Morgunblaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf Hvað tapar þú miklum peningum á meðan þú bíður eftir peningum? Viðskiptavinir SPRON Factoring hf. fela okkur umsjón og eftirlit með lánsviðskiptum til þess að geta veitt viðskiptavinum sínum betri þjónustu, aukið söluna og losnað við áhyggjur. Við hjálpum þeim að finna trausta viðskiptavini, fjármögnum vöxtinn, bókum viðskiptamannabókhaldið og þjónustum skuldunauta þeirra. "  ! ! #  !" #$$   %   ! & '   (   !  %&'"($ " )"   *+ + " , #  " " , +# & " " - !" +  " .&'"/'0&1 $ 2 3 $4 .&" $       5 5 6 6 5 6 5 6           *  + !  !    !  !" #$ 7 !"( 8  9:$  "; 9< : 9$;"  "; =  " ";               -< > / <? .@ ";  $ " ! = ! @ !                 A" A; : .  B8. 9$ B $"; %$" / "C= "+ D "              *E>F 7;G H; I .J%> )AF ,                         K I ;   <#"" ) $ ,1% $ J   1 J   1 J   1 J   1                         7  A  A 5 5 5  7  A  A 5 5 5  7  A  A 5 5 5  7  A  A 5 5 5 ; $ 1 $ ; $ 1 $ ; $ 1 $ ; $ 1 $         Eftir Bjarna Ólafsson | bjarni@mbl.is RÚSSNESKI milljarðamæringurinn Roman Abramovich hefur gert kaup- tilboð í bandarískt stáliðjuver í Ore- gon-fylki. Gangi áætlanir Abramo- vich eftir verður um stærstu einstöku fjárfestingu Rússa í Bandaríkjunum, en kauptilboðið hljóðar upp á 2,3 milljarða dollara, andvirði um 165 milljarða króna. Evraz Group, félag undir stjórn Abramovich, hafa boðið 63,25 dali á hlut fyrir alla hluti í Oregon Steel Mills, sem framleiðir meðal annars stórar stálpípur og járnbrautarteina. Í grein New York Times segir að tilboðið sé enn eitt merkið um þá þró- un sem er að verða í stáliðnaði heims- ins að fyrirtæki þar eru að færast á færri hendur. Stálframleiðendur á Indlandi, Brasilíu og Rússlandi hafa verið að kaupa upp stálverksmiðjur í Evrópu og N-Ameríku og hafa valda- hlutföll í þessum geira því verið að breytast að þessu leyti. Oregon Steel er með um 1.700 starfsmenn í vinnu og kemur um 25% af hráefninu frá Evraz-fyrirtækinu. Flókið fyrirkomulag Eignarhald Evraz, líkt og margra annarra rússneskra fyrirtækja, er ógagnsætt og flókið. Eignir fyrirtæk- isins eru flestar í Rússlandi en það er skráð í Lúxemborg. Meirihluti hluta- fjár, 82,4%, er í eigu tveggja kýp- verskra eignarhaldsfélaga, og er ann- að þeirra undir stjórn Abramovich. Í gegnum net fyrirtækja í ýmsum lönd- um hefur hann meirihlutaeign í Evr- az. Þetta fyrirkomulag veldur því að sumir hafa velt því fyrir sér hvort heppilegt sé að Evraz komi að rekstri stáliðjuvers í Bandaríkjunum, eink- um í ljósi þess hve stjórnvöld í Kreml eru gjörn á að láta viðskiptaákvarð- anir rússneskra stórfyrirtækja sig varða. Abramovich í banda- rískan stáliðnað AP Stáliðnaður Ríki þaðan sem hráefni í stáliðnað er fengið hafa upp á síð- kastið gert sig meira gildandi í stáliðnaðinum sjálfum með yfirtökum. Í HNOTSKURN » Abramovich eignaðistfyrst 40% hlut í Evraz í júní í sumar í gegnum fjárfest- ingarfélag sitt, Millhouse. » Hafa líkur verið leiddarað því að undir hans stjórn gæti Evraz orðið hvatinn að sameiningum í rússneskum stáliðnaði. » Væri það í samræmi viðþróun í öðrum geirum rússnesks efnahags. EINHVERJIR brutust inn í gagna- banka vefverslunar breska tímarits- ins Economist, Economistshop.com. Ekki liggur fyrir hvaða upplýsingum þeim tókst að koma höndum yfir en það munu þó ekki vera banka- eða greiðslukortaupplýsingar þar sem slíkt er ekki vistað hjá Economist- shop. Þetta kemur fram í bréfi til viðskiptavina vefverslunarinnar. Þar segir að innbrotið hafi upp- götvast 6. nóvember síðastliðinn. Þá hafi komið í ljós að einhverjum hefði tekist að gera breytingar í gagna- grunninum sem höfðu í för með sér að viðskiptavinum var vísað frá vef- versluninni. Við skoðun hefði komið í ljós að reynt hefði verið að lesa gögn í gagnagrunninum að minnsta kosti frá upphafi þessa árs. Ekki sé þó ljóst hvort það hafi tekist. Vefverslunin var tekin niður um tíma á meðan verið var að kanna inn- brotið en hefur verið opnuð á ný. Innbrot hjá Economist Gramsað var í gagnagrunni vefverslunar tímaritsins BANDARÍSKI bílaframleiðand- inn General Motors (GM) hyggst leggja meiri áherslu á framleiðslu lítilla bíla en hingað til. New York Times (NYT) greinir frá þessu. Fram kemur í fréttinni að talið sé að sala á bílum í Kína verði meiri en í Bandaríkjunum eftir áratuga. Auk þess vaxi aðrir markaðir í Asíu hratt, svo sem á Indlandi. NYT hefur eftir Nick Reilly, for- stjórastjóra GM í Asíu, þar sem hann var staddur á bílasýningu í Beijing í Kína um síðustu helgi ásamt fleiri stjórnendum fyrirtæk- isins, að væntanlegir bílakaup- endur á vaxandi mörkuðum Asíu muni að stærstum hluta sækjast eft- ir litlum bílum. GM hafi ekki verið öflugt fyrirtæki á því sviði en kom- inn sé tími til að breyta því. Þá hefur NYT eftir Kevin E. Wale, sem stýrir starfsemi GM í Kína, að frá því fyrirtækið hóf sam- starf við kínverska bílaframleið- andann Wuling fyrir fimm árum, hafi verksmiðja þeirra náð að verða leiðandi í framleiðslu lítilla sendi- bíla og pallbíla í Kína. Þar sé um að ræða bíla sem kosti innan við 6 þús- und dollara, eða innan við 420 þús- und íslenskar krónur. Segir Wale að GM hafi sýnt að fyrirtækið geti framleitt ódýra bíla og hagnast á því á mörkuðum í Asíu. Segir í fréttinni að GM muni mæta mikilli samkeppni frá kín- verskum bílaframleiðendum sem og framleiðendum á Indlandi. GM veðjar á litla bíla í Asíu LÍKUR eru taldar á því að bandaríska Nasdaq kauphöllin hækki tilboð sitt í meirihluta hluta- fjár í Kauphöllinni í Lundúnum (LSE), en stjórn LSE hafnaði í vik- unni tilboði Nasdaq sem gerði ráð fyrir kaupgenginu 12,43 pund á hlut, en daginn eftir var gengi hlutabréfanna á opnum markaði komið í 12,90 pund. Í frétt New York Times segir að spákaupmenn geri nú ráð fyrir að hærra tilboð berist frá Nasdaq og því hafi hluta- bréfaverðið hækkað. Nasdaq á nú þegar 29% hlut í LSE. Verði af samruna kauphallanna tveggja yrði til stærsta kauphall- arfyrirtæki í heimi með 6.400 fyr- irtæki á skrá með heildarverðmæti upp á 800.000 milljarða íslenskra króna. Ástæðan fyrir því hve áhugasamir eigendur Nasdaq eru um LSE er sögð sú að í gegnum bresku kauphöllina streymir mikið fé frá Asíu og Mið-Austurlöndum, auk þess sem meira er um ný- skráningar þar vegna umfangs- minna regluverks en í Bandaríkj- unum. Reuters Nasdaq talið munu hækka sig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.