Morgunblaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf REYKJAVÍK · HAFNARFIR‹I · AKUREYRI · REY‹ARFIR‹I · EGILSSTÖ‹UM I‹NA‹ARHUR‹IR *V er › m i› a› v i› 3 x3 m h u r› . HÁ GÆ ‹A VA RA FRÁ A‹ EIN S 94. 000 kr. * www.midlun.is Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is AUÐKÝFINGURINN Richard Branson hefur kallað eftir aðgerðum af hálfu breskra stjórnvalda til að koma í veg fyrir að ástralski fjölmiðla- kóngurinn Rupert Murdock kæfi samkeppnina á sjónvarpsmarkaðin- um í Bretlandi. Segir Branson að Murdock muni ráða öllu því sem hann vilji ráða ef hann fái að auka hlut sinn á markaðnum enn frekar en nú er orðið. Branson hefur verið að reyna að auka hlut sinn á breskum sjónvarps- markaði, að því er hann segir til að koma á virkri samkeppni í landinu. Kapalsjónvarpsfélagið NTL, sem Branson er stærsti hluthafinn í með um 10% eignarhlut, lagði fyrir nokkru fram yfirtökutilboð í stærstu auglýs- ingasjónvarpsstöð Bretlands, ITV. Stjórn ITV hafnaði tilboðinu hins veg- ar í fyrradag og sagði í yfirlýsingu að hún sæi ekki að samruni við NTL hefði kosti í för með sér. Auk þess hefði tilboð NTL verið of lágt. Gæti valið forsætisráðherra Síðastliðinn föstudag, þ.e. áður en stjórn ITV hafnaði tilboði NTL, keypti BSkyB sjónvarpsstöðin, sem fyrirtæki Murdocks, News Corpora- tion, á 39% hlut í, 17,9% hlut í ITV fyr- ir 940 milljónir punda. Gengið á hluta- bréfum ITV í kaupum BSkyB var liðlega 10% yfir tilboði NTL sem lagt var fram um einni viku áður. Segir í frétt á fréttavef breska blaðsins Gu- ardian að þessi kaup BSkyB á hlutn- um í ITV hafi komið öllum sem til þessara mála þekkja fullkomlega á óvart. Meðal þeirra sem voru hvað mest undrandi var sjálfur Richard Branson. Viðbrögð Bransons við kaupunum voru þau að saka Murdoch um að reyna að ná yfirráðum yfir breskum sjónvarpsmarkaði. Í fyrradag, áður en tilkynnt var að stjórn ITV hefði hafnað tilboði NTL, sagði Branson að bresk stjórnvöld þyrftu að draga skýra línu varðandi eignarhald á fjölmiðlum, til hagsbóta fyrir lýðræðið í landinu. Hann hélt mikla tölu þegar verið var að vígja nýjan stórmarkaði í Man- chester, sem eins og flest annað sem hann tekur sér fyrir hendur ber Virg- in nafnið, eða Virgin Megastore. Sagði Branson að ef The Sun, Sunday Times, Sky og News of the World, sem eru allt fjölmiðlar sem tilheyra News Corporation, myndu allir leggj- ast á sveif með sama stjórnmála- flokknum, myndi sá flokkur fara með sigur af hólmi í kosningum í Bret- landi. Og þá væri búið að gera út af við lýðræðið í landinu. Hægt væri þá að fá Murdock það hlutverk að velja forsætisráðherrann. Branson sagði nauðsynlegt að samkeppnisyfirvöld gripu í taumana. Erfiðleikar ITV Baksaga þessa máls er sú að ITV hef- ur átt í erfiðleikum þar sem auglýs- ingaverð í sjónvarpi í Bretlandi hefur farið lækkandi og áhorf á stöðina einnig. Sjónvarpsstjórinn Charles Allen var neyddur til að segja upp hjá stöðinni í ágústmánuði síðastliðn- um og í framhaldi af því fór af stað orðrómur um að von væri á yfirtöku- tilboði í stöðina. Það kom líka á dag- inn og kapalsjónvarpsstöðin NTL lagði fram yfirtökutilboð í ITV upp á 5 milljarða punda, jafnvirði um 670 milljarða íslenskra króna. Frá því var greint í Guardian að tilgangurinn væri að kom á fót samkeppni við kap- alsjónvarpsstöð Murdocks, BSkyB. Meiri afþreying Það leið ekki nema vika frá því NTL lagði fram yfirtökutilboð sitt í ITV þar til Sky keypti 17,9% hlutinn í fé- laginu síðastliðinn föstudag eins og áður segir. Stjórnendur Sky hafa svarað gagn- rýni Bransons á þann veg að sam- keppni á sjónvarpsmarkaði hafi auk- ist mikið eftir að Sky hóf starfsemi, og neytendur eigi nú kost á meiri af- þreyingu en nokkru sinni áður. Branson í baráttu við Murdock Hatrömm barátta virðist í uppsiglingu á breskum sjónvarpsmarkaði Reuters Ánægður en þó ekki Ævintýramaðurinn Richard Branson mætir ánægður á frumsýningu á James Bond í Odeon kvikmyndahúsinu í London. YFIRVÖLD orkumála í Bretlandi hafa hafið rannsókn á tveimur orkudreifingarfyrirtækjum sem eru í eigu hins þekkta bandaríska fjárfestis Warrens Buffetts. Fyrirtækin sem orkueftirlits- stofnunin Ofgem hefur hafið rann- sókn á eru Northern Electric Dist- ribution og Yorkshire Electricity Distribution. Í frétt á fréttavef BBC-fréttastofunnar segir að fyr- irtækin séu grunuð um að hafa gef- ið upp rangar upplýsingar um orkudreifingu sína. Ef það reynist rétt geti þau átt yfir höfði sér sektir sem geti numið allt að 10% af ár- legri veltu þeirra. Fyrirtækin tvö eru hluti af breska fyrirtækinu CE Electric, sem er í eigu Mid-American Energy, sem er dótturfélag fyr- irtækisins Berkshire Hathaway, en þar hefur Buffett ráðið ríkjum í langan tíma. Orkufyrirtæki Buffetts rannsökuð í Bretlandi Reuters Fjárfestirinn Warren E. Buffet SJÖ dagblaðakeðjur sem sam- anlagt gefa út 176 dagblöð um öll Bandaríkin hafa tekið höndum sam- an við vefleitarfyrirtækið Yahoo í tengslum við auglýsingar og tækni- mál. Í grein í bandaríska dagblaðinu New York Times (NYT) segir að þetta sé enn eitt dæmið um samstarf dagblaða og netfyrirtækjanna, sem dagblöðin hafi eitt sinn litið á sem ógnun við starfsemi sína. Í greininni í NYT segir að til að byrja með verði samstarf dagblað- anna og Yahoo um atvinnuauglýs- ingar, sem muni bæði birtast í blöð- unum og á Yahoo. Langtímamarkmiðið sé hins vegar að innihald blaðanna komi fram í leitarvél Yahoo. Þannig muni stað- bundnar fréttir sem birtast í dag- blöðunum verða hluti af allsherjar upplýsinganeti leitarvélarinnar. Það muni nýtast lesendum og það muni þá höfða til auglýsenda. Bandarísk dagblöð í samstarf við Yahoo Reuters Forstjórinn Jerry Yang, forstjóri Yahoo, ásamt Charlie Rose. Í LOK ársins 2005 reyndist mikill meirihluti nýrra íslenskra tæknifyr- irtækja vera þjónustufyrirtæki og um helmingur þeirra sérhæfir sig í tölvutækni. Stjórnendur þeirra telja helstu ógnunina í starfsumhverfinu vera skort á hæfu starfsfólki, frekar en framboð á fjármagni eða almennt efnahagsumhverfi. Þessar niðurstöður koma fram í árlegu rannsóknarverkefni fyrir árið 2006 um stofnun, vöxt og viðgang tæknifyrirtækja á vegum Rannsókn- armiðstöðvar Háskólans í Reykjavík í nýsköpunar- og frumkvöðlafræð- um. Alls tóku 103 fyrirtæki sem voru stofnuð á árunum 2000–2005 þátt í rannsókninni sem var framkvæmd í annað sinn í ár. Í niðurstöðunum segir m.a. að meginmarkmið rannsóknarinnar sé að efla vitneskju um þá þætti sem ráða stofnun, vexti og viðgangi nýrra tæknifyrirtækja. Rannsóknin er unnin með það fyrir augum að niðurstöður hennar geti nýst bæði stjórnendum, við stjórnun sinna fyr- irtækja, sem og stjórnvöldum við að byggja upp umhverfi sem styður hvað best við tækninýsköpun. Nýsköpun mikilvæg Nýsköpun er þessum fyrirtækjum mikilvæg þar sem í tæplega 40% til- fella stendur sala á nýjum vörum eða þjónustu undir meira en 50% af veltu fyrirtækjanna. Meirihluti fyrirtækjanna er rek- inn með hagnaði og flest þeirra sem rekin voru með tapi árið 2005 gera ráð fyrir að reksturinn verði a.m.k. í jafnvægi á þessu ári. Fleiri fyrirtæki fá nú utanaðkom- andi fjármagn en árið áður og stjórnendur eru almennt bjartsýnir. Samkvæmt rannsókninni telja tveir af hverjum þremur stjórn- endum að starfsmönnum muni fjölga á árinu. Þá gera stjórnendur ráð fyr- ir töluverðum fjárfestingum í búnaði og aðstöðu á árinu, þrátt fyrir að þeir hafi ekki miklar væntingar um aukið utanaðkomandi fjármagn. Aukinn skortur á fólki Skortur á hæfu starfsfólki hefur aukist á milli áranna 2004 og 2005. Aðgangur að fjármagni hefur batnað því hærra hlutfall fyrirtækja reynd- ist fá inn mikið fjármagn árið 2005 en árið 2004. Framlag til rann- sóknar- og þróunarstarfs hefur minnkað hlutfallslega milli ára, en það er talið geta stafað af aukinni veltu frekar en minni fjárfestingum í rannsóknar- og þróunarstarfi. Hlut- fallslega fleiri fyrirtæki skiluðu hagnaði árið 2005 en árið 2004. Skortur á hæfu starfs- fólki helsta ógnunin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.