Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 14
14 C SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Landhelgisgæsla Íslands auglýsir lausa stöðu vélstjóra Vegna fyrirhugaðrar smíði á nýju varðskipi leitar Landhelgisgæsla Íslands nú að vélstjóra til starfa. Menntunar- og hæfniskröfur: • Fullgild réttindi. • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli. • Góð tölvukunnátta. • Hæfni til að stjórna verkefnum og starfsmönnum. • Skipulagshæfileikar. Vegna smíðinnar þarf viðkomandi að geta unnið með allar teikningar sem að nýsmíði skips snúa. Viðkomandi gæti þurft að dveljast erlendis stóran hluta áranna 2008 og 2009. Umsækjendur sem uppfylla skilyrði munu gangast undir hæfnispróf. Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, ásamt sakavottorði, skal skilað til Landhelgisgæslu Íslands, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík, fyrir 19. desember nk., merktar „Umsókn – vélstjóri“. Nánari upplýsingar veita Ingvar Kristjánsson tæknistjóri (ingvar@lhg.is) og Svanhildur Sverrisdóttir starfsmannastjóri (svanhildur@lhg.is) í síma 545 2000. auglýsir lausa til umsóknar stöðu uppfærslumanns á óbó Skylduverkefni: W.A.Mozart: Óbókonsert (m/kadensu) R.Strauss: Óbókonsert Þættir úr hljómsveitarverkum verða sendir umsækjendum með tveggja vikna fyrirvara. Umsókn, ásamt ferilskrá, skal hafa borist hljómsveitinni 20. desember 2006. Hæfnispróf fer fram 5. febrúar 2007. Laun skv. Kjarasamningi Starfsmannafélags SÍ og Fjármálaráðherra. Umsókn og hæfnispróf gilda í eitt ár (sbr. reglur um ráðningu hljóðfæraleikarara, 9.gr.). Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Háskólabíó v/Hagatorg, Pósthólf 52, 127 Reykjavík, sími:545 25 02, fax:562 44 75. Netfang: kristin@sinfonia.is http//:www.sinfonia.is F í t o n / S Í A Vodafone leitar að rauðu, traustu og kraftmiklu starfsfólki! Tæknimaður af lífi og sál Öflugan starfsmann vantar í rekstur á radíókerfum Vodafone. Um er að ræða lifandi starf í öflugum hópi tæknimanna við að reka fjarskipta- kerfi og -búnað, svo sem GSM radíóbúnað, örbylgjukerfi og endurvarpa, sem staðsettur er víða um landið. Unnið er í nánu samstarfi við aðrar rekstrar- og uppsetningareiningar félagsins. Hæfniskröfur Leitað er að einstaklingi sem lokið hefur menntun í rafeindavirkjun og/eða rafmagnstæknifræði. Viðkomandi aðili skal hafa reynslu af rekstri fjarskiptakerfa og vera reiðubúinn að tileinka sér nýjungar í fjarskiptaheiminum. Við leitum að persónu með góða samskipta- hæfileika og vilja til að leggja sitt af mörkum til að ná metnaðarfullum markmiðum Vodafone. Umsóknir óskast útfylltar á www.hagvangur.is fyrir 11. desember 2006. Nánari upplýsingar veitir Kristín Guðmundsdóttir hjá Hagvangi, kristin@hagvangur, sími 520 4700. Við sem störfum undir nýju merki Vodafone ætlum okkur að gera viðskiptavinum kleift að nýta tímann til hins ýtrasta, því hvert augnablik er dýrmætt. Gríptu augnablikið og lifðu núna. Arctic Sequentia ehf, Kine ehf og ChemoMetec A/S auglýsa eftir hæfum stafsmanni i rafeindatækni til þróunar á nýrri mælitækni. Verkefnið felst í hönnun og þróun á rafrænum hluta mælitækis, ásamt undirbúningi á framleiðslu prentrása. Verkefið verður unnið á Íslandi, höfuðborgarsvæðinu, en í náinni samvinnu við ChemoMetec A/S í Danmörku. Menntunar- og hæfniskröfur Við óskum eftir starfsmanni með þekkingu og reynslu í rafeindatækni: merkjasöfnun, hliðræn og stafræn tækni; reynsla af frumgerðasmíði og prentrásagerð. Háskólapróf í rafmagns- verkfræði æskilegt. Einnig koma til greina umsækjendur með próf í tæknifræði eða sambærilegu, ef viðkomandi er með góða reynslu á sviðinu. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gott vald á ensku, bæði töluðu og skrifuðu máli. Upplýsingar Börkur Arnviðarson, (+45) 20 99 20 25 Umsókn sendist til, BAR@chemometec.dk RAFMANGSVERKFRÆÐINGUR RAFEINDATÆKNI Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.