Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 50
Stakfell 568 7633 Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fast.sali Gsm 899 9545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 Falleg íbúð á tveimur hæðum með sérgeymslu og bílastæði í inn- byggðri bílageymslu, alls 193,7 fm. Góðar stofur, tvennar svalir, 5 svefnherb. Glæsilegt útsýni. Verð 36,9 millj. Eigendurnir, Elín og Jón, sýna eignina í dag milli kl. 14 og 15. OPIÐ HÚS í dag milli kl. 14 og 15 Sjávargrund 5B, Garðabæ 50 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÍSLENSKT launafólk á almennum vinnumarkaði er varnar- og rétt- indalaust ef atvinnurekandi segir því upp starfi með órökstuddum hætti. Sumum er sagt upp án nokkurrar ástæðu (af því bara), en hjá öðrum eru það pólitískar, félagslegar eða persónulegar ástæður atvinnurek- andans sem ráða upp- sögninni. Hver sem ástæðan er, þá er fólk berskjaldað fyrir slík- um uppsögnum. Það þarf ekki annað en að það falli ekki í kramið hjá atvinnurekand- anum. Þegar svo at- vinnurekandinn er spurður um uppsögn- ina svarar hann því gjarnan til að starfsmaðurinn falli ekki inn í hópinn eða að það sé best starfsmannsins vegna að halda ástæðunni leyndri. Þannig svara t.d. fulltrúar Alcan, álversins í Straums- vík, oftast nær þegar þeir eru spurðir um ástæðulausar uppsagnir á starfs- fólki. Stundum vitna atvinnurek- endur í lög og segja að í þeim sé ekk- ert sem banni þeim að segja starfsmanni upp án þess að geta um ástæðuna. Þegar vinnufélagar viðkomandi starfsmanns eru spurðir eru svörin gjarnan þau að maðurinn, sem sagt var upp, sé að öllu leyti ágætis starfs- maður og góður vinnufélagi. Ef meira er spurt kemur oftast í ljós að fyrr- greindur starfsmaður hafi verið hreinskiptinn og ófeiminn að segja meiningu sína, jafnt við yfirmenn sem aðra starfsmenn. Hann hafi t.d. hiklaust bent verk- stjórum og vinnu- félögum sínum á að á vinnustaðnum væri ekki farið eftir ýmsum ákvæðum í kjarasamn- ingi eða að öryggi á vinnustaðnum sé ábóta- vant. Þess vegna hafi honum verið sagt upp starfi en eins og flest launafólk veit þá er slík framkoma illa þokkuð hjá fjölda fyrirtækja. Geðþóttaákvarðanir Gegn órökstuddum uppsögnum og geðþóttaákvörðunum einstakra atvinnurekenda verðum við að sporna. Atvinnuöryggi almenns launafólks verður að tryggja eins vel og hægt er. Það gera nágrannaþjóðir okkar fyrir sitt launafólk og það ber okkur einnig að gera. Þau vestræn lönd sem ekki eru með slík ákvæði í lögum sínum hafa flest fullgilt sam- þykkt nr. 158 frá Alþjóðavinnu- málastofnuninni, en í henni eru ákvæði sem tryggja fólki réttláta máls- meðferð ef til uppsagna úr starfi kem- ur. Í fyrrgreindri samþykkt segir m.a.: „Atvinnurekandi skal ávallt, með eins góðum fyrirvara og hægt er, upplýsa viðkomandi stéttarfélag og trúnaðarmann um ástæðu uppsagnar starfsmanns. Ef atvinnurekandi, ein- hverra hluta vegna, bregst þeirri skyldu sinni að upplýsa félagið og við- komandi trúnaðarmann tímanlega um uppsögn starfsmanns telst upp- sögnin ógild. Standi starfsmaður sig ekki í starfi að dómi atvinnurekanda skulu honum send tvö áminning- arbréf þar sem fram komi þær að- finnslur sem atvinnurekandinn telur sig hafa á hann og honum gefinn kostur á að bæta sig. Áður en starfs- manni er afhent uppsagnarbréf skal taka mál hans fyrir og gera honum grein fyrir ástæðunni. Trún- aðarmaður skal í öllum tilfellum eiga rétt á að vera viðstaddur þegar slík mál eru rædd ef viðkomandi starfs- maður óskar þess. Verði atvinnurek- andi ekki við þeirri ósk telst áminning eða uppsögn ógild. Atvinnurekandi skal ekki segja starfsmanni upp starfi vegna hegð- unar hans eða afkasta án þess að hon- um sé fyrst gefinn kostur á að verja Órökstuddar uppsagnir Sigurður T. Sigurðsson skrifar um atvinnuöryggi almenns launafólks » Gegn órökstuddumuppsögnum og geð- þóttaákvörðunum ein- stakra atvinnurekenda verðum við að sporna. Sigurður T. Sigurðsson Vantar ig atvinnuhúsnæi? Veldu húsnæi sem hentar ínum rekstri Mörg fyrirtæki hafa gert sér grein fyrir kostum ess a leigja frekar en a eiga fasteignir. Leiga gerir fyrirtækjum kleift a stækka ea minnka vi sig eftir örfum og ar me lágmarka áhættu í rekstri. Fasteignafélagi Kirkjuhvoll á fjölda eigna á höfuborgarsvæinu til leigu hvort sem a er til lengri ea skemmri tíma. Hafu samband vi okkur í síma 892-0160 Karl // 861-3889 Aron Fasteignafélagi Kirkjuhvoll ehf.// www.kirkjuhvoll.com // aron@kirkjuhvoll.com // karl@kirkjuhvoll.com Fasteignafélagi Kirkjuhvoll ehf. hefur veri starfrækt frá árinu 1995 og sérhæfir sig í útleigu á verslunar- skrifstofu- jónustu- lager- og inaarhúsnæi á höfuborgarsvæinu. Opið hús milli kl. 15 og 17 Réttarbakki 9 Skrifstofur okkar í Reykjavík og Hafnarfirði eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali Sími: 533 6050 www.hofdi.is Raðhús á góðum stað í Bakkahverfi í Breiðholti. Breiðholtsbúar sem vilja stækka við sig: Vel skipulagt og gott raðhús m. innb. bílskúr, samtals 211 fm. Stutt í alla þjónustu. Hverfið er rótgróið og miðsvæðis í höfuðborginni. Hiti í plani og stéttum fyrir framan húsið. Skjólsæll og fallegur suðurgarður. Eign sem býður upp á mikla mögu- leika. Verð 37,9 millj. Guðmundur og Ósk sýna húsið. Hárgreiðslustofa til sölu Erum með til sölu hárgreiðslustofu miðsvæðis í Reykjavík í fullum rekstri með góða viðskiptavild. Nýlega innréttuð stofa. Þrír klippistólar. Hagstæð húsaleiga, næg bílastæði. Kjörið fyrir 1 til 2 manneskjur. Upplýsingar hjá Ásmundi á Höfða, sími 565 8000 REYKJAVÍK- URBORG hefur um árabil séð þeim íbúum borgarinnar fyrir ferðaþjónustu sem eru fatlaðir og ekki færir um að nýta sér þjón- ustu almennings- vagnakerfisins. Þeir hafa getað, að und- angengnu umsókn- arferli, hringt og pant- að sér hjólastólabíl á sama verði og greitt er fyrir ferð með strætó. Nú hefur velferðarsvið Reykja- víkurborgar skyndilega og án að- vörunar ákveðið að hætta að veita þessa þjónustu þeim sem eru inni- liggjandi á sjúkra- stofnunum. Þeir virð- ast allt í einu ekki lengur vera Reykvík- ingar og gildir þá einu hvort innlögnin er stutt eða löng eða hvort viðkomandi muni fyrirsjáanlega eiga aft- urkvæmt heim eða ekki. Það er vinnuregla að þegar sótt er um þessa þjónustu hefur verið beðið um átta til tíu flutninga á mánuði og þá miðað við að viðkomandi eigi möguleika á að komast heim um helgar. Reynslan hefur samt verið sú að fæstir hafa nýtt sér þjón- ustuna í þeim mæli. Langalgengast er að þjónustan sé notuð í eina til tvær ferðir mánaðarlega, til að sá fatlaði geti verið viðstaddur stór- afmæli, brúðkaup, skírnir og ferm- ingar og jarðarfarir. Það gefur augaleið að hér er ekki um stórar upphæðir að tefla fyrir Reykjavíkurborg. Þann fatlaða munar hins vegar í flestum til- fellum um upphæðina sem hjóla- stólaleigubíll kostar. Kostnaður við að halda heimili hverfur ekki þótt lagst sé tímabundið inn á sjúkra- hús. Sé um langdvöl að ræða geta aðstæður orðið þær að viðkomandi þurfi að greiða fyrir dvöl sína á stofnuninni og þá þurft að standa straum af allri sinni félagslegu þátttöku af vasapeningum sem eru að upphæð tæplega 23 þúsund krónur á mánuði og eiga einnig að duga fyrir öllum öðrum persónu- legum þörfum viðkomandi. Við þær aðstæður verða þeir viðburðir ekki margir sem hægt er að leyfa sér að taka þátt í. Lögum um félaglega þjónustu sveitarfélaganna er ætlað að bæta lífskjör þeirra sem standa höllum fæti. Þar segir „skal vinna að því að fötluðum, hvort sem heldur er af líkamlegum eða andlegum ástæð- um, séu tryggð sambærileg lífskjör og jafnrétti á við aðra þjóðfélags- þegna. Jafnframt skulu fötluðum sköpuð skilyrði til að lifa sem eðli- legustu lífi miðað við getu hvers og eins“. Það að fatlaðir geti komist ferða sinna án þess að þurfa að eyða allt of stórum hlut af litlum efnum í ferðakostnað skiptir öllu máli um þátttöku þeirra í eðlilegu lífi, lífi eins og við hin gerum kröfu til að geta lifað. Um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík Helga S. Ragnarsdóttir fjallar um málefni fatlaðra » Það gefur augaleiðað hér er ekki um stórar upphæðir að tefla fyrir Reykjavík- urborg. Þann fatlaða munar hins vegar í flestum tilfellum um upphæðina sem hjóla- stólaleigubíll kostar. Helga S. Ragnarsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi á öldr- unarsviði LSH Landakoti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.