekki til að veita hon- um það forræði sem hann hafði far- ið fram á til að útfæra áætlunina og hrinda henni í framkvæmd. Heim- ildarmenn segja að slíkt hefði gengið þvert gegn lögum EADS. Reyndar draga aðrar heimildir upp aðra mynd af stjórnarfund- inum átakamikla. Þær segja að stjórnin hafi útaf fyrir sig sam- þykkt áætlun Streiff um uppstokk- un starfseminnar og kostnaðar- lækkun. Deilan hafi hins vegar snúist um hraða breytinganna og kröfu Streiff um að fá að ráða því sjálfur hverja hann fengi til liðs við sig við að hrinda þeim í fram- kvæmd. Hrollur í Þjóðverjum Í áætluninni var kveðið á um um- talsverða fækkun starfsfólks og að smíði A380-þotunnar færi að öllu leyti fram í Toulouse í Suður- Frakklandi. Hún hefur að veruleg- um hluta verið smíðuð í Hamborg í Þýskalandi og tillaga Streiff um að hætta starfseminni þar olli þýskum ráðamönnum hrolli. Fór hann ekki dult með að þar væru rætur alls þess vanda sem valdið hafa tveggja ára töfum á smíði risaþotunnar nýju. Að sögn franska blaðsins Le Monde krafðist Streiff heimildar til að ráða og reka samkvæmt eigin hugmyndum og annarra stjórnenda í Toulouse. Ennfremur að hann þyrfti ekki að leggja undir og rétt- læta hverja einustu ákvörðun sína fyrir stjórn móðurfélagsins EADS. Á það féllst stjórnin ekki. Hún var sneypt vegna nýrra og nýrra tafa á smíði A380-þotunnar og um- framkeyrslu kostnaðar og þótti henni nauðsynlegt að láta rekstur og starfsemi Airbus meira til sín taka. Talið er að seinkun á afhend- ingu fyrstu A380-vélanna um tvö ár muni kosta Airbus um 4,8 milljarða evra á fjögurra ára tímabili, eða um 430 milljarða króna. Jók það á vanda Streiff gegn aðhaldssamri stjórn EADS, að þegar hann tók við stjórn Airbus 2. júlí sl. höfðu hlutabréf í EADS nýlega hrunið vegna nýrrar tilkynningar um frek- ari tafir á afhendingu risaþotunnar. Samtals lækkuðu bréfin um 36% á einu ári. Heimildarmenn segja að Streiff hafi flaskað á því að líta stjórn EADS fremur sem hindrun en samstarfsaðila. Hún vildi ekki brenna sig frekar á því að gefa stjórnendum jafn lausan tauminn og Niels Forgeard, fyrrverandi for- stjóri, hafði haft. „Hann hélt hann gæti tekið upp Forgeard-stílinn og látið duga að gefa stjórninni skýrslu um framgang mála hjá Air- Stríði afstýrt í Peugeot- fjölskyldunni Með nýlegri ráðningu Christians Streiff sem forstjóra frönsku bílasamsteypunnar PSA Peu- geot Citroën hefur að líkindum verið afstýrt uppgjöri innan Peugeot-fjölskyldunnar sem enginn veit hvaða afleiðingar hefði haft. Ágúst Ásgeirsson í Frakklandi bregður ljósi á nýja forstjórann, rifjar upp stuttan feril hans hjá Air- bus og skoðar stöðu Peugeot Citroën. Ljósmynd/Airbus Forstjórinn Í nógu verður að snú- ast hjá nýjum forstjóra Peugeut- Citroën verksmiðjanna, honum Christian Streiff, og fróðlegt að sjá hvort hann verður lengur við völd en hjá Airbus. Reuters Forverinn Eitt síðasta embættisverk forvera Streiffs, Jean-Martin Folz, var að taka á móti Jacques Chirac fyrir utan bílaverksmiðju í Wuhan í Kínaheimsókn Frakklandsforsetans í síðasta mánuði. Reuters Bílar Starfsmenn bílaverksmiðju í Kína setja saman nýjan Peugeot bíl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.