Morgunblaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf            Q                                                                                       ! "! # $ $ "   $ "! # % !   &' ! !# #( "  )'   *  * "    +,  !$! -$ # *   " - # ," )' #. $ (  $ /$! ! +0  !#   " !$ 1/ #. * " +, $  * " 2 !!1/ 3 *#!  !!1/ 1/!1!$!!# 4 "1!$##5 6    "!  # 7!$ #  ! " ! ! $ * "  #   !" #0 !$ #/$! "$!1/  7 ## !$ # $ !  ,     $ !$ #!  $ / 8 9 : / & 1 " $!$ ! "    !"!  *""+  *  , *"" +,#*!  ; *"" '<#            & $ #!!  $ " "$ & $ #!! #!$!1'!$   $ #!$!1'!$ / ,$  '<#1/ )'  =>?@ 1! *#, A ?@ $!  # ! ! !   " #B8,   $ #,$" !#C " /   D" -& !   $ D&2 !+, A  B'$! ! $!  ( B'$!A ,#C $!  "  $ !#C "A "$! +8 "#  $ , A !   ! '$ A BB( $ #A E F  " " ! "   ! +, .! #!! 7.  1$! & #/ $! /# : / & 1 " D G-@ , *""##   $!!$    $ 1 #  H #+,  IA #!! " $ J G-@ & #! 1/!1!$$ - D<B ## !   #  1 #! 1/ / #/  '<#1/!0 1    &4= K #  # " L!"! (*B    1 # #  !$ ! 1!! /#!  "!, *""#  ## H??> I " ##!  *"""! .!"$ %#!  $!!$   *  !$  !  $ 1 # #( " 1! *#, ! ; *"" '<#   M : / & 1 " B $ #, $"+! !   N#!   $ " "$ $ "  7. " 1$  #!$" $# $ *  "!! 1/   ! "#   !%&   '(  )#         B andaríski lögfræðingur- inn Melissa Johns hélt á þriðjudag tvö erindi á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands þar sem hún ræddi annars vegar um umbætur á starfsumhverfi ís- lenskra fyrirtækja á liðnum árum og hins vegar um afnám ýmissa hafta til athafna í Afríku, Austur- Evrópu og Asíu, aðgerðir sem hafi skilað miklum árangri. Johns, sem nam lögfræði við Stanford-háskóla, leiðir rannsókn Alþjóðabankans á réttindum smærri fjárfesta gagnvart misnotkun stjórnenda á sjóðum hlutafélaga. Umrætt rannsóknarsvið er á meðal tíu atriða sem nú er tekið tillit til í árlegri „Doing Business-skýrslu“ Alþjóðabankans og Alþjóðalána- stofnunarinnar (IFC), sem hleypt var af stokkunum haustið 2003. Nær skýrslan nú til 175 ríkja en henni er ætlað að vera hlutlaus og stöðluð greining á frelsi einstak- linga og fyrirtækja til fjárfestinga og viðskipta. Verður tveimur atrið- um bætt við í næstu skýrslu. Spurð um umfang skýrslunnar segir Johns að nú séu í fyrsta skipti lögð fram gögn um 175 ríki. „Þau voru áður 155 en með fjár- stuðningi íslenskra stjórnvalda gát- um við nú bætt tuttugu ríkjum til viðbótar á listann,“ segir Johns. „Öll eru þau skilgreind sem smáríki og með íbúafjölda sem er undir milljón. Við öflum gagna með því að leggja spurningalista fyrir aðila, á borð við lögfræðinga og arkitekta, sem þurfa starfs sína vegna að eiga við regluverkið í þeim ríkjum sem við rannsökum. Við athugum hversu auðvelt er að stofna fyrirtæki, ráða og reka starfsfólk, selja og kaupa fasteignir, svo eitthvað sé nefnt. Við skoðum hversu mörg skref þarf að stíga, hvað hvert tekur lang- an tíma og hversu mikil útgjöld hvert þeirra felur í sér. Síðan eru gögnin borin saman og ríkjunum raðað á lista.“ Þarf að auka réttindi fjárfesta Spurð um hvernig Ísland komi út í þessum samanburði í skýrslu ársins 2007 segir Johns að starfsumhverfi fyrirtækja hér sé almennt gott, dómskerfið skilvirkt og auðvelt að sækja mál fyrir rétti. Umbóta væri hins vegar þörf á þremur sviðum. „Að teknu tilliti til allra þátta er Ísland í 12. sæti á listanum og lækkar um eitt sæti á milli ára. Fjölgun ríkja á listanum og umbæt- ur í einstökum ríkjum skýra breyt- ingarnar á stöðu Íslands á honum. Svo dæmi sé tekið er hér afar auðvelt að kaupa og fá skráðar fast- eignir, ferlið tekur aðeins fjóra daga. Í sumum ríkjum tekur þetta sama ferli hátt í tvö ár. Þegar kem- ur að réttindum smærri fjárfesta er landið hins vegar í 83. sæti. Þessi réttindi þarf að auka.“ Johns heldur áfram og bendir á, að Ísland sé í 42. sæti þegar kemur að sveigjanleika við ráðningarsamn- inga starfsfólks og í 30. sæti þegar um er að ræða tímann og leyfin sem þarf til að byggja vöruhús, en það ferli notar bankinn sem hentugan mælikvarða á fjölda leyfa sem þarf til atvinnureksturs. Innt eftir þeim orðum á vefsíðu Alþjóðabankans, að ríki þurfi ekki að fórna velferðarkerfinu til að koma á umbótum í atvinnulífi sínu, með dæmi af norrænu ríkjunum, segist Johns taka undir þá afstöðu, markmiðið með skýrslunni sé aðeins að leggja fram tillögur til að greiða fyrir viðskiptum, en ekki að mæla með tilteknu efnahagsmódeli fyrir ríki heims. Að auki sé þörf fyrir einfaldar reglur af hálfu ríkisvaldsins. Ekki megi túlka skýrsluna svo, að hún sé leiðarvísir fyrir fjárfesta um hvar sé vænlegast að fjárfesta. Umbætur í Afríku greiða fyrir viðskiptum Eins og fyrr segir fjallaði Johns um umbætur á atvinnulífinu í Austur- Evrópu, Asíu og Afríku í erindi sínu á þriðjudag. Hún segir að gögn bankans bendi til að samband sé á milli umbóta á efnahagssviðinu og atvinnuleysis, það minnki eftir því sem frelsi til athafna sé meira. Tiltaka höftin og viðjarnar Lögfræðingurinn Mel- issa Johns starfar hjá Alþjóðabankanum. Baldur Arnarson ræddi við hana um leiðir til að leysa hag- kerfi ríkja úr viðjum skriffinnsku og hafta. Sérfræðingur Melissa Johns, lögfræðingur hjá Alþjóðabankanum, sótti Ísland h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.