Morgunblaðið - 30.12.2006, Side 22

Morgunblaðið - 30.12.2006, Side 22
lifun 22 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Þetta eru fyrstu áramótinokkar hér,“ segir StefaníaGunnarsdóttir, ein eigendaverslunarinnar Duka í Kringlunni, en fyrr á árinu fluttu þau hjónin í Sjálandshverfið í Garðabæ. Þau eru ánægð á nýja staðnum og út- sýnið út um stofugluggann eins og málverk, sem breytist í takt við sér- lundað veðurfarið. Hún segist eiga mikið af alls kyns borðbúnaði og skrauti, það hvernig hún leggi á borð hverju sinni fari eftir því hvað andinn blási henni í brjóst. Að þessu sinni er einfaldleikinn allsráðandi og greini- legt að hér er smekkmanneskja á ferðinni. Stefanía segist vera mikið fyrir lifandi blóm og skreyti gjarnan með þeim. Á áramótaborðinu í Garðabænum nýtur falleg blómaskreyting sín vel með svarthvítu matarstellinu. Að- spurð hvort hefðir séu í mat á þessu ákveðna kvöldi segir hún svo ekki vera. „Við erum mjög róleg yfir þessu og ákveðum þetta hverju sinni. Velj- um einfaldlega eitthvað sem okkur langar í. Þetta árið verður kalkúnn á borðum og ís með jarðarberjum í eft- irrétt. Eitthvað þægilegt og klass- ískt.“ segja þau og eru lítið að stressa sig á matarhefðum. Verslunina Duka stofnuðu Stefanía og tvær systur hennar fyrir sex árum og hún segir það forréttindi að fá að vinna með þeim við rekstur búðarinnar „Annars værum við allar hver í sinni vinnunni og sæjumst aldrei!“ Síðasta kvöldmáltíð Morgunblaðið/Árni Sæberg Sérlega fallegt borð Blómaskreytingin var útbúin af Sigurði Sigurðssyni í Blómavali og hún nýtur sín vel á ára- mótaborðinu hjá Stefaníu Gunnarsdóttur og fjölskyldu í Garðabænum. Einfalt og smart Þessi áramót vel- ur Stefanía að dekka upp með svart hvítum borðbúnaði. Blómaskreyting Það er virki- lega smart að setja lifandi blóm á áramótaborðið. Hjá mörgum nær hátíð- leikinn hámarki kvöldið sem gamla árið er kvatt. Veisluborð svigna undan kræsingum og á meðan dýrindis matur er snædd- ur skrafar fólk saman og fer yfir hápunkta ársins sem senn er á enda. Katrín Brynja Her- mannsdóttir kíkti í heim- sókn til valinkunnra fag- urkera og fékk að sjá fagurbúin áramótaborð. Hjónin Hanna Birna Jóhann-esdóttir og Ingi Þór Jak-obsson, eigendur versl- unarinnar Exó, eru annálað smekkfólk. Meðal annars þekkt fyr- ir skemmtilega og í margra huga ómissandi veislu á gamlársdag. „Þá koma vinir og ættingjar við hjá okk- ur, þiggja veitingar og eiga saman góða stund yfir daginn. Okkur finnst þetta ómissandi partur af gamlársdegi og í fyrra komu rúm- lega 130 manns til okkar.“ Þau Hanna Birna og Ingi Þór festu fyrr á árinu kaup á fallegu húsi í Hafnarfirði og eru nýlega flutt inn eftir gagngerar breytingar. Beiðninni um að fá að kíkja í heim- sókn og fá að sjá áramótaborð fjöl- skyldunnar var vel tekið og borðið ber húsráðendum sannarlega fagurt vitni, stílhreint og glæsilegt í senn. Matseðill kvöldsins er ekki af verri endanum. Á meðan fjölskyldan bíð- ur eftir aðalréttinum er boðið upp á spænska jamon-skinku sem Ingi Þór sker af mikilli natni og ískaldan bjór. Með steikinni af hreindýrinu sem húsbóndinn veiddi er boðið upp á epla-rjómasalat, sykurbrúnaðar kartöflur og himneska villibráðar- sósu. Rauðvínið er Muga Rioja re- serva 2002, valið af mikill kostgæfni. Eftirrétturinn er frönsk súkkulaði- kaka með heimatilbúnum vanilluís og Crystal kampavín 1993 sem er í miklu uppáhaldi hjá þeim. Hanna Birna segist hafa gaman af að fá fólk í mat, bæði þar sem allt er planlagt í ystu æsar og líka hvers- dags. Hún segir það synd hvað fólk mikli fyrir sér að bjóða í mat því skemmtileg samvera með vinum og fjölskyldu sé ómetanleg. Ekki sé nauðsynlegt að hafa alltaf gala- kvöldverð, heldur sniðugt að bæta bara aðeins við matinn og hóa í skemmtilegt fólk. Oft verði skemmtilegustu stundirnar til með lítilli fyrirhöfn. Gamlárskvöld er þó þannig að fyrirhöfnin gerir hlutina bara skemmtilegri og hátíðlegri. Gaman að bjóða fólki í mat Stemmning Við hátíðleg tækifæri klæðist Ingi Þór skoskum búningi. Hér er hann að skera jamon skinkuna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flott Modiss Swarowski kristalsljósakrónan er stórglæsileg og því velja þau að hafa borðskreytingarnar einfaldar og stílhreinar. Allur borðbúnaður er frá Armani en Exó hóf sölu á heimilisvöru Armani á þessu ári. Armani stell Allur borðbúnaðurinn er frá Armani og fæst í Exó. Glösin eru óvenjuleg og flott. www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Gleðilegt ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.