Morgunblaðið - 30.12.2006, Síða 21
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 21
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
Staðsetjið ekki kerti
þar sem börn
eða dýr geta
auðveldlega rekið
sig í þau og velt
þeim um koll
Munið að
slökkva á
kertunum
i
DRAUGAGANGUR UM ÁRAMÓTIN
Mögnuðustu draugar landsins verða í
ljósum logum um áramótin
Glámur, Þorgeirsboli, Móri, Skotta og Djákninn á Myrká
skapa réttu áramótastemminguna!
Þú færð draugakökurnar hjá
flugeldasölum íþróttafélaganna
og víðar
Þegar kemur að því að skrifa pistil
frá Vestmannaeyjum er erfitt að
komast hjá því að minnast á sam-
göngumál. Enda skiptir fátt Eyja-
menn meira máli. Á árinu sem
senn er á enda hefur náðst veru-
legur árangur í bættum sam-
göngum. Flugfélag Íslands hefur
aftur hafið áætlunarflug til Eyja,
reyndar á ríkisstyrk, en við það
hafa flugsamgöngur milli höf-
uðborgarinnar og Heimaeyjar
batnað til muna.
Þá hóf Herjólfur áætlunarsiglingar
tvisvar á dag alla daga vikunnar í
ársbyrjun og verður það að teljast
til stærri skrefa í bættum sam-
göngum síðustu ár. Þó hefur komið
í ljós síðustu mánuði að erfitt verð-
ur að halda þeirri áætlun gangandi.
Skipstjórnarmenn á Herjólfi kvarta
undan innsiglingunni í Þorlákshöfn
og segja aðstæður þar langt frá því
til fyrirmyndar. Þeim líður ekki vel
að sigla skipinu inn í miklum öldu-
gangi og myrkri þar sem alla lýs-
ingu vantar á hafnargarðinn og
eins versnuðu aðstæður nokkuð við
breytingar á höfninni fyrir tveimur
árum. Þetta þarf að laga.
Nokkuð hefur verið um bruna í
Eyjum síðustu misseri og þar ber
hæst brunann í Ísfélaginu fyrr í
mánuðinum. Brá mörgum í brún
þegar fréttist af brunanum enda
var stóri bruninn í Ísfélaginu árið
2000 mönnum enn í fersku minni.
Svo virðist sem kveikt hafi verið í
og óttast menn að brennuvargur sé
á ferð í Eyjum. Nú síðast kviknaði
í gámi rétt við birgðageymslur olíu-
félaganna.
Nú styttist í þrettándagleðina og
þá verður að vanda mikið um að
vera í Eyjum enda mikið í hana
lagt. ÍBV sér um fjörið sem ár
hvert dregur til sín fjölda fólks of-
an af landi. Fáum skemmtunum
hafa börnin meira gaman af en
þegar Grýla og Leppalúði ásamt
peyjunum sínum þrettán, jólasvein-
unum, kveðja mannabyggðir og
halda aftur til fjalla.
VESTMANNAEYJAR
Sigursveinn Þórðarson blaðamaður
Ljósmynd/Sigursveinn Þórðarson
Samgöngur Herjólfur hóf árið
2006 áætlunarsiglingar tvisvar á
dag alla daga vikunnar.
Hreiðar Karlsson yrkir í tilefniaf sendingu Alcan til íbúa í
Hafnarfirði:
Íslandspóstur glæstar gjafir ber
góðu börnunum í Hafnarfirði.
Svo þeim verði ljóst að Alcan er
ótalmargra geisladiska virði.
Músíkin er æðri en önnur list,
afar brýnt að komist hún til skila.
Því er harla gott að Rannveig Rist
rétti fólki eitthvað til að spila.
Þá Hólmfríður Bjartmarsdóttir,
Sandi í Aðaldal:
Nú er aðferð gegn og góð
góðir menn svo telja
að færa mútur frjálsri þjóð
fleiri rétt, þá velja.
Kristján Bersi Ólafsson býr í
Hafnarfirði og kann Alcan litlar
þakkir fyrir:
Með frekjunni Alcan sér grefur gröf,
gleymir að velsæmi að hyggja.
Og þessa músík – mútugjöf
mun ég ekki þiggja.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Jólasending
frá Alcan
MEÐ sérstökum fituskanna er nú
hægt að „spotta“ út það fólk sem er
líklegt til að ala með sér hættulega
fitusöfnun í kringum lífsnauðsynleg
innvortis líffæri, að sögn sérfræð-
inga. Hammersmith-sjúkrahúsið í
vesturhluta London er enn sem
komið er eini spítalinn í Evrópu sem
mun vera að nýta sér þennan
skanna, að því er netmiðill BBC
greindi frá fyrir skömmu. Að sögn
lækna þar er ekki óraunhæft að ætla
að um 40% fólks sé að burðast með
óæskilega fitu í kringum hjarta, lifur
og bris þó margir af þeim, sem eru í
áhættu, séu grannir á að líta. Grann-
ir einstaklingar geta nefnilega líka
átt það á hættu, eins og feitir, að fá
sykursýki af völdum falinnar fitu.
Vísbendingar eru um að staðsetn-
ing fitunnar hafi meiri áhrif í heilsu-
farslegu tilliti en yfirvigtin ein og
sér. Til dæmis hefur verið bent á að
fólk sem er eplalaga og með fitu um
miðjuna er í meiri áhættu á að þróa
með sér hjartasjúkdóma og sykur-
sýki 2 heldur en þeir sem eru peru-
vaxnir og með kílóin meira á mjöðm-
unum.
Fita er almennt góð en mjög slæm
ef líkaminn fær of mikið af henni eða
hún sest á ranga staði. Kjörþyngd er
gjarnan reiknuð út með því að
reikna út sk. BMI sem er þyngd
deilt með hæð en ómögulegt er með
þessari aðferð að sjá hvort fitusöfn-
un á sér stað innvortis. Að mati sér-
fræðinga gefur BMI-útreikning-
urinn því ranga mynd af eiginlegri
fitu því málið snúist fyrst og síðast
um hvar á líkamanum fituna sé að
finna. Með nýja fituskannanum má
kíkja inn í líkamann og sjá hvort þar
eigi sér stað óæskileg fitusöfnun um-
hverfis innvortis líffæri. Í kjölfarið
má setja saman æskilega samsetn-
ingu líkamsræktar og næringar.
„Við erum að reyna að skilja hvaða
erfða- eða umhverfisþættir ýta undir
fitusöfnun innvortis og hvað fólk
þarf að gera til að losna við þessa
fitu. En hreyfing er líklegri til að
losa líkamann við „slæmu“ fituna en
megrunin ein og sér,“ segir tals-
maður sjúkrahússins.
Fituskanni
varar við
slæmri
fitusöfnun
heilsa