Morgunblaðið - 30.12.2006, Síða 6

Morgunblaðið - 30.12.2006, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BARÁTTAN fyrir hálendi Íslands heldur áfram og er þegar byrjað að skipuleggja alþjóðlegar mótmæla- búðir hérlendis fyrir næsta sumar. Stefnt er að því að búðirnar verði reistar 6. júní og standi fram eftir sumri 2007. Þetta kemur fram á vef náttúru- verndarsinna á slóðinni: www.sa- vingiceland.org. Ekki kemur fram hvar búðirnar verða en tekið fram að það verði kynnt síðar. Á vefnum er minnt á að Saving Iceland-hópurinn hafi verið með samskonar alþjóðlegar mótmæl- endabúðir, fyrst sumarið 2005 og aft- ur sl. sumar. Markmið búðanna þá var að mótmæla byggingu Kára- hnjúkavirkjunar og álveri ALCOA. Fram kemur að markmiðið með búðunum á komanda sumri sé að stöðva iðnvæðingu Íslands. „Koma þarf í veg fyrir að nýjar hugmyndir um virkjanir, rafmagnsverksmiðjur, málmbræðslur og annan þungaiðnað verði að veruleika,“ segir m.a. í frétt félagsins á vefnum og tekið fram að fyrirtækin sem baráttan beinist gegn séu m.a. ALCOA, ALCAN, Hydro, Rusal, Bechtel, Barclays og Mott McDonal. Bent er á að sökum þess hve Ísland er auðugt af jarð- varma sé landið orðið vinsælt hjá fyrirtækjum í orkuiðnaði en til mik- ils sé að vinna að vernda síðasta óspillta landið á Vesturlöndum. Boða mótmælabúðir á sumri komanda Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is AFLI íslenskra skipa á árinu 2006 er áætlaður 1.324 þúsund lestir. Það er minnsti afli síðan 1991 þegar afl- inn var 1.044 þúsund lestir. Mestur var aflinn 1997 eða 2.199 þúsund lestir. Samdrátturinn er að heita má eingöngu í loðnu. Þrátt fyrir þetta er búizt við að aflaverðmæti á árinu verði meira en í fyrra og verðmæti útfluttra sjávarafurða sömuleiðis. Þorskaflinn 2006 var 13 þúsund lestum minni en 2005. Ufsaafli og afli úthafskarfa var talsvert meiri en árið áður. Botnfisksafli jókst um 9 þúsund lestir milli ára. Afli uppsjávartegunda var 790 þúsund lestir 2006 sem er 345 þús- und lestum minni afli en 2005. Mun- ar þar mest um að loðnuafli var 421 þúsund lestum minni en 2005. Síld- ar- og kolmunnaafli var nokkru meiri en 2005. Aukin aflaverðmæti Rækjuaflinn 2006 var aðeins 3 þúsund lestir og hefur ekki verið minni í tæplega 40 ár. Hörpudisks- veiðar voru engar á árinu. Hum- arafli var um 2 þúsund lestir. Miðað við fast verð dróst afla- verðmæti nokkuð saman frá árinu 2005. Hátt afurðaverð og lægra gengi krónu vó hins vegar á móti rýrari afla. Fyrir vikið var aflaverð- mæti fyrstu níu mánuði ársins um 58 milljarðar króna, sem er 10,6% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Því er gert ráð fyrir að afla- verðmæti geti orðið meira á þessu ári þrátt fyrir hinn mikla samdrátt. Loks má gera ráð fyrir því að verð- mæti útfluttra sjávarafurða geti náð 125 milljörðum króna sem er um 15 milljörðum hærra en í fyrra. Fiskaflinn hefur dregist saman en verðmætið aukist Aflinn í ár áætlaður 1,3 millj. lesta eða sá minnsti frá 1991           !"#$% &  "& ' % (& )& *  +  $ &% ,  & &% *+" -   ) !  (../0& *% 12%"3                         SIGFÚS Ingi Sigfússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fram- sóknarflokksins, og tekur hann við starfinu um áramótin. Sigfús hefur undanfarið verið aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur utanríkis- ráðherra og starfaði áður m.a. í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Fráfarandi framkvæmdastjóri flokksins, Sigurður Eyþórsson, hef- ur gegnt starfinu frá árinu 2003 og starfað á skrifstofu hans frá árinu 1994. Hann lætur af störfum að eig- in ósk, samkvæmt tilkynningu frá Framsóknarflokknum. Sigurður mun starfa hjá flokknum fyrst um sinn og aðstoða nýjan fram- kvæmdastjóra. Aðalheiður Sigursveinsdóttir hefur verið ráðin nýr aðstoð- armaður utanríkisráðherra. Hún er 33 ára og útskrifaðist með BA- gráðu í heimspeki frá Háskóla Ís- lands og með MBA-gráðu frá Há- skólanum í Reykjavík, með sér- stakri áherslu á stjórnun í alþjóðlegu umhverfi og rafræna viðskiptahætti. Hún hefur starfað sl. sjö ár hjá KB banka og þar áður hjá Landslæknisembættinu. Aðalheiður er gift Páli Magn- ússyni, sem gegndi starfi aðstoð- armanns Valgerðar Sverrisdóttur um tíma þegar hún var iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Aðstoðarmaður verður fram- kvæmdastjóri Aðalheiður Sigursveinsdóttir Sigfús Ingi Sigfússon BJÖRN Bjarna- son dóms- og kirkjumálaráð- herra hefur skip- að Ingimund Ein- arsson, varalög- reglustjóra í Reykjavík, til þess að gegna stöðu héraðs- dómara við Hér- aðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. janúar 2007. Er skipað í laust emb- ætti héraðsdómara við dómstólinn þar sem Friðgeir Björnsson, hér- aðsdómari og fyrrverandi dóm- stjóri, lætur af störfum um áramót- in. Jafnframt hefur dómsmálaráð- herra skipað Ásdísi Ármanns- dóttur, héraðsdómslögmann á Sauðárkróki, til þess að vera sýslu- maður á Siglufirði frá og með 1. febrúar 2007. Skipaður í embætti hér- aðsdómara Ingimundur Einarsson ÞAÐ hefur færst í vöxt að starfs- menn söluturna og klukkubúða leiti eftir ráðleggingum hjá VR því þeir óttast um eigið öryggi á vinnustaðn- um. Ránum hefur fjölgað og það er algengara nú en áður að viðskipta- vinir sýna ógnandi framkomu við starfsfólk. Verslunareigendum ber, samkvæmt lögum, að tryggja öryggi sinna starfsmanna, en því virðist víða ábótavant, segir fulltrúi á kjara- sviði VR. Starfsmenn klukkubúðanna og söluturna eru yfirleitt ungir, mjög margir um eða innan við tvítugt. María Jónsdóttir, sérfræðingur á kjarasviði VR, segir á vef VR, að það hafi aukist að þeir séu einir á vakt á kvöldin eða um helgar þegar hættan á ránum eða ofbeldi er meiri. Vinnuveitanda ber að veita starfs- mönnum öruggt vinnuumhverfi sam- kvæmt 13. grein laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöð- um. Ef rökstuddur grunur leikur á að öryggi starfsmanna geti verið ógnað er það í hans verkahring að draga úr hættunni. Að sögn Maríu virðist hins vegar vera einhver misbrestur á að þessum lögum sé fylgt. Það sé mikilvægt að brýna fyrir starfsfólki að það eigi rétt á að finna til öryggis í vinnunni. Óttast um öryggi sitt VÆN maríuhæna gerði sig heimakomna á heimili einu í Kópavogi nú í vikunni og leikur ákveðinn grunur á að hún hafi gerst laumufarþegi með lifandi jólatré sem keypt var til heimilisins um þessi jól. Það var Einar Logi Þorleifsson, 6 ára, sem fann maríuhænuna og kom henni fyrir í krukku þar sem hann hefur stundað at- huganir á henni af töluverðum áhuga. Maríuhæna er rándýr, sem lifir til dæmis á blaðlúsum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Maríuhæna gerði sig heimakomna ♦♦♦ OLÍUVERSLUN Íslands, Olís, átti lægsta tilboð í útboði á eldsneyti fyrir bifreiðir í eigu Reykjavík- urborgar. Tilboð voru opnuð á fimmtudag. Um er að ræða samning til eins árs, með möguleika á framlengingu til allt að eins árs í tvígang, og áætl- uð ársnotkun fyrir um 60 bíla er 150 þúsund lítrar. Andvirði slíkra viðskipta er um 15 milljónir króna. Þetta er fyrsta útboðið hjá borginni í nokkur ár, eða frá því olíusamráðsmálið kom upp, en stóru ol- íufélögin þrjú voru nýlega dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða borginni og Strætó bs. nærri 80 milljónir króna í bætur vegna verðsam- ráðs í júní árið 1996. Að sögn Helga Bogasonar hjá Innkaupa- og rekstrarskrifstofu Reykjavíkurborgar er verið að fara yfir tilboðin og niðurstöðu að vænta í byrjun nýs árs. Olís bauð 12,5% afslátt frá listaverði, sem var 112,7 krónur á lítra af 95 oktana bensíni, og 113,5 krónur lítrinn af dísilolíu. Nettóverð á bensínlítr- ann er því 98,6 krónur en sjálfsafgreiðsluverð á stöðvum Olís í dag er 112,5 krónur að meðaltali. Olíufélagið (Esso) og Skeljungur voru með sama listaverð en mismunandi afslátt; Olíufélagið með 8,2% af báðum tegundum eldsneytis og Skelj- ungur með 9,3% af bensínverði og 9,24% af dísil- olíunni. Listaverð hjá Atlantsolíu og ÓB var hið sama, 111,2 krónur á bensíni og 112 krónur á dísilolíu, en ÓB bauð 7,6% afslátt og Atlantsolía rúm 8%. Olís bauð lægst í útboði borgarinnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.