Morgunblaðið - 30.12.2006, Page 17

Morgunblaðið - 30.12.2006, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 17 SUÐURNES 569 7200 www.isprent.is um gleðilega hátíð og gæfuríkt komandi ár. litrík samskipti á árinu sem er að líða. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Grindavík | „Við erum að stórauka þjónustuna við þennan hóp sjúk- linga,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, eftir undirritun samnings ríkisins og Bláa Lónsins hf. um þjónustu við psoriasis- og exem- sjúklinga næstu sex árin. Jafnframt veitir ríkið Bláa Lóninu rannsókn- arstyrk. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið greiðir tæpar 45 millj- ónir króna á ári samkvæmt samn- ingnum. Þar af eru rúmar 34 milljónir fyrir meðferð, tæpar 10 vegna daggjalda og tæp 400 þúsund vegna fylgdarmanna þegar í hlut eiga börn eða alvarlega fatlaðir ein- staklingar. Ríkið greiðir því samtals um 270 milljónir á sex árum fyrir þessa þjónustu. Heilbrigðisráðherra segir að mikil eftirspurn sé eftir þjónust- unni. Talið sé að 6 til 9 þúsund manns séu með psoriasis, misjafn- lega mikil einkenni, og hafi 250 til 300 fengið meðferð hjá Bláa Lóninu á hverju ári samkvæmt fyrri samn- ingum. Greitt hafi verið fyrir 5.100 meðferðir á ári og nú verði þær 6.500. Meðferðin er veitt í heilsulindinni sem Bláa Lónið kom upp fyrir þessa starfsemi og var opnuð um mitt ár 2005. Áður hafði þjónustan verið í bráðabirgðahúsnæði á athafna- svæði fyrirtækisins. Grímur Sæ- mundsen, forstjóri Bláa Lónsins hf., segir að með þessum samningi sé verið að laga samninga og þjónustu að þeirri aðstöðu sem komið hafi verið upp en uppbygging heilsulind- arinnar hafi verið forsenda þess að ná árangri á alþjóðlegum vettvangi. Þá segir hann mikilvægt fyrir Bláa Lónið og markaðssetningu þessar- ar þjónustu erlendis að samstarfið við íslensk heilbrigðisyfirvöld hafi nú verið fest í sessi til margra ára. Valgerður Auðunsdóttir, formað- ur SPOEX – samtaka psoriasis- sjúklinga, segir jákvætt að samn- ingar um meðferð hafi náðst. Hún segir að það brenni mjög á fé- lagsmönnum á landsbyggðinni að fá ferðakostnað endurgreiddan og muni félagið vinna áfram að lausn á því máli. Rannsóknastyrkur veittur Við sama tækifæri var samið um stuðning ríkisins við rannsóknir og alþjóðlega markaðssetningu húð- meðferða í Bláa Lóninu. Nemur hann 25 milljónum króna á ári í fjögur ár, alls 100 milljónum króna. Grímur segir að styrkurinn verði notaður til að staðfesta niðurstöður rannsókna sem gerðar voru fyrir tólf árum og sýndu fram á lækn- ingamátt jarðsjávarins. Einnig verði hafnar nýjar rannsóknir. Von- ast hann til að mikilvægur áfangi náist á næsta ári í alþjóðlegu vís- indasamstarfi. Þjónusta við sjúklinga aukin Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Samið Ráðherrarnir Árni Mathiesen og Siv Friðleifsdóttir og Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, sömdu um aukna þjónustu. Í HNOTSKURN »Ríkið greiðir fyrir 6.500húðmeðferðir á ári, í stað 5.100 til þessa. Kostnaður er 45 milljónir á ári, samtals um 270 milljónir króna á sex árum. »Bláa Lónið hf. fær 25 millj-óna króna styrk á ári til rannsókna á lækningamætti Bláa lónsins og markaðs- setningar á húðmeðferðum er- lendis, samtals 100 milljónir. Gengið frá samn- ingi um meðferð húðsjúkdóma Keflavíkurflugvöllur | Tvær milljónir far- þega fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á árinu 2006, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Farþeginn sem fyllti töluna tvær milljónir reyndist vera um borð í Ice- landair-vél sem kom frá Kaupmannahöfn í fyrradag. Hann heitir Ingólfur Guð- mundsson. Fulltrúar Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar hf. tóku á móti farþeganum og afhentu blóm í tilefni dagsins og áfangans. Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríks- sonar fjölgar ár frá ári og gert er ráð fyrir að svo verði áfram. Árið 1996 voru farþeg- ar rétt rúmlega ein milljón, árið 2004 fóru þar um yfir 1,6 milljónir farþega, árið 2005 ríflega 1,8 milljónir og nú hefur tveggja milljóna múrinn verið rofinn. Spáð er um 6% fjölgun árið 2007 og að ár- ið 2015 verði farþegafjöldinn kominn vel yfir þrjár milljónir, sem jafngildir tvöföld- un á einum áratug. Tvær milljónir gesta í Leifsstöð Áfangi Elín Árnadóttir, staðgengill for- stjóra, tók á móti Ingólfi Guðmundssyni. Mýrdalur | Pálmi Andrésson bóndi í Kerlingardal í Mýrdal var að gefa gæsunum jólamatinn þegar frétta- ritari Morgunblaðsins hitti á hann. Það var greinilegt að fuglarnir þekktu bóndann því að þeir komu allir kjagandi til að fá brauðmola. Að sögn Pálma eru gæsirnar ungar, síðan síðastliðið vor og eru í eigu Jóhanns sonar hans. Pálmi fær brauðafganga í versluninni Kjarval í Vík og gefur þeim nokkuð reglulega en að öðru leyti eru þær frjálsar og ná sér í æti. Eftir að umræðan um fuglaflensuna kom upp er erfitt að selja lifandi fugla. Myndin var tekin þegar Pálmi var að sýna hvernig best væri að taka gæsirnar upp svo að þeim lík- aði vel. Svona á að ná gæsunum á þægilegan hátt Morgunblaðið/Jónas Erlendsson LANDIÐ Húsavík | Röntgendeild Heilbrigðis- stofnunar Þingeyinga var nýlega tek- in formlega í notkun eftir algjöra end- urnýjun á tækjakosti og endurbótum á húsnæði. Að sögn Friðfinns Hermannsson- ar, framkvæmdastjóra HÞ, var tækjakostur deildarinnar orðinn gamall og úr sér genginn og því brýn þörf á endurnýjun. Friðfinnur sagði að nýju tækin væru greidd af Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu en endurbæturnar á húsnæðinu voru greiddar með hluta af arfi frá Kristjáni Jónssyni frá Hlíðargerði í Kelduhverfi. Guðrún K. Aðalsteinsdóttir yfir- geislafræðingur segir að í stað rönt- gentækjanna og framköllunarvélar hafi verið tekin inn stafræn tækni við myndgerð og þar með hætt að mynda á og framkalla röntgenfilmur. „Þessi aðferð breytir miklu og gerir okkur kleift að skoða myndirnar á allt annan hátt. Þessar stafrænu myndir eru svo geymdar í tölvu sem tengd er mynd- greiningardeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri þannig að sér- fræðingar þar geta skoðað myndirnar sé þess óskað,“ segir Guðrún. Strax að loknum sumarfríum var hafist handa við að taka niður tæki og innréttingar og setja upp nýju rönt- gentækin ásamt innréttingum og hús- næðið endurnýjað í hólf og gólf. Þessu var að mestu lokið um miðjan október og þá var byrjað að mynda með nýju tækjunum. Stafræn tækni við röntgenmyndatökur Morgunblaðiðd/Hafþór Hreiðarsson Ný tæki Ingimar Hjálmarsson röntgenlæknir, geislafræðingarnir Soffía Sverrisdóttir og Guðrún K. Aðalsteinsdóttir og Friðfinnur Hermannsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.