Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 C 9 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Starfsmannasvið Álfabakka 16, 109 Reykjavík www.heilsugaeslan.is Nýbreytni í þjónustu við aldraða í heimahúsi Sjúkraliðar óskast til starfa við Miðstöð heimahjúkrunar. Um er að ræða starf sem felst í heima- vitjunum með nánu þverfaglegu samstarfi í nýrri þjónustu við veika aldraða á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða samstarfsverkefni Landspítala háskólasjúkrahúss og Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins og er tilgangurinn að veita sérhæfða þjónustu við veika aldraða í heimahúsum og auðvelda þeim að vera lengur heima. Sérstök áhersla er lögð á teymisvinnu lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, félagsliða, sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa. Einnig er lögð áhersla á stuðning við fjölskyldur þeirra sem þjónustuna þiggja. Verkefnið hófst að tilstuðlan Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra. Nánari upplýsingar veitir Þórdís Magnúsdóttir forstöðumaðurMiðstöðvar heimahjúkrunar í síma 513 1300. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til starfsmannasviðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást eða á umsóknareyðublaði á www.heilsugaeslan.is , fyrir 18. desember n.k. Sjúkraliðar við Miðstöð heimahjúkrunar Reykjavík, 3. desember 2006 Spennandi störf! BORG óskar eftir að ráða eftirtalda starfskrafta í spennandi störf hjá hratt vaxandi fyrirtæki: Byggingartæknifræðingur í hönnun, tilboðsgerð og ráðgjöf til viðskiptavina í einingaverksmiðju okkar í Kópavogi Tækniteiknari í frágang teikninga í einingaframleiðslu í Kópavogi. Eftirlitsmaður með framkvæmdum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Verkstjóri í einingaverksmiðjuna í Kópavogi. Bókari í einingaverksmiðju okkar á Akureyri. Uppl. um fyrirtækið: www.evborg.is og www.borgak.is. BORG er framsækið fyrirtæki í miklum vexti, sem byggir á öguðum vinnubrögðum, vönduðum vörum og hugmyndaríkum starfsmönnum. Hjá fyrirtækinu starfa í dag um 80 manns í Kópavogi og á Akureyri. GÆÐI - ENDING - ÁREIÐANLEIKI Umsóknir berist í pósti, faxi eða tölvupósti á borg@evborg.is. BORG ehf. - Einingaverksmiðja - Steypustöð Bakkabraut 9 · 200 Kópavogur / Goðanes 12 · 600 Akureyri Sími: 414-7777 · Fax: 517-8901 · borg@evborg.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.