Morgunblaðið - 31.12.2006, Page 12
12 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Það hefur verið í nógu að snúast
hjá kvikmyndagerðarmanninum
Baltasar Kormáki á árinu sem er
að líða. „Ég var í raun með tvær
bíómyndir á árinu, frumsýndi A
Little Trip to Heaven rétt eftir síð-
ustu jól og svo fór Mýrin af stað í
haust, mest sótta bíómynd sem ég
hef gert á Íslandi,“ segir Baltasar
og heldur áfram: „Svo frumsýndum
við Pétur Gaut í Þjóðleikhúsinu og
hann er að fara á fjalirnar í London
og Póllandi eftir áramót.“ Að-
spurður hverju þessi miklu afköst
sæti segir Baltasar að um eins kon-
ar uppskeruár undanfarinna ára
hafi verið að ræða og hann við-
urkennir fúslega að uppskeran hafi
verið óvenjugóð, bæði hvað varðar
leikhús og kvikmyndagerð.
Á nýju ári heldur Baltasar áfram
þar sem frá var horfið og hyggst
kynna Mýrina og Pétur Gaut á al-
þjóðlegum vettvangi auk þess sem
hann er með ýmislegt nýtt á prjón-
unum. Annars segir Baltasar að
það sé aldrei hægt að spá fyrir um
hvað ókomin ár beri í skauti sér.
„Ég var til dæmis ekkert viss um
að 2006 yrði eins og það varð, það
héldu til að mynda margir að ég
hefði engan tíma til að gera Pétur
Gaut þar sem ég var á kafi í öðrum
verkefnum, en raunin varð önnur,“
segir Baltasar og bætir við að oft
sé það svo að þau verkefni sem
maður hafi hvað minnstar áhyggjur
af heppnist hvað best á meðan hlut-
irnir gangi ekki eins vel þegar mað-
ur ætli sér um of. „Ég hef lært það
í gegnum tíðina að maður stjórnar
þessu ekki alveg sjálfur. Móttök-
urnar og það hversu langt verk
manns ná er undir öðrum komið,“
segir Baltasar.
Sveitasæla í Skagafirðinum
Baltasar lét sér ekki nægja að
standa í stórræðum í starfi sínu í ár
heldur ákvað hann að yfirgefa
miðbæinn og setjast að í Skagafirð-
inum ásamt konu sinni, Lilju
Pálmadóttur. „Það er kannski það
markverðasta sem gerst hefur á
árinu og hefur haft hvað mest áhrif
á líf mitt,“ segir Baltasar. Þegar
Skagfirðingurinn er inntur eftir því
hvort fjarlægðin frá höfuðborginni
skapi ekki ákveðin vandamál varð-
andi kvikmyndagerðina segir hann
svo ekki vera og greinir frá því að
hann hafi bæði skrifað handrit
Mýrarinnar og klippt hana í Skaga-
firðinum. „Þar fyrir utan er það
engin nýlunda að maður þurfi að
ferðast í tengslum við þetta starf.
Þegar ég bjó í Reykjavík tók ég til
dæmis upp á Neskaupstað.“
Búferlaflutningarnir hafa að sögn
Baltasars haft mjög jákvæð áhrif á
líf hans og fjölskyldu, enda sé allt
sem víkki reynsluheim fólks af hinu
góða. „Stemningin hérna er svolítið
róandi og maður er farinn að líta
sér nær,“ segir Baltasar og er ekki
frá því að hinn mjúki armur sveita-
sælunnar hafi mótað störf hans að
einhverju leyti. „Það má greina
skagfirsk áhrif í Mýrinni. Hérna
upplifir maður alvörusveitastemn-
ingu, gamla tímann sem maður þarf
að hafa meira fyrir að finna í bæn-
um,“ segir Baltasar og kveðst ekki
sakna skarkalans í höfuðborginni
sérstaklega. „Það er alveg á hreinu
að nafli alheimsins er víðar en í 101
Reykjavík.“
„Nafli alheimsins er
víðar en í 101 Reykjavík“
Baltasar Kormákur
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
Ljósmynd/Árni Gunnarsson
„Hérna upplifir maður alvöru sveitastemmningu“ segir Baltasar.
Fólk og fréttir á liðnu ári
Árið 2006 er liðið í aldanna skaut. Það verður vafalaus landsmönnum mismunandi minnisstætt og af ólíkum ástæðum.
Morgunblaðið ræddi við nokkra þeirra sem tengdust atburðum eða komu við sögu í fréttum blaðsins á árinu.
„Það skiptir ekki máli hversu árin
eru mörg heldur er það lífið í árunum
sem gildir og þetta ár hefur jafnast á
við mörg og skilið eftir fjölda
ógleymanlegra augnablika,“ segir
Freyja Haraldsdóttir er hlaut við-
urkenningu Þroskahjálpar, Múr-
brjótinn, fyrir framlag sitt í þágu
fatlaðra á alþjóðlegum degi fatlaðra,
þann 3. desember síðastliðinn.
Freyja hefur frá því í október
haldið fyrirlestra í framhaldsskólum
landsins undir yfirskriftinni „Það
eru forréttindi að lifa með fötlun“
þar sem hún viðrar viðhorf sín til lífs-
ins, fjallar opinskátt um fötlun sína
og bendir á það sem betur má fara
hvað viðhorf fólks, aðbúnað og fleira
í þeim dúr varðar. „Móttökurnar
hafa verið virkilega góðar og það
sem kemur mest á óvart er hversu
mikill áhugi er til staðar, ég finn fyrir
einlægri hlustun,“ segir Freyja og
kveður gott að finna fyrir auknum
áhuga almennings á málefnum fatl-
aðs fólks, sem bendi aftur til þess að
málaflokkurinn geti náð miklu
lengra en hann hefur náð í dag.
Freyja segir einnig hafa verið
ánægjulegt hvernig áheyrendur
hefðu viðurkennt sína lesti í hennar
návist. „Á meðan ég braut mína
múra brutu þau sína og viðurkenndu
fordóma sína og fáfræði með það fyr-
ir augum að bæta úr þeim og verða
betri manneskjur fyrir vikið,“ segir
Freyja.
Öðlaðist tveggja heima sýn
Árið var þó ekki eintómur dans á
rósum hjá Freyju. Í ársbyrjun segist
hún hafa tekið þá ákvörðun að hefja
fullt starf við leikskóla en mörg ljón
hafi verið á veginum. Langan tíma
hafi tekið að útvega fjármagn til að
borga laun aðstoðarmanns Freyju og
því hafi hún verið ein á báti fyrstu
fjóra mánuði ársins og fyrir þær sak-
ir aðeins getað sinnt starfinu með
takmörkuðum hætti og lítið komist í
sjúkraþjálfun. „Þetta bitnaði svo
sannarlega á mér og fjölskyldu
minni, vinnulaunum mínum og and-
legri líðan,“ segir Freyja. Eftir að
tekist hafði að útvega Freyju aðstoð-
armann komst líf hennar í eðlilegar
horfur og hún vann fullum fetum
sem leiðbeinandi og stuðningsfulltrúi
langveiks barns fram í ágúst. Freyja
segist lengi munu búa að þeirri
reynslu sem hún öðlaðist á leikskól-
anum sem eigi eflaust eftir að nýtast
henni vel í leik og starfi. „Það var al-
veg mögnuð tilfinning fyrir mig sem
hef þegið mikla aðstoð í gegnum tíð-
ina að geta loksins veitt hana,“ segir
Freyja og heldur áfram. „Ég var í
raun báðum megin við borðið og öðl-
aðist tveggja heima sýn.“
En hvað skyldi taka við hjá Freyju
að svo viðburðaríku ári liðnu? „Ég
held áfram með fyrirlestraverkefnið
fram í apríl og öðlast vonandi enn
meiri reynslu á því sviði. Jafnvel þótt
verkefninu sé lokið þá er ég hvergi
nærri hætt í málaflokknum, heldur
þvert á móti rétt að byrja,“ segir
Freyja. Aðspurð á hvaða vettvangi
hún muni starfa í þágu fatlaðra ein-
staklinga segir Freyja að fyrirlestra-
formið sé mjög skemmtilegt og hún
geti jafnvel hugsað sér að halda
áfram á þeirri braut og víkka áheyr-
endahópinn. „Margir hafa spurt mig
hvort ég ætli ekki að fara í grunn-
skólana og ég hef heyrt að eineltið og
fáfræðin sé mikil innan þeirra. Þótt
ég sé ekki viss um hvort ég muni
taka slíkt verkefni að mér vona ég
svo sannarlega að einhver geri það,“
segir Freyja og heldur áfram. „Það
þurfa allir að kynnast okkar heimi,
hvort sem þeir eru sex ára eða átt-
ræðir.“
Búin að velja sér starfsvettvang
þótt starfsheitið sé óráðið
Háskólinn heillar Freyju einnig og
segist hún hafa skoðað ýmsa mögu-
leika í þeim efnum að undanförnu og
svo geti farið að hún hefji há-
skólanám næsta haust. Hún hefur þó
ekki tekið endanlega afstöðu til þess
hvaða námsbraut hún velur sér en
segir að hún muni tengjast mál-
efnum fatlaðra á einn eða annan hátt.
„Það má segja að ég sé búin að velja
mér starfsvettvang þótt starfsheitið
sé ekki enn komið,“ segir þessi ötula
baráttukona fyrir málefnum fatlaðra
að lokum.
„Það þurfa
allir að kynnast
okkar heimi“
Morgunblaðið/Ásdís
Freyja glímir við sjúkdóminn osteogenisis imperfecta, beinagenagalla sem
veldur því að beinin eru stökk og brotna af minnsta tilefni.
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
Freyja Haraldsdóttir
„Mér hefur vegnað ágætlega en það
hefur tekið mig langan tíma að jafna
mig,“ segir Guðmundur Guðmunds-
son rallökumaður sem lenti í alvar-
legu slysi á Eyvindarstaðaheiði í
Skagafirði þann 8. júlí. Bifreið Guð-
mundar og Sigurðar Braga Guð-
mundssonar, félaga hans, lenti utan
vegar með þeim afleiðingum að Guð-
mundur hryggbrotnaði og Sigurður
slasaðist nokkuð, þó ekki jafn-
alvarlega og Guðmundur.
Guðmundur kveður endurhæfingu
ekki hafna þar sem enn sé verið að
bíða eftir því að beinið á milli
hryggjaliðanna grói. „Ég á því tals-
vert í land og líður ennþá eins og
hálfum manni,“ segir Guðmundur en
hann bindur þó vonir við að end-
urhæfing geti hafist skömmu eftir
áramót.
Ekki tilbúinn til þess að sleppa
takinu alveg
Daglegt líf hefur verið með ró-
legra móti hjá Guðmundi eftir að
slysið átti sér stað enda hefur hann
meira og minna verið heima við og
ekkert getað unnið þar sem starf
hans krefst líkamlegrar áreynslu.
Guðmundur segir það vissulega erf-
itt fyrir mann, sem í mesta lagi hefur
tekið sér sumarfrí í tvær til þrjár
vikur í senn, að þurfa að draga sig í
hlé í fimm mánuði en fjölskylda hans
og vinir hafi með stuðningi sínum
gert hléið bærilegt. „Það er krafta-
verk út af fyrir sig að maður hafi
haldið geði í allan þennan tíma og ég
þakka það fyrst og fremst ómet-
anlegum stuðningi fjölskyldu minn-
ar og vinafólks,“ segir Guðmundur.
Guðmundur hefur verið viðloðinn
rallíþróttina síðan 1985 og þegar
hann er inntur eftir því hvort hann
hyggist hætta í sportinu kveður
hann meiðslin þess eðlis að hann
verði einfaldlega að draga sig í hlé.
„Eins og staðan er í dag fæ ég mik-
inn sting í bakið þegar ég sit í bíl
sem fer yfir hraðahindrun, þannig
að þú getur ímyndað þér hvernig
það væri fyrir mig að sitja í rallbíl á
blússandi siglingu.“
Þrátt fyrir að Guðmundur þurfi að
stíga af sviðinu segist hann ekki geta
hugsað sér að hætta öllum af-
skiptum af mótorsportinu. Draumur
hans sé að vera með bíl og kenna
ungum strákum listina og þannig
láta gott af sér leiða. „Þetta er eitt af
því sem maður hefur haft gaman af í
lífinu og ég er ekki tilbúinn til þess
að sleppa takinu alveg,“ segir Guð-
mundur að lokum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðmundur segir stuðning fjöl-
skyldu og vina ómetanlegan
Líður ennþá eins
og hálfum manni
Guðmundur
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
Guðmundsson