Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 80
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 330. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: auglysingar@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Norðlæg átt,
víða 8–13 m/s og
él norðanlands en
hægviðri og bjart
syðra. Lægir og birtir til
norðanlands síðdegis. » 8
Heitast Kaldast
0°C -8°C
BRESKA hljómsveitin The Stranglers
mun halda tónleika 6. mars nk. á Nasa við
Austurvöll. Sveitin hefur tvívegis haldið
hljómleika hér á landi og í bæði skipti
fengið mjög góðar viðtökur. Hljómsveitin
hélt tónleika í Laugardalshöll árið 1978 og
tróð síðan upp í Smáranum 4. desember
fyrir tveimur árum.
Mannabreytingar hafa orðið síðan
Stranglers spilaði hér á landi síðast.
Söngvarinn Paul Roberts hætti í sveitinni
fyrr á þessu ári og skipta bassaleikarinn
J.J. Burnel og gítarleikarinn Baz Warne
því með sér söngnum.
The Stranglers, sem stofnuð var árið
1974, gaf út sína sextándu hljóðversplötu
sl. haust, Suite XVI.
Stranglers til
Íslands á ný
Morgunblaðið/ÞÖK
Innlifun Söngvarinn Paul Roberts verður
ekki með Stranglers á Nasa í mars nk.
HELLIRINN Búri í Leitahrauni fannst ár-
ið 1992 og var þá talinn um 40 metra
langur. Í maí árið 2005 tókst að opna ný
göng og kom þá í ljós að hellirinn er 980
metrar að lengd. Þetta kemur fram í
tveggja binda bók Björns Hróarssonar,
jarð- og hellafræðings, sem kom út í vik-
unni.
Þar segir að 13. júní 1992 hafi Guð-
mundur Brynjar Þorsteinsson, reyndur
hellamaður, fundið og heimsótt nið-
urfallið sem Búri, eins og hann nefndi
hellinn, gengur út frá. Upp úr niðurfall-
inu gengur um 40 m langur og mjög
hruninn hellir en til suðurs varnaði stór-
grýti allri för. Rúmum tveimur árum síð-
ar fór hann aftur og hóf þá að forfæra
grjótið, en náði ekki að ljúka verkinu.
Árin liðu og ekkert var aðhafst þar til
hellafiðringurinn gerði vart við sig hjá
Birni í maí 2005. Eftir að hafa ráðfært sig
við Guðmund Brynjar fór hann með fylgd-
arliði í leit að niðurfallinu. Þegar þeir
fundu gjótu Guðmundar Brynjars stakk
Björn sér ofan í „og við blasti mikill salur
og í honum tignarlegar ísmyndanir“. | 66
Búri ekki allur
þar sem hann
var séður
Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur
hke@mbl.is
TILKYNNINGAR lögreglunnar í Reykjavík til
barnaverndaryfirvalda tvöfölduðust á árunum
1999 til 2005, voru 1.146 árið 1999 en 2.331 í
fyrra. Þetta kemur fram í máli Karls Steinars
Valssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns en Morg-
unblaðið heldur í dag áfram að fjalla um sam-
skipti foreldra og barna.
Karl Steinar segir jafnframt, að komið hafi
upp tilvik á liðnum árum, sem hafi verið óþekkt
hér áður fyrr. „Við erum að tala um einstaklinga
sem skilja mjög ung börn eftir í reiðileysi og þó
að afleiðingarnar hafi ekki verið alvarlegar í
þeim tilvikum var það ekki foreldrunum að
þakka. Síðasta atvikið sem ég man eftir af þessu
tagi varðaði ungbarn sem var skilið eitt eftir af
því að móðirin fór út að skemmta sér. Ég man
ekki eftir að hafa séð svona tilvik áður á þeim 20
árum sem ég hef starfað hjá lögreglunni.“
Karl Steinar segir að viðhorfið til yfirvalda
virðist vera að breytast og þess hvað sé réttlæt-
anlegt að aðhafast í garð þeirra. „Ég er alls ekki
að tala um að lögregluyfirvöld séu hafin yfir
gagnrýni, en það er einhver nýr tónn að koma
upp í þessu tilliti sem maður áttar sig ekki fylli-
lega á. Er það vegna þess að samfélagssýnin
sem heimilin og skólinn eru að miðla til barna og
unglinga er á einhvern hátt að veikjast? Eða er
það af því að svigrúm einstaklingsins og tími til
þess að fylgjast með hverju sem er, hvort sem
er í gegnum netið eða með öðrum leiðum, er
að hafa áhrif á sýn ungs fólks?“ spyr hann.
Í gegnum lífið á þreifurunum
Séra Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknar-
prestur í Garðaprestakalli, lýsir áhyggjum
sínum af afskiptu uppeldi, „þar sem öllum
grunnþörfum barna er sinnt og þeim kannski
veitt mjög mikið í veraldlegu tilliti, en foreldr-
arnir halda kannski að frelsi og fagmennska
felist í því að leyfa börnunum að komast að
sannleikanum sjálf, sem gerir að verkum að
þau eru alltaf að reka sig á og gera mistök í
mannlegum samskiptum.“
Tvöfalt fleiri tilkynningar lögreglu
Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tilkynningar til barnaverndaryfirvalda hafa
tvöfaldast á árunum 1995 til 2005 Vaxandi áhyggjur af ranghugmyndum um frelsi og uppeldi
Morgunblaðið/Ómar
Breytingar Karl Steinar Valsson segir áður
óþekkt tilvik hafa komið upp á síðustu árum. Er Ísland barnvænt? | 18
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
EF Íslendingar legðu fram óskir á
vettvangi Atlantshafsbandalagsins
um aukið lofthelgiseftirlit myndu
Pólverjar taka undir þær.
„[K]omi fram beiðni verða Pól-
verjar meðal þeirra, sem munu
verða mjög hlynntir,“ segir Jerzy
M. Novak, sendiherra Póllands hjá
NATO. Undir þetta tekur Linas
Linkevicius, sendiherra Litháens
hjá NATO, og segir með vísan til
eftirlitsins yfir Eystrasaltsríkjunum
að það sama eigi að „gilda um alla
lofthelgi Atlantshafsbandalagsins“.
John Colston, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri hjá NATO, segir full-
komlega skiljanlegt vilji Íslendingar
endurskoðun varna. Bandamenn Ís-
lands verði „reiðubúnir að ræða við
Íslendinga um það hvernig við get-
um tryggt með sem bestum hætti að
Íslendingar búi ekki við lakari hlut,
að gæsla öryggis í land- og lofthelgi
sé ekki á skjön við það sem gerist
hjá öðrum aðildarríkjum bandalags-
ins.“
Per Poulsen-Hansen, sendiherra
Danmerkur hjá NATO, segir að
skoða eigi öryggi á N-Atlantshafi.
Bandaríkjamenn hafi auk þess að
draga varnarliðið brott frá Íslandi
dregið úr viðbúnaði á Grænlandi.
Nú sé aðeins eftir ratsjárstöðin í
Thule. „Við erum því í þeirri stöðu
þar sem segja má að hlutar NATO –
því bæði Færeyjar og Grænland eru
hluti af NATO – hafa ekki haft beint
lofthelgiseftirlit,“ sagði Poulsen-
Hansen. „Það eru engin áform um
að breyta þeirri stöðu.“
Pólverjar tækju undir
óskir um lofteftirlit
Í HNOTSKURN
»Aðildarríki Atlantshafs-bandalagsins hafa séð
um lofthelgiseftirlit í Eystra-
saltsríkjunum frá 2004.
» Ítalir hafa séð um loft-helgiseftirlit í Slóveníu
frá 2004.
»Ekkert lofthelgiseftirlithefur verið í Færeyjum
og á Grænlandi um nokkurt
skeið og nú hefur Ísland
bæst við. NATO mun | 10
Á MEÐAN vetrarveður geisar eru fleiri sem
vilja halda sig innandyra en mannfólkið. Fer-
fætlingar sem villst hafa út í vonda veðrið
haldast þar ekki lengi við en verða þeim mun
vonsviknari þegar ljóst er að búið er að loka
inngönguleiðum, eins og kötturinn Brandur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Úti er
veður vont