Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 21 fara minnkandi að því leyti að afbrot séu „annarra mál“, það er að segja þar til brotið er á því sjálfu, segir hann. Togstreitan um tímann Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, segir að ný áreiti og nýir valkostir í nútímanum valdi stöðugri togstreitu um notkun og gildi tímans. „Valið um það hvernig við verjum tímanum er augljósast þegar það snertir náin tengsl. Það snýst um það hvaða tengsl við viljum rækta og þann tíma sem við verjum til þeirra. Á einu lífsskeiði skiptir sumt meira máli en á öðru og þannig verður for- eldrahlutverkið nú miklu vanda- samara en áður. Það eina sem við vitum um framtíð barna okkar er að þau munu vaxa úr grasi og aðlagast, eða ekki, í síbreyttum aðstæðum í æ fjölbreytilegri heimi og á það geta foreldrar haft áhrif,“ segir hún. Sigrún segir að tilfinningaleg inn- stæða sé akkerið sem reynir á þegar barnið þarf að prófa sínar eigin leið- ir á unglings- og fullorðinsárum. „Í þessu efni reynir ekki aðeins á fjöl- skyldustefnu opinberra aðila og vinnuveitenda, það reynir líka á gildismat og vilja foreldra til þess að forgangsraða markmiðum tengdum starfsframa og láta neyslu og tíma- eyðsluna víkja fyrir velferð barna og fjölskyldusamveru.“ Á liðinni öld var hlutverk fjöl- skyldunnar niðurnjörvað í ákveðnum verkefnum til þess að komast af og hjónabandið stóð traustum fótum í gagnkvæmum hagsmunaböndum. „Í dag eru það tilfinningaböndin sem eru und- irstaða hjónabandsins, það er þörfin fyrir fullnægingu tilfinninga, snert- ingu og nálægð, að tilheyra og vera mikilvægur fyrir aðra manneskju. Þessar nýju forsendur fjölskyld- unnar auka raunar enn þýðingu þess að foreldrar séu sér meðvitandi um mikilvægi þess að raða í for- gangsröð því hvernig tímanum er varið. Ofuráherslan á starfsframa sem við búum við í dag getur hæg- lega orðið andsnúin fjölskyldunni og foreldrar sem setja starfsframa ofar öðrum gildum hætta á að fjöl- skyldan verði beinlínis vettvangur hagsmunaárekstra, þar sem börnin sitja á hakanum.“ Sigrún segir að hið breytta um- boð fjölskyldunnar skapi henni sér- stakt ábyrgðarhlutverk og valdaum- boð og að áhrifastaða hennar velti fyrst og fremst á afskiptum og taumhaldi. „Hin nýju verkefni fjöl- skyldunnar eru ekki alltaf áþreif- anleg en þau krefjast allt öðruvísi árvekni og vitundar en þau gömlu. Myndugleiki foreldra og áhrifavald mótast af þeim undirtökum sem for- eldri nær þegar það gefur sér tíma til að styrkja stoðir par- og foreldra- sambandsins og treysta grundvöll- inn fyrir tilveru barnsins. Það næst aðeins með samveru og samræðum, og það krefst tíma,“ segir hún. Hún segir jafnframt, að for- sendan til þess að ná áheyrn barns- ins, hljómgrunnurinn sjálfur, sé hins vegar lagður löngu fyrr, á fyrstu árum barnsins. „Grundvall- arþörf barns er að finna nálægð og umhyggju í augnaráði foreldris sem hefur tíma til að horfa á það, for- eldris sem er sjálfu sér samkvæmt og færir barninu sjálfstraust og ör- yggi með því að gefa því skýr boð um viðeigandi viðbrögð og hegðun. Nánu tengslin og innri siðaboðin sem kvikna í krafti þeirra eru barninu staðfesting á gildi eigin til- vistar með því að því er ætlað rými og tími, en tíminn sem er notaður til að horfa og hlusta, leiðrétta og stað- festa, styrkir þá innri rödd og sam- ræðu sem öllu ræður síðar. Það er í tengslum foreldra og barna sem sið- vitund og innra taumhald barnanna mótast,“ segir hún. Siðrof og sundrung Samfélagsrýnar sem fjalla um al- heimsáhrif, siðrof og sundrungu tengja umræðuna æ oftar fjölskyld- unni og uppeldisskilyrðum, segir Sigrún ennfremur. „Almenn viðhorf til barna skipta miklu, en mestu skipta aðstæður foreldra og tök þeirra á tilverunni. Fræðimenn hafa bent á, að það sé innan fjölskyldunnar sem börn móti afstöðu til þess hvernig og hvað þau læri. Sú þekking og gildi sem börn tileinka sér í uppvextinum eru hinn raunverulegi mannauður. Nái hin viðkvæmu verðmæti eins og virðing og umburðarlyndi ekki að mótast í nánum tengslum bresta forsendur fyrir nýtingu þess góða sem skólinn og aðrar samfélagsstofnanir reyna að bjóða. Þegar samfélagsleg upp- lausn ríkir og börn sjá fullorðna ým- ist vera gerendur eða þolendur í of- beldi og grimmdarverkum í þeim mæli sem þau dynja nú yfir, gleymist ekki aðeins að vernda börnin heldur miðlum við þeim þá óbærilega spillt- um menningararfi sem þau munu ekki eiga annars úrkosta en bera áfram, í afskiptaleysi eða hatri.“ Sigrún hélt erindi á alþjóðlegri ráðstefnu fjölskylduráðgjafa hér á landi í október síðastliðnum um fjöl- skylduna á tímum hnattvæðingar. „Hugmyndin um heimsþorpið hefur verið í umræðunni um nokkurt skeið en henni fylgir líka sú þversögn að gjámyndun innan samfélaga heldur áfram að aukast, bilið milli ríkra og fátækra, hæfra og minna hæfra er sífellt að breikka,“ segir Sigrún. „Þetta þýðir líka aukið millilanda- streymi þar sem þeir eftirsóttu geta látið bjóða í sig og valið sjálfir milli landa en jaðarhópar hrekjast um heiminn sem láglaunavinnuafl, eiga erfitt uppdráttar og verða frekar ut- anveltu bæði sem einstaklingar og foreldrar. Í báðum tilvikum felst auk- ið rótleysi og átök við að skjóta sífellt nýjum og grynnri rótum.“ Aðstoð Sigrún leggur áherslu á að fjöl- skyldur nútímans þurfi aðstoð fé- lagsráðgjafa til þess að glíma við þessar nýju aðstæður og þau breyttu skilyrði sem þær setja börnum og unglingum. Skarpar breytingar á fjölskylduháttum, lífsstíl og við- horfum hafa einnig í för með sér að umskipti „persóna og leikenda“ í fjöl- skyldumynd hvers einstaklings eru ör og síbreytileg. Það hefur orðið til- efni til rannsókna og fræðilegrar um- ræðu í samtímanum víða um heim og greindi hún frá broti úr nið- urstöðum nýrrar rannsóknar sinnar á viðhorfum og gildum ungs fólks á Íslandi. Þar kom meðal annars fram að 30% fráskilinna foreldra hófu aðra sambúð strax eða innan árs frá skilnaði. Einnig var ungt fólk spurt um hugsanlegar ástæður fyrir því að eignast ekki börn og töldu 90% að það væri „of mikið ábyrgð- arhlutverk“, 56% sögðu að „sumum leiddust börn“ og 38% að það væri „of mikil skuldbinding“. Í næstu grein verður fjallað um fjölskyldustefnu fyrirtækja og for- gangsröðun foreldra ungra barna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.