Morgunblaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 20
Jóney Hrönn Gylfadóttir nam viðskiptafærði viðHáskóla Íslands, útskrifaðist þaðan árið 1999 oglauk svo mastersprófi í upplýsingafræði í Ed-inborg í Skotlandi. Áður en hún hóf störf hjá
Sjóvá starfaði hún sem verkefnisstjóri hjá samgöngu-
ráðuneytinu og sem ráðningarráðgjafi hjá PriceWater-
house Cooper. Hún hefur starfað sem fræðslustjóri Sjó-
vár í um eitt ár.
„Ég hef umsjón með fræðslumálum félagsins en hjá
Sjóvá starfa 200 manns í Reykjavík og í níu útibúum vítt
og breitt um landið. Þá vinn ég að alls konar starfs-
mannatengdum verkefnum og innri markaðssetningu.“
Hún segir fræðslumál hjá Sjóvá í raun skiptast í fjóra
hluta: Vátryggingar, upplýsingatækni, sölu og þjónustu
og svo önnur verkefni. „Við bjóðum upp á námskeið bæði
hjá Tryggingaskólanum og sérhæfð námskeið sem við
höldum innandyra. Tryggingaskólinn er rekinn af trygg-
ingafélögunum og þar læra starfsmenn helstu lög og
reglur á tryggingamarkaði. Þá höfum við tölvu- og upp-
lýsingatæknikerfi sem fólk þarf að læra á sem og sölu og
markaðsmál. Það sem fellur undir liðinn önnur mál eru
þættir eins og skyndihjálparnámskeið.“
Jóney segir stjórn Sjóvár hafa undanfarið lagt mikla
áherslu á heilsu starfsmanna. „Það eru ýmis verkefni
sem við erum að fást við. Má sem dæmi nefna mjög
spennandi langtímaverkefni um bætta heilsu og heil-
brigði starfsmanna, Heilbrigt Sjóvá. Stjórnendur félags-
ins hafa mikinn skilning á því hversu mikilvægt heil-
brigði starfsmanna er og undanfarið ár höfum við gert
ýmislegt því tengt. Þannig hófst í janúar síðastliðnum
þriggja mánaða heilsukeppni þar sem starfsmenn settu
sjálfum sér markmið og að þessum þremur mánuðum
loknum var einn starfsmaðurinn verðlaunaður fyrir þann
árangur sem hann náði á tímabilinu. Þátttaka var gríð-
arlega góð og á meðan á keppninni stóð stóðum við fyrir
fræðslu um heilbrigt líferni og þrátt fyrir að einn starfs-
maður hafi verið verðlaunaður sérstaklega voru allir
þátttakendur svo sannarlega sigurvegarar.“
Áhugasamari starfsmenn og aukin afköst
Jóney segir starfsandann mjög góðan hjá Sjóvá og það
hafi skapast mjög jákvæð stemning þegar kemur að
hreyfingu. „Húsið er á sex hæðum og hafa margir tekið
þá ákvörðun að nota eingöngu stiga þegar þeir eiga leið
milli hæða og einn daginn var haldið hér stigahlaup þar
sem hlaupakappar fyrirtækisins öttu kappi saman.“
Fyrirtækið segir Jóney sjá hag sinn í því að hlúa að
heilsu og heilbrigði starfsmanna með þessum hætti. Í
staðinn fái það áhugasamari og orkumeiri starfsmenn
sem skili sér í auknum afköstum. Segir hún veik-
indadaga hafa alltaf verið í færri kantinum hjá starfs-
mönnum Sjóvár, og það sé alveg ljóst að með því að
stuðla að heilbrigðu líferni fækki veikindadögum enn
frekar. Ekki sér fyrir endann á heilsuátakinu og segir
Jóney að því verði haldið áfram á nýju ári og séu nokkur
ný og spennandi verkefni í burðarliðnum.
Áhugamál Jóneyjar tengjast langflest hreyfingu. „Ég
er smituð af golfbakteríunni en með einn ungan dreng og
annað barn á leiðinni sé ég ekki fram á að geta sinnt golf-
inu eins mikið og hugur stæði annars til. Þá hef ég líka
mjög gaman af því að fara á rjúpu. Ég er frá Skaga-
strönd og byrjaði að fara með föður mínum og bróður á
rjúpu á unglingsárum þótt ekki hafi ég skotið með þeim
fyrr en ég hafði aldur til. Ég nýt þess að ganga á fjöll og
þegar maður getur gert það í bland við rjúpnaveiði er
það í raun ólýsanleg reynsla. Í sumar fékk eiginmaður
minn úthlutað veiðirétti á hreindýri og er ég mjög spennt
fyrir því að fá að skjóta slíkt dýr sjálf en þá þarf ég að
æfa mig aðeins meira á riffilinn en hingað til hef ég mest-
megnis skotið af haglabyssu.“
Eiginmaður Jóneyjar er Sigurjón Atli Sigurðsson
tölvunarfræðingur og saman eiga þau tveggja ára son,
Tómas Liljar.
Jóney Hrönn Gylfadóttir er fræðslu-
stjóri Sjóvár-Almennra trygginga.
Bjarni Ólafsson ræddi við hana um
eðli starfsins, stigakapphlaup,
rjúpnaveiðar, fjölskylduhagi og
varpar upp af henni svipmynd.
Morgunblaðið/Ásdís
Fræðslustjóri Jóney Hrönn Gylfadóttir, fræðslustjóri
Sjóvár-Almennra, er Skagstrendingur í húð og hár.
Fræðslustjórinn sem
nýtur þess að ganga á fjöll
bjarni@mbl.is
SVIPMYND»
SPÆNSKA knattspyrnuliðið
Real Madrid hefur selt sjónvarps-
réttinn að leikjum liðsins fyrir
hærri fjárhæð en áður hefur þekkst
í sögu knattspyrnunnar.
Fjölmiðlafyrirtækið Mediapro
greiðir Real Madrid 1,1 milljarð
evra, jafnvirði um 100 milljarða ís-
lenskra króna, fyrir sjónvarpsrétt-
inn að leikjum liðsins til ársins 2013
að því er fram kemur í frétt á
fréttavef danska viðskiptablaðsins
Børsen.
Segir í fréttinni að greiðslan sem
Real Madrid mun fá frá Mediapro
sé um tvöfalt hærri en fyrri samn-
ingur liðsins hljóðaði upp á fyrir
sjónvarpsréttinn. Mediapro er einn-
ig með samning við Barcelona og
Sevilla í spænsku knattspyrnunni.
Metgreiðsla fyrir sjón-
varpsrétt í fótboltanum
Reuters
Trekkir að David Beckham hjá
Real Madrid trekkir vel að.
Eflaust vildu margir gefa vinstri höndina fyrir að fá
að hafa gítar Bítilsins George Harrison heitins í þeirri
hægri. Bráðum gæti gefist færi á því.
Hinn 30. nóvember næstkomandi verður gítar sem
Harrison notaði árið 1963 boðinn upp í höfuðborg
breska heimsveldisins. Hann lést á þessum degi fyrir
fimm árum eftir langa baráttu við krabbamein.
Búist er við að gítarinn muni kosta meira en 13
milljónir króna en hann er þó fráleitt eini Bítlam-
injagripurinn sem verður til sölu eftir viku. Þá verður einnig í boði skraut-
legur bolur sem var í eigu Johns Lennon og er búist við því að hann muni
fara á litlar 6 milljónir króna. Bolur þessi á sér merka sögu því hann teng-
ist bæði Bítlunum og Rolling Stones. Chris nokkur Jagger, bróðir Micks,
skreytti bolinn á sínum tíma og gaf Lennon hann. Alls verða um 300 hlutir
boðnir upp en allir tengjast þeir tónlistarsögunni á einn eða annan hátt.
Eftirsóttur gítar og bolur
ÚTHERJI hefur sjaldan fundið mátt
sinn og megin á jafn afgerandi hátt
og þegar hann lenti á flugvellinum í
St. John’s á Nýfundnalandi nýlega.
Þar beið hans móttökunefnd með
kökur og vatn á flösku og ungur mað-
ur spilaði á undarlega harmóniku.
Útherji var mjög upp með sér uns
hann leit í kringum sig og sá að allir
farþegar vélarinnar fengu þessar
móttökur. Svona taka Nýfundlend-
ingar á móti Íslendingum á leið í
verslunarferð, enda er sagt að þess-
ar ferðir Íslendinga á haustin bjargi
efnahag eyjarskeggja en lífsgæði þar
eru ekki jafn há og á Íslandi.
Í gluggum búða mátti sjá skilti
sem á stóð „Án virdisaukaskatts“ og
„Verid velkominn vinir“, og á ljósa-
skilti einu stóð „Welcome to our Ice-
landic Visitors“, eða íslenskir gestir
okkar eru boðnir velkomnir.
Þetta gæti verið ágætis viðskipta-
hugmynd fyrir okkur Íslendinga, þ.e.
að lokka útlendinga í verslunarferðir
til Íslands. Vandamálið er bara það
að við yrðum þá að finna land sem er
dýrara en Ísland. Það gæti hins veg-
ar orðið nokkuð erfitt.
Leitum að dýrara landi
ÚTHERJI
Blaðamenn bandaríska viðskipta-
tímaritsins Forbes hafa löngum
þótt miklir listamenn en þeir taka
saman lista yfir nánast allt sem
hægt er að hugsa sér. Eitt það und-
arlegasta er þó eflaust listi yfir rík-
ustu skáldsagnapersónur heims.
Löngum hefur Jólasveinninn
trónað á toppi þess lista en ekki
lengur. Nú er hann ekki einu sinni á
meðal tíu ríkustu skáldsagnaper-
sónanna samkvæmt nýjustu úttekt
Forbes.
Efstur er nú Oliver „Daddy“
Warbucks, fósturfaðir hinnar
hrokkinhærðu Annie, en hann er
metinn á um 2.550 milljarða króna.
Montgomery Burns úr Simpson-
þáttunum er í öðru sæti, metinn á
um 1.200 milljarða, og Jóakim Að-
alönd í því þriðja, metinn á um 780
milljarða króna.
Sveinka steypt af stóli
Hlutabréfasjóðir
50%
Skuldabréfasjóðir
50%
Sparnaður eftir þínum
nótum
Hefðbundna safnið 18,25% ávöxtun
H
im
in
n
o
g
ha
f
–
S
ÍA
Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 01.01. 2006 til 01.11. 2006.