Morgunblaðið - 30.12.2006, Side 39

Morgunblaðið - 30.12.2006, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 39 menning FÉLAGARNIR í Baggalúti áttu mest seldu plöt- una um jólin að þessu sinni, en jólaplatan Jól og blíða situr nú á toppi Tónlistans. Á Jólum og blíðu má finna ellefu vinsæl aðventu- og hátíðarlög í út- færslu Bagga- lúts, t.d. lögin Kósíheit par exelans, Sagan af Jesús, Rjúpur og Föndurstund sem eflaust margir hafa rokkað við um leið og þeir föndruðu jólakortin. Baggalútur situr líka neðar á Tónlist- anum með diskinn Aparnir í Eden sem er öld- ungur listans. Platan hefur verið á lista í 21 viku og situr nú í 21. sæti og hækkar sig um þrjú sæti frá því í síðustu viku. Sigurvegarar! SÓPRANSÖNGKONAN Björg Þórhallsdóttir er í 25. sæti Tónlistans með plötu sína Himnarnir opnast: Jólaperlur. Á plötunni syngur hún jóla- lög úr ýmsum átt- um ásamt Drengja- kór Reykjavíkur og fjögurra manna karlakór. Lagavalið er blanda af hefð- bundnum jólalög- um, íslenskum og erlendum. Platan hlaut mjög góða dóma hér í Morg- unblaðinu og sagði meðal annars í dómi Bergþóru Jónsdóttur: „Um söng Bjargar þarf ekki að fjölyrða. Hann er ein- faldlega yndislegur, hlýr og tær. Björg hefur mikla rödd og beitir henni af smekkvísi og til- finningu fyrir hverju viðfangsefni.“ SÁLIN hans Jóns míns og Gospelkór Reykjavíkur sitja í öðru sæti Tónlistans að þessu sinni með plötuna Sálin og Gospel. Um er að ræða upptöku frá stórtónleikum sem haldnir voru í Laug- ardalshöll þann 15. september síðastlið- inn. Svo skemmtilega vill til að tónleikarnir verða endurteknir í Laug- ardalshöllinni í kvöld, og má því ef til vill segja að um hálfgerða útgáfutónleika sé að ræða. Tónleikarnir í kvöld verða þó enn veglegri en fyrri tónleikarnir þar sem Sálverjar hafa ákveð- ið að bæta nokkrum lögum við dagskrána. Lík- legt er að ákveðinn hátíðarljómi muni svífa yfir vötnum á tónleikunum í kvöld, því bæði bíður tímasetningin upp á það, sem og þátttaka hins hátíðlega kórs. SÖNGHÓPURINN Brooklyn Fæv situr í 29. sæti Tónlistans með jólaplötuna Góð jól. Hópurinn var stofnaður í Menntaskólanum við Hamrahlíð og sigraði í söngkeppni framhaldsskólanna ár- ið 1998 með laginu „Óralanga leið“, sem er betur þekkt sem „For the Longest Time“ í með- förum Billy Joel. Síðan þá hefur þá félaga alltaf dreymt um að gefa út jólaplötu og nú loks hafa þeir látið verða af því. Raggi Bjarna er sérlegur gestur á plötunni, en hann syngur með söng- hópnum í laginu „Góða ósk um gleðilega há- tíð“ sem er útgáfa af hinu þekkta lagi „Have yo- urself a merry little christmas“.                                                                  !  " " ""# $%" & ' (&)"*+,%"-". " &"   "/- %"   "0'%    "+ %" -1) %",( "2". %"#"3 .2%"" !"2"34'                             # # #  %%0 A3 8"    + 5 /( "2"62' ! "7 +)  "0 ! 2 8 " 29 71 & "6 ) :. :. & ";"<"=! "8( +>> ?".! "! +   2 @ "#A 2 B!1" & "C  :. D ,"/- 6& 5"6"<" & "@ B " .>  E.'2' + 5 +22. " 2 F "-  />> "2"3  +) "=! 1 ! /  G"* . !."7"3  2 + 22 " H I B! "2"> -& /( "2"62' +)  %"/ !"2" # " 2J"0", =!& )  "- "!  ) #2KA" ?  "2")    ?".! "! "-" "( 82  2 ? ! L8)"6 "=! &  B!1" & "2"  /! " "  "/   ,"/-"  ", 6!&"..  4M822 / "2"1".22 E'  "-"3 ,2"! 2 ! L+" )  2  "2  "(>  & 0 .  "2'N"B! '  "+"O  E"P1 "Q' 72.." 2.." 2.. 6!&"! #  ."Q2 R 2                     / / / QP ", R "! / / / / ?,/ 3,* +  ", R / 2 / D   +  / /2 M+,6 / 6 .  /!  "7 2 /2 1 . / D   D   + (! 2 3,*   Ég var eitt sinn staddur inni ákarlaklósettinu á Gauki áStöng sumarið 2000. Þetta var um miðjan dag, en erindi mitt var ekki að sinna kalli náttúrunnar, heldur að hengja upp veggspjöld með auglýsingu á búðartónleikum í plötuversluninni Japis, en yðar ein- lægur sá þá um skipulagningu á þeim. Á Gauknum voru fáir, en ein- hver hljómsveit var frammi að gaufa á sviðinu. Þar sem ég er að festa upp spjald ofan við eina kló- settskálina vindur sér inn á salernið hress náungi. Eldhress. Hann fer að spyrja mig út í veggspjaldið og svona. Ég útskýri fyrir honum málið og hann tekur fram að hljómsveit hans sé meira en til í eitthvað svo- leiðis sprell. Hann tekur svo þétt- ingsfast í höndina á mér og brosir ósviknu, íslensku orkubrosi. Seinna komst ég að því að þarna fór Hrafn- kell Pálmarsson, gítarleikari í hljómsveitinni Í svörtum fötum. Og sú átti nú eftir að sprella næstu árin.    Um næstu áramót ætlar hljóm-sveitin hins vegar að skella sér í salt. Meðlimir ætla að taka sér ótímabundið hlé, eða í það minnsta draga verulega úr starfseminni. Eft- ir um sjö ára óslitna vinnu, fimm breiðskífur, sólóplötu frá Jónsa, mynddisk og tónleika sem skipta nokkrum hundruðum eru seglin rif- uð. Eins og sjá má hefur ekki skort á hina alíslensku vinnusemi hjá sveit- inni. „Hætta hljómsveitir einhvern tím- ann?“ spurði Áki Sveinsson bassa- leikari mig þegar ég spurði hann um þessa breytingu hjá sveitinni. „Þetta eru að minnsta kosti mikil tímamót hjá okkur öllum,“ hélt hann svo áfram. „Við erum að fara að hvíla okkur á allri þessari op- inberu spilamennsku, en tökum kannski einhverja valda stærri tón- leika. Þetta er búið að standa til í eitt og hálft ár, en við ákváðum að klára plötuna (Orð, sem út kom í haust) og hrinda þessu í fram- kvæmd á næsta ári. Við erum allir komnir með tvö börn eða fleiri og það var bara kominn tími á hvíld, bæði fyrir okkur og ykkur.“    Það tók um tvö ár eða svo fyrir þásvörtu að spila sig til á sínum tíma en svo slógu þeir tóninn fyrir það sem koma skyldi haustið 2000, nokkrum mánuðum eftir að Hrafn- kell hafði tilkynnt mér að þeir væru til í alls kyns sprell. Platan Verkefni 1 var samin, tekin upp og komið í umslag á alls tíu dögum. Sveitin vakti talsverða athygli fyrir þetta „heimsmets“ framtak þó að inn- haldið væri um margt vafasamt. Lögin voru þó frumsamin og metn- aðurinn því strax ljós, Bítlar ís- lenska sveitaballapoppsins, Sálin hans Jóns míns, voru hér teknir til fyrirmyndar. Svartstakkar biðu ekki boðanna og hófu að sanka sam- an frumsömdu efni á plötur sem nú streymdu fram. Árið 2002 kom út plata samnefnd sveitinni, fyrsta „alvöruplatan“, þar sem menn þreif- uðu fyrir sér með stefnur og stíla, en á þeirri þriðju, Tengslum (2003), var grundvöllurinn orðinn traustur, útkoman ansi frísk poppplata og sveitin auðheyranlega komin á sigl- ingu. Í svörtum fötum reis svo enn hærra á plötunni Meðan ég sef frá árinu 2004, sem er þemabundið og metnaðarfullt poppverk sem til- nefnt var til íslensku tónlistarverð- launanna það árið. Meðfram þessu var linnulaus spilamennska og fáir skildu hvaðan allur krafturinn kom, en Jónsi söngvari og Hrafnkell voru eins og gangandi orkustöðvar; alltaf hressir, alltaf til í sprell. Svona eiga popparar að vera. Með plötunni Orðum klárar Í svörtum fötum samning sinn við Senu/Skífuna og geta meðlimir því unað sáttir við sitt – „dag sem dimma nátt.“ Seglin rifuð Morgunblaðið/Sverrir Í svörtum fötum „Jónsi söngvari og Hrafnkell voru eins og gangandi orkustöðvar; alltaf hressir, alltaf til í sprell.“ AF LISTUM Eftir Arnar Eggert Thoroddsen » Svona eiga popp-arar að vera. arnart@mbl.is Hátíð í Höllinni! Brooklyn-jól! Hlýtt og tært!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.