Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGARHUGVEKJA Á kveðin tímamót eru á næsta leiti. Gamla kirkjuárið er senn á enda, og nýtt jafn- framt að hefjast. Breytingin verður fyrsta sunnu- dag í aðventu, 3. desember næstkomandi. En ólíkt því sem gerist við lok almanaksársins, þegar brennur og flugeldar eru sýnilegasta tákn umskiptanna, er í dag litið til baka með þög- ulli íhugun, án allrar háreysti og brambolts, og spurt um ástandið hið innra, og verkin öll á þeim tólf mánuðum, sem liðn- ir eru frá því sest var niður og hjartað rannsakað af gaum- gæfni. Erum við ánægð með unnin störf? Eða var e.t.v. hægt að gera eitthvað betur? Eflaust eru svörin á ýmsa vegu, en fyrir mestu að skoða þessa hluti áður en gengið er áfram, inn á hina ókunnu braut. Ein lítil setning, eignuð Abra- ham Lincoln (1809–1865), 16. forseta Bandaríkjanna, og sem ég heyrði nefnda í einhverri sjónvarpsmynd í október, er hvað mig varðar stærsta pré- dikun þess árs, sem nú er að kveðja. Hún er svona: „Lengd ævinnar skiptir minna máli en hvernig henni er varið.“ Þar var hann eflaust með í huga einhver orða meistara síns, Jesú Krists, eins og t.d. þessi: „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjóf- ar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjár- sjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.“ En það eru fleiri djúpvitrir í þessum heimi. Ónefndum höf- undi textans, sem ég fékk í tölvupósti nýverið, skipa ég hik- laust á þann bekk. Þar voru saman komnar pælingar, sem eiga mikið erindi við nútímann, asa hans og brjálæði. Þetta bar yfirskriftina „Veltu því fyrir þér, og sál þín mun þakka þér.“ Ég hef ákveðið að birta þau vís- dómsorð hér og nú, í von um að einhverjum verði það til góðs, e.t.v. uppvakningar eða ein- hvers í þá veruna. Og með því óska ég ykkur velfarnaðar á komandi tímum, um leið og ég þakka samveruna hingað til. En þarna sagði: „Í dag höfum við hærri bygg- ingar og breiðari vegi, en bráð- ara skap og þrengri sjónarmið. Við eyðum meiru en njótum minna, við höfum stærri hús en minni fjölskyldur. Við höfum meiri málamiðl- anir, en minni tíma. Við höfum meiri þekkingu, en minni dómgreind. Við höfum meira af lyfjum, en lakari heilsu. Við höfum margfaldað eignir okkar, en rýrt gildi okkar. Við tölum mikið, við elskum lítið, og við hötum of mikið. Við komumst til tunglsins og til baka aftur, en það vefst fyrir okkur að fara yfir götu eða hitta nágranna okkar. Við höfum geiminn á valdi okkar, en ekki vald á eigin sál- um. Við höfum hærri tekjur en lægra siðgæði … Þetta eru tímar meira frelsis, en minni gleði … Með miklu meiri mat, en minni næringu … Þetta eru tímar fínni húsa, en fleiri brostinna heimila, þegar tveir afla heimilisteknanna, en skilnuðum fjölgar. Þess vegna legg ég til, að frá þessum degi: – geymir þú ekkert þar til „sérstakt tækifæri“ gefst, því sérhver dagur sem þú lifir er sérstakt tækifæri, – leitir þekkingar, lesir meira, sitjir á pallinum og dáist að útsýninu, án þess að velta þörfunum fyrir þér, – eyðir meiri tíma með fjöl- skyldu þinni, borðir matinn sem þér þykir bestur og leitir á þá staði sem þér falla best. Lífið snýst ekki aðeins um að komast af. Lífið er sem festi gerð af gleðistundum, og þeirra á að njóta. Notaðu kristalsglösin, ekki geyma besta ilmvatnið, notaðu það hvenær sem þig langar til þess. Eyddu úr orðaforðanum „bráðum“ og „einhvern daginn“. Gleðjum núna þann sem við ætlum að gleðja „einhvern dag- inn“. Við skulum segja fjölskyldum okkar og vinum hve vænt okkur þykir um þau. Frestaðu engu sem auðgar líf þitt af gleði og hlátri, því sérhver dagur og sér- hver stund eru sérstök. Og þú veist ekki hvenær kall- ið kemur. Ætlar þú „einhvern daginn“ að senda þessi skilaboð til þess, sem þér þykir vænt um, því þú átt of annríkt til þess að eyða fáeinum mínútum í það núna? Taktu þá með í reikninginn, að „einhvern daginn“ getur verið langt undan, og þú jafnvel ekki hér til að njóta hans …“ sigurdur.aegisson@kirkjan.is Gamla kirkjuárinu lýkur með þessum sunnudegi, og eft- ir viku hefst að- ventan og með henni nýir tímar. Sigurður Ægisson horfir um öxl og miðlar síðan af tölvupósti nokkr- um, sem hann fékk sendan á dög- unum og öllum væri hollt að lesa. Tímamót ✝ Berglind fædd-ist í Reykjavík 21. júlí 1982. Hún lést í Reykjavík 4. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar eru Elín Bergsdóttir, f. 1961, eiginmaður Ingi- mundur Magnússon, f. 1951, og Gísli G. Þórarinsson, f. 1961, kona hans er Kristín Gísladóttir. Berglind á einn bróður sammæðra, Sigurgeir, og þrjá bræður sam- feðra, Hrólf, Hlyn og Hafþór. Berglind ólst upp í Kópavogi, gekk í Kópavogsskóla, en kláraði grunnskól- ann á Kirkjubæj- arklaustri. Hún var í unglingavinnunni á Klaustri í þrjú sumur. Hún gekk í Borgarholtsskóla í tvo vetur, en vann síðan við hótel- og afgreiðslustörf á Klaustri og í Reykjavík. Útför Berglindar var gerð í kyrrþey frá Mosfells- kirkju 15. nóvember. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn, minn faðir, lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn, láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd, og slökk þú hjartans harmabál, slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni, svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hinsta kveðja. Hrólfur Magni, Hlynur Freyr og Hafþór Ari. Oft er skammt milli lífs og dauða, gleði og sorgar. Það sannaðist 4. þessa mánaðar er Berglind og unn- usti hennar ætluðu að eiga saman yndislega helgi, en á vegi þeirra verð- ur sölumaður dauðans og örlögin eru ráðin; örfáum klukkustundum síðar er hún örend í faðmi ástvinar síns. Þvílík skelfing. Mega foreldrar reikna með slíkum atburðum er börn þeirra fara út að skemmta sér? Hvað er að gerast í okkar þjóðfélagi? Ótal spurningar vakna og reiði. Eftir stöndum við sorgmædd og sár með minningarnar einar. Berglind ólst upp að mestu leyti hjá móðurforeldr- um sínum Bergi og Ágústu í Kópa- voginum við mikla ástúð og um- hyggju. Við föðurforeldrarnir fengum líka stundum að njóta hennar; gleði- gjafi, kát, hugmyndarík og kröftug stelpa. Húsavíkurferðirnar okkar á sumrin að heimsækja frændfólkið voru ávallt tilhlökkunarefni. Varla komin út úr Mosfellsbænum er hún spurði hvort við værum ekki að verða komin, allt þurfti að gerast svo hratt, tíminn reyndist líka naumur. Minn- ingar frá vikudvöl stórfjölskyldunnar á Eiðum 1986 eru ómetanlegar. Alltaf sól. Frændsystkinin í ærslafullum leikjum í sundfötunum einum fata. Ég sé fyrir mér Berglindi með flax- andi gullna hárið í rólunni. Það var sungið, hoppað og hlegið, kannski líka stundum rifist, en allt gott að lokum. Fótboltanámskeiði hjá Fram tók hún þátt í með bróður sínum og frænda og var ekkert gefið eftir. Heitasta ósk að fá hest í ferming- argjöf rættist, þó svo að hesta- mennskan heppnaðist ekki sem skyldi. Berglind var mikill dýravinur. Ekki hitti hún svo hund eða kött að ekki tækist með þeim vinátta. Enda voru fjórir feitir og pattaralegir kettir í litlu íbúðinni þeirra er ég kom þar. Hún gaf mér líka nákvæma sálgrein- ingu á hverjum þeirra, og aðbúnaður- inn var ekkert slor; lítið kattarhótel í baðherberginu með góðri hreinlætis- aðstöðu og matarkrók að mér sýnd- ist. Fyrir fáum dögum hitti ég hana glaða og hamingjusama að starfa í tískuvöruverzlun í Kringlunni. Lof- orð um að koma eitthvert kvöldið, en enginn ræður sínum næturstað. Stundaglasið var að renna út. Ég trúi að afi og amma hafi nú tek- ið á móti sólargeislanum sínum. Guð varðveiti elsku Berglindi, huggi og styrki foreldra hennar, bræður, unnusta og ástvini hennar alla sem syrgja hana. Sigríður amma. Kveðja frá frænda. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Hvíl í friði, elsku Berglind. Þinn frændi Hörður. Elsku Berglind mín. Þegar mamma hringdi í mig 4. nóvember síðastliðinn og tilkynnti mér að þú af öllum manneskjum í heimunum værir dáin fannst mér eins og himinn og jörð væru að farast. Ég trúði bara ekki mínum eyrum að hún Berglindin mín væri dáin. En um leið og ég lagði á mömmu komu upp allar góðu minn- ingarnar sem ég á um okkur tvær saman og það sem við gerðum saman alveg frá því að við tvær vorum litlar. Við áttum alveg ótrúlegar stundir saman en stærsta minningin stendur uppi þegar við vorum saman á Kirkjubæjarklaustri árið 1994. Þá var ég átta ára og þú þá 12 ára. Við vorum saman í bústaðnum hans Júlla frænda og vorum að passa Spora á meðan Elín mamma þín og afi fóru að jarðarför. Þú varst uppi á svefnlofti að lesa og ég niðri að leika við hund- inn. Manstu, hann hljóp svo upp til þín og þú varst alveg brjáluð út í mig og hundinn því að þú vissir ekkert hvernig þú áttir að koma honum nið- ur bratta stigann. Enda stór og mikill hundur á ferðinni. Á endanum sagð- irðu við mig að ég ætti að ná í bláa reipið sem var í brúnu kistunni undir stiganum og koma með það upp því að þú ætlaðir að binda það utan um Spora og láta hann síga fram af hand- riðinu niður á gólfið. Ég man að ég hló svo mikið þegar þú bast utan um hundinn og reyndir að lyfta honum en þú varst ekki nógu sterk til að lyfta honum yfir handriðið. Svo á endanum eftir margar tilraunir til að lyfta hon- um gafstu upp og dróst Spora með þér niður stigann. Þetta atvik töluð- um við svo oft um og alltaf var þessi saga jafnfyndin og þegar ég hugsa um hana í dag kemur alltaf bros á vör mér. Elsku Berglind mín, ég sakna þín svo sárt, þú varst mín fyrirmynd og þú gerðir mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég gat ávallt leitað til þín með öll mín vandamál og sama gerðir þú. Þú varst mér miklu meira en stóra frænka mín, þú varst stóra systir mín. Þannig leit ég alltaf á þig, alveg eins og þú sagðir alltaf við mig að ég væri litla systir þín. Mér finnst það svo ósanngjarnt að þú skulir hafa verið tekin frá mér og öllum sem þig þekktu en ég veit að þú varst búin að þjóna ákveðnum tilgangi hér í þessu lífi. Guð þurfti á þér að halda og hefur ætlað þér stærra verkefni en að vera hér áfram á meðal okkar. Elsku Berglind mín, ég vil bara þakka þér af mínu öllu hjarta að hafa fengið að kynnast þér og að hafa fengið að hafa þig hér við hlið mér alla mína tíð. Ég veit að þér líður vel núna og ert í kringum ömmu, afa, Sæunni, Spora, Tamlin og Túbba. Þú ert minn verndarengill og ég veit að þið amma vakið yfir mér. Elsku Berglind, hér verðum við víst að kveðjast en ég veit að við munum hittast aftur og verða saman á ný þegar minn tími kemur. Elsku Berglind, ég vil senda þér lítið ljóð sem ég fann og vildi sýna þér. Ó, vef mig vængjum þínum til verndar Jesú hér. Og ljúfa hvíld mér ljáðu þótt lánið breyti sér. Vert þú mér allt í öllu, mín æðsta speki og ráð, og lát um lífs míns daga mig lifa af hreinni náð. (M. Runólfsson) Með mikilli saknaðarkveðju. Þín litla frænka Birna. Elsku Berglind. Mig langar til að þakka þér fyrir þessi 24 ár sem ég fékk að þekkja þig. Þú varst virkilega góð við þá sem voru minnimáttar. Ég gleymi aldrei hvað þú varst góð við hann Birki minn. Hann er ekki allra og vill helst ekki vera umkringdur fólki. En þú varst fljót að hæna hann að þér. Hann dýrkaði þig og hann ljómaði þegar hann vissi að við vær- um að fara í bæinn og vonaði að hann myndi hitta þig og hann sagði alltaf að Berglind væri svo góð við sig. Elsku frænka ég þakka þér fyrir alla góðu stundirnar sem við áttum með þér og þá umhyggju sem þú sýndir Birki mínum. Þín frænka Brynja. Bella var sólskinsbarn. Hún var fædd að sumri, hún var fallegt barn, glaðsinna og forvitin um lífið og til- veruna. Hún naut ástríkis móður sinnar og fjölskyldu í ríkum mæli og var gædd góðum gáfum. Hún varð að glæsilegri og glaðværri stúlku og bar höfuðið hátt. Bella var líka dýravinur eins og hún átti kyn til. Allt þetta hafði þó lítið að segja þegar út í lífið kom. Kröfurnar sem gerðar eru um að vera flott og töff báru skynsemina ofurliði og urðu til þess að Bella flaut óðfluga að feigðarósi, án þess að við neitt yrði ráðið. Hér dugðu engin ráð, umvandanir eða væntumþykja. Það var ekkert að – og ef ekkert er að, þá þarf enga hjálp. Þegar allt um þraut og öll sund virtust lokuð var þrauta- lendingin að leita til mömmu, hún skildi allt og umbar allt, enda hjartahlý og góð manneskja. Nú situr hún eftir í sorginni og tilgangsleysinu og hugsar um hvort hún hefði getað gert betur. Samt hefði hún ekki getað gert betur, hún gaf allt sem hún gat gefið, elskaði, umvafði, studdi og gaf meðan nokkur tök voru á því. Nú er blessað sólskinsbarnið farið á vit annarrar tilveru, vonandi betri og bjartari, þar sem Bella sér sig sjálfa sig eins og við hin sáum hana; fallega og flotta gullstelpu, vel til hafða og öllum til sóma. Guð blessi minningu Berglindar. Elínu, Sigurgeiri, Ingimundi og öðr- um í fjölskyldunni sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir. Elsku Berglind. Ég á alltaf eftir að muna hvar ég var um hádegisbilið hinn 4. nóvember þegar ég svaraði símanum og Birna frænka þín sagði mér sorgarfréttirnar. Það fraus allt inni í mér og hluti af mér dó sam- stundis, það runnu upp í huga mér allar skemmtilegu stundirnar sem ég hafði upplifað með þér og það að þær yrðu ekki fleiri. Ein af betri minningunum gerðist á 19 ára afmælinu mínu þegar þú sagð- ir við mig að núna værum við að fara Berglind Elínardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.