Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 45 / KRINGLUNNI THE CHILDREN OF MEN kl. 8:10 - 10:30 B.i. 16 FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 1:20 - 3:40 - 5:30 - 6 LEYFÐ DIGITAL HAPPY FEET m/ensku tali kl. 3:20 - 5:30 LEYFÐ DIGITAL DÉJÁ VU kl. 8 - 10:30 B.i. 12 DIGITAL THE HOLIDAY kl. 8 - 10:40 LEYFÐ SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ DIGITAL BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ / ÁLFABAKKA FLAGS OF OUR FATHERS kl. 2 - 5 - 8 - 10:50 B.i.16 .ára. FLAGS OF OUR FATHERS VIP kl. 8 - 10:50 THE CHILDREN OF MEN kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16.ára. FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 1 - 3:20 - 5:40 LEYFÐ FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali VIP kl. 1 - 3:20 - 5:40 HAPPY FEET m/ensku tali kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ DÉJÁ VU kl. 8 - 10:50 B.i.12 .ára. THE DEPARTED kl. 8 B.i. 16.ára. DOA kl. 6 B.i.12 .ára. SAW 3 kl. 10:50 B.i.16 .ára. SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 1:20 - 3:30 LEYFÐ SANTA CLAUSE 3 kl. 1:20 - 3:30 LEYFÐ JÓNAS : SAGA UM GRÆNMETI m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ m öllum gleðilegra jóla FRÁBÆRT GRIN OG SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE SEM BESTA TEIKNIMYND ÁRSINS eeee KVIKMYNDIR.IS eee H.J. MBL. eee L.I.B. TOPP5.IS EKKI MISSA AF MEST SLÁANDI OG EINNI ÁHRIFAMESTU KVIKMYND ÁRSINS. MEÐ CLIVE OWEN (“CLOSER”), ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANUM MICHAEL CAINE OG JULIANNE MORRE. Sími 575 8900 • www.sambioin.is Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Úrlausn erfiðra aðstæðna leiðir bæði til léttis og vonbrigða. Hvað á hrút- urinn nú að gera við umframorkuna sem hann býr yfir? Hann finnur eitt- hvað von bráðar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sumir velja að ríghalda í dramatíkina í lífi sínu og halda að erfiðleikar þeirra geri þá sérdeilis áhugaverða. Nautið temur sér hins vegar að láta sorgina lönd og leið og endurnýja sig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hindranir verða á vegi tvíburans og hann hugsar með sér, hvert er málið? Alltaf finnast aðrar leiðir til að leysa málin. Hann þarf kannski að toga í spotta bak við tjöldin en fer ekki yfir strikið í siðferðilegum skilningi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Móðir Teresa á að hafa sagt að auð- veldara sé að gefa bolla af hrísgrjónum en draga úr einmanaleika einhvers sem býr við ástleysi á okkar eigin heimili. Nú er rétti tíminn til þess að uppfylla þarfir sinna nánustu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið kýs að fá meðmæli frá ein- hverjum sem það þekkir áður en það kýs að skuldbinda sig. Það er engin ástæða til þess að rasa um ráð fram. Slakaðu á og bíddu þar til þú ert 100% viss. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hvers vegna skyldi maður ekki nálgast afþreyingu á sama hátt og vinnuna? Veldu bestu skemmtunina sem þú get- ur hugsað þér og einbeittu þér síðan að henni án þess að hvika. Þú sérð ekki eftir því. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Viðhorf vogarinnar og yfirbragð ber keim af rólyndi og sjálfstrausti, sem merkir að þetta er rétti tíminn til þess að spila póker eða eitthvað sem krefst þess að maður þykist. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Veröldin kann að meta hvað sporð- drekinn er laus við látalæti og fals. Fólk sem hann hittir hikar ekki við að opna sig. Ekki er allt sem það segir jafnánægjulegt en þú kannt að meta sannleikann. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Dagurinn gengur að óskum ef bogmað- urinn gætir þess að tjá sig skil- merkilega. Gættu þess að heyra og skilja það sem ástvinirnir segja svo þú þurfir ekki að eyða tíma í að leita að þeim eða bíða. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Leikurinn gengur ekki út á það að ná forskoti og halda því. Heldur að njóta sérhverrar mínútu. Það þýðir að stein- geitin þarf að lagfæra eitthvað í sam- bandi sínu við ótilgreinda manneskju. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Með smávegis skipulagningu getur vatnsberinn gengið úr skugga um að aðrir sjái hann í hagstæðu ljósi. Þess vegna á hann ekki að spila eftir eyranu núna. Vertu traustur leiðtogi, fólk vill fylgja einhverjum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hver manneskja geymir nokkra per- sónuleika sem er ástæða þess að full- orðnir haga sér stundum eins og þeir séu tveggja ára. Vitandi það sýnirðu ástvini í æðiskasti umburðarlyndi og gæsku. Árið er senn á enda og tunglið er í nauti í síðasta skipti árið 2006. Þá er við- eigandi að gaumgæfa lang- anir sínar og þrár og skrifa niður á blað fimm hluti sem maður girnist. Að nokkrum árum liðnum getum við lesið listann á ný og endurupplifað tímabilið sem nú stendur yfir. stjörnuspá Holiday Mathis VALGERÐUR Þóra hefur sent frá sér fáeinar bækur, hina fyrstu fyrir aldarfjórðungi. Þessi er hennar sjöunda. En titillinn? Hver er þessi Hann – með stórum staf? Það er frelsarinn, Jesús Kristur. Þetta eru stuttir og gagnorðir textar, frá einni línu upp í hálfa til eina síðu að lengd, helgisögur að meirihluta; nokkurs konar prósaljóð ef maður vill heldur hafa það svo. Skáldkonan beinir sjónum að bernskunni og trúnni. Þó er ekki að sjá að hún sé að skrifa fyr- ir börn. Þetta er draumkenndur skáldskapur með afstæða lífssýn að leiðarljósi en einsemd í sinni. Víða er lagt út af barnslegum hversdagslífs- lýsingum. En skáldkonan leit- ast ekki beinlínis við að setja sig í spor barna. Hún er þvert á móti dul og spaklega þenkjandi; ekk- ert tiltakanlega innileg þótt svo kunni að virðast fljótt á litið. Einn af stuttu þáttunum ber yfirskriftina Sólin. Þar leitast skáldkonan við að laga eilífðartrúna að vísindahyggju nútímans. Síðasta þáttinn nefnir skáldkonan Jól. Hann felur í sér stíl- færða dæmisögu. Markmið Val- gerðar Þóru má öðru fremur hafa verið að finna hugkvæmni sinni far- veg í rituðu máli og setja saman góð- an texta. Hvort tveggja hefur henni jú tekist, og þar að auki að koma á framfæri skemmtilegum barna- myndum. Þetta er að hálfu leyti myndabók, vel að merkja. Teikn- ingar barnanna hafa vægi til jafns við textann. Þær eru ungæðislegar sem geta má nærri. En börn hafa jafnan sterka tjáningarþörf. Þau geta því sagt hug sinn á myndmáli, allt eins – og jafnvel ekki síður – þótt handbragðið sé frumstætt. Því betur njóta sín myndirnar að brot bók- arinnar er stórt. Frágangurinn er að öðru leyti um- deilanlegur, útlitið sömuleiðis. Káp- an er allt of sviplaus þrátt fyrir dá- litla myndskreytingu. Fölblái liturinn er einum of kaldur. Titilsíða er frómt frá sagt engin. Þar með eru blaðsíðurnar tölusettar frá kápunni að telja. Ekki er þó verið að spara pappírinn því eyður á textasíðunum eru margar og miklar. Skynsamlegri hönnun hefði gert bók þessa geð- þekkari fyrir augað og þægilegri í hendi. Bernskan og trúin BÆKUR Prósaljóð Eftir Valgerði Þóru. Myndir eftir Stein- unni, Unni Svölu, Irmu Þóru og Ólaf Örn. 50 bls. HANN Erlendur Jónsson Valgerður Þóra Benediktsson Á NÝÁRSDAG verður kvikmyndin Stranger than Fiction frumsýnd í Sam- bíóunum og í Háskólabíói. Myndin segir frá Harold Crick, starfsmanni skatta- yfirvalda sem verður fyrir óþægindum þegar hann heyrir stanslaust rödd þekkts sögumanns sem er að skrifa skáldsögu um hann. Rödd sögumannsins fer að hafa áhrif á líf hans og lendir hann í hremmingum í einkalífinu sem og í starfi. Með aðalhlutverk fara Will Farrell, Dustin Hoffman, Queen Latifah, Emma Thompson, Tom Hulce og Maggie Gyl- lenhaal en leikstjóri er Marc Forster sem gerði meðal annars Finding Neverland og Monster’s Ball. Frumsýning | Stranger than Fiction Skáldskapur og veruleiki Hremmingar Will Farrell sem Harold Crick. ERLENDIR DÓMAR: Metacritic.com 67/100 Roger Ebert 88/100 Empire 80/100 Variety 70/100 Hollywood Reporter 70/100 The New York Times 70/100 (allt skv. Metacritic)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.