Morgunblaðið - 30.12.2006, Síða 24

Morgunblaðið - 30.12.2006, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LÝÐRÆÐISLEGT AÐHALD Morgunblaðið greindi frá þvífyrir skömmu að á vegumsýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli hefði um tveggja ára skeið verið starfrækt svokölluð greiningardeild, sem mæti áhættu á þeim svæðum, sem íslenzkir friðar- gæzluliðar starfa á. Blaðið lét í ljós þá skoðun að þetta væri þörf starfsemi, en sagði koma á óvart að ekki hefði verið greint frá þessari starfsemi op- inberlega fyrr. Í Morgunblaðinu í gær kemur fram að utanríkismálanefnd Alþingis var í haust ekki kunnugt um þessa starf- semi. Það kemur líka á óvart. Í fréttaskýringu Davíðs Loga Sig- urðssonar blaðamanns er sagt frá því að sýslumannsembættið á Keflavíkur- flugvelli hafi haft hug á því í haust að senda mann til starfa hjá gagnnjósna- deild NATO í Kabúl í Afganistan. Skömmu áður en starfsmaðurinn átti að fara til Afganistans var sú ákvörð- un tekin sameiginlega af Jóhanni Benediktssyni sýslumanni og Grétari Má Sigurðssyni, ráðuneytisstjóra ut- anríkisráðuneytisins, að hann færi hvergi. „Það varð ákveðin áherslubreyting með nýjum ráðherra og eitt af því sem við nú leggjum áherslu á er að gera ekkert sem ekki hefur verið kynnt fyrir utanríkismálanefnd Alþingis áð- ur. Og þetta verkefni hafði ekki verið kynnt þar,“ segir Grétar Már í blaðinu í gær. Hann upplýsir ennfremur að hætt hafi verið við fleiri verkefni í suð- urhluta Afganistans, þar sem aðstæð- ur eru mjög hættulegar. Valgerður Sverrisdóttir hefur lagt á það áherzlu, eftir að hún tók við embætti utanríkisráðherra, að skapa samstöðu um utanríkisstefnuna. Það stuðlar auðvitað að slíkri samstöðu, ekki sízt í viðkvæmum málum eins og þeim að senda íslenzka starfsmenn til starfa á átakasvæðum, að fulltrúar Al- þingis séu vel upplýstir um málið og þá áhættu, sem í verkefnunum getur falizt. Þess vegna var rétt ákvörðun hjá utanríkisráðuneytinu að stöðva för íslenzka lögreglumannsins til Afg- anistans. Íslenzk stjórnvöld munu á næst- unni þurfa að auka greiningarstarf- semi af ýmsu tagi. Sú greiningardeild, sem komið hefur verið upp á vegum utanríkisráðuneytisins, er nauðsyn- leg m.a. vegna öryggis friðargæzlu- liða og hugsanlega getur hún einnig þjónað einhverju hlutverki vegna varna landsins. Á vegum ríkislög- reglustjóra þarf að koma upp grein- ingardeild vegna þeirrar hættu, sem m.a. stafar af skipulagðri glæpastarf- semi og hryðjuverkum. Það er mikilvægt að sem víðtækust samstaða ríki um starfsemi af þessu tagi og þess vegna þarf líka að tryggja lýðræðislegt aðhald og eftirlit með henni. Það er auðvitað bezt gert með því að fulltrúar Alþingis séu vel upp- lýstir um starfsemina. FÍKNIEFNI GERÐ UPPTÆK Hvert fíkniefnamálið hefur rekiðannað á árinu sem nú er að líða og hafa mörg þeirra verið verulega umfangsmikil. Eins og fram kemur í fréttaskýringu Rúnars Pálmasonar í Morgunblaðinu í gær hafa lögregla og tollgæsla lagt hald á jafnmikið af amfetamíni og kókaíni og samanlagt náðist á árunum sex þar á undan. Ógerningur er að segja til um hversu stórt hlutfall þess magns af eiturlyfjum sem smyglað er til lands- ins er gert upptækt. SÁÁ telur að neysla örvandi fíkniefna vaxi stöðugt og segja samtökin að miðað við fjölda amfetamínfíkla gæti innflutningur numið 640 kílóum á ári, sem myndi þýða viðskipti upp á 2,7 milljarða króna. Sá árangur sem yfirvöld hafa náð í að stöðva fíkniefnasmygl er lofsverð- ur. Rót vandans liggur hins vegar í eftirspurninni. Líf einstaklings á valdi eiturlyfja er ömurlegt og allt of margir hafa orðið eiturlyfjafíkninni að bráð í íslensku þjóðfélagi. Barátt- an gegn eiturlyfjum er spurning um mannslíf. Taka þarf með fullum þunga á þeim sem smygla eiturlyfjum inn í landið og hagnast á eymd annarra. Það má hins vegar ekki gleyma því að eitur- lyfjasjúklingarnir eru fórnarlömb og það er lykilatriði að kapp verði lagt á að opna þeim dyrnar út úr heimi eit- urlyfjanna en ekki bæta harðri refs- ingu ofan á þá erfiðleika sem fyrir eru. MÁLEFNI INNFLYTJENDA Alþjóðahús veitti í gær viður-kenningar undir yfirskriftinni „Vel að verki staðið“ fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytj- enda á Íslandi. Séra Miyako Þórðarson fékk við- urkenningu fyrir að hafa stofnað söfnuð heyrnarlausra innan þjóð- kirkjunnar og þar með hjálpað fólki í neyð í öðru landi en hennar föð- urlandi. Oft gleymist framlag inn- flytjenda til íslensks samfélags og með því að heiðra Miyako er minnt á það. Anna Guðrún Júlíusdóttir, kenn- ari við Breiðholtsskóla, var heiðruð fyrir uppsetningu og vinnu við Fjöl- menningarvef barna. Aðlögun inn- flytjenda að íslensku þjóðfélagi velt- ur ekki síst á hvernig búið er að börnum þeirra. Þriðja viðurkenningin kom í hlut Morgunblaðsins fyrir umfjöllun um málefni innflytjenda og að endur- spegla samsetningu þjóðfélagsins eins og hægt er. Sérstaklega er tek- ið til þess að blaðið hafi sett sér siðareglur um umfjöllun um fjöl- menningarlegt samfélag. Í Morgun- blaðinu hefur verið reynt að varpa ljósi á þeir breytingar, sem orðið hafa á íslensku samfélagi á liðnum árum, þar á meðal með því að fjalla um framlag innflytjenda til sam- félagsins. Viðurkenning Alþjóðahúss er Morgunblaðinu ekki síst hvatning til að gera betur í umfjöllun sinni um málefni innflytjenda. Eftir Andra Karl andri@mbl.is „VIÐ vorum kallaðir út klukkan hálfsjö til að fara um borð í Wilson Muuga með lögregluþjón og mann frá Gæslunni til að meta ástandið á skipinu og á strandstað,“ segir Auðunn F. Kristinsson, yf- irstýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslu Íslands, sem var í eldlínunni 19. desember sl. þegar sjö skipverjum af danska varðskip- inu Triton var bjargað úr sjáv- arháska. Björgunaraðgerðin sem heppnaðist afar vel var sú fyrsta sem Björn Brekkan Björnsson tók þátt í sem flugstjóri. Skipstjóri flutningaskipsins Wil- son Muuga hafði tilkynnt að engin hætta væri á ferðum en þrátt fyrir það bjó áhöfn TF-LÍFAR sig undir að fara á strandstað, s.s. til að tryggja að mengunarslys hlytist ekki af. „Þegar við vorum á leið út í vél í þetta verkefni fáum við til- kynningu um að Triton hefði sent bát út til að freista þess að koma dælum um borð og þeir söknuðu sinna manna. Grunur var um að bátnum hefði hvolft og þeir væru í vandræðum. Þá stukkum við af stað,“ segir Auðunn og Thorben Lund, stýrimaður og sigmaður, bætir við að mönnum hafi verið nokkuð brugðið. „Það hristi sér- staklega upp í okkur að fá allt í einu útkall um átta kollega í háska, það stendur manni svo nærri.“ Sáu aldrei flutningaskipið Björn Brekkan Björnsson flug- stjóri segir að í einni svipan hafi verkefnið breyst úr tiltölulega auð- veldu í flókið og erfitt. „Það er allt annað að ná mönnum úr sjó, í svartamyrkri og slæmu veðri, en að hífa frá upplýstu skipinu,“ segir Björn en hlutverk hans var að koma áhöfninni á vettvang ásamt flugmanni. Í þessu tilviki voru tveir sigmenn um borð og segir Björn það hafa reynst afar heppilegt. Áhöfnin fékk líklega staðsetn- ingu björgunarbátsins frá danska varðskipinu og fljótlega eftir að þyrlan kom á vettvang og leit hófst sáu þeir björgunarbát fyrir utan brimið. Öflugir nætursjónaukar Gæslunnar reyndust mikilvægir. „Við sáum næstum ekki neitt, en fljótlega blikkljós á nætursjónauk- anum sem skáru sig frá öldunum. Við sáum til að mynda aldrei Wil- son eða danska skipið.“ Þegar ljóst var að um blikkljós af björgunarvestum var að ræða reyndi fyrst á sigmanninn. „Ég fór niður til skoðunar en fljótlega var ljóst að enginn var í vestunum og þá héldum við áfram leit. Einni eða tveimur mínútum síðar fundum við fjóra menn saman. Þrír þeirra voru talsvert sprækir og í góðu lík- amlegu ásigkomulagi en einn orð- inn frekar kaldur og þrekaður. Hinir héldu honum uppi en hann hafði misst björgunarvestið,“ segir Auðunn og bætir við að allir hafi varðskipsmennirnir verið vel bún- ir, í flotgöllum og með björg- unarvesti. Auðunn var látinn síga niður til að sækja varðskipsmanninn þrek- aða og voru töluverð átök við að koma honum upp. Flotgalli manns- ins var t.a.m. fullur af sjó og þurfti fjóra menn til að koma honum inn í þyrluna. Aðstæður voru m kjölfarið en töluverður öldu var og frekar flókið að vera sigmann í sjónum og ákveð áhætta. Því var brugðið á þ að koma lykkjum til manna sem eftir voru í sjónum, en ferðinni vanir varðskipsme forðumst það við svona aðs að senda sigmann niður, en björgunin hraðar þar sem um híft þá upp tvo í einu,“ Auðunn. „Það var alla vega ekki gefið að ná þeim upp“ Varðskipsmennirnir vor tveimur hópum, vel gekk a hina fjóra og notuð var sam ferð, lykkjur sendar niður. mannanna var þá þegar lát var sú ákvörðun tekin í kjö hífa hann ekki upp. „Við fe staðfestingu hjá þeim sem voru í þyrluna að hann hef verið nýfarinn undir og þar fullvíst var að hann væri lá ákveðið að sækja hann í bir Farið var með mennina víkurflugvöll þar sem sjúkr Útkall vegna hristi upp í ok Ótrúlegar aðstæður Mikið brim var á vettvangi og ölduhæðin náði allt að átta metra hæð á meðan gæs Einfalt verkefni áhafnar TF-LÍF breyttist skyndilega í flókið þegar tilkynning kom um ófarir átta manna af danska varðskipinu Triton Björgunarmenn Fv. Tóm Björn Brekkan Björnsson Í HNOTSKURN » Sjö dönskum sjóliðum afvarðskipinu Triton var bjargað úr sjávarháska 19. desember sl. Einn skipverji fórst hins vegar en björg- unarvesti hans rifnaði. » Áhöfn TF-LÍFAR, þyrluLHG, vann við björgun í svarta myrkri, miklum öldu- gangi og úrkomu. » Alls bjargaði Landhelg-isgæslan 19 mönnum af strandstað þennan dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.