Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 8
8 C SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Vinnueftirlitið óskar að ráða eftirlitsmann við véla- og tækjaskoðanir í Reykjavík Verksvið: Eftirlit með ýmiskonar tækjabúnaði s.s. farand- vinnuvélum o.fl. ásamt fræðslu sbr. ákvæði laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Menntunar- og hæfniskröfur: ● Staðgóð tækni- eða vélfræðimenntun. ● Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til samvinnu. ● Skipulagshæfileikar og fagmannleg vinnu- brögð. Um er að ræða 100% starf. Starfið er laust frá áramótum. Laun eru skv. kjarasamningi opin- berra starfsmanna. Umsókn ásamt upplýsing- um um menntun og fyrri störf sendist Vinnueft- irliti ríkisins, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík, fyrir 22. desember 2006. Sérstakt umsóknareyðublað er ekki notað. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upp- lýsingar um starfið veitir Magnús Guðmunds- son í síma 550 4600 eða 550 4683. Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og byggir starf sitt á samþættingu eftirlits, fræðslu og rannsókna. Vinnueftirlitið starf- ar samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stað nr. 46/1980. Meginmarkmið Vinnueftirlitsins ● Að á vinnustöðum sé leitast við að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi með tiltækri þekkingu og bestu fáanlegri tækni. ● Að tíðni vinnuslysa og atvinnutengdra sjúk- dóma sé með því lægsta sem gerist í þeim löndum, sem Ísland er helst borið saman við, og starfsánægja með því besta sem gerist. ● Að staðtölur vinnuslysa, atvinnutengdra sjúkdóma og vellíðunar á vinnustöðum gefi glögga mynd af þróuninni hérlendis og hvernig henni miðar í samanburði við þau lönd sem Ísland er helst borið saman við. Arion verðbréfavarsla hf. er þjónustufyrirtæki fyrir innlendar og erlendar fjármálastofnanir, verðbréfasjóði og lífeyrissjóði. Viðskiptavinir Arion í dag eru KB samstæðan, 19 alþjóðlegir bankar, íslenskar verðbréfamiðlanir, spari- sjóðir og fjárfestingabankar, verðbréfasjóðir og lífeyrissjóðir. Arion býður sérsniðnar og hagkvæmar lausnir varðandi uppgjör og umsjón með verðbréfum og er eina sérhæfða fyrirtækið á því sviði á Íslandi. Arion er í dag með um 2.500 milljarða króna verðbréfaeign í sinni vörslu fyrir hönd viðskiptavina. Hjá Arion starfa rúmlega 70 vel menntaðir og metnaðarfullir starfsmenn. Einkunnarorð starfsmanna eru: Áreiðanleiki, þjónustulund, fagmennska og framsækni. Nánari upplýsingar veitir Bryndís Jónsdóttir, starfsmannastjóri Arion, sími 528 2808, netfang brynjons@arion.is. Umsóknarfrestur er til og með 11. desember. Vinsamlegast sendið umsóknir á netfangið brynjons@arion.is. Arion verðbréfavarsla hf. - Ármúli 13, 108 Reykjavík - S: 528 2800 - www.arion.is Arion óskar eftir kraftmiklum og framsæknum einstaklingum til starfa Sérfræðingur til að sjá um gæðamál lífeyrisþjónustu Arion Helstu verkefni • Þjónustumál • Verkefnastýring • Umsjón verkferla • Áhættugreining • Ýmis verkefni í samráði við stjórnendur Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf • Þekking á lífeyrismálum • Reynsla af gæðamálum æskileg • Skipulagshæfileikar • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Framúrskarandi samskiptahæfni og geta til að leiða hópverkefni Starfsmaður í uppgjör og frágang viðskipta á íslenskum verðbréfum Helstu verkefni • Frágangur/uppgjör viðskipta á innlendum markaði • Uppgjör á íslenskum verðbréfum á erlendum mörkuðum • Umsjón með flutningi verðbréfa • Dagleg samskipti við innlenda og erlenda viðskiptavini Arion • Þróun nýrra afurða tengdum innlendum viðskiptum • Þátttaka í hópverkefnum Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf • Góð enskukunnátta • Góð tölvuþekking • Ákveðni og jákvætt viðmót • Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund Starfsmenn í reikningshald Arion Helstu verkefni • Eftirlit og afstemmingar á bankareikningum • Útgáfa á reikningum og bókanir reikninga • Gengisuppfærslur á eignum og skuldum • Mánaðalegt uppgjör Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf • Bókhaldsreynsla • Góð tölvuþekking • Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.