Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 30
athafnaskáld
30 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ari Gunnarssyni, og hef velt smásög-
um þeirra töluvert fyrir mér.“
Þannig að þú hefur stúderað form-
ið?
„Já, ég hef reynt að skilja það.
Sumir vilja að smásögur séu skrif-
aðar í ákveðnu formati eða sniði. En
ég hef komist að því að það er ekki
nauðsynlegt og ýmis afbrigði mögu-
leg og leyfileg. Maður getur gert það
sem manni sýnist.“
Bissnissmaðurinn vill vera með
Nú er slagur fyrir höndum. Hvern-
ig leggst jólabókahasar í þig?
„Ég hef tekið þátt í honum áður
sem kaupmaður, þegar ég var for-
stjóri Hagkaupa. Núna er þessi slag-
ur mest í höndum útgefandans þótt
ég muni eflaust blandast í hann. En
aðalatriðið fyrir mig er ekki að selja
einhver býsn, ekki frekar en veiði-
skapur minn snúist um sem flesta
fiska. Ég vil bara að salan verði
skammlaus. Viðtökurnar hafa hingað
til verið ágætar. Það er mikilvægast
fyrir mig.“
Þú hefur síðustu þrettán árin verið
bissnissmaður, stórforstjóri, einkum
hjá Hagkaupum, Íslandssíma, Voda-
fone og nú Tryggingamiðstöðinni.
Bissnissmaðurinn í þér og rithöfund-
urinn hljóta að taka þátt í slagnum
saman?
„Jááá,“ svarar Óskar, dregur seim-
inn og fer síðan að hlæja. „Ég skal
játa það. Bissnissmaðurinn vill vera
með. Ég get ekki lofað því hvað hon-
um tekst að halda ró sinni.“
Gerir bissnissmaðurinn kannski
eins og sagt er að sumir þeir klókustu
geri: Sendir fólk út af örkinni að
kaupa nógu mikið af bókum í búð-
unum til að komast á sölulistana?
Hann þegir um stund og virðist
hugsi. „Ja, það er að minnsta kosti
góð hugmynd. Þegar ég var í smásöl-
unni í gamla daga fékk maður stund-
um á tilfinninguna að einhverjir væru
að manipúlera listana með þessum
hætti. Það átti reyndar helst við um
vissan mann og plötusölulistana. En
almennt held ég að þetta sé hæpin að-
ferð.“
Alls konar skepnur
Ertu mikill bissnissmaður í þér,
hvað sem það nú merkir?
„Ekki gott fyrir mig að dæma um
það sjálfur. Bissnissmenn geta verið
alls konar skepnur: Sá sem rekur fyr-
irtæki vel vegna þess að hann er kor-
rekt og nákvæmur og getur reiknað
vel og á svo flott excel-forrit …“
Má ég skjóta inní, að höfundur hef-
ur sagt opinberlega að hann hafi
fengið 2,5 í stærðfræði á stúdents-
prófi og það í annarri atrennu …
„Liggur það fyrir? Djöfullinn! Ég
ætlaði að halda þessu fyrir mig og
treysti því að allir hefðu gleymt því.
Núna er ég í tryggingabransanum og
þetta kemur sér mjög illa fyrir mig.
Ég neyðist til að taka fram að ég er
með tryggingastærðfræðing í vinnu.
En ég er semsagt ekki þannig bissn-
issmaður. Svo eru bissnissmenn sem
eru frumkvöðlar, sókndjarfir og kald-
ir. Enn ein tegundin eru þeir sem
telja má fyrst og fremst leiðtoga. Þeir
hafa skýra sýn og hæfileika til að fá
fólk til að fylkja sér um hana og raða
svo inná völlinn. Allt blandast þetta
auðvitað saman, en ég held að kate-
góríurnar af bissnissmönnum gætu
verið á þessa leið. Stundum þarf fyr-
irtæki svona forstjóra og stundum
hinsegin, allt eftir því á hvaða þroska-
stigi eða æviskeiði það er hverju
sinni. Stundum þarf fyrirtæki ein-
hvern sem rífur allt upp með látum
og djöfulgangi, svo er kannski komið
nóg af því og þá er þörf fyrir einhvern
rúðustrikaðan og svo framvegis. Mér
lætur ágætlega að hafa í kringum mig
öflugt fólk, leggja línurnar, fara inn
þar sem mest er þörf og gefa því svo
mikið svigrúm innan settra marka.
Ég segi stundum að sá forstjóri sé
bestur sem hefur ekkert að gera, að
minnsta kosti einhvern tíma í einu.
Sumir eru allt í öllu og aðrir eru bara
í einu og sjá aldrei allt. Ég er ekki
mjög stjórnunarlærður, þótt ég hafi
farið á nokkur námskeið og hafi tölu-
verða reynslu. Aðallega vinn ég því
útfrá hjartanu og brjóstvitinu. Það er
sagt í stjórnunarfræðum að 20%
þeirra ákvarðana sem teknar eru í
fyrirtækjum séu vitlaus. Stundum
verður maður að taka ákvörðun með
það í huga að hún gæti farið í 20%
flokkinn. Aðalatriðið er að í þeim
flokki séu ekki ákvarðanir sem ríða
baggamuninn um framtíð fyrirtæk-
isins!“
Spælandi einelti?
Ertu þá ekki harður húsbóndi?
„Jú. Ég vil hafa aga í fyrirtæki. Þó
ég hafi lýst þessu svona skipti ég mér
töluvert af.“
Finnst þér gaman að stjórna?
„Já. Þegar tveir eða fleiri koma
saman er ég líklegur til að reyna að
stjórna þeim.“
En á heimili?
„Þar er búið að hefla mann til, eins
og gengur, og miðjustilla.“
„Stórforstjórar“, einsog þú, sem
stýrt hefur Hagkaupum, Íslands-
síma, Vodafone og nú Trygginga-
miðstöðinni, svo það helsta sé nefnt,
virðast orðnir dálítill hópur af fólki
sem stekkur á milli toppa með vissu
millibili?
„Já, kannski hefur þróunin orðið sú
í seinni tíð. En atvinnustjórnendur, ef
við getum kallað þá það, sem eiga lítið
sem ekkert í viðkomandi fyr-
irtækjum, eru ekki mjög margir hér-
lendis. Hjá mér hafa tilviljanir ráðið
mestu um mínar ferðir milli fyr-
irtækja. Þau hafa einfaldlega verið
keypt undan mér!“
Hefur það ekki verið spælandi?
„Kannski hefur það átt að vera
þannig. En þegar fyrirtæki undir
minni stjórn hafa verið keypt fyrir
metupphæðir get ég ekki annað en
unað glaður við það. Jón Ásgeir Jó-
hannesson keypti í raun Hagkaup
þegar ég var þar forstjóri og augljóst
og eðlilegt að hann, sem eigandi,
myndi stjórna þeirri eign sinni. Svo
keypti hann minna fyrirtæki, þar sem
ég var starfandi stjórnarformaður,
fasteignafélagið Þyrpingu, og loks
keypti hann Íslandssíma eða Voda-
fone.“
Er þetta einhvers konar einelti?
Óskar brosir. „Kannski má láta sér
detta það í hug. En mér hefur alltaf
fundist eðlilegasti hlutur í heimi að
stjórnandi láti af störfum við slíkar
aðstæður.“
Í þessum miklu eignarhaldssvipt-
ingum sem gengið hafa yfir íslenskt
viðskiptalíf undanfarin ár er þá at-
vinnuöryggi þessa farandverkafólks,
sem stórforstjórarnir eru, ekki mjög
mikið?
„Það er bara handónýtt. Verra en
þingmanna. Þeir fá þó fjögur ár.“
Að vísu hafa starfslokasamning-
arnir verið nokkuð góðir. Eru þeir
ekki orðnir tóm vitleysa?
„Ja, þannig hafa þó forstjórar eitt-
hvert fast land undir fótum. Þeir bera
mikla ábyrgð og þurfa að geta unnið
einbeittir án þess að hafa miklar
áhyggjur af sjálfum sér.“
En fyrr má nú vera …
„Já. Auðvitað þarf þetta að vera
innan skynsemismarka. Þessir menn
hlaupa ekkert endilega í nýjar stöður,
en þegar um er að ræða ungt fólk í
fullu fjöri ætti að vera óþarfi að fyr-
irtækin leggi út fyrir heilli starfsævi
og vel það. Í fyrstu sögunni í bókinni
talar íslenskur alþýðumaður um þessi
mál og hugsanlegt er að höfundur sé
sammála honum að einhverju leyti.“
Gróði umfram allt
Hefurðu áhyggjur af aukinni hörku
í viðskiptaheiminum? Eru gömul gildi
einsog heiðarleiki og hófsemi á hröðu
undanhaldi?
„Ég er ekki í nokkrum vafa um
það. Og það gildir ekki aðeins um
heiðarleika og hófsemi heldur margt
annað, einsog drenglyndi og traust.
Og þá er það allt í lagi! Þeim fer
fækkandi sem sjá eitthvað at-
hugavert við það.“
Eru engar leikreglur lengur?
„Útbreitt viðhorf er að viðskipti
séu viðskipti og allt annað aukaatriði.
Sem betur fer sinni ég viðskiptum í
hópi fólks sem ekki aðhyllist þetta
viðhorf. Í fullri alvöru finnst mér afar
leitt að horfa uppá þessa þróun.“
Hefur þú sjálfur lent uppá kant við
eigendur fyrirtækjanna vegna slíkra
álitaefna?
„Ekki get ég sagt það. En ég hef
horft uppá of mörg dæmi þess að við-
skiptalegir hagsmunir hafa rofið vin-
áttubönd og traust milli manna. Og
án þess að um einhverja sérstaka
neyð hafi verið að ræða.“
Hvers vegna varð þróunin á þenn-
an veg hér á landi, heldurðu?
„Ég veit það varla. Nema: Það er
orðið aðalatriðið að græða og græða
mjög mikið. Fyrir ekki mörgum árum
græddi Íslandsbanki, sem nú heitir
Glitnir, einn milljarð. Það var stór-
frétt. Mesti hagnaður Íslandssög-
unnar. Núna verður að tala í tugum
milljarða. Ég geri ekki athugasemdir
við það sérstaklega, en þegar keppnin
rýfur áratuga vináttubönd og traust
er einskis virði þá er hún komin út í
öfgar.“
Bankar og önnur stórfyrirtæki eru
sem sagt í innbyrðis samkeppni sín á
milli um að sýna sem allra mestan
gróða og æ meiri?
„Að sjálfsögðu. Og ég hef ekkert á
móti því. En ég harma ef sú keppni
leiðir til þess að menn fórna þeim
gildum sem undir eiga að búa. Það
finnst mér stórmál.“
Sársaukafullt
Munnlegir samningar gilda ekki
lengur? Öll smáatriði þurfa að vera
geirnegld af lögfræðingum …
„Sumir halda hreinlega að munn-
legir samningar séu ekki til. En það
sem maður segir á að gilda, ekki síður
en það sem menn semja um skriflega.
Í nútímaviðskiptum er þetta orðin
spurning um sönnun. Mér leiðist það.
En ég held að jafnvægi muni nást.
Menn munu átta sig á að vinskapur
skiptir máli, tengsl og önnur mannleg
samskipti. Það dugir ekki að rækta
þau aðeins á peningalegum grund-
velli. Þetta eru vonandi vaxtarverkir í
viðskiptalífi sem var orðið of fast-
skorðað en hefur sprungið í nýjar
fylkingar.“
Hefurðu sjálfur orðið fórnarlamb
þessara nýju viðhorfa í viðskiptum?
„Já, í fyrirtækjaátökum fyrir
nokkrum árum. Það var sársaukafullt
fyrir mig. Maður, sem ég treysti,
gekk á bak orða sinna af fjárhags-
legum ástæðum. Hann er fyrst núna
kominn úr frystikistunni hjá mér og
er í kæliklefanum. Þar mun hann
verða.“
Hefur þú, eins og ýmsir fleiri,
áhyggjur af vaxandi misskiptingu og
misrétti, auknu bili milli alls-
nægtafólks og fátæks fólks og því að
stórar viðskiptablokkir séu að skipta
Íslandi milli sín?
„Það er orðið töluvert umhugs-
unarefni. En það sem ég var að lýsa,
hvernig menn ganga á milli herja, er
þó til marks um að blokkirnar eru
ekki alveg fastmótaðar. En þær eru
of fáar. Stóra málið er að við búum
ekki við allsherjaryfirráð þvert í
gegnum þjóðfélagið. Það á til dæmis
við um fjölmiðlaeign. Mér fannst fjöl-
miðlafólk og samtök þeirra sýna
óballanseruð viðbrögð við fjölmiðla-
frumvarpinu á sínum tíma, burtséð
frá því hvort það var gott eða slæmt
frumvarp í einstökum atriðum. Þetta
er fólkið sem borgararnir eiga að
treysta til að flytja ballanseraðar
fréttir af öllu því sem gerist í kringum
okkur, en fór svo offari í vitleys-
isgangi í máli sem snerti það sjálft og
vinnuveitanda þess. Þar skorti mikið
á það yfirvegaða mat sem gera verð-
ur kröfu um hjá fjölmiðlum.“
Frumsamin barnasaga lesin Með höfundi eru, enn vakandi, Hafdís og Jó-
hanna Mjöll Jóhannsdætur, en Magnús Óskarsson er sofnaður.
Frá „Goðatúnsveislu“ Óskar og
Sigurður G. Valgeirsson.
Bóndi um stund Óskar mokar úr fóðurganginum í fjósinu á Valdastöðum:
Í sveitinni fyrir austan eru margir þátttakendur í mörgu...
Vinnumenn á Sámstaðabakka Magnús Óskarsson, Hrafnkell, Kári og
Óskar Magnússon: Síðbúinn sveitamaður verður til.
Morgunblaðið/Kristinn
Einn á göngu á förnum vegi „Þegar tveir eða fleiri koma saman er ég lík-
legur til að reyna að stjórna þeim...“