Morgunblaðið - 30.12.2006, Síða 20
áramót
20 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Lengi vel var árvisstáramótaheit hjáIlmi Kristjáns-
dóttur leikkonu að lesa
fleiri bækur. „Mér fannst
gott markmið að lesa eina
bók á mánuði,“ segir hún.
„Svo ákvað ég að setja
ekki þessa pressu á sjálfa
mig því ég fékk alltaf
kvíðahnút í magann yfir
jólabókaflóðinu. Þegar
nýju bækurnar fóru að
koma fór ég að hugsa um
allar bækurnar sem ég las
ekki í fyrra og hittifyrra
og listinn lengdist enda-
laust. Loks ákvað ég að
slaka á með þetta og lesa
bara þegar ég hefði tíma
og hafa þá gaman af því.“
Hún segir heitið ekki
hafa orðið til þess að hún
læsi meira. „Þetta byrjaði
oftast vel með því að ég las
tvær, þrjár bækur í des-
ember og janúar. Þá
fannst mér ég eiga inni í
febrúar og þar með var
það búið.“
Aðspurð segist hún ekki
vita hvers vegna henni
finnist bóklestur svona
mikilvægur. „Kannski er
þetta eitthvað úr uppeld-
inu. Svo eru líka bækur
sem maður verður að lesa,
allur Laxness og aðrar
klassískar bókmenntir,
bæði innlendar og útlend-
ar. Þetta hleðst alltaf upp
og verður meira og meira
með hverju jólabókaflóði.“
Nýlega datt Ilmur þó
niður á lausnina á þessu
vandamáli. „Ég áttaði mig
á því um daginn að ég gæti
kannski bara gert þetta á
elliheimilinu. Þá verður
líka komið í ljós hvaða
bækur urðu að klassík og
hverjar dóu af sjálfum sér.
Þá get ég bara lesið það
besta og sleppt ruslinu.“
Bóklestur er því ekki
lengur ofarlega í hennar
huga um áramót. „Í stað-
inn fer ég á svona „væmið
einlægnistig“ með sjálfri
mér og velti því fyrir mér
hverju ég áorkaði á árinu,
hvað hefði mátt betur fara
og hverju ég vil áorka á
komandi ári, bæði per-
sónulega og í vinnu. Þá er
ég að hugsa um hin hug-
lægu efni þannig að það
gengur ekki út á að missa
kíló, heldur frekar að vera
glaðari eða eitthvað slíkt.“
Morgunblaðið/Sverrir
Ekki lestrarhestur „Ég fékk alltaf kvíðahnút í magann yfir
jólabókaflóðinu,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona sem nú
les bara þegar hana langar til.
Bækurnar
hlaðast upp
Snorri Wium tenórsöngvari strengirgjarnan áramótaheit og segir reyndarekki þurfa nein áramót til. „Það er
síðan upp og ofan hvernig gengur að standa
við þau,“ segir hann. „Í gamla daga, þegar
ég reykti, var nokkuð árvisst heit hjá mér
að hætta og það tókst svo að lokum. Reynd-
ar lofaði ég mér því hátíðlega að ég myndi
byrja aftur þegar ég yrði fimmtugur og
þótti það nokkur huggun. Núna lít ég hins
vegar til þess með skelfingu.“
Smám saman hefur Snorri orðið uppi-
skroppa með hugmyndir að heitum. „Mig
langaði nú að strengja áramótaheit í ár en
hef ekki enn „fattað upp á neinu“ eins og
krakkarnir segja. Ég þarf ekki að fara í
megrun og ekki að hætta að reykja. En ég
gæti kannski reynt að hreyfa mig meira.
Reyndar strengi ég það heit yfirleitt á
hverju kvöldi en svo fennir oftast svolítið
yfir það um nóttina.“
Hann segir þó enga léttúð að baki heit-
unum. „Það getur verið full alvara á bak við
það, maður ætlar oftast að taka sig á. Und-
anfarið hefur þetta verið nokkuð bundið við
hreyfinguna og þrátt fyrir allt hefur hún nú
aukist ár frá ári hjá mér. Kannski kemur
það með aldrinum, því þá er ekki um að
neitt að velja ef maður vill að sér líði sæmi-
lega.“
Strengir heit um aukna
hreyfingu á hverju kvöldi
Morgunblaðið/ÞÖK
Aukin hreyfing Snorri Wium óperusöngvari ætlar að strengja áramótaheit um að styrkja sig.
Ég held ég hafi bara aldrei strengt áramótaheit svo ég munieftir,“ segir Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur.„Reyndar gæti verið að ég hefði einhvern tíma gert það
þegar ég var ungur og vitlausari en ef svo er hef ég örugglega
ekki staðið við það.“
Hann segir áramótaheit oft á tíðum dálítið vanhugsuð. „Menn
ætla sér alltaf að hætta einhverju eins og að reykja eða borða eða
þá byrja á einhverju – að hoppa eða hreyfa sig. En þeir sem
strengja heit strengja yfirleitt sama heitið að ári þannig að ég held
að vergur árangur nýársheita á ársgrundvelli sé frekar lítill.“
Bragi segir því ekkert nýársheit í pípunum. „Almennt langar
mig bara að komast í gegnum árið nokkuð klakklaust og reyna að
vera temmilega almennilegur við annað fólk. Ég er ekkert fyrir að
lofa upp í ermina á mér og ef ég yrði að strengja nýársheit væri
það þá helst að strengja ekki nýársheit.“
Morgunblaðið/Kristinn
Engin loforð „Almennt langar mig bara að komast í gegn um
árið nokkuð klakklaust,“ segir Bragi Valdimar Skúlason.
Vergur árangur
áramótaheita lítill
Tími til að taka sig á
Áramót eru tími loforða og fagurs ásetnings um að bæta ráð sitt. Reykleysi, megrun og hreyfing eru sennilega meðal vinsælustu nýárs-
heita landans. Aðrir huga að sínum innri manni eða samskiptum við sína nánustu um áramót, hvernig sem svo gengur að fylgja góðum
ásetningnum eftir. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ræddi við þrjá þekkta Íslendinga um það fyrirbrigði að strengja nýársheit.
tíska
Hárskraut í haddinn
Morgunblaðið/Ásdís
1 Kambur Litlir
prinsessukambar
eins og þessir hafa
verið vinsælir, 599
kr. Ice in a bucket.
4 Klemma Hátíð-
leg fiðrilda-
hárklemma, 599
kr. Acessorize.
3 Teygjur Per-
luskreyttar hár-
teygjur í tagl eða
hnút, 799 kr. stk.
Accessorize.
Tískumeðvitaðir hafa augu í hnakkanum, bókstaflega. Þeir
sjá smáatriðin og vita að þau skipta máli. Eins og hárskraut.
Reglan er samt sú að hið smáa má ekki verða of stórt eða of
áberandi. Það á að falla áreynslulaust inn í heildarmyndina,
eins og laufin á trjánum. Án fylgihluta er kona í fallegum
kjól eins og nakið tré, en ef þeir eru of frekir á athyglina
getur útkoman orðið eins og ofskreytt tré. Minna er oftast
meira.
Áramótahárgreiðslan tekur vitaskuld mið af kjólnum og
þar eru engar reglur. Uppsett hár er vinsælt hjá mörgum
konum og í það má setja fallegar spennur eða kamba sem
eru í stíl við kjól eða skartgripi. Sumar kjósa að hafa hadd-
inn sleginn eða bregða hárinu í smart tagl eða hnút með
glæsilegri teygju. Það er til mikið úrval af fallegu hár-
skrauti sem er líka þeirrar náttúru að hjálpa óvönum að
gera einfaldar en glæsilegar áramótagreiðslur á eigin kolli.
2 Spenna Glæsi-
leg hárspenna frá
Evita Peroni,
3.990 kr. Isis