Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 1
sunnudagur 3. 12. 2006 atvinna mbl.isatvinna Gestir í vikunni 10.541 » Innlit 18.749 » Flettingar 151.548 » Heimild: Samræmd vefmæling RANNSAKA VAKTAVINNU VERIÐ ER AÐ RANNSAKA VAKTAVINNU MEÐ ÞAÐ Í HUGA AÐ BÆTA FYRIRKOMULAG SLÍKRAR VINNU >> 16 Icebank er viðskiptabanki sem leggur áherslu á heildsölu- og fjárfestingarbankastarfsemi gagnvart sparisjóðum, innlendum sem erlendum fjármálafyrirtækjum og öðrum stærri aðilum. Bankinn starfar á sviði erlendra viðskipta, greiðslumiðlunar, fjárstýringar og fjármögnunar í því skyni að veita afmörkuðum hópi innlendra og erlendra viðskiptavina framúrskarandi þjónustu. Með sérhæfingu að leiðarljósi byggir bankinn upp samkeppnishæfa og arðsama starfsemi. Mótuð hefur verið ný framtíðarsýn fyrir bankann til næstu fimm ára. Sú sýn felur í sér nýjar áherslur, ný gildi, metnaðarfull markmið og breytingu á eignarhaldi. Nú er leitað að fjórum einstaklingum sem vilja taka þátt í að láta framtíðarsýnina verða að veruleika. Viðskiptaþjónusta er annað af stoðsviðum bankans. Þar fer fram margs konar frágangur viðskipta, einkum gjaldeyrisviðskipta og verðbréfaviðskipta, og lánaumsýsla. Sviðið á fjölbreytt samskipti við innlenda og erlenda aðila. Á sviðinu starfa um 35 manns. Starfið felst einkum í almennri stjórnun sviðsins í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra þess, þróun verkferla, hagnýtingu upplýsingatækni og hvers kyns úrbótastarfi til að auka afköst, gæði og öryggi. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í viðskipta- eða tæknigreinum, meistarapróf er kostur. • Reynsla af hliðstæðum verkefnum í viðskiptabanka er skilyrði. • Reynsla af mannaforráðum. • Gott vald á íslensku og ensku, bæði talmáli og ritmáli. • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar. Aðstoðarframkvæmdastjóri viðskiptaþjónustu Tölvumiðstöð sparisjóðanna (TS) gegnir hlutverki upplýsingatæknisviðs bankans. Í sameiningu leita bankinn og TS að einstaklingi til að hafa yfirumsjón með upplýsingatæknimálum bankans. Viðkomandi verður starfsmaður TS en mun eingöngu sinna upplýsingatæknimálum bankans og hafa vinnuaðstöðu á báðum stöðum. Viðkomandi mun vinna náið með æðstu stjórnendum bankans við að móta framtíðarsýn og stefnu bankans á þessu sviði og sinna þarfagreiningu. Þá mun viðkomandi hafa umsjón með daglegum verkefnum í bankanum á sviði upplýsingatækni og fylgja eftir verkefnum sem unnin eru fyrir bankann hvort heldur er hjá TS eða öðrum birgjum. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í kerfisfræði, tölvunarfræði, tölvuverkfræði eða hliðstæðum greinum; meistarapróf er kostur. • Reynsla af hliðstæðum verkefnum er skilyrði, reynsla í fjármálafyrirtæki er ótvíræður kostur. • Góðir greiningarhæfileikar og hæfileikar til að setja hugsanir fram á skýran hátt. • Gott vald á íslensku og ensku, bæði talmáli og ritmáli. • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar. Yfirmaður upplýsingatæknimála Einn liður í því að hrinda breytingum í bankanum í framkvæmd er að móta nýjan fyrirtækjabrag og mannauðsstefnu, sem fellur að hinni nýju framtíðarsýn. Til samans munu fyrirtækjabragurinn og mannauðsstefnan styðja meö öflugum hætti við starfsemi bankans inn á við og út á við og hafa þannig lykiláhrif á samkeppnisstöðu hans á öllum sviðum. Mannauðsstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra rekstrarsviðs og stýrir starfsmannaþjónustu bankans. Fyrst í stað mun viðkomandi hins vegar einbeita sér að því að festa nýjan fyrirtækjabrag í sessi í náinni samvinnu við bankastjóra og framkvæmdastjóra bankans. Menntunar- og hæfniskröfur: • Meistarapróf í mannauðsstjórnun eða hliðstæðri grein. • Reynsla af hliðstæðum verkefnum er skilyrði. • Góðir greiningarhæfileikar og hæfileikar til að setja hugsanir fram á skýran hátt. • Gott vald á íslensku og ensku, bæði talmáli og ritmáli. • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar. Mannauðsstjórnun - mótun nýs fyrirtækjabrags Í tengslum við ofangreindar breytingar hefur verið ákveðið að setja á laggir greiningardeild í bankanum. Hún verður staðsett innan fjárstýringar og heyrir undir framkvæmdastjóra sviðsins. Meginstarfsemin felst í greiningu á þeim þáttum sem hafa áhrif á vexti og gengi íslensku krónunnar og helstu gjaldmiðla erlendis. Þá mun deildin útbúa kynningarefni um íslensk efnahagsmál, um íslenskan fjármálamarkað og um bankann og sinna samskiptum við erlenda aðila í samvinnu við ýmsa aðila í bankanum. Menntunar- og hæfniskröfur: • Meistarapróf í hagfræði. • Góðir greiningarhæfileikar og hæfileikar til að setja hugsanir fram á skýran hátt. • Gott vald á íslensku og ensku, bæði talmáli og ritmáli. • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar. Sérfræðingur í greiningardeild Umsjón með störfunum hafa Ragnheiður S. Dagsdóttir ragnheidur.dagsdottir@capacent.is og Herdís Rán Magnúsdóttir herdis.magnusdottir@capacent.is hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 11. desember nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um störfin á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is H 2 h ö n n u n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.