Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 36
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ferðalag 36 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Morgunverðarfundur á Hótel Nordica, þriðjudaginn 28. nóvember, frá kl. 8.30 - 9.45. Létt morgunverðarhlaðborð. Verð 2.500 kr. Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista og formaður Viðskiptaráðs Íslands, setur fundinn. Erindi: Jóhanna Waagfjörd, framkvæmda- stjóri Haga: Mikilvægi erlends vinnuafls fyrir atvinnulífið. Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, viðskiptalögfræðingur á skatta- og lögfræðisviði Deloitte: Dvalar- og atvinnuleyfi erlendra starfsmanna. Páll Jóhannesson, forstöðumaður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte: Skattlagning erlendra starfsmanna. Fundarstjóri er Margrét Sanders, framkvæmdastjóri rekstrar Deloitte. Vinsamlegast tilkynnið skráningu á vefsíðu Deloitte, deloitte.is, eða sendið póst á skraning@deloitte.is. Jóhanna Waagfjörd Erlendur Hjaltason Þóra Margrét Þorgeirsdóttir Páll Jóhannesson Margrét Sanders P IP A R • S ÍA • 6 0 8 1 6 R ithöfundarnir Einar Kárason og Ólafur Gunnarsson létu gamlan draum rætast og óku þvert yfir Bandaríkin í króm- uðum og vængjuðum Kadillak. Ferða- sagan er nú komin út á bók frá JPV út- gáfu og heitir Úti að aka – Á reykspúandi Kadilakk yfir Ameríku. Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi, var með í ferðinni, sem og Sveinn M. Sveinsson kvikmynda- gerðarmaður í Plúsfilm, sem festi allt ferðalagið á filmu og bílasérfræðingurinn Aðalsteinn Ásgeirsson, eða Steini í Svissinum. Jóhann Páll segist hafa gert sér grein fyrir því fyr- irfram, að ferðalagið gæti tekið vel á. „Þarna voru fimm stór egó í reykspúandi, síbilandi Kadillak og auðvitað kom ýmislegt upp á. Steini í Svissinum er frægur skapmaður og ég hafði töluverðar áhyggjur af því að hann myndi henda okkur öllum út úr bílnum í miðri eyðimörk. Hann tók auðvitað góðar rokur, en það sem tók mest á var innri spennan í hópnum. Ég held að ég hafi verið sá eini okkar sem gerði sér grein fyrir þessum átökum fyrirfram og raunar hafði ég áhyggjur af edrúmennsku minni. Ég skildi ekkert í Einari Kára að fara með okkur fjórum uppþurrk- uðum í þessa ferð. Ég lagði hins vegar mikla áherslu á að byggja mig upp fyrir ferðina og strax á fyrstu dögunum í New York sá ég að ef ég hefði ekki gert það þá hefði ég hrunið í það og sagt þeim að sigla sinn sjó.“ Allt gekk á afturfótunum í byrjun. Bíllinn góði reyndist til dæmis hið versta brak og alls ekki undir slíka langferð búinn. „Ólafur var löngu búinn að segja mér að bíllinn hefði verið prufukeyrður um alla New York og hann gengi eins og klukka. Svo kom í ljós að þetta var allt saman haugalygi og ég byrsti mig vægast sagt þegar sannleikurinn kom í ljós.“ Í Kaddanum voru engin öryggisbelti. Forleggj- arinn tók þeim fréttum ekki af stillingu, enda margbúinn að segja Ólafi að hann myndi aldrei stíga upp í bíl án öryggisbelta. Og Ólafur margbúinn að koma þeim skilaboðum til bílakarlanna í Ameríku, sem hlustuðu auðvitað ekkert á hann, enda átti slíkur búnaður ekki heima í 1960 módelinu af Kadillak. Í bókinni skiptast á stuttir kaflar eftir þá Einar og Ólaf, svo lesandinn fær jafnóðum sýn þeirra beggja á atburði. „Í upphafi sáum við fyrir okkur að þeir myndu báðir skrifa samfelldan texta um hvern dag. Við ákváðum hins vegar að prófa að fella texta þeirra saman, en aðgreina þannig að alltaf væri hægt að sjá hvor þeirra skrifaði. Ingibjörg Helgadóttir, ritstjóri bókarinnar, var sannfærð um að þetta kæmi vel út og það reyndist rétt.“ Allt sem ferðafélagarnir sögðu og gerðu rataði í bókina, ef Einari og Ólafi sýndist svo. Jóhann Páll, Steini í Svissinum og Sveinn kvikmyndagerðarmaður urðu aðalpersónur og fengu ekkert um það að segja. „Ég hefði getað sett mig í stellingar og gætt að því hvernig ég hagaði mér í ferðinni, en það hefði verið algjörlega óþolandi. Í bókinni er flest látið flakka, en ef eitthvað er þá var ég kannski heldur orðljótari í ferðinni en í bókinni. Samt hélt ég meira aftur af skapsmunum mínum en mér er eðlilegt, svo ferðin leystist ekki upp á miðri leið. Ég var miklu líklegri en Steini í Svissinum til að henda þeim öllum út á miðri leið, því þeir voru stundum gjörsamlega að æra mig.“ Ferðin tók 3 vikur, en miklar tafir urðu. Kaddinn bilaði oft og ef hann hélst í lagi var líklegra en ekki að gamli BMW-inn, sem Sveinn keypti sér úti, neitaði að fara lengra. „Við náðum aldrei á áfangastað fyrr en í næturmyrkri,“ segir Jóhann Páll. Forleggjarinn er farinn að geta brosað að ýmsu sem kom upp á í ferðinni. „Áður en ég fór í ferðina gerði ég mér grein fyrir að það gæti liðið langur tími frá ferðinni og þar til ég gæti hlegið að þessu. Ég get það núna og það væri vafalaust hægt að selja mér aft- ur einhverja svona klikkaða hugmynd.“ Hér er gripið niður í nokkra kafla í bókinni Úti að aka – Á reykspúandi Kadilakk yfir Ameríku Fyrstu dagana ók hópurinn á bláum Kadilakk, árgerð 1968, en sá hvíti og vængjaði var enn á verk- stæði í Chicago. Einar: Það var furðudrjúg vega- lengd á hótelið; kannski svona eins og á milli Selfoss og Reykjavíkur. Ég sat undir stýri á bláa Kadd- anum; á undan okkur ók Haukur á pallbílnum með megnið af farangr- inum og Svenna sem var að kvik- mynda þennan fyrsta hluta reis- unnar. Þegar við fórum að nálgast brúna yfir á Manhattan gerðist um- ferðin mjög þétt og hægfara. Það var ágætlega hlýtt í veðri og við eins og aðrir með niðurskrúfaðar rúður og menn að líta í kringum sig og hver á annan. Og Kádiljákurinn vakti óskipta athygli; sumir kölluðu að okkur hrósyrði – „Nice ride, man!“ – og aðrir vildu vita hvaða ár- gerð hann væri, komu með ágiskan- ir þar um. Töffaralegir menn voru sérlega ánægðir með ökutækið og við minntumst þess að glæsibílar á þessum aldri, ekki síst Kaddar, eru stundum kallaði „pimp-mobiles“ af innfæddum. Ég veit samt ekki hvort menn hafi talið okkur fjóra sem sátum í bílnum, mig, Óla, Jó- hann og Steina, líklega til að fást við nefnda starfsgrein. Frá New York var ekið til Chi- cago, þar sem hin eiginlega ferð eft- ir Route 66 átti að hefjast. Ólafur: Allt í einu skall á okkur rigning, þétt eins og veggur, það var eins og við værum að aka inn í foss. Þetta var bílaþvottastöð af náttúrunnar hendi sem hægði á allri umferð, jafnvel trukkarnir stóru með krómstrompunum urðu að lötra eftir veginum, en allt í einu opnuðust regndyrnar og við ókum út og sólin kom eins og margir fúsir menn með stórar tuskur að þurrka bílinn. Við héldum áfram að aka um dali og gljúfur og ég minntist orða föður míns sem stundum sagði þegar hann horfði á sjónvarp: „Eiss, það er haugalygi að það sé hvergi fal- legt nema á Íslandi.“ Og Steini steig bensínið í botn. Ég var eins og Tom Joad í Þrúgum reiðinnar, ég hafði stöðugt augun á hraðamælinum og hleraði eftir hverju hljóði. Myndi bíllinn hafa það af til Chicago? Hópurinn tók á sig dálítinn krók og skoðaði heimkynni Amish- fólksins. Einar: Sú hugsun leitaði á mig þar sem við þvældumst á milli frið- sælla þorpanna næstu klukkutím- ana, fórum inn í búðirnar, hlust- uðum á fuglasönginn og kyrrðina að það væri eitthvað skringilegt við það að koma á tveimur bílum með myndavélar og tól inn í samfélag þessa fólks sem átti sér ekki annað takmark en að fá frið fyrir umheim- inum. Steini var á sama máli og hann fékkst helst ekki út úr bílnum; ég held raunar að bæði hann og Óli hafi verið örlítið ósáttir við að við hefðum tíma fyrir þennan langa út- úrdúr þar sem við höfðum svikið þá um að fá að heimsækja fornbílaekr- una daginn áður. Í Chicago beið hvíti Kaddinn, krómaður og flottur, en reyndist síðar hið mesta skrapatól. Einar: Klukkan 13:30 þriðjudag- inn 23. maí 2006 stöndum við enn í sólarbreyskjunni á planinu fyrir framan All Tune and Lube, og nú er hvíti Kaddinn líka mættur. Alger- lega yndislega flottur en meðtekinn eitthvað og dálítið útlifaður; grænt mælaborðið til dæmis allt sprungið, eins og það sé ekki lengur nógu breitt fyrir þennan víðáttumikla bíl. Grænt tauáklæði á sætum, dálítil fúkkalykt. Tvö púströr aftan úr, dökkur reykur og æðislegar drun- ur, eins og þrumur í fjarska. Ólafur: „Djöfull er hann flottur,“ sagði Jóhann. „Nú líkar mér við þig, Óli,“ sagði Einar. „Þetta er sko rétti bíllinn fyrir kvikmyndina,“ sagði Sveinn. Hann hefur ekki verið hreyfður í aldarfjórðung, mælti angurvær rödd innra með sjálfum mér. „Mig langar nú að sjá ofan í húddið,“ sagði Steini. Um leið og húddinu var lokið upp sagði hann: „Það verður að skipta um vatns- kassahosuna. Þessi verður ónýt áð- ur en við komumst út úr bænum.“ Ef við þá komumst út úr bænum, hugsaði ég. Í Texas voru þeir á slóðum kú- reka. Einar: Við vorum komnir út í eyðimörk. Landslagið minnti mig á fjarlægan stað á svipaðri breidd- argráðu, Jemen á Arabíuskaganum; gulbrúnn sandur og möl, harðger gróður með blöðum eins og vaxa á ananashausum. Svo vorum við komnir að skarðinu og þarna var hlið; við stoppuðum á bílaplani fyrir framan, opnuðum hliðið og gengum inn. Staðurinn hét Four Guns Creek. Þarna var geðslegt ungt fólk að stússast í kringum hesta, og brosti elskulega við okkur. Við vorum komnir inn á hestaleigu, prívateign, og sá sem átti staðinn var gamall þvengmjór kall með leðurandlit og yfirskegg, í kábojfötum að sjálf- sögðu og gekk svo langt að vera með skammbyssu á mjöðminni. Hann var eins og statisti í vestra að bíða eftir því að tökur hæfust. Kannski hafði hann klætt sig svona upp fyrir túristana. Hann talaði með miklum og syngjandi kúreka- hreim, spýtti út til hliðar brúnum tuggum og spurði hvort við ætl- uðum að leigja hesta, það kostaði 25 dollara á tímann per hest. Við gáf- um lítið út á það. Kallinn sat á kolli framan við húsið sitt sem var eins og leikmynd úr High Noon, hallaði sér upp að veggnum og lét höndina hvíla á byssuskeftinu. Sveinn og Jó- hann beindu linsum sínum að öllu og öllum. Það fór greinilega aðeins í pirrurnar á kúrekanum svo hann sagði: „If you guys are only free- loadin’ and taking pictures, I’ll have Úti að aka – Á reykspúandi Kadilakk yfir Ameríku Fimm stór egó í síbilandi Kadda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.