Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
„GULLVERÐLAUNIN á Norð-
urlandamótinu eru tvímælalaust
toppurinn á ferlinum,“ segir hin 19
ára gamla Sif Pálsdóttir sem í apríl
varð fyrst íslenskra kvenna Norð-
urlandameistari í fjölþraut fimleika
er Norðurlandamótið var haldið í
Gerpluhúsinu í Kópavogi. Sif lét ekki
þar við sitja heldur vann einnig gull-
verðlaun fyrir æfingar á tvíslá og silf-
ur í gólfæfingum og á jafnvægisslá.
Sif hóf æfingar í fimleikum 6 ára að
aldri og uppskar svo sannarlega laun
margra ára erfiðis á Norðurlanda-
mótinu. „Árið á svo sannarlega eftir
að verða mér minnistætt,“ sagði Sif í
samtali við Morgunblaðið á dögunum.
„Ég veit ekki hvort draumur hefur
ræst á Norðurlandamótinu, en því er
ekki að neita að ég ætlaði að standa
mig eins og ég gat á mótinu. Stefnan
var sett á gullið í æfingum á tvíslá og
það gekk eftir, en síðan var sigurinn í
fjölþrautinni algjör bónus. Ég bjóst
ekki við að vinna í fjölþrautinni –
gerði mér vonir um annað eða þriðja
sætið.“
Hún segir að þegar mest lét hafi
æfingar staðið yfir í þrjá tíma á dag,
nær alla daga vikunnar. „Ég hafði
ósköp lítinn tíma til þess að gera
nokkuð annað.“
Sif er nemi á náttúrufræðibraut við
Fjölbrautaskólann við Ármúla.
Hún hætti keppni í hefðbundnum
fimleikum eftir að hafa tekið þátt í
heimsmeistaramótinu og hafnað í 77.
sæti af 220 keppendum í fjölþraut.
„Ég ákvað eftir Norðurlandamótið í
vor að láta staðar numið í áhaldafim-
leikum að loknu heimsmeist-
aramótinu. Það er gott að hætta á
toppnum,“ sagði Sif sem hefur þó
ekki alveg hætt fimleikum. Hún hefur
snúið sér að hópfimleikum og komst
ásamt félögum sínum í Gróttu í 7.
sæti á Evrópumeistaramótinu í Tékk-
landi í nóvember.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Sif Pálsdóttir, Norðurlandameistari kvenna 2006 í áhaldafimleikum.
Keppni fór fram í Versölum, fimleikahúsi Gerplu, helgina 8.- 9.apríl 2006.
Stefnan var sett á
gullverðlaun
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Sif Pálsdóttir
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
LÍF hjónanna og bændanna Valgerðar Auðunsdóttur og
Guðjóns Vigfússonar á Húsatóftum I á Skeiðum í Árnes-
sýslu tók dramatískum breytingum á einni nóttu í ágúst-
mánuði. Valgerður vaknaði við mikla bresti og þótti sem
hleypt hefði verið af byssu í fjarlægð. Þegar betur var að
gáð stóð mikill reykjarmökkur upp úr fjósþakinu og und-
an þakskegginu. Fjósið og hlaðan brunnu.
Tæpum fimm mánuðum síðar segir Valgerður þessa
fyrstu sýn hafa verið einna erfiðasta. „Ég vakti bóndann
minn og dóttur okkar Vigdísi. Svo hljóp ég hringinn í
kringum fjósið og tók frá grindur sem stóðu fyrir dyr-
unum til að þeir gripir sem voru lausir kæmust út,“ segir
Valgerður en á meðan hún stóð í þessu fóru Guðjón og
Vigdís inn í fjósið og reyndu að losa sem flesta nautgripi. Í
sameiningu náði heimilisfólkið að bjarga sex skepnum en
þá greip Valgerður í taumana og sagði að nú færi enginn
maður inn í húsin. Gólfið í fjósinu var farið að loga vegna
gass sem kom upp úr haugnum. Guðjón reyndi að mót-
mæla enda heyrðist enn baulið í gripunum sem urðu eftir
inni en Valgerður var ákveðin. Annars gætu þau stefnt lífi
sínu í hættu.
Vön að taka sigrum og tapi
Guðjón og Valgerður hafa verið gift í fjörutíu ár og eru
bæði af þessum slóðum. 30 kýr og kvígur brunnu inni auk
tuga landnámshænsna. 25 kvígur voru úti í haga svo alls
bjargaðist 31 nautgripur. Skepnurnar sem lifðu hafa verið
seldar enda engin aðstaða til kúabúskapar á bænum leng-
ur. „Fjórir nautgripanna fóru til bræðra Guðjóns en hinir
eru á Bryðjuholti í Hrunamannahreppi,“ segir Valgerður
og bætir við að þau hjónin mjólki stundum þar í afleys-
ingum. „Þetta er nú einu sinni það sem við kunnum.“
Valgerður og Guðjón eru fjarri því að ætla að leggja upp
laupana. „Við kláruðum heyskapinn í sumar og seldum
bæði heyið og kálið sem kúnum var ætlað. Við ætlum ekki
að fá okkur annað fjós að svo stöddu enda myndi það þýða
að við þyrftum að steypa okkur í stórskuldir og þá gætum
við neyðst til að flytja ef við þurfum að hætta rekstri sök-
um aldurs,“ útskýrir Valgerður en hún er orðin 59 ára og
Guðjón sjötugur.
Valgerður segir erfitt að missa skepnur enda hafi kýrn-
ar verið persónur í þeirra augum, allar með sín nöfn. „Son-
ardóttir okkar, sem býr hjá okkur núna, þekkti ekki aðeins
nöfn kúnna heldur líka ættfræði þeirra. Það kom okkur
dálítið á óvart þegar hún allt í einu fagnaði því að einhver
ákveðin ætt hefði ekki dáið út í brunanum,“ segir Val-
gerður og hlær.
Valgerður segist hafa fundið mikið fyrir þeim hlýja hug
sem fólk um allt land sendi þeim á þessum erfiða tíma.
„Þetta hefur hjálpað okkur að standa í lappirnar. Ekki að-
eins það sem er látið í ljós heldur líka það sem maður heyr-
ir ekki en finnur,“ segir Valgerður og bætir við að allir fjöl-
skyldumeðlimir séu vanir að takast á við sigra og tap enda
mikið íþróttafólk þar á ferð. „Ég held að það hafi mikið að
segja að vera vanur að takast á við óvænta hluti og taka
áföllunum þegar þau koma.“
En hvaða augum horfir Valgerður fram á veginn?
„Ég horfi bara björtum augum fram á við. Við erum at-
vinnulaus en vonandi ekki framfærslulaus en við eigum
enn eftir að sjá hversu mikið tryggingarnar greiða okkur
endanlega til baka. Ég skil samt varla hvernig við höfðum
tíma til að mjólka áður enda hefur verið heilmikið að gera
undanfarið. Við ætlum að byggja hús yfir hesta og hænsn
en hyggjumst ekki binda okkur alltof fast,“ segir Val-
gerður og bætir því við að þau hjónin séu líkt og margir
kúabændur ekki beinlínis vön að fara í frí. „En við hljótum
að geta lært það eins og hvað annað.“
30 skepnur brunnu inni og
lífið breyttist á einni nóttu
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Hjónin Valgerður Auðunsdóttir og Guðjón Vigfússon
hafa haft í nógu snúast frá brunanum í ágúst en ætla
sér ekki að byggja nýtt fjós sem stendur.
Valgerður Auðunsdóttir