Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 49
Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 345 fm glæsilegt einbýlishús á 3 hæðum í Garðabæ. Húsið skiptist í forstofu, gestabaðher- bergi, gang, borðstofu, stofu, eldhús, vinnuherbergi og þvottahús. Á efri hæð er sjónvarps- herbergi (tvö herb. samkv. teikningum), tvö barnaherbergi, hjónaherbergi, fataherbergi og baðherbergi. Tvöfaldur bílskúr með tveimur geymslum. Á jarðhæð er 52 fm íbúð sem er í út- leigu. Glæsilegur garður hannaður af Stanislav með ca 100 fm verönd. Verð 79,0 millj. 7839 ENGIMÝRI – GARÐABÆ – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 49 ESJUGRUND - 116 RVK. SJÁVARÚTSÝNI Fjölskylduvænt hús á rólegum stað í Reykjavík. Nálægt vistvæn- um leikskóla, grunnskóla og íþróttamiðstöð með sundlaug. Alls 200 fm, 5-6 herbergi, nýtt eldhús, þvottahús og bílaplan með snjóbræðslu. Stór lóð. Strætóleið 27. Glæsilegt útsýni og náttúran nálæg. Verð 43,9 millj. Sölumaður Hinrik Olsen, sími 893 4191. Gott atvinnu-/skrifstofuhús- næði í Vogum, Vatnsleysu- strönd. Húsið er í góðu ástandi bæði að utan og inn- an. Gólfflötur er 427,6 fm og efri hæð er 63,6 fm, samtals 491,2 fm. Lofthæð í húsinu er ca 7 m, ein innkeyrslu- hurð. Húsið skiptist í þurrk- herbergi (ca 30 fm), geymsl- ur, ca 50 fm kæligeymslu, starfsmannaaðstöðu, snyrtingu, eld- hús, skrifstofu og góðan vinnusal. Húsið er allt einangrað, snyrti- legt og lítur vel út bæði að innan og utan. Verð 49 millj. JÓNSVÖR 5 - VOGUM Símar : 551 7270, 551 7282 og 893 3985 Þjónustusími utan skrifstofutíma 893 3985 Ferjubakki, 4ra herb. Til afhendingar strax Lækkað verð Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. fasteigna- og skipasali hibyliogskip@hibyliogskip.is • www.hibyliogskip.is Mjög góð 4ra herb. íbúð á góðum stað í Breiðholtinu, alls 105,2 fm. Íbúðin er með góðu parketi á gólfum, með stórum og góðum herbergjum og góðum skápum. Björt og rúmgóð stofa, opið milli stofu og eldhúss sem er með mjög góðri innréttingu. Góðir skápar í holi. Stórt baðherbergi með þvottaað- stöðu. Mjög áhugaverð eign. VLADIMIR Kramnik heimsmeist- ari hóf í gær einvígi sitt við tölvufor- ritið Deeper Fritz. Einvígið sem fer fram í Bonn samanstendur af sex skákum. Margir telja að í þessu ein- vígi muni ráðast hvort mannshugur- inn hafi einhverja möguleika gegn bestu tölvuforritunum. Ýmislegt bendir til þess að Deep Fritz sigri auðveldlega en engu að síður hafa að- stæður Kramniks verið gerðar mun betri en þær sem Kasparov bjó við þegar hann tefldi við Deeper blue í New York vorið 1997 og tapaði eins og frægt er orðið. Þá gripu ýmsir til stórra yfirlýs- inga að um að síðasta vígið væri fallið; áróðursgildi sigursins var enda feikn- arlegur. CNN-sjónvarpsstöðin var t.d. með það sem fyrstu frétt að Kasp- arov hefði tapað og efir fylgdi viðtal við heimsmeistarann sem kvaðst myndi „hluta vélina í sundur“ ef hann fengi tækifæri á öðru einvígi. Það sem gerðist hinsvegar að Deeper blue var í reynd hlutað í sundur, samstæðan sett saman aftur með einhverjum við- bótum til að „herma eftir“ kjarnorku- sprengju. Ljóst er að Kasparov átti í miklum erfiðleikum með að aðlaga sig nýjum aðstæðum, kraftmikill stíllinn vann að sumu leyti gegn honum. Kramnik sem teflir af meiri varkárni og tekur sjaldan mikla áhættu og var nálægt því að sigra Deep Fritz fyrir fjórum árum í Bahrain, komst í 3:1 en varð að sætta sig við skiptan hlut 4:4. Í New York ’97 hafði Kasparov engar upp- lýsingar um mötun Deeper blue, né heldur skákir sem forritið hafði teflt. Deeper blue var vitanlega með inn- byggðan gagnagrunn og þ.a.l. með allar upplýsingar tiltækar. Þá tókst forritinu að notfæra sér ákveðinn misskilning Kasparovs í lokaskák ein- vígisins sem lauk eftir aðeins 19. leiki. Kasparov virtist telja að efnishyggja forritsins héldi því frá því að fórna manni í upphafi tafls og þegar Deeper blue fórnaði riddara eins og ekkert væri sjálfsagðara hafði Kasparov ekkert fram að færa og tapaði á nið- urlægjandi hátt. Það liggur nú fyrir að Deeper blue-forritið var með A- lista byrjana á takteinum, var tilbúið að tefla allar vinsælustu byrjanirnar studd af ótal dæmum sem hvert og eitt voru sett í sérstaka útreikninga. Kramnik hefur fyrir nokkru síðan fengið síðasta eintak af Deeper Fritz til athugunar. Hann fær einnig afnot af „byrjanabók“ Deeper Fritz og get- ur væntanlega stýrt taflmennskunni eftir bókinni. Þetta er feiknarlegur aðstöðumunur. En tíminn stendur ekki í stað og hafa ber í huga að reiknigetan er allt af aukast. Deeper Fritz verður knú- inn áfram að Intel-örgjörva Dual core 2 Duo 5160-kerfi sem reiknar 8 millj- ón stöður á sekúndu. Þetta þýðir að forritið getur gert hverri einustu stöðu tæmandi skil. Anand óopinber heimsmeistari í hraðskák Wisvantahan Anand sigraði örugg- lega á hinu óopinbera heimsmeistara- móti í hraðskák sem lauk i Moskvu á sunnudag fyrir viku. Anand hlaut 23 vinninga af 34 mögulegum en 18 keppendur tefldu tvöfalda umferð. Hraðskákmótið var lokahnykkurinn á skákveislunni í kringum 70 ára af- mæli töframannsins frá Riga, Mikhail Tal, sem varð heimsmeistari í hrað- skák árið 1988 í eina opinbera heims- meistaramótinu sem haldið hefur ver- ið en það fór fram í Saint John í Kanada. Þó miklu hafa verið kostað til vegna hraðskákmótsins Moskvu gat mótshaldarinn ekki séð til þess að mótið væri sýnt beint á Internetinu og fékk fyrir það harða gagnrýni. Þess má geta að Rússar eiga nú alveg að getað klárað sig af slíku og má nefna að 24 skáka hraðskákeinvígi Kasparovs og Kramnik árið 1998 var sýnt beint á netinu. Hraðskák er vit- anlega hin besta skemmtun og margt sem bendir til að styttri skákir munu ryðja sér æ meira til rúms sem mark- tækt keppnisform. Lokaniðurstaðan í Moskvu varð þessi: 1. Anand, 23 v. 2. Aronian, 21 v. 3.–4. Radjabov og Svidler 20½ v. 5. Ponomariov, 19½ v. 6. Morozevich, Grischuk, og Gelfand, 18. v. 9.–10. Carlsen, og Karpov, 17½ v. 11.–13. Karjakin, Mamedyarov, og Judit Polgar, 17 v. 14.–15. Leko og Jako- venko, 15½ v. 16. Bologan, 10½ v. 17. Timofeev, 10 v. 18. Jobava, 9 v. Lenka sigraði á Boðsmóti TR Lenka Ptacnikova varð ein í efsta sæti á Boðsmóti TR sem lauk sl. sunnudag. Dagur Arngrímsson var efstur fyrir síðustu umferð en tapaði lokaskákinni fyrir Sigurbirni Björns- syni. Dagur hafnaði í 2.–4. sæti ásamt Sigurbirni og Daða Ómarssyni og hlutu þeir allir 5 vinninga. Árangur Daða er eftirtektarverður. Jóhann Ingvason og Hrannar Baldursson urðu í 5.–6. sæti með 4½ vinning. Keppendur voru alls 21. Afmælismót um helgina í Reykjanesbæ Afmælismót Helga Ólafssonar er haldið í Reykjanesbæ nú um helgina. Helsti drifkraftur mótsins er Ás- mundur Friðriksson verkefnastjóri atvinnu- og menningarmála í Reykja- nesbæ. Reikna má með um 30 kepp- endum en mótinu er sjónvarpað á Sýn og er Hermann Gunnarsson við stjórnvölinn. Stigahæsti skákmaður mótsins er Ivan Sokolov og er hann eini erlendi keppandinn. Aðrir ís- lenskir stórmeistarar auk undirritaðs eru Friðrik Ólafsson, Jóhann Hjart- arson, Jón L. Árnason, Þröstur Þór- hallsson, Helgi Áss Grétarsson, og Hendrik Danielssen. Aðalstyrktarað- ili mótsins er NETTÓ verslanir. Úr- slit verða tefld í dag, sunnudag. Mun ofurforritið Deeper Fritz sigra heimsmeistarann? Helgi Ólafsson | helol@simnet.is Bestur í hraðskák Wisvanathan Anand að tafli í Moskvu. SKÁK Kramnik gegn Deeper Fritz 25. nóvember–5. desember BONN, ÞÝSKALANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.