Morgunblaðið - 30.12.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.12.2006, Qupperneq 18
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is B reski tískuhönnuðurinn Vivienne Westwood hefur sagt að fatnaður, hárgreiðsla og förðun gefi fólki óendanleg tækifæri til að draga það besta fram í fari sínu og persónuleika. Konur hafa á þessu sviði forskot á karlmenn og þær eiga að nýta sér það. Þetta for- skot nefnist förðun og um áramótin geta öll fljóð beitt þeim töfrasprota og breytt sér í glitrandi glæsikvendi. Sóley Ástudóttir förðunarmeistari hjá Emm School of Make Up/Emm segir að konur eigi að gefa sér góðan tíma til þess að farða sig. „Fyrir há- tíðleg tilefni eins og ball á gamlárs- kvöld eða nýársfagnaði þá er ekkert óeðlilegt að förðunin ein og sér taki rúma klukkustund. Konur eiga að setja góðan disk í geislaspilarann og dúlla við smáatriðin í förðuninni.“ Glimmer á augnlokin Smáatriðin eru nokkur eins og mæðgurnar Ingunn Steina Erics- dóttir og Fríða Tinna Jóhannsdóttir komust að þegar Sóley farðaði þær fyrir Morgunblaðið. „Það er að mörgu að hyggja,“ segir Ingunn Steina og brosir. „Ég er mjög hrifinn af glimmerinu sem Sóley setti á augnlokin. Það hefði mér ekki komið til hugar en mér finnst það koma vel út.“ Dökk skyggingin í kringum augu féll líka í kramið hjá Fríðu Tinnu. „Förðunin er tiltölulega einföld en samt sterk og djúp. Mér finnst plómurauði liturinn á augnskugg- anum æðislegur og glossið mátulega látlaust sem andstæða við augun,“ segir Fríða Tinna. Augu eins og Audrey Heburn Sóley notaði fremur hlutlausa liti í förðuninni, svartan augnblýant, plómurauða og brúna augnskugga og húðbleikan kinnalit. „Förðun með slíkum tónum gengur við hvaða liti fatnaðar sem er. En það getur líka verið fallegt að skyggja augnlokin með augnskugga í sama litatón og kjóllinn er í eða klæðnaðurinn.“ Hún segir förðunartískuna ekki sveiflast mikið á milli áramóta. ,,Ára- mótaförðunin er í grunninn lík sí- gildri kvöldförðun nema að glimm- erið má vera meira og glossið. Síðan tekur hún auðvitað mið af stefnum og straumum hverju sinni. Nú er förðun í anda Audrey Heburn og kvik- myndastjarna fimmta og sjötta ára- tugarins áberandi. Augun eru þá römmuð inn með dökkum augn- blýanti, svörtum eða brúnum, og flottri skyggingu. Glimmerið er síðan borið síðast á augnlokin, ef vill, en það fæst í glæru og fjölda lita í ýms- um snyrtivörumerkjum. Augabrúnirnar eiga að vera breið- ar, formaðar og vel fylltar en best er að gera það með brúnum augn- skugga og skáskornum bursta eða þar til gerðum blýanti. Kinnaliturinn sem ég notaði er örlítið bleikari en húðin, svona rétt til þess að gera eplakinnar. Sólarpúðrið er líka ómissandi en best er að dumpa því létt á andlitið og bringuna þegar förðun er lokið.“ Þá er bara fyrir töframeyjarnar að láta reyna á aðdráttarafl förðunar- innar og svo auðvitað persónuleikans. Töff Augnförðunin er mött en varaliturinn gljáandi. Förðunin er skemmtilega dramatísk og hæfir vel áramótunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Glit Falleg förðun þar sem augnskuggarnir eru glitrandi. Töfrandi áramótaförðun Nú er förðun í anda Audrey Heburn og kvikmynda- stjarna fimmta og sjötta áratugarins áberandi. Augun eru þá römmuð inn með dökkum augn- blýanti, svörtum eða brúnum, og flottri skyggingu. Glæstar Mæðgurnar Ingunn Steina og Fríða Tinna taka sig vel út. Innrömmun Dökk skyggingin dregur fram skarpan augnlitinn. |laugardagur|30. 12. 2006| mbl.is daglegtlíf Hjá mörgum nær hátíðleikinn hámarki á gamlárskvöld þegar veisluborðin svigna undan kræsingunum. »22 hönnun Bragi Valdimar Skúlason strengir ekki nýársheit, en reynir að vera sæmilega al- mennilegur við annað fólk. »20 áramót Gamlárskvöld snýst alltaf svo- lítið um glit og glamúr og þeim áhrifum er auðvelt að ná fram með fallegu hárskrauti. 20 tíska

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.