Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 16
16 C SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Skýrsla Rannsókn-arstofu í vinnuverndvar unnin af þeimGuðbjörgu Lindu, Hildi Fjólu Antonsdóttur, Herdísi Sveinsdóttur og Hólmfríði K. Gunnarsdóttur og lá fyrir í maí á þessu ári. „Við erum samt ekki alveg búnar að skila frá okkur verk- efninu. Það sem þessi skýrsla fjallar um er viðtöl við 35 manns sem tóku þátt í rýni- hópum og veltu upp kostum og göllum vaktavinnu. Seinni hluti úttektarinnar er að sendur hefur verið út spurningalisti til 1.000 manns og nú verður farið að vinna úr svörunum og það finnst mér mjög spennandi,“ segir Guðbjörg Linda. Í kjölfar kjarasamninga Rannsóknin á aðstæðum vaktavinnustarfsmanna er unnin á vegum BHM, BSRB, launanefndar sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar og rík- isins. Rannsóknin kom í kjöl- far yfirlýsingar, sem gerð var við kjarasamninga í febrúar 2005, en þar er kveðið á um að sérstaklega skuli skoða kjör og lengd vinnutíma. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að finna þurfi leiðir til þess að mæta þeim erf- iðleikum, sem vaktavinna hef- ur í för með sér, enda bendi margt til þess að slík vinna sé meira slítandi en annað vinnufyrirkomulag og að þetta valdi erfiðleikum með að manna nætur-, helgar- og stórhátíðarvaktir á mörgum vinnustöðum. „Það kom í ljós að viðmæl- endum okkar fannst mik- ilvægt að regla væri á vökt- unum til þess að unnt væri að skipuleggja frítímann. Þeir sem voru í rýnihópunum voru sammála um að óreglulegar vaktir væru slæmar, en engu að síður virðist fólk óska eftir ákveðnum sveigjanleika inn- an reglubundins vaktakerfis. Þess vegna kölluðum við skýrsluna „Á vaktinni – með sveigjanlegum stöðugleika“. Það hljómar kannski und- arlega, en það á sér samt skýringar,“ segir Guðbjörg Linda. Munur á kynjum Svo virtist sem konur hefðu vissa tilhneigingu til að laga vinnuna að fjölskylduábyrgð en karlar að laga fjöl- skylduábyrgð að vinnunni. En þó sést einnig aldurstengdur munur, ekki síst hjá körlum. Yngri karlar voru uppteknari af því en þeir eldri að vinnan ætti ekki stangast á við þarfir fjölskyldunnar. „Fólki fannst mikilvægt að hafa reglulegar vaktir og vaktavinnan hentar best hjá meginþorra fólks ef næt- urvaktirnar eru sem fæstar og fólk skiptir vöktum eftir klukkunni, það er að segja fari frá næturvakt yfir á dag- vakt og þaðan yfir á kvöld- vakt.“ Guðbjörg Linda segir eðli- legt að einstaklingsmunur komi fram í slíkri rannsókn, enda sé fólk ólíkt og sumum henti betur að vinna einum með- an aðrir sækist eftir félagsskap á vinnu- staðnum. „Dægursveifla fólks er mislöng. Fólki, sem er með stutta dægursveiflu, virðist henta verr að vinna næturvaktir, meðan hinir aðlaga sig betur. Vinnuhópurinn, sem vann að þessu verkefni, hafði að markmiði að leita að vaktafyrirkomulagi sem flest- um myndi líka við en við gengum að rannsókninni með opnum huga og höfðum jafn- framt í huga hvort munurinn á fólki væri ef til vill aldurs- tengdur, kynbundinn eða háð- ur einhverju öðru mynstri,“ segir Guðbjörg Linda. Törnin á undanhaldi Guðbjörg Linda segir að svo virðist sem auknir val- möguleikar á vinnumarkaði og þjóðfélagslegar breytingar skipti miklu máli í afstöðu fólks til vaktavinnu. „Fólk gerir meiri kröfur um það hvernig vinnunni er hagað en áður var og svo virð- ist sem kynslóðaskipti séu að eiga sér stað líka. „Törnin“, sem Íslendingar hafa verið vanir við, er á undanhaldi, yngra fólk gerir meiri kröfur og vill eiga meiri tíma fyrir fjölskyldu og áhugamál en áð- ur tíðkaðist,“ segir Guðbjörg Linda. Margt athyglisvert kom fram í úttektinni að sögn Guð- bjargar Lindu. Meðal annars kvartaði fólk yfir röskun á matarvenjum, einfaldlega vegna þess að erfiðara er að ná í venjulegar máltíðir á næturvöktum. Þá nefndi fólk félagslega einangrun, svo eitthvað sé nefnt. Einnig voru margir hlynntir styttri vinnu- tíma sem umbun fyrir ókosti vaktavinnunnar. Rannsóknin byrjaði um síð- ustu áramót og Guðbjörg Linda reiknar með að end- anlegar niðurstöður verði til- búnar í byrjun næsta árs. „Það verður spennandi að vinna úr þessu efni og ég held líka að það muni verða bæði starfsmönnum og atvinnurek- endum að gagni. Niðurstöð- urnar geta orðið til þess að auðveldara verði að finna fyr- irkomulag vaktavinnu sem gerir hana eftirsóknarverðari þótt ljóst sé að eitt og sama kerfi hentar ekki öllum.“ Úttekt á áhrifum vaktavinnu Að vinna á vöktum getur haft ýmiss kon- ar vandamál í för með sér. Nýlega var gerð úttekt á vaktavinnu með það í huga að bæta fyrirkomulag slíkrar vinnu og gera hana eftirsóttari. Kristján Guð- laugsson hitti Guðbjörgu Lindu Rafns- dóttur félagsfræðing að máli og ræddi við hana um rannsóknina. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.