Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 42
borgarlandslag í byrjun aldar III
42 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
S
íðastliðin fimm ár virðist
megináherzlan í bæj-
arfélögunum fjórum, sem
hér voru tekin til athug-
unar, hafa verið á íbúðar-
húsabyggingar og jafnvel á heilu
íbúðarhúsahverfin. Það er að vonum
því eftirspurnin er látlaus. Augljóst
er að á næstu fimm árunum verða
mikil tíðindi í Reykjavík þegar þar rís
nýja Tónlistarhúsið ásamt stóru hót-
eli með ráðstefnuaðstöðu, svo og nýj-
um höfuðstöðvum Landsbanka Ís-
lands. Vitanlega hefur höfuðborgin
aðstöðu til að skáka öllum smærri
bæjarfélögum sem ekki fá slík tæki-
færi. Þau hafa bara lítið komið upp í
Reykjavík síðastliðin fimm ár. Eins
og vikið verður að síðar eru Hafnfirð-
ingar nýlega búnir að gera stórátak í
sínum miðbæ og eðlilegt að dálítið hlé
verði á eftir. Við eigum líka eftir að
sjá nýjan miðbæ í Garðabæ stækka
til muna og byggjast niður að Hafn-
arfjarðarvegi, hvort sem það gerist á
næstu fimm árunum eða síðar. Á síð-
asta ári hefur það einnig gerzt að eitt
stærsta hús landsins hefur risið í
Garðabæ. Við komum að því síðar.
Það bezta úr íbúðarhúsageiranum
á öllu höfuðborgarsvæðinu finnst mér
vera 101 Skuggahverfi í Reykjavík,
nokkrar blokkir í Salahverfi í Kópa-
vogi svo og íbúðarhúsahverfið Sjá-
land í Garðabæ. Að mörgu leyti tel ég
það hafa tekizt bezt af framantöldu
og að Garðabær hafi með því tekið af-
gerandi forustu að þessu leyti. Marg-
ir viðmælenda minna voru á sömu
skoðun en hvergi nærri allir.
Oft er talað um Sjálandshverfi, en
það rétta er raunar að íbúðir þar eru
á Sjálandi, sagði Eysteinn Haralds-
son bæjarverkfræðingur sem fræddi
mig um það sem verið hefur á döfinni.
Það er þó aðeins fyrsti og annar
áfangi þessarar byggðar sem búið er
að byggja og verður án efa for-
vitnilegt að sjá hvernig til tekst með
það sem eftir er. Þarna er skipulagt
af metnaði af hálfu bæjarfélagsins,
séð til þess að fá góðan arkitekt í lið
með sér og síðan er mikil atorka í
framkvæmdinni.
Skipulagsarkitekt hverfisins er
Björn Ólafs en hann er einnig höf-
undur bryggjuhverfisins við Graf-
arvog í Reykjavík. Björn hefur lengi
starfað í París en þar að auki hefur
hann teiknað mörg einstök hús á Sjá-
landi.
Fyrir utan það sem þegar er komið
upp af fyrsta og öðrum áfanga á Sjá-
landi hefur meginbyggingarsvæði í
Garðabæ verið á holtinu þar fyrir of-
an og sunnan. Það heitir Ásahverfi og
þar hefur á síðustu árum risið glæsi-
leg og fjölbreytt byggð einbýlishúsa.
Fyrir er í Garðabæ ein stærsta ein-
býlishúsabyggð á landinu öllu og þarf
allnokkuð til að taka því fram sem þar
hefur verið bezt gert áður og tel ég
raunar að það hafi ekki verið gert.
Að byggja borgarumhverfi
Sjáland sker sig úr og hefur heppn-
ast vegna þess að þar hefur tekizt vel
að byggja nýtt, þéttbýlt hverfi og
lausnin á því er þó allt önnur en til að
mynda í 101 Skuggahverfi. Segja má
að báðar lausnirnar séu góðar. Sá
sem kemur á Sjáland sér á auga-
bragði að þar er ekki venjulegt og
dæmigert úthverfi; hér hefur tekizt
að ná fram einkennum borgarlands-
lags án þess að byggja alltof þétt.
Strandvegurinn er nú þegar frábær-
lega falleg íbúðarhúsagata sem ugg-
laust verður tekið mið af við hlið-
stæðar framkvæmdir í nánustu
framtíð.
Öll hönnun er með sérstökum
glæsibrag og eitt af því sem aðrir
húsbyggjendur og verktakar gætu
lært af er smekkleg litanotkun. Sá
misskilningur er algengur að þetta
sé einhvers konar bryggjuhverfi en
sannleikurinn er sá að hér er byggt
meðfram fallegri fjöru og hún blasir
við, ósnortin, frá húsunum norð-
anmegin. Í þriðja áfanga, sem er al-
gerlega á byrjunarstigi, gæti hins
vegar orðið bryggjuhverfi; þar er
meðal annars gert ráð fyrir sjóbað-
stað og bátabryggjum.
Götu- og torganöfn eins og 17. júní
torg, Langalína, Strandvegur og
Strikið eru eins og flestir vita ættuð
frá Kaupmannahöfn en það var
skemmtileg hugmynd Hallgríms
Helgasonar listamanns að end-
urvekja þau hér.
Jónshús – fyrir 60 ára og eldri.
Þegar hér er komið sögu er búið
að byggja í öðrum áfanga sex blokk-
ir; sem hver um sig er sex hæðir en
þær eru síðan samtengdar með fjög-
urra hæða þjónustuseli í miðjunni.
Þar verða matsalir og margvísleg
rými til þjónustu fyrir eldri borgara.
Innan í skeifunni sem blokkirnar
mynda verður síðan ræktuð upp stór
púttflöt, enda eru Gylfi og Gunnar,
sem að byggingarfélaginu standa,
vel þekktir golfarar. Þarna er sér-
staklega höfðað til þeirra sem eru
sextugir og þar yfir. Margir þekkja í
þeim röðum að það getur komið sér
vel að vera laus við eldamennsku og
þeir munu eiga þess kost að geta
keypt sér mat í þjónustuselinu.
Í fyrsta áfanga Sjálands eru 265
íbúðir, í Jónshúsi, sem er annar
áfangi, eru 296 íbúðir og 199 íbúðir
verða í þriðja áfanga sem nær frá
Jónshúsi fram á uppfyllingu sem
skagar lengra út frá ströndinni.
Ugglaust kannast margir við
Jónshús frá ótal auglýsingamyndum.
Sérstakur þaksvipur, þar sem boga-
dregin þök eru yfir íbúðum á efstu
hæð, og tengir þar með útlitið við
húsin á Strandvegi. Útsýnið frá efstu
tveimur hæðunum er frábært; til að
mynda sést yfir eldri hluta Sjálands
og út yfir Álftanes og til Bessastaða.
Þar fyrir utan er í Garðabæ stórt,
nýtt hverfi í byggingu í hallanum upp
af Arnarnesi, austan Hafnarfjarð-
arvegar. Þar eru götur kenndar við
akra; fjölbýlishús ofan til í brekkunni
en einbýlishús hið neðra. Þetta
hverfi á svo langt í land að lítið er
Glæsibragur í Garðabæ
og Hafnarfjörður þenst út
Með nýju hverfi við
ströndina í Garðabæ, þar
sem heitir Sjáland, hefur
tekizt að skapa glæsilegt
borgarumhverfi sem
markar að sumu leyti
tímamót, segir grein-
arhöfundurinn, Gísli Sig-
urðsson. Á sama tíma
hafa Hafnfirðingar byggt
Vallahverfi, sem er á
stærð við kaupstað úti á
landi og hefur svonefnt
verktakaútlit verið gagn-
rýnt þar. En innan um og
saman við eru þar þó
ágætlega hönnuð hús.
IKEA-húsið Í Garðabæ var byggt stórhýsi á einkar fallegu hrauni og sáu margir eftir því. Enn er þó reynt að láta
hraunið njóta sín í námunda vð húsið, sem er meira en 20 þúsund fermetrar og eitt hið stærsta á landinu.
Sjáland Þétt byggð en engin háhýsi, fjögurra til sex hæða hús. Bogadregin þök setja svip sin á mörg húsanna.
Garðabær Hér er horft niður að ströndini á Sjálandi, en neðsta húsaröðin er
rétt ofan við fjöruna. Hæð húsanna er undirstrikuð með lóðréttum línum.
Ljósmyndir/Gísli Sigurðsson.
Jónshús Á þessum 6 hæða fjölbýlishúsum, sem heita einu nafni Jónshús og eru við Strikið í Garðabæ, er enginn
smábæjarbragur. Arkitekt er Guðmundur Gunnlaugsson en Byggingarfélag Gylfa og Gunnars framkvæmir.
» Sá sem kemur á Sjá-
land sér á augabragði
að þar er ekki venjulegt
og dæmigert úthverfi;
hér hefur tekizt að ná
fram einkennum borg-
arlandslags án þess að
byggja alltof þétt.