Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðlaug Jó-hannesdóttir
fæddist á Raufar-
höfn hinn 25. apríl
1933. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja hinn 9.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Helga Guðný Hall-
grímsdóttir, f. 12.
maí 1905, og Guð-
mundur Jóhannes-
son, f. 28. janúar
1906. Faðir Guð-
laugar drukknaði sömu nótt og
hún fæddist og var henni því kom-
ið í fóstur hjá föðurbróður sínum
Jóhannesi Jóhannessyni, f. 29.
apríl 1899, og Steinunni Sigurðar-
dóttur, f. 1. janúar 1891, en þau
eru bæði látin.
Guðlaug ólst upp í Hafnarfirði
fyrstu æviár sín við
gott atlæti fóstur-
foreldra sinna og
um sjö ára aldur
fluttu þau til
Reykjavíkur. Guð-
laug átti sjö systkin.
Eftirlifandi eigin-
maður Guðlaugar
er Björgvin Harald-
ur Ólafs, f. 11. júní
1925. Synir Guð-
laugar og Björgvins
eru Matthías Jó-
hannes Ólafs, f. 8.
febrúar 1954, en
hann lést af slysförum 1. septem-
ber 1972, og Kristinn Karl Ólafs,
f. 25. apríl 1962, kvæntur Sigur-
jónu Sigurbjörnsdóttur og eiga
þau sex börn.
Útför Guðlaugar var gerð í
kyrrþey frá Útskálakirkju
fimmtudaginn 16. nóvember.
Hún Gulla frænka mín er dáin.
Þetta á víst fyrir okkur öllum að
liggja en mér fannst Gulla ekki þessi
týpa sem tekur upp á því að deyja á
besta aldri. Gulla hafði aldrei legið á
spítala og man ég eftir því þegar hún
var lítil stúlka níu eða tíu ára að það
átti að taka úr henni hálskirtlana á
Landakotsspítala. Þegar verið var
að búa Gullu undir aðgerðina og
læknirinn rétt leit undan þá tók hún
undir sig stökk og stakk af í sjúkra-
hússloppnum sem hún var klædd í
fyrir aðgerðina. Hún hljóp niður
Ægisgötuna og inn á Ránargötu þar
sem hún átti heima og aldrei voru
kirtlarnir teknir úr henni Gullu.
Steinunn mamma hennar var föð-
ursystir mín og þegar við fjölskyldan
komum suður til Reykjavíkur þá var
alltaf gist hjá Steinunni og Jóa henn-
ar og var alltaf gott að heimsækja
þau.
Seinna þegar Gulla óx upp og fór
að líta í kringum sig eftir fallegum
strák þá kynntist hún honum Björg-
vini Ólafs eða Begga eins og hann er
kallaður. Þau felldu hugi saman og
byrjuðu búskap sinn hjá foreldrum
Gullu en seinna er þau höfðu eignast
lítinn dreng, ákváðu þau að reyna á
vængina og skapa sér sitt eigið heim-
ili. Þau lögðu land undir fót og fluttu
vestur á Suðureyri við Súgandafjörð.
Í fyrstu bjuggu þau hjá okkur hjón-
unum en fljótlega fékk Beggi góða
vinnu og húsnæði fylgdi með. Síðar
keyptu þau sér lítið notalegt hús sem
Beggi gerði upp af sinni alkunnu
handlagni og innanstokks var allt af-
ar snyrtilegt og vel fyrir komið enda
var Gulla mikil og myndarleg hús-
móðir. Drengurinn þeirra Matthías
Jóhannes var stórmyndarlegt barn
og eftir því sem hann óx úr grasi fór
Gulla að vinna ýmis störf. Hún vann
við fiskvinnslu en einnig vann hún í
mörg ár í verslun okkar á Suðureyri
og var hún frábær starfsmaður og
ábyggileg í öllum sínum gerðum.
Lífið virtist brosa við þeim og þau
höfðu eignast annan sólargeisla,
Kristinn Karl, sem var kátur og
hress drengur og voru þau afar ham-
ingjusöm með drengina sína báða en
þá dundi ógæfan yfir. Eldri sonur
þeirra, Matti, lést af slysförum að-
eins 18 ára gamall og þau syrgðu
hann mikið og náðu aldrei sínu fyrra
flugi eftir það.
Fyrir nokkrum árum fluttu þau
svo til Keflavíkur þar sem þau áttu
fallegt heimili og undu sér vel, ekki
síst eftir að sonur þeirra Kristinn
Karl fór að búa þar líka.
Gulla og Beggi áttu sumarparadís
í Þjórsárdal og þangað fóru þau öll-
um stundum yfir sumartímann.
Helgi bróðir Gullu átti þar líka hús
ásamt Heru eiginkonu sinni og þótti
Gullu gott nábýlið við þau. Beggi átti
ófá handtökin þarna í dalnum, bæði
við eigið húsnæði og svo var hann lið-
legur við að leggja ættingjum lið
enda þúsundþjalasmiður. Stundum
komu barnabörnin í heimsókn og var
það þeim mikil ánægja, sérstaklega
þegar Herdís ömmustelpa, sem nú
er níu ára, tók við stjórninni á staðn-
um og hjólaði um dalinn á hjólinu
sem afi gerði upp fyrir hana.
Nú síðustu árin bjuggu þau Gulla
og Beggi í Garðinum þar sem þau
keyptu sér íbúð sem byggðar eru
fyrir eldri borgara og fór mjög vel
um þau þar.
Kæra frænka mín, það var gaman
að vera með þér í saumaklúbb – þú
sást alltaf ef einhver var að missa
niður lykkju eða sauma vitlaust spor
og ég held að það sé bara rétt sem
strákarnir þínir sögðu stundum:
„Hún mamma sér fyrir horn.“
Þú passaðir börnin mín og ég þín
ef eitthvað bjátaði á. Nú ert þú
örugglega búin að hitta drenginn
þinn sem þú saknaðir svo mikið og
þá líður þér vel.
Vertu Guði falin, kæra frænka mín
og vinkona, far þú í friði.
Eiginmanni Gullu, syni, tengda-
dóttur og barnabörnum sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Inga Jónasar og fjölskylda
frá Súgandafirði.
Guðlaug
Jóhannesdóttir
✝
Systir okkar og mágkona,
KRISTNÝ ÓLAFSDÓTTIR
(Nýja í Gíslholti),
Vestmannaeyjum.
lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja föstudaginn 24. nóvember.
Fyrir hönd vandamanna,
Sigríður Ólafsdóttir, Tryggvi Sigurðsson,
Guðjón Ólafsson, Hólmfríður Ólafsdóttir,
Jón Ólafur Vigfússon, Selma Pálsdóttir,
Nanna Guðjónsdóttir
og aðrir ættingjar.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
ÓLA PÁLMA HALLDÓRS ÞORBERGSSONAR,
Dunhaga 13,
Reykjavík.
Hildur Kjartansdóttir,
Kjartan Ólason,
Helga Óladóttir, Konráð Eyjólfsson,
Oddný Þóra Óladóttir, Pétur H. Jónsson
og afabörn.
✝
Engin orð fá lýst þakklæti okkar, og engin upptaln-
ing yrði tæmandi um öll þau sem veittu okkur ómet-
anlegan stuðning, samúð, hjálp og umhyggju við
sviplegt andlát og útför sonar okkar, bróður, mágs
og dóttursonar,
ÓLAFS SVERRIS SÖLVASONAR.
Hjálp ykkar og samúð á raunastundum var
kærleiksverk.
Ingibjörg Sverrisdóttir, Sölvi Ólafsson,
Anna Elísabet Sölvadóttir, Vera Sölvadóttir,
Ragnheiður Þorleifsdóttir, Axel Már Smith,
Guðrún Þorleifsdóttir, Guðjón Ármannsson,
Guðrún H.P. Maack, Sverrir Sveinsson.
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Þorsteinn Elísson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi,
ÁRNI SIGURÐSSON,
Þrastargötu 8,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn
27. nóvember kl. 13.00.
Ingigerður R. Árnadóttir,
Árni Ragnar Árnason,
Elmar Freyr Árnason.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ELÍN FRÍMANNSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
andaðist fimmtudaginn 23. nóvember.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn
1. desember kl. 14.00.
Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir, Friðjón Edvardsson,
Davíð Kristjánsson, Sigrún Edda Árnadóttir,
Kristján Kristjánsson, Ingibjörg Guðbrandsdóttir
og ömmubörn.
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
útfararstjóri
S. 896 6988 / 553 6699
Óli Pétur Friðþjófsson
útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511
✝
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát
ástvinar míns og föður okkar,
GUNNARS ÁRNA SVEINSSONAR.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Bestu þakkir færum við læknum og starfsfólki
deildar 4B Landspítala í Fossvogi fyrir góða
umönnun.
Ása Sæmundsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Minningargreinar
✝
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSA KR. (STÍNA) INGÓLFSDÓTTIR,
Gullsmára 5,
Kópavogi,
lést sunnudaginn 19. nóvember.
Útför fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn
27. nóvember kl. 13.00.
Kristinn Guðmundsson,
Hildur Þorsteinsdóttir, Karl Bjarnason,
Guðmundur Ingi Kristinsson,
Anna Sigurborg Kristinsdóttir,
Inga Sigrún Kristinsdóttir, Magnús Þór Haraldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.