Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ verður stöðugt mikilvægari fyrir okkur vegna áforma okkar um að byggja olíuhöfn til þess að eiga margbreyttari aðgang að orkugjöf- um. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvenær hafist verði handa við höfnina, en það hefur verið tekin pólitísk ákvörðun um að fá orkugjafa úr fleiri áttum. Um þessar mundir koma 90% af olíunni og tæp 70% af gasinu, sem við notum, frá Rússlandi.“ Nægileg vernd En hvað gerist ef Íslendingar fara fram á það við NATO að öryggismál í lofti yfir Íslandi verði endurskoðuð. Einn viðmælandi Morgunblaðsins sagði að þessi mál væru endurskoðuð reglulega innan bandalagsins og brátt kæmi að slíkri endurskoðun af hálfu hermálanefndar NATO. „Hluti af því ferli væri að fara yfir stöðu Ís- lands rétt eins og annarra banda- manna,“ sagði viðmælandinn. „Auð- vitað er íslenskum stjórnvöldum það opið með tilliti til þeirrar stöðu, sem Íslendingar eru í, að stíga fram og segja beint við NATO: Við erum í þessari stöðu og viljum að málið verði skoðað. Ég myndi gera ráð fyrir að NATO liti á þessi mál jafnvel þótt ekki yrði farið fram á það, en ég á einnig von á að stjórnin komi á ein- hverju stigi til okkar og spyrji hvern- ig getum við nálgast þessi mál, hvernig getum við sem best tryggt að Ísland njóti nægilegrar verndar eigin lofthelgi eftir brottför Banda- ríkjamanna.“ Varnarhlutverkið breytt Hvernig er litið á þessi mál innan framkvæmdastjórnar Atlantshafs- bandalagsins og hafa þau verið skoð- uð? John Colston, aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá NATO á sviði varnarstefnu og -skipulags, bendir á að hlutverk NATO hafi breyst og nú sé litið svo á að bandalagið láti að sér kveða þar sem þörf sé á til að tryggja öryggi aðildarríkjanna. „Það leiddi til íhlutunar í Afganistan, sem hefur vaxið að umfangi og nú eru þar Al- þjóðlegu öryggis- og aðstoðarsveit- irnar, ISAF, sem eru um allt landið og það er lykilaðgerð,“ sagði hann. „Þannig að þar fór aftur fram aðlög- un. Á fundinum í Riga munum við taka upp og birta stutt skjal, sem geymir alhliða pólitískan vegvísi, sem er ætlað að skilgreina örygg- isþarfir okkar tíma og hvað þær hafa í för með sér varðandi búnað og sam- setningu herja okkar. Þar mun koma fram að við lítum svo á að helsta ógn- un samtímans sé hryðjuverk og ger- eyðingarvopn. Að við séum enn sam- eiginlegt varnarbandalag, en sameiginlegar varnir á okkar tímum þýði fyrst og fremst varnir gegn hryðjuverkum og gereyðing- arvopnum. Að við sjáum fyrir okkur að í framtíðinni munum við taka að okkur margvíslegar aðgerðir, þær verði sennilega flestar smærri í snið- um en til þessa.“ Hann sagði að þetta gæti átt við margvísleg verkefni, allt frá því að flytja vistir til Pakistan eft- ir jarðskjálftann til friðargæsluverk- efnisins í Kosovo. „Ísland hefur verið hluti af þessu ferli,“ sagði hann. Colston sagði um öryggismál í Norður-Atlantshafi að um þessar mundir væri það mat bandalagsins að þar væri ekki um neina hern- aðarlega hættu að ræða. „Við sjáum ekki fyrir okkur hefðbundna ógn eins og í kalda stríðinu á Atlantshafinu og teljum að ekki sé fyrirsjáanlegt að slík ógn komi fram í nálægri fram- tíð,“ sagði hann. „Landfræðileg lega Íslands veitir Íslendingum ákveðið öryggi ef horft er á sumar af þeim ógnunum, sem valda áhyggjum í öðr- um Evrópulöndum, til dæmis hryðju- verk og óstöðugleika af völdum ríkja, sem hafa hrunið, skipulagða glæpi og fjöldafólksflutninga. Það þýðir þó að sjálfsögðu ekki að öryggi Íslands sé bandalaginu ekki jafnmikilvægt og öryggi allra bandalagsríkjanna. Satt að segja gefum við okkur að öryggi hvers bandalagsríkis eigi að vera það sama, að ekkert bandalagsríki búi við lakari hlut. Að sama skapi, hins veg- ar, gerum við ráð fyrir því að hvert bandalagsríki leggi sitt af mörkum til að tryggja eigið öryggi.“ Colston lýsti yfir ánægju með að varnarmálaviðræður Bandaríkja- manna og Íslendniga leiddu til við- unandi niðurstöðu fyrir hvora tveggju. „Við erum ánægð með að varnarsamningurinn skuli enn vera í gildi,“ segir hann. „En við áttum okk- ur á að með þeirri þróun, sem við höf- um séð, og brotthvarfi Bandaríkja- manna frá Keflavík munu Íslendingar þurfa að hugsa um það hvernig þeir ætla að tryggja öryggi sitt á friðartímum – frá degi til dags – í framtíðinni og munu vilja fá banda- menn sína til að taka þátt í því ferli. Það er fullkomlega skiljanlegt og þeir munu verða reiðubúnir til þess að ræða við Íslendinga um það hvernig við getum tryggt með sem bestum hætti að Íslendingar búi ekki við lakari hlut, að gæsla öryggis í land- og lofthelgi sé ekki á skjön við það sem gerist hjá öðrum aðild- arríkjum bandalagsins.“ Eftirlitshugmyndir á byrjunarstigi Colston sagði að enginn vafi léki á því að öryggi á hafi úti væri vaxandi áhyggjuefni hjá NATO og við und- irbúning leiðtogafundarins í Riga hefðu tveir hlutir verið teknir til at- hugunar. Annars vegar öryggi í orkumálum, sem augljóslega heyrði ekki undir NATO, en þó gæti banda- lagið með ýmsum hætti tekið á ýms- um þáttum, sem tengdust þessum málum. „Þar á ég sérstaklega við að vernda birgðaleiðir og búnaðinn, sem myndar innviði orkuiðnaðarins,“ sagði hann. „Þetta tengist ágætlega því sem Norðmenn eru að hugsa. Hinn þátturinn er að við erum að skoða hvað hægt sé að gera til að auka vitneskju okkar um það, sem er að gerast á höfunum, rétt eins og herir okkar búa sér til svokallaða „loftmynd“ til að átta sig á því hvað sé að gerast í lofti. Það er áhugi á að koma á því, sem kallast Maritime Domain Awareness, til að átta sig á eðli og hreyfingum í skipaflutn- ingum. Þessar hugmyndir eru allar á byrjunarstigi og ekkert hefur verið ákveðið formlega, en hlutir af þess- um toga eru nú til umræðu hér.“ Hann nefndi að nú stæði yfir aðgerð í Miðjarðarhafi, sem ætlað væri að fæla frá hryðjuverkamenn. „Það eru vísbendingar um að það eitt að þetta verkefni sé til staðar hafi fælt óbóta- menn frá, ekki endilega hryðjuverka- menn, en orðið til þess að menn, sem hugðust brjóta lög með einum eða öðrum hætti, sátu heima. Við höfum ekki litið á möguleikana á að víkka slíkt eftirlit vestur á bóginn í Atlants- hafið eða yfir í Persaflóa, en þetta gefur til kynna hvaða hlutverk sjó- herir NATO geta tekið að sér, hvort sem það yrði sameiginlega eða ein- stök ríki, sem framlag til að viðhalda öryggi gegn þessum ógnum 21. ald- arinnar, ógnum gagnvart orkuforða. Mögulegt framlag Íslendinga þegar litið er á leguna í Atlantshafinu er því mjög áhugavert.“ Colston sagði að til að tryggja vernd þyrfti þrennt að vera til staðar. „Þú þarft að vita hvað er á seyði – það er eftirlitsþátturinn – þú þarft að geta notað upplýsingarnar og yf- irfært þær í aðgerðir hvort sem þær eru hernaðarlegar eða borgaralegar og það þriðja er að hafa hernaðarlega getu til að taka á ógninni ef hún virð- ist vera til staðar.“ Það er ljóst að innan Atlantshafs- bandalagsins er ekki talað einni röddu um öryggismál í Norður- Atlantshafi. Þegar vegið verður og metið hvaða viðbúnaður þurfi að vera til staðar mun það ekki síst velta á því hvert matið verður á hinni raun- verulegu þörf. Þar verður meðal ann- ars horft í kostnað og hvort talið verði að fé og framlagi verði betur varið annars staðar og framlag þeirra, sem í hlut eiga, til eigin varna. Olíuflutningar Tankskip á siglingu með fullfermi af olíu. Auknir flutningar eldsneytis eftir siglingaleiðum um Norður-Atlantshaf munu kalla á endurmat á öryggismálum og eftirliti. » [Bandamenn Íslands í NATO] munu verða reiðu-búnir til þess að ræða við Íslendinga um það hvernig við getum tryggt með sem bestum hætti að Íslendingar búi ekki við lakari hlut, að gæsla öryggis í land- og lofthelgi sé ekki á skjön við það sem gerist hjá öðrum aðildarríkjum bandalagsins. UTANRÍKIS- OG ÖRYGGISMÁL ÍSLANDS ÓLÍK SJÓNARMIÐ GAGNVART RÚSSUM E itt af því, sem hlýtur að verða tekið með í reikning- inn, er mat á því um hversu mikla olíuflutninga verður að ræða og hvort mat Norðmanna á því ástandi, sem brátt muni skapast í Norður-Atlantshafi vegna þeirra, sé rétt eða ýkt. Um skeið leit til dæmis út fyrir að mikil aukning yrði á flutningi á olíu og gasi á vegum Rússa frá hinu svokallaða Shtokman-svæði í Barentshafi. 9. október tilkynnti fyrirtækið Gazprom hins vegar að ekki yrði farið í samstarf við er- lend fyrirtæki, sem sóst höfðu eft- ir að eignast allt að 49% hlut í að verkefninu, þar á meðal norsku fyrirtækin Norsk Hydro og Statoil, sem er að vinna að því að vinna gas í vesturhluta Barents- hafsins. Um leið var tilkynnt að Gazprom myndi ekki flytja elds- neyti frá Shtokman með olíu- skipum til Bandaríkjanna, heldur eftir leiðslum til Evrópu. Ákvörð- un Rússanna um að sitja einir að þeim orkulindum, sem er að finna á Shtokman-svæðinu, er ekki síst sú hvað olíuverð er hátt um þess- ar mundir. Þá er talið að Rússar hafi ákveðið að taka Evrópu fram yfir Bandaríkin vegna þess að Bandaríkjastjórn hefur und- anfarið gagnrýnt rússnesk stjórn- völd vegna mannréttindamála og lýðræðishalla, auk þess sem Rúss- um finnst Bandaríkjamenn hafa staðið í vegi fyrir þeim í Al- þjóðaviðskiptastofnuninni, WTO, og þykir þeir einnig full- vinsamlegir í garð Georgíu. Mjög athyglisvert er að sjá þau ólíku sjónarmið, sem eru uppi gagnvart Rússlandi meðal ríkja Atlantshafsbandalagsins. Þjóðverjar hafa farið þá leið að starfa náið með þeim og eiga þýsk fyrirtæki þátt í áformum með Rússum um að leggja gas- leiðslur beint frá Rússlandi í gegnum Eystrasaltið og til Þýskalands. Hollendingar hafa undirritað samning um þátttöku í verkefninu og samkvæmt frétt- um mun Gazprom fá ótiltekinn hlut í leiðslu til að flytja gas frá Hollandi til Bretlands. Bretar eru nú orðnir háðari innfluttum orkugjöfum en áður vegna þverrandi orkulinda í Norð- ursjó. Pólverjum er um og ó vegna hinnar sterku stöðu Rússa. Þeir hafa gagnrýnt áformin um að leggja leiðsluna frá Síberíu framhjá Póllandi. Piotr Wozn- iak, fjármálaráðherra Póllands, sem fer einnig með orkumál, hélt fyrir skömmu blaðamanna- fund þar sem hann sagði að einu gilti hvað Þjóðverjar gerðu til að reyna að milda Pólverja, þeir ættu að sleppa Eystrasaltsleiðsl- unni. Staðan er nú þannig að ol- ía og gas frá Kasakstan, Túrkmenistan og Kaspíahafs- svæðinu fer í gegnum leiðslur í Rússlandi. Mið-Asíuríkin þurfa að selja Rússum orkugjafana, sem fara í gegnum leiðslurnar. Rússar geta því bæði ráðið framboði og verðlagi. Þetta hugnast Pólverjum ekki og hafa þeir barist fyrir því að lögð verði leiðsla fram hjá Rússlandi, en ekki haft erindi sem erfiði. Frakkar standa að nokkru leyti fyrir utan þessar tilfær- ingar vegna þess hversu stóran hlut kjarnorka á í að uppfylla orkuþörf þeirra. Nýju aðildarríkin í NATO eru hins vegar full tortryggni í garð Rússanna. Pólverjar tala um hina óút- reiknanlegu ógn, sem bandalag- ið verði að vera í stakk búið til að bregðast við, ógn, sem geti skotið upp kollinum eftir nokk- ur ár. Þeir nefna sérstaklega Rússa, sem sýni tilhneigingu í átt til gerræðis. Orka og öryggi Rússar stefna á að auka skerf sinn á olíu- og gasmark- aði. Olíuvinnslusvæðið Vankor í Síberíu er 2.800 km frá Moskvu. Þar eru einhverjar mestu olíu- og gasbirgðir Rússa og er áætlað að vinnsla á vegum Rossneft hefjist 2008. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.