Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 C 5 Starfið: • Umsjón með varahlutalager • Móttaka og skráning íhluta • Skráning í tölvukerfi • Samskipti við innlenda og erlenda birgja Hæfniskröfur: • Góðir skipulagshæfileikar, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum • Mjög góð tölvukunnátta, þ.m.t. excel og word • Góð íslensku- og enskukunnátta • Heiðarleiki og metnaður til að skila góðu verki • Góðir samskiptahæfileikar og jákvætt hugarfar • Viðkomandi þarf að geta unnið vel undir álagi og vera talnaglöggur • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg Flugfélag Íslands er arðbært, markaðs- drifið þjónustufyriræki, leiðandi í farþega- og fraktflutningum, og þjónar flugrekendum og aðilum í ferða- iðnaði. Eitt af markmiðum félagsins er að hafa ætíð á að skipa hæfum og liprum liðsmönnum sem sýna frumkvæði og hafa gaman af vinnunni sinni. Hjá Flugfélagi Íslands starfa um 250 manns sem allir gegna lykilhlutverki í starfsemi þess. www.flugfelag.is | sími 570 3030 | fax 570 3001 Umsóknarfrestur Skriflegar umsóknir, merktar ofangreindu starfi, berist starfsmannaþjónustu Flugfélags Íslands, Reykjavíkurflugvelli, eigi síðar en 10. des. 2006. Rafrænar umsóknir sendist á netfangið umsoknir@flugfelag.is Flugfélag Íslands óskar eftir að ráða starfsmann til framtíðarstarfa í innkaupadeild tæknisviðs á Reykjavíkurflugvelli. ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 35 22 7 12 /0 6 atvinnutækifæri Spennandi Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • www.hagvangur.is - vi› rá›um Háskólinn á Bifröst óskar eftir að ráða rektor til starfa. Starfssvið • Rektor annast stjórnun og rekstur háskólans í umboði stjórnar og ber ábyrgð gagnvart henni. Hann ber ábyrgð á að starfstilhögun öll sé í samræmi við hlutverk, markmið og gæðakröfur. • Rektor ábyrgist öll fjármál háskólans í umboði stjórnar. • Rektor kemur fram fyrir hönd háskólans gagnvart starfsmönnum, nemendum og út á við og hefur forgöngu um þróunarstarf og stefnumótun. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 11. desember nk. Númer starfs er 6086. Upplýsingar veita Þórir Þorvarðarson og Katrín S. Óladóttir. Netföng: thorir@hagvangur.is og katrin@hagvangur.is Háskólastjórn ræður rektor. Valnefnd mun meta umsóknir og skila tillögum til stjórnar. Háskólinn á Bifröst á sér 88 ára sögu sem stjórnendaskóli á breiðum grundvelli. Hlutverk hans er að búa nemendur undir ábyrgðar-, forystu- og stjórnunarstörf í viðskiptalífi og samfélagi, jafnt í innlendu sem alþjóðlegu umhverfi. Bifröst vill veita hæfum einstaklingum sem búa yfir sköpunargleði, frumkvæði og samskiptahæfni tækifæri til háskóla- náms sem hentar þeirra þörfum. Við inntöku nýrra nemenda leitast háskólinn við að veita jöfn tækifæri til náms, óháð kynferði, aldri, efnahag, fötlun eða búsetu og skapa þannig fjölbreyttan hóp nemenda með ólíkan bakgrunn, menntun og reynslu. www.bifrost.is Rektor á Bifröst Menntun og hæfniskröfur • Doktorsgráða og/eða meistara- gráða er nauðsynleg. Að öðru jöfnu er reiknað með að umsækjandi með doktorsgráðu verði ráðinn. • Umtalsverð stjórnunarreynsla úr íslensku atvinnulífi er nauðsynleg. • Alþjóðleg reynsla er mikill kostur. • Góð tengsl við atvinnulífið og þekking á háskólaumhverfi er mikilvæg. • Við leitum að kraftmiklum og hugmyndaríkum einstaklingi sem hefur góða samskiptahæfni og frumkvæði til að leiða skólann áfram í alþjóðlegu og síbreytilegu um- hverfi háskólastigsins. Gæðabakstur ehf. óskar eftir röskum bakara á næturvakt. Einnig vantar vanan starfsmann í bakarí. Unnið er á vöktum, unnið 8 daga og 6 dagar frí. Upplýsingar gefur Vilhjálmur í síma 897 5399.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.