Morgunblaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 6
Ísland - Danmörk
Hvað er málið?
Fyrirlesarar:
A former colony must not
conquer the empire
David Trads, ritstjóri Nyhedsavisen.
Litli Kláus og Stóri Kláus
Hafliði Helgason, ritstjóri Markaðarins.
Vinir okkar Danir
Þórður Pálsson, framkvæmdastjóri
viðskiptaþróunar KB banka.
Fundarstjóri:
Kristján Kristjánsson,
forstöðumaður upplýsingasviðs FL Group.
Pallborð að umræðum loknum.
D
av
id
T
ra
ds
H
af
lið
i
H
el
ga
so
n
Þó
rð
ur
Pá
ls
so
n
Kr
is
tjá
n
Kr
is
tjá
ns
so
n
Umræða í dönskum fjölmiðlum, í tengslum
við íslenskt viðskiptalíf og íslenskar
fjárfestingar í Danmörku, virðast oft og
tíðum litaðar af neikvæðni í garð Íslendinga
- Hvað er málið?
Í dag, 23. nóvember milli kl. 12:00
og 13:30 á Nordica Hotel
Fundurinn er öllum opinn!
Verð fyrir félagsmenn FVH 3.500
og aðra 4.900.
Skráning æskileg fyrirfram á www.fvh.is,
í síma 551 1317 eða á fvh@fvh.is
6 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
viðskipti/athafnalíf
Ádögunum deildu tveiráhrifamestu bankastjórarheimsins um stjórn pen-ingamála; Ben Bernake,
bankastjóri bandaríska seðlabank-
ans, og Jean-Claude Trichet, banka-
stjóri evrópska seðlabankans. Deilu-
efnið var hlutverk gagna um
peningamagn í ákvörðunum seðla-
banka, þ.e. hvort upplýsingar um
vöxt peninga í umferð ættu að hafa
áhrif á stýrivexti seðlabanka. Í
grunninn er hér um vinsælt þrætu-
epli hagfræðinga að ræða sem fyrir
löngu er orðið sígilt.
Fjölmiðlar um allan heim fluttu
fregnir af andláti hagfræðingsins
Milton Friedmans síðastliðinn föstu-
dag en kenningar hans um mikilvægi
peningamagns hafa haft mikil áhrif
og eiga stóran þátt í því að hans er
minnst jafnvíða og raun ber vitni.
Heill skóli innan hagfræðinnar
kennir sig við þessar hugmyndir –
svokölluð peningamagnshyggja.
Kjarni stefnunnar er stundum sögð
kristallast í frægri tilvitnun í Fried-
man: Verðbólga er alltaf peningalegt
fyrirbæri.
Seðlabankastjóri sem hefði af-
skrifað peningamagnshyggju Fried-
mans fyrir 25 árum hefði verið sam-
bærilegur presti sem lýsti yfir
guðleysi. Þannig kemst tímaritið
Economist að orði í umfjöllun frá því
í vor, en undir lok áttunda áratug-
arins og í upphafi þess níunda var
stjórn á vexti peningamagns talið
mikilvægasta vopnið í baráttunni
gegn verðbólgu og við það miðuðu
seðlabankar. Síðan þá hafa vinsældir
peningamagnsskólans hins vegar
dvínað og í dag byggja margir seðla-
bankar ákvarðanir sínar lítið sem
ekkert á vexti peningamagns. Kenn-
ingin sem á sínum tíma gerði Milton
Friedman heimsfrægan er nú að
mati margra hagfræðinga orðin
úreld.
Endurvakin deila
og evrópsk arfleifð
Í grein sem Jean-Claude Trichet
skrifaði í The Financial Times þann
9. nóvember sl. hélt hann uppi vörn-
um fyrir mikilvægi upplýsinga um
peningamagn í vaxtaákvörðunum
evrópska seðlabankans. Þrátt fyrir
ríkjandi efasemdir annarra seðla-
banka og fræðimanna um hlutverk
þessara gagna, sagði Trichet að
bankinn hefði með góðum árangri
tekið mið af vexti peningamagns og
að ekki væri hægt að líta framhjá
þessari arfleifð. „Ég get ekki varist
þeirri hugsun að stjórn peningamála
sem ekki tekur tillit til peninga sé
ófullkomin að mikilvægu leyti,“
skrifaði Trichet í FT.
Peningamagn er stundum kall-
aður annar stólpinn í stefnu evr-
ópska seðlabankans. Hinn stólpi
stefnunnar byggir á gögnum um
hagvöxt og verðbólguþróun til
skemmri eða meðallangs tíma en til
lengri tíma er niðurstaða þeirra
gagna borin saman við vöxt peninga-
magns. Þessi „tveggja stólpa“ stefna
seðlabankans, fékk evrópski seðla-
bankinn í arf frá þýska sam-
bandsbankanum (þ. Deutsche Bun-
desbank), en hann náði einna bestum
árangri í baráttunni við verðbólgu af
seðlabönkum Evrópu á síðari hluta
20. aldar.
Otmar Issing lét af störfum sem
aðalhagfræðingur evrópska seðla-
bankans síðastliðið vor, en hann var
fyrrum aðalhagfræðingur sam-
bandsbankans og einn helsti höf-
undur stefnu evrópska seðlabank-
ans. Issing var einn fárra
forsvarsmanna seðlabanka sem
kenndi sig opinberlega við peninga-
magnshyggju og var umdeildur sem
slíkur. Auk þess hefur hann verið
harðlega gagnrýndur fyrir þá skoð-
un sína að seðlabankar ættu að grípa
til aðgerða gegn verðbólum, sem
hann segir að stafi ávallt af of örum
vexti peningamagns.
Á ráðstefnu sem haldin var í
Frankfurt helgina eftir að grein
Jean Claude Trichet birtist í FT,
sagði Ben Bernanke óviturlegt að
reiða sig á gögn um vöxt peninga-
magns í samhengi Bandaríkjanna.
Framþróun í fjármálastarfsemi og
mikil dreifing bandarískra dollara
um heim allan (um tveir þriðju hlut-
ar allra dollara í eigu utan Banda-
ríkjanna), hafi rofið samband pen-
ingamagns, verðbólgu og hagvaxtar.
Því sé peningamagn ekki lengur not-
hæft tæki við stjórn peningamála.
Þegar leið á áttunda áratuginn var
verðbólguþróunin ekki í samræmi
við vöxt peningamagns, eins og
kenningar Friedmans gerðu ráð fyr-
ir. Seðlabankar hættu þá að miða
markmið sín eingöngu við vöxt pen-
ingamagns og lögðu þess í stað meiri
áherslu á verðbólguþróun og -vænt-
ingar. Gerald Bouwy, fyrrverandi
bankastjóri kanadíska seðlabank-
ans, lýsti því þannig að bankarnir
hefðu ekki yfirgefið peningamagns-
kenninguna heldur hafi kenningin
yfirgefið bankana. Wolfgang Munc-
hau, einn ritstjóra Financial Times,
skrifaði í tilefni deilu Trichet og
Bernanke, að peningamagnshyggjan
hafi varla náð sér eftir að gagnrýni
breska hagfræðingsins Charles Go-
odharts, fyrrum aðalhagfræðings
breska seðlabankans, á níunda ára-
tuginum. Kenningin, sem við hann
er kennd (e. Goodhart’s law), segir
að fyrirsjáanlegt samband verð-
bólgu og peningamagns rofni þegar
stjórnendur fara að notfæra sér
sambandið.
Á ráðstefnunni í Frankfurt sagði
Bernanke enn fremur að pen-
ingamagn hafi ekki gegnt mikilvægu
hlutverki í stefnu seðlabankans síð-
an 1982, en í dag reiðir bankinn sig
fyrst og fremst á svokölluð nýkey-
nesísk hagfræðimódel. Í erindi hag-
fræðingsins Michael Woodford á
ráðstefnunni kom m.a. fram sú skoð-
un að hin nýkeynesísku módel, sem
innihalda engar vísanir til peninga-
magns, legðu seðlabankanum í té all-
ar þær upplýsingar sem hann þyrfti
til þess að meta framtíðarþróun
verðlags.
Deilan heldur áfram
Aðeins viku eftir að Otmar Issing
lét af störfum sem aðalhagfræðingur
evrópska seðlabankans, hætti seðla-
banki bandaríkjanna að birta gögn
um vöxt peningamagns, þ.e. svokall-
aða M3 mælingu. Á sama tíma og
seðlabanki Bandaríkjanna undir-
strikaði litla áherslu sína á pen-
ingamagn hélt evrópski seðlabank-
inn ráðstefnu til heiðurs Otmar
Issing.
Að sögn Economist lýstu flestir
gestir ráðstefnunnar yfir stuðningi
við þá skoðun Issings að mjög mik-
ilvægt sé að fylgjast með vexti pen-
ingamagns og sömuleiðis höfðu
margir áhyggjur af stóraukinni
skuldsetningu í hagkerfum heimsins
síðustu ár. Aðstoðarbankastjóri jap-
anska seðlabankans, Kazumas
Iwata, sagði að ný stefna bankans
sem var innleidd síðastliðinn vetur
sé að stórum hluta byggð á arfleið
Issings. Og hagfræðingurinn Char-
les Goodhart sagði það verulega
kaldhæðnislegt að Issing léti af
störfum á sama tíma og pen-
ingastólpinn í stefnu evrópska seðla-
bankans væri að sanna gildi sitt.
Tímaritið Economist telur jafn-
framt óráðlegt af bandaríska seðla-
bankanum að taka ekki mark á vís-
bendingum sem vöxtur
peningamagns veiti. Fjölmörg mis-
tök í hagsögu 20. aldar megi rekja til
þess að ráðamenn hafi hundsað þessi
merki, eins og kreppuna miklu á
fjórða áratuginum, verðbólguskeiðið
á þeim áttunda, fjármálabóluna í
Japan á síðari hluta níunda áratug-
arins og í Suðaustur-Asíu á síðari
hluta þess tíunda.
Framhald eða endalok
Ferilskrá seðlabanka Bandaríkj-
anna og Evrópu hefur sjaldan litið
jafnvel út og nú. Á undanförnum ár-
um hefur þeim tekist að halda verð-
lagi stöðugu lengur en á nokkru öðru
skeiði 20. aldarinnar. Þegar svo hátt-
ar er kannski ekki skrítið að minna
fari fyrir deilum hagfræðinga en áð-
ur og sjálfsagt gráta fáir þau átök.
Í kjölfar þessa góða árangurs hafa
sumir freistast til að álykta að sjálf-
stæði seðlabanka og verðbólgumark-
mið marki „endalok sögunnar“ hvað
varðar þjóðhagfræðilega stefnumót-
un. Hagfræðingurinn Martin Wolf
hjá FT varpar þessari spurningu
fram í vikulegum dálki sínum á
þriðjudaginn sl., en hann grunar að
sagan hafi ekki sungið sitt síðasta.
Hið ófyrirsjáanlega flökt í skráningu
gjaldmiðla, sem nú flæði frjálst um
hagkerfi heimsins, kalli á frekari til-
raunir í stjórn peningamála.
Ólíkt hlutverk peninga sitt
hvorum megin Atlantshafsins
Fréttaskýring | Hagfræðin er eina greinin þar
sem höfundar andstæðra kenninga geta deilt
nóbelsverðlaunum. Minna hefur farið fyrir deilum
hagfræðinga undanfarin ár, en fyrir skemmstu
tókust tveir valdamestu bankastjórar heims á um
stjórn peningamála. Kristján Torfi Einarsson
kynnti sér deiluna.
kte@mbl.is
AnnarhfRekstrarverkfræðistofan
Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is
a ÁrsreikningarBókhald
Skattframtöl