Morgunblaðið - 30.12.2006, Síða 34

Morgunblaðið - 30.12.2006, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Kópavogskirkja – nýársnótt EINS og mörg undanfarin ár verð- ur boðið upp á tónlistar- og helgi- stund í Kópavogskirkju á nýársnótt kl. 00.30. Flautuleikararnir Guðrún Sigríður Birgisdóttir og Martial Nardeau annast tónlistarflutning og leika hátíðlega tónlist. Það er gott að ganga í guðshús í upphafi nýs árs og eiga þar rólega stund, hlusta á góða tónlist, íhuga lífið og tilveruna og biðjast fyrir. Stundirnar í kirkjunni á nýárs- nótt hafa verið vel sóttar á und- anförnum árum og margir hafa lýst ánægju sinni yfir því að geta átt stund þar á þeim miklu tímamótum sem áramót eru. Þá leita gjarnan ýmsar spurningar á hugann og við finnum sterkar fyrir ýmsum tilfinn- ingum en við gerum að jafnaði á öðrum tímum ársins. Allir eru velkomnir í Kópavogs- kirkju á nýársnótt kl. 00.30 til helgi og tónlistarstundar. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Áramót í Hallgríms- kirkju Á gamlársdag verða Hátíðahljómar kl. 17, tónleikar á vegum Listvina- félags Hallgrímskirkju. Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari, syng- ur m.a. bassaaríur úr Messíasi og Jólaóratóríunni. Hljóðfæraleikarar verða: Ásgeir H. Steingrímsson, trompet, Eiríkur Örn Pálsson, trompet og Hörður Áskelsson, org- el. Aftansöngur kl. 18. Sr. Birgir Ás- geirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Hljóðfæraleikarar Hátíðahljóma leika einnig í messunni. Hátíðarguðsþjónusta á nýársdag kl. 14 Sr. María Ágústsdóttir pré- dikar og sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son þjónar fyrir altari ásamt messu- þjónum. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar kantors. Helgihald í Bústaða- kirkju um áramót ÞAÐ er notaleg stund að mega ganga til kirkju og þakka liðna tíð. Við kveðjum árið með aftansöng á gamlársdag kl. 18. Í tali og tónum er litið um öxl og horft í gengin spor. Einsöngvari verður Hjálmar P. Pétursson. Kór Bústaðakirkju syngur. Organisti og kórstjóri er Guðmundur Sigurðsson, prestur sr. Pálmi Matthíasson. Á nýarsdegi er hátíðarguðsþjón- usta kl. 14 og nýju ári heilsað. Ræðumaður verður sr. Ólafur Skúlason biskup og fyrrum sókn- arprestur í Bústaðakirkju. Hjörleifur Valsson leikur á marg- fræga Stradivarius-fiðlu og kór Bú- staðakirkju syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar, prestur sr. Pálmi Matthíasson. Messurnar verða sendar út á Net- inu og er slóðin kirkja.is, tonlist.is, jolin.is. Helgihald um áramót í Grafarvogskirkju Á liðnum árum hefur þátttaka í guðsþjónustum um áramót vaxið mjög mikið. Gamlársdagur: Stund er fyrir börnin kl. 15 í Grafarvogskirkju. Hátíðarguðsþjónustur og aftan- söngur er svo sérstakur um margt. Hátíðarsöngvar sem séra Bjarni Þorsteinsson samdi norður á Siglu- firði, sérstaklega fyrir gamlárs- kvöld og nýársdag koma okkur í hátíðarskap, að ekki sé talað um sálminn góða „Nú árið er liðið“ og „Hvað boðar nýárs blessuð sól?“ Aftansöngur er kl. 18, tónlist- arflutningur verður frá kl. 17.30, séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Bjarna Þór Bjarnasyni. Einsöngv- ari: Arnþrúður Ösp Karlsdóttir og Ragnar Bjarnason. Organisti er Hörður Bragason. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Á nýársdag verður hátíðarguðs- þjónusta kl. 14. Séra Lena Rós Matthíasdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Önnu Sigríði Pálsdóttur. Einsöngvari er Sig- urður Skagfjörð. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Organisti er Hörður Bragason. Grafarvogskirkja. Beðið eftir ármótum – barnastund í Graf- arvogskirkju SÉRSTÖK barnastund verður í Grafarvogskirkju á morgun, gaml- ársdag, kl. 15. Á þessum tíma bíða börnin óþreyjufull eftir að gamlárs- kvöld hefjist. Til þess að stytta bið- ina verður boðið upp á sérstaka stund í Grafarvogskirkju. Er það nú gert í fyrsta sinn. Um er að ræða sunnudagaskóla með áramótaívafi, þar sem jóla- og áramótasöngvar verða m.a. sungnir. Stundin er í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar og Gróu Hreinsdóttur. Tárin þrjú og þjóðsöngur ÞEGAR gamla árið kveður er heilsusamlegt að staldra við og gera upp ár og lífsgöngu. Hvernig viljum við lifa á nýju ári? Í aftansöng í Neskirkju á gaml- ársdag mun sr. Sigurður Árni Þórðarson tala um þjóðsöng Íslend- inga, tárin þrjú í þeim söng og stefnu á gleðiefni nýs árs. Stein- grímur Þórhallsson, Áki Ásgeirs- son og félagar úr kór Neskirkju sjá um tónlistarflutning. Aftansöng- urinn hefst kl. 18 og er opinn öllum sem er umhugað um lífsgæði og þverrandi tár. Áramót í Hafnarfjarðarkirkju VANDAÐ verður vel til dagskrár og tónlistarflutnings í Hafnarfjarð- arkirkju við helgihald áramóta. Við aftansöng á gamlárskvöldi 31. des- ember kl.18 leikur Klarinettutríó úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar en góð tengsl og samstarf eru á milli kirkjunnar og skólans. Við hátíðarguðsþjónustu nýárs- dag 2007 kl.14., ath. tímann, heldur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi hátíðarræðu og Svava Kr. Ingólfs- dóttir sópran syngur einsöng en hún hefur verið söngstjóri kirkj- unnar. Kór Hafnarfjarðarkirkju leiðir söng við báðar þessar athafn- ir en Antonía Hevesi leikur á orgel. Prestur er sr. Gunnþór Þ. Ingason sóknarprestur. Þær Antonía og Svava hætta nú störfum sínum við Hafnarfjarð- arkirkju og er þeim þökkuð þýðing- armikil þjónusta við kirkjuna og óskað heilla veginn fram. Áramótin í Neskirkju ÞEGAR gamla árið kveður er heilsusamlegt að staldra við og gera upp ár og lífsgöngu. Hvernig viljum við lifa á nýju ári? Í aftan- söng gamlársdags verður fjallað um þjóðsöng Íslendinga, tárin þrjú í þeim söng og gleðiefni nýs árs. Í lok athafnarinnar verður árið kvatt með táknrænum hætti og gengið með fararblessun inn í nýtt ár. Aftansöngurinn hefst kl. 18 og er að sjálfsögðu öllum opinn, ekki síst þeim sem er umhugað um lífsgæði og þverrandi tár. Nýársdagur heitir Áttidagur jóla samkvæmt kirkjuhefð en þá er íhugunarefnið umskurn Krists og nafngjöf hans en Gyðingar um- skera sveinbörn á áttunda degi eft- ir fæðingu. Nafnið Jesús er máttugt nafn og gott er að hefja nýtt ár með það góða nafn yfir sér og sínum. En með hvaða hætti varpar nafnið Jes- ús ljósi á athafnir okkar og afstöðu til lífsins, til samferðafólks og um- heims? Í prédikun á nýársdag verð- ur leitast við að skoða málefni á vettvangi stjórnmála hér heima og úti í hinum stóra heimi í ljósi krist- innar trúar. Höfum við gengið göt- una til góðs? Hvert stefnum við? Helgihaldið í Neskirkju um ára- mótin verður sem hér segir: Gaml- árskvöld: Aftansöngur kl. 18. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messusöngur séra Bjarna Þorsteinssonar. Org- anisti Steingrímur Þórhallsson. Kór Neskirkju syngur. Áki Ásgeirs- son leikur á trompet. Nýársdagur: Hátíðarmessa kl. 14. Séra Örn Bárður Jónsson pré- dikar og þjónar fyrir altari. Org- anisti Steingrímur Þórhallsson. Kór Neskirkju syngur. Einsöngvari Hrólfur Sæmundsson. Kópavogskirkja. Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Austurvegur 7, Reyðarfirði (217-7395), þingl. eig. Logi Steinn Karlsson, gerðarbeiðendur Fjarðabyggð og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 2. janúar 2007 kl. 13:30. Fossgata 3, Eskifirði (217-0210), þingl. eig. Þórarinn Árni Hafdal Hávarðsson, gerðarbeiðandi Gildi - lífeyrissjóður, þriðjudaginn 2. janúar 2007 kl. 12:00. Miðgarður 13, Neskaupstað (216-9142), þingl. eig. Þórunn P. Vilbergs- dóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sparisjóður Norðfjarðar, þriðjudaginn 2. janúar 2007 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Eskifirði, 29. desember 2006. Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtalin framkvæmd skuli ekki háð mati á um- hverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. Tengibrautin Skeiðholt-Leirvogstunga í Mosfellsbæ. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnu- nar: www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 29. janúar 2007. Skipulagsstofnun. Dregið hefur verið í símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Vinningar komu á eftirtalin númer: Toyota Avensis Sedan Sol 1.8 að verðmæti kr. 2.770,000 komu á miða númer: 34038 • 37521 Toyota Yaris Terra 1.0 að verðmæti kr. 1.609.000 komu á miða númer: 6640 • 10123 • 10172 • 11518 • 15207 • 15857 • 17727 • 24417 • 33264 • 34135 • 43221 • 50522 • 53132 • 81547 • 92101 • 110913 • 115857 • 125436 • 134598 • 146171 • 153814 • 156992 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning og óskar vinningshöfum til hamingju. Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrif- stofu félagsins á Háaleitisbraut 13, Reykjavík, sími 535 0900. Athugið að skrifstofan er lokuð til 2. janúar 2007. Félagsstarf Í dag 30. des. kl. 16-18. Opið hús með jóladagskrá. Elín Kjaran flytur jólahugvekju. Veitingar og ýmsar uppákomur. Gamlárskvöld kl. 23.15. Áramótasamkoma. ,,Gjörið óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkar- gjörð.” Nýársdag kl. 20.00. Hátíðarsamkoma. Ólafur Jóhannsson talar. Umsjón: Harold Reinholdtsen. Allir velkomnir. Raðauglýsingar sími 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.