Morgunblaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
viðskipti/athafnalíf
Nú þegar Eggert Magnús-son og Björgólfur Guð-mundsson hafa fest kaupá enska knattspyrnu-
félaginu West Ham er fróðlegt að
skoða þá miklu fjármuni sem eru í
húfi á Englandi.
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær keypti félag Eggerts og
Björgólfs; West Ham Holding,
stærstan hluta bréfa (83%) í þessum
fornfræga klúbbi í austurhluta Lond-
on fyrir 85 milljónir punda, um 11,4
milljarða króna. Verður öðrum hlut-
höfum félagsins væntanlega gert yf-
irtökutilboð. Að auki yfirtaka Eggert
og Björgólfur skuldir upp á 23 millj-
ónir punda, um 3 milljarða króna, en
fyrir rúmum þremur árum, er West
Ham féll úr úrvalsdeild, námu skuldir
félagsins um 44 milljónum punda.
Fjárhagsstaða félagsins hefur því
batnað verulega síðustu ár.
Langt í risana
Risarnir á Englandi; Manchester
United, Chelsea, Arsenal og Liver-
pool, skera sig nokkuð úr enda hafa
félagið aflað mikilla tekna af þátttöku
sinni í Meistaradeild Evrópu. Velta
risarnir fjórir frá 15 til á þriðja tug
milljarða króna árlega og skila allir
góðum hagnaði – nema meistaranir í
Chelsea. Þar virðist auðkýfingurinn
Abromovich endalaust dæla pening-
um í liðið.
Fyrir neðan risana koma félög eins
og Tottenham, Everton og Bolton og
ef miðað er við veltu er West Ham
ekki langt undan, en félagið velti 7,8
milljörðum króna á síðustu leiktíð og
skilaði 1,7 milljarða króna hagnaði,
sem er met í sögu þess, en árið áður
var 240 milljóna króna tap. Sam-
kvæmt árlegri skýrslu Deloitte um
fjármál knattspyrnufélaga stærstu
deilda í Evrópu, sem síðast kom út í
júní sl., veltu ensku úrvalsdeildar-
félögin tveimur milljörðum evra á
leiktíðinni 2004–2005, um 174 millj-
örðum króna á núvirði, sem gerði
ensku deildina þá tekjuhæstu í Evr-
ópu. Afkoma síðasta leiktímabils hef-
ur ekki verið tekin saman hjá Delo-
itte en sparkspekingar þessa
alþjóðlega endurskoðunarfyrirtækis
reikna með að á yfirstandandi leiktíð
muni félögin á Englandi auka tekjur
sínar að jafnaði um 6%. Sem fyrr
munu stóru félögin leiða þá hækkun.
En tekjumöguleikar West Ham
liggja ekki bara í góðu gengi á vell-
inum. Athafnasvæði félagsins kring-
um Upton Park þykir gríðarlega
verðmætt byggingarland en vegna
Ólympíuleikanna árið 2012 í London
er mikil uppbygging framundan í
austurhluta borgarinnar. Eins og
fram hefur komið í Morgunblaðinu
hefur Eggert áhuga á að ræða við
borgaryfirvöld í London um aðkomu
West Ham að ólympíuleikvanginum,
með möguleika á að félagið fái völlinn
til afnota að leikunum loknum. Fyr-
irhugaður leikvangur er steinsnar frá
Upton Park og yrði því ekki mikil
röskun fyrir dygga áhangendur liðs-
ins. Upton Park tekur um 35 þúsund
manns í sæti og sætanýtingin hefur
verið allt að 95%, skiljanlega minnk-
aði hún er liðið lék í 1. deild. Stendur
valið um að stækka Upton Park eða
koma sér upp nýjum velli.
Gróðavon í sjónvarpsrétti
Í skýrslu Deloitte segir að vonir séu
bundnar við aukinn gróða af sjón-
varpsrétti. Nýr samningur þess efnis
tekur gildi keppnistímabilið 2007-
2008. Sérfræðingar Deloitte búast við
að sá samningur auki tekjur úrvals-
deildarfélaganna, sem eru 20 að tölu,
um 1,7 milljarða evra, eða um 148
milljarða króna. Er sú áætlun gerð
með þeim formerkjum að félögunum
takist að halda launakostnaði niðri.
Þar hefur West Ham tekist ágætlega
upp, með launakostnað nú í rúmum
50% af veltu, en spurning er hve
miklu verður varið í leikmannakaup
eftir áramótin. Enskir fjölmiðlar
nefndu í gær tölur allt frá 12 til 20
milljónir punda.
Með sjónvarpsréttinum liggja því
miklir tekjumöguleikar hjá Eggerti
og félögum hjá West Ham, svo fremi
sem félagið nær að halda sæti sínu í
úrvalsdeild. Það sýndi sig að góður
árangur síðustu leiktíðar í deild og
bikar skilaði félaginu um 3,7 milljarða
tekjum af sjónvarpsútsendingum,
samanborið við tæpan milljarð tíma-
bilið 2004–2005 er West Ham lék í 1.
deild. Munurinn milli deilda, hvað
tekjur varðar, er gríðarlegur en með
því að falla geta tekjurnar hæglega
dregist saman um þriðjung ef ekki
meira.
Einnig skipti það mjög miklu fyrir
West Ham að komast upp um deild á
tveimur árum en félög sem falla úr
úrvalsdeild fá næstu tvö árin 8 millj-
ónir punda hvort ár í svonnefndar
„fallhlífargreiðslur“ til að aðlagast
fallinu. Eftir það fá félögin engar slík-
ar greiðslur, enda hafa mörg forn-
fræg félög lent í þeirri stöðu að fest-
ast í neðri deildum, líkt og Leeds og
Derby County.
Áhættan meiri en í Stoke
Í skýrslu Deloitte má finna töflu yfir
árangur félaganna í efstu deild frá
árinu 1992 til loka síðustu leiktíðar. Á
listanum lenda 39 félög og hafnar
West Ham þar í 11. sæti.
Metnaður Eggerts og Björgólfs er
að ýta félaginu ofar á listum sem
þessum, viðhalda öflugu unglinga-
starfi, sem hefur skilað tekjum í sölu
efnilegra leikmanna, og byggja upp
öflugt lið sem getur velgt þeim stóru
undir uggum. Takist það er líklegt að
fjárfestingin í West Ham verði mun
vænlegri en hjá íslensku fjárfestun-
um í Stoke um árið. Nú eru meiri
peningar í spilunum – en áhættan um
leið meiri.
Möguleikar á stórauknum tekjum
Fréttaskýring | Fjár-
hagslega er West Ham
nokkuð langt á eftir
stóru liðunum á Eng-
landi en með góðu
gengi á knattspyrnu-
vellinum og mögu-
legum fjárfestingum á
athafnasvæði félagsins
gætu tekjurnar stór-
aukist. Björn Jóhann
Björnsson kynnti sér
peningahliðina í enska
boltanum.
bjb@mbl.is
6 ?
') !%
,
-...&-..
2 4+"
/&1
/
"
/
0
+
1
2
0"
<
&1
" C
"?$$ "
'
>
'
!
3!
/ ! !
4
-..5&-..
2 4+"
/&1
/
"
- /L
7 ;$$
M $""C
N$ O- " $
%&1
" C
"?$$ "
'
>
@
C
;$
+ "
A
2$
E @ " ;;
9"
, G:$
J;$$
/
> "$;
=;$;
E "$;
P $
-/
Reuters
Stjórnarformaðurinn Eggert Magnússon hampar West Ham trefli á Upton
Park er kaupin á félaginu voru tilkynnt. Nú á eftir að koma í ljós hvort
fjárfestingin verður vænlegri en í síðasta ævintýri Íslendinga í enska bolt-
anum, í kringum lið er nefnist Stoke.
Eftir Víði Sigurðsson í London
Í UMFJÖLLUN enska dagblaðsins
The Times í gær um kaup Íslend-
inganna á West Ham segir að
verðið á félaginu, 108 milljónir
punda með skuldum, sé hátt en
réttlætanlegt. Svo framarlega
sem West Ham haldi velli sem úr-
valsdeildarfélag.
Lykillinn að því eru stórauknar
tekjur af sjónvarpsrétti frá og
með næsta keppnistímabili.
Hækkunin er talin nema 10 millj-
ónum punda, um 1.300 milljóna
króna, á ári, og tryggja að auð-
veldlega eigi að vera hægt að
reka félagið með 15 milljóna
punda hagnaði á ári, fyrir utan
kaup og sölur leikmanna.
The Times segir að samkvæmt
þessum útreikningum séu kaupin
á West Ham ekki óskynsamlegur
leikur ríkra manna með peninga,
heldur vel ásættanleg fjárfesting,
svo framarlega sem nýir eigendur
fari ekki framúr sjálfum sér.
Blaðið fjallar ennfremur um þá
Eggert Magnússon og Björgólf
Guðmundsson og sérstaklega um
fortíð Björgólfs, aðild hans að
Hafskipsmálinu og magnaða end-
urkomu hans í íslenskum fjár-
málaheimi síðasta áratuginn.
Ekki óskynsamlegur leikur