Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 C 17 Skrifstofu- og bókhaldsstarf Veitingahúsið Ítalía leitar eftir starfsmanni í hlutastarf á skrifstofu. Starfið felur í sér umsjón með bókhaldi og launakerfi fyrir- tækisins, ásamt almennum skrifstofustörf- um og öðrum tilfallandi verkefnum. Reynsla af færslu bókhalds nauðsynleg. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 562 4630 eða með tölvupósti á italia@italia.is Gallerý fiskur Gallerý fiskur óskar eftri að ráða starfsfólk til aðstoðar í veitingasal og verslun sína í Nethyl 2, Reykjavík. Starfshlutfall 80-100% eftir samkomulagi og 2-3 daga í viku er unnið til 18:30. Verksvið: Almenn afgreiðsla í verslun og veitingasal, gerð fiskrétta í afgreiðsluborð, aðstoð í eldhúsi ofl. Reynsla af matvælavinnslu eða þjónustu- störfum æskileg sem og ökupróf. Frítt fæði í vinnutíma Uppl: galleryfiskur@galleryfiskur.is og í símum: 587 2882 og 869 4443. Raðauglýsingar 569 1100 Húsnæði óskast + -100 fm húsnæði óskast til leigu fyrir léttan iðnað. Þarf að vera á jarð- hæð eða með góðri aðkomu fyrir vörur. Vinsamlega hafið samband í síma 897 3196 eða icemail@simnet.is Íbúð óskast til leigu Höfum verið beðnir um að útvega 2ja eða 3ja herb. íbúð á leigu á Stór-Reykjavíkur- svæðinu í eitt ár, með eða án húsgagna. Nánari uplýsingar gefur Magnús í síma 595 6700 eða magnus@rjc.is Kennsla Grunnnámskeið flugumferðarstjóra Flugstoðir ohf. hafa ákveðið að halda grunnnámskeið flugumferðarstjóra eftir áramótin. Grunnnám og nám til fyrstu réttinda er ólaunað. Umsækjendur skulu hafa lokið stúdentsprófi, tala skýrt mál, hafa greinilega rithönd og gott vald á íslenskri og enskri tungu. Þá skulu umsækjendur einnig fullnægja tilskyldum heilbrigðiskröfum. Umsækjendur þurfa að þreyta samkeppnispróf, fara í viðtöl í kjölfarið og þeir sem koma til greina eftir fyrrgreint munu hefja nám í flugumferðarstjórn. Standist nemendur grunnnámið munu þeir hljóta þjálfun og eiga starfsstöð í Reykjavík eða Keflavík. Þeir sem hafa áhuga á að sitja þetta námskeið, skulu skila inn umsóknum til flug- umferðarsviðs Flugmálastjórnar Íslands, Ingibjargar Bergþórsdóttur, á 4. hæð í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Umsóknareyðublöð liggja frammi á sama stað. Umsóknareyðublöð er einnig hægt að prenta út af heimasíðu Flugmálastjórnar Íslands, www.flugmalastjorn.is, undir ,,Þjálfunardeild”. Með umsókn skulu fylgja staðfest afrit af stúdentsprófi, augnvottorð í samræmi við leiðbeiningar sem fylgja umsóknargögnum, nýtt sakavottorð og mynd af umsækjanda. Umsóknarfrestur rennur út 18. desember 2006. Flugmálastjórn Íslands er ríkisstofnun sem sett var á stofn árið 1945. Síðan hefur stofnunin innt af hendi margvíslega þjónustu í þágu flug- samgangna. Þann 1. janúar 2007 munu þjónustuverkefni Flugmálastjórnar Íslands verða flutt frá stofnuninni og hefur verið stofnað um þau nýtt opinbert hlutafélag, Flugstoðir ohf. Hjá Flugstoðum ohf. munu starfa um 230 starfsmenn. Helstu verkefni fyrirtækisins að sjá um upp- byggingu og rekstur flugvalla og veita flugumferðar– og flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug og alþjóðlegt flug yfir Norður–Atlantshaf- ið. Flugstoðir ohf. leggja áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa Tilkynningar Bókaveisla í Kolaportinu 30% afsláttur af sérmerktum bókum Mikið magn bóka á 2-300 kr. stk. (Erum hafnarmegin í húsinu). Vel að verki staðið Viðurkenning Alþjóðahúss fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda og samfélagsins. Auglýst er eftir tilnefningum til viðurkenninga Alþjóðahúss, sem verða afhentar í lok desem- ber. Veittar verða viðurkenningar í þremur flokk- um. Í fyrsta lagi til fyrirtækis, stofnunar eða félagasamtaka, í öðru lagi til einstaklings af innlendum uppruna og í þriðja lagi til einstakl- ings af erlendum uppruna. Í tveimur fyrrnefndu flokkunum er viðurkenn- ing veitt til aðila sem hafa gert meira í málefn- um innflytjenda en ætlast má til. Í þeim síðast- nefnda er gert ráð fyrir að veita viðurkenningu fyrir framlag viðkomandi til samfélagsins. Tilnefningarnar skulu rökstuddar í stuttu og knöppu máli, eigi lengra en 200 orð. Skilafrestur á tilnefningum er til og með 11. des- ember. Hægt er að senda þær í tölvupósti á netfangið einar@ahus.is eða skriflega á skrif- stofu Alþjóðahússins, Hverfisgötu 18, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar fást á www.ahus.is og í síma 530 9300. BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Ármúli 1 - Kynningarfundur í Álftamýrarskóla um tillögu að breytingu á deiliskipu- lagi og umferðarmál á svæðinu Í samvinnu við hverfisráð Háaleitis og Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis verður haldinn kynningarfundur mánudaginn 4. desember 2006 kl. 17.30 í sal Álftamýrarskóla. Á fundinum verður tillaga kynnt og umferðar- sérfræðingar frá Framkvæmdasviði Reykjavíkur- borgar munu fjalla um umferðarmál í hverfinu. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Framkvæmdasvið Reykjavíkur Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis Reykjavík, 30. nóvember 2006 Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Ýmislegt Frystigámur Frystigámur til sölu. 1 x 40 fet í góðu lagi. Uppl. í síma 861 2319. OPIÐ ÚTBOÐ Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. Háspennubúnaður Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. (FLE hf.) óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í opnu útboði vegna útvegunar og uppsetningar á háspennubúnaði í nýrri dreifistöð fyrir flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Verkið felst í efnisútvegun og uppsetningu á háspennubúnaði í nýrri dreifistöð fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Háspennubúnaðurinn tengist vararafstöð sem sett verður upp í sömu byggingu. Helstu kennitölur eru: 1. Spennir 11/0.4kV, 2500kVA 2. Rofabúnaður 11kV, 6 stk með skápum, mæla- og varnarbúnaði Afhending útboðsgagna: 05. desember 2006 Áætlað upphaf verks: 12. janúar 2007 Verklok: 01. júní 2007 Útboðsgögnin liggja frammi á skrifstofu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. á 3.hæð í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli svo og hjá VSÓ Ráðgjöf, Borgartúni 20, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 05. desember 2006. Gögnin eru á rafrænu formi og verða seld á 10.000 kr. Tilboðum skal skilað á skrifstofu FLE hf. eigi síðar en fimmtudaginn 21. desember 2006, kl.: 11:00. Útboðið er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.