Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 31
Fimmtudaginn 30. nóvember standa Rannsóknafljónusta Háskóla
Íslands og Einkaleyfastofan fyrir hádegisver›arfundi um
einkaleyfi og hagn‡tingu rannsóknani›ursta›na hjá opinberum
stofnunum.
A›alfyrirlesari er Suni á Dalbø sem var umsjónarma›ur einka-
leyfamála hjá Álaborgarháskóla frá 2001-2006. Hann mun fjalla
um mikilvægi einkaleyfa fyrir háskóla og a›rar opinberar rann-
sóknastofnanir og mi›la af reynslu sinni vi› a› byggja upp
flessa starfsemi hjá Álaborgarháskóla.
Fyrirlesturinn ver›ur í Tæknigar›i, Dunhaga 5, kl. 12.00
og ver›ur bo›i› upp á léttan hádegismat.
A›gangur er ókeypis, en flátttakendur flurfa a› skrá sig
í síma 525 4900 e›a me› tölvupósti á astridur@hi.is
Stærsta málið
Sækir að þér löngun til að láta að
þér kveða í stjórnmálum? Þú varst
reyndar að stíga lítið skref í þá átt ….
„Ja, ég fór í framboð til sveit-
arstjórnar í Rangárþingi og sit þar nú
sem fyrsti varamaður. Ástæðan er sú
hversu gaman mér finnst að vinna
með fólkinu í sveitinni fyrir austan.
Ég hrífst af þeirri sjálfsbjarg-
arviðleitni sem einkennir líf þess og
það hefur haft mikil áhrif á mig. Þeg-
ar drífandi fólk í mínum ágæta Sjálf-
stæðisflokki spurði hvort ég væri til í
að vinna með þeim að framboði svar-
aði ég játandi. Ég hafði verið fót-
gönguliði í flokknum frá því ég var
sex ára og það hefur hentað mér
ágætlega. Andstæðingar okkar fyrir
austan voru nokkuð öflugir og ég sá
möguleika fyrir okkur að svara því og
sækja fram. Það tókst; við jukum
fylgi okkar verulega eða hátt í 30% og
mynduðum meirihluta. Ég hafði sér-
stakan augastað á orkunefnd, vildi
verða Alfreð fyrir austan, og er vara-
formaður þar. Reyndar komst ég svo
að því að nefndin heitir fullu nafni
veitu- og orkunefnd og holræsin eru
óþægilega mikið aðalmál. Þannig að
ég sit svolítið eftir í ræsinu með
stjórnmálaferil minn!“
Hann hlær dátt.
En langar þig í frekari landvinn-
inga í stjórnmálum?
„Nei, nei. Þetta var fínt. Ég kallaði
mig strax stjórnmálamann og talaði
sem slíkur á fundum. Þessir pólitísku
fundir voru stórskemmtilegir og stór-
kostlegt að þeir skuli enn vera til. En
ég hef ekki þörf fyrir frekari afrek á
þessu sviði. Ekki að sinni, að minnsta
kosti.“
Ertu trúaður sjálfstæðismaður af
því tagi sem finnst flokkurinn aldrei
gera neitt rangt?
„Nei. Ég er sannfærður sjálfstæð-
ismaður en mér mislíkar samt ým-
islegt. Í heildina stendur flokkurinn
fyrir það sem maður vill, er til-
tölulega heilsteyptur og hefur hrein-
ar línur; ég vil hreinar línur í stjórn-
málum. En það er mitt hjartans mál
að Sjálfstæðisflokkurinn komi sér
upp brúklegri umhverfisstefnu. Ef
hann gerir það ekki mun hann verða
fyrir hnjaski. Ég held að mjög margir
góðir og gegnir sjálfstæðismenn af
minni kynslóð og yngri séu búnir að
fá skammtinn sinn af stóriðju. Kára-
hnjúkarnir eru staðreynd en við eig-
um að segja að þar með sé þetta orðið
gott. Við viljum ekki þessi fjögur
stóriðjuver í viðbót, sem eru í píp-
unum. Ég vænti þess að flokkurinn
finni sér almennilegan farveg í þessu
stóra máli, í rauninni langstærsta
máli sem Íslendingar standa frammi
fyrir og snýst um landið sjálft.“
Óskar nefnir Hellisheiðarvirkjun.
„Henni var platað inná okkur. Hún er
jarðvarmavirkjun sem hljómaði sak-
leysislega og umhverfið yrði ekki að
stórum drullupolli. En hvað gerðist í
staðinn? Um alla Hellisheiðina og
Svínahraunið eru lögð ormaskrímsli,
rörin, sem enginn áttaði sig á. Og nú
skilst mér að eftir sé að leggja mikla
mastrasyrpu með vírum og eru þó
tvær fyrir. Þá verður Hellisheiðin
einsog brauðrist að sjá. Kárahnjúkar
og allt það eru þrátt fyrir allt ekki í al-
faraleið. En það á ekki við um Hellis-
heiðina; þar er mikil umferð og sjálfur
keyri ég hana mörgum sinnum í viku.
Það gengur ekki lengur að reikna út
arðsemi virkjana á þeim grundvelli að
línurnar séu í loftinu; þær verður að
grafa í jörðu, þótt það kosti mun
meira. Ella lítur umhverfið út einsog
eggjaskeri. Viljum við sýna sjálfum
okkur og öðrum svoleiðis land?“
Tvískipt líf
Er það kannski ekki svo fjarlæg
framtíðarsýn að Óskar Magnússon
dragi sig út úr skarkala viðskiptalífs í
borginni og helgi sig ritstörfum og
kyrrlátu sveitalífi?
„Nei. Ég er í mjög skemmtilegu
starfi og hef margt í gangi, sem mér
líkar vel. Það hentar mér ágætlega að
lifa dálítið tvískiptu lífi og þakkarvert
að eiga kost á því. En hér eftir mun
ég taka skriftirnar alvarlega.“
Útgefandinn lofar fleiri bókum frá
þér í káputexta, væntanlega ekki að
þér forspurðum?
„Nei. Þetta er auðvitað mont. Svo-
lítið drýgindalegt. En mig langar til
að skrifa fleiri bækur. Tímasetningar
verða svo bara að hafa sinn gang. Ég
er með fullt af hugmyndum.“
Ef þú lítur til baka: Hafa lífsviðhorf
þín eða markmið breyst í áranna rás?
„Ég held ekki. Ég er enn með sama
andlega vegarnestið í grófum drátt-
um. Mínar lífsskoðanir eru einfaldar
og sjálfsagt frekar gamaldags. Ég
var aldrei í sveit sem barn, heldur
sendisveinn sem hjólaði um götur
borgarinnar. En í kjarnanum er ég
gamaldags einfaldur sveitamaður.“
Með glotti á vör heldur snyrtilegur
gamaldags og einfaldur sveitamaður
útí slaginn til fundar við útgefanda
sinn. Hann er að fara að skoða bóka-
auglýsingu. Hann vill helst heilsíðu.
ath@mbl.is
Í réttarsal Óskar Magnússon hrl., verjandi James B. Grayson, sem er við
hlið hans, Örn Clausen hrl. og skjólstæðingur hans, Donald Feeney.
Útvarpsþátturinn Í vikulokin Guðmundur Árni Stefánsson, Óskar og Guð-
jón Friðriksson, en með þeim vann einnig Þórunn Gestsdóttir.
» „Það er mitt hjart-ans mál að Sjálf-
stæðisflokkurinn
komi sér upp brúk-
legri umhverfis-
stefnu. Ef hann gerir
það ekki mun hann
verða fyrir hnjaski.
Ég held að mjög
margir góðir og gegn-
ir sjálfstæðismenn af
minni kynslóð og
yngri séu búnir að fá
skammtinn sinn af
stóriðju.“