Morgunblaðið - 31.12.2006, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hvað segja þau um áramót?
Morgunblaðið leitaði til hóps kvenna og karla, sem hafa látið að sé kveða á ýmsum sviðum
þjóðlífsins, og spurði hvað þeim þætti bera hæst á árinu og hvers þau væntu á nýja árinu.
Árið 2006 hefur að ýmsu leyti veriðgott fyrir launafólk á íslenskumvinnumarkaði, að sögn GrétarsÞorsteinssonar, forseta Alþýðu-
sambands Íslands. „Við höfum komið í höfn
ýmsum verkefnum og kröfum sem við höfum
unnið að um langt skeið innan verkalýðs-
hreyfingarinnar,“ segir hann.
Í lok árs 2005 var endurskoðun á launalið
kjarasamninganna og gert var ráð fyrir að til
samskonar endurskoðunar kæmi nú í nóv-
ember. „Vegna ójafnvægis í efnahagslífinu,
þenslu og verðbólgu, var ákveðið að flýta
endurskoðun fram til júnímánaðar og freista
þess að að koma böndum á verðbólguna. Hún
bitnar harðast á þeim sem búa við lökust
kjör, ekki síst ungu fólki. Þann 22. júní náð-
ist samkomulag ASÍ, Samtaka atvinnulífsins
og ríkisstjórnarinnar um framangreind
markmið og styrkingu vinnumarkaðarins.
Samkomulagið fól í sér 15.000 kr. hækkun
handa þeim sem fá greitt samkvæmt töxtum,
auk þess sem aðrir fengu ákveðna launaþró-
unartryggingu.“
Aldraðir og öryrkjar njóti hækkana
Grétar segir að í yfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar sé að finna ýmsa landvinninga sem
treysta bæði vinnumarkaðinn og kjör launa-
fólks. „Þar er fyrst til að taka að skattleys-
ismörkin hækka í 90 þúsund um áramótin og
persónuafslátturinn verður aftur verð-
tryggður. Jafnframt fólst í yfirlýsingu rík-
isstjórnarinnar skuldbinding um að aldraðir
og öryrkjar nytu einnig þessara hækkana.
Gefin var yfirlýsing um endurskoðun
vaxtabótakerfisins. Sú endurskoðun gekk
hins vegar ekki fram samkvæmt þeim skiln-
ingi sem við lögðum í efni yfirlýsingarinnar.
Það eru mikil vonbrigði.“
Barnabætur verða greiddar til 18 ára ald-
urs frá áramótum. Framlög til fullorðins-
fræðslu og starfsmenntamála hækka um 120
milljónir á árinu 2007. „Jafnframt fólust í yf-
irlýsingu ríkisstjórnarinnar skuldbindingar
um að treysta réttindi útlendinga á íslensk-
um vinnumarkaði og setja ramma um starf-
semi erlendra þjónustufyrirtækja sem starf-
að hafa hér á landi.“
Grétar nefnir ennfremur að á árinu 2006
hafi komið til framkvæmda verulegar breyt-
ingar á atvinnuleysisbótakerfinu, með tekju-
tengingu og hækkun bóta. „Jafnframt voru
samþykkt ný lög um vinnumarkaðsaðgerðir
sem byggja á samkomulagi aðila vinnumark-
aðarins og stjórnvalda. Markmið laganna er
að treysta stöðu fólks á vinnumarkaði, eink-
um þeirra sem standa höllum fæti og hafa
skerta starfsorku.“
Þær breytingar sem hafa orðið á vinnu-
markaðnum eru í rauninni birtingarmynd á
hnattvæðingunni, að dómi Grétars. „Mikið af
okkar vinnu snýr að því með hvaða hætti við
getum tryggt að launafólk njóti þeirra kosta
sem fylgja hnattvæðingunni. Við höfum að
sönnu aðallega þurft að fást við neikvæðar
afleiðingar hnattvæðingarinnar, en hún á sér
líka jákvæðar hliðar. Við höfum sett okkur
það markmið að launafólk njóti jákvæðu
áhrifanna. Við sjáum í hnattvæðingunni
tækifæri til að efla það velferðarsamfélag
sem við höfum byggt upp og þar gegna bætt
menntun og aukinn aðgangur að fullorðins-
fræðslu og símenntun lykilhlutverki.“
Grétar segir að hnattvæðingin krefjist
aukinnar samábyrgðar, því við verðum í
auknum mæli háðari því sem aðrir ákveða og
gera. „Þetta felur það ekki síst í sér að það
verður að setja skýrari reglur á alþjóðlegum
vettvangi og um leið að skilgreind verði
refsiákvæði gagnvart löndum og fyrir-
tækjum sem ekki fylgja þessum alþjóðlegu
reglum.“
Hann segir að glímuna við afleiðingar
hnattvæðingarinnar leysum við ekki í eitt
skipti fyrir öll og ekki bara heima fyrir. Úr-
lausnarefnin krefjist samvinnu og samráðs
sem gengur þvert á landamæri. „Undanfarin
ár hefur dregið úr jöfnuði og það hefur verið
vaxandi ójafnvægi og ólga á vinnumarkaði og
í efnahagskerfinu. Við viljum snúa þessari
þróun við og stefna þess í stað á þá braut
sem nágrannar okkar á Norðurlöndunum
eru á. Þar búa menn við mun betra velferð-
arkerfi– en á sama tíma er samkeppnis- og
aðlögunarhæfni atvinnulífsins þar meiri en
annars staðar í heiminum. Því er ljóst, að
sveigjanleiki og öryggi fara vel saman.“
90 ára afmæli Alþýðusambands Íslands
12. mars voru liðin 90 ár frá því að sjö
verkalýðsfélög í Reykjavík og Hafnarfirði
stofnuðu Alþýðusamband Íslands. „Þessi 90
ár ná yfir mestu umbrotatímana í sögu ís-
lensku þjóðarinnar. Á þessu tímaskeiði hefur
íslenska þjóðin náð þeim árangri að verða í
hópi þeirra auðugustu í heimi. Ég fullyrði að
þessi saga væri öðruvísi og lífskjör launa-
fólks á Íslandi væru ekki jafn góð og raun
ber vitni ef verkalýðshreyfingarinnar hefði
ekki notið við.“
ASÍ hefur minnst afmælisins með ýmsum
hætti. „Í mínum huga rís þar hæst ákvörðun
um að ráðast í útgáfu á sögu hreyfingarinnar
og undirritun samnings þar að lútandi.“
Sjálfur hefur Grétar átt góðar og eftir-
minnilegar stundir með ættingjum, félögum
og vinum í leik og starfi á árinu. „Þær standa
upp úr þegar maður gerir upp árið.“
Að endingu vil Grétar fyrir hönd Alþýðu-
sambandsins óska öllu launafólki og lands-
mönnum öllum gæfu og gleði á árinu sem nú
gengur í garð, um leið og hann þakkar sam-
starfið á árinu sem er að líða.
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ
Birtingarmynd hnattvæðingar
Samningarnir, sem tókust við verka-lýðsfélögin 22. júní sl., eru mér efst íhuga um áramótin. Þar tóku aðilarvinnumarkaðarins á þeim vanda sem
við blasti og leystu hann með þeim hætti að
tryggja gildi kjarasamninga út árið 2007,“
segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins.
Annað er Vilhjálmi ofarlega í huga, en það
er hversu hratt verðbólgan lækkaði á árinu, í
kjölfar samninganna. „Sú lækkun var mun
meiri en við gerðum ráð fyrir. Nú sjáum við
fram á að árshækkun verðbólgunnar, miðað
við þriggja mánaða tímabil, er vel undir verð-
bólgumarkmiðum Seðlabanka Íslands og
nálgast það líka miðað við sex mánaða tíma-
bil. Árangurinn er þannig miklu betri en við
þorðum að vona.“
Vilhjálmur er sannfærður um að nýtt ár
verði gott. „Ég held að nú séum við að ganga
í gegnum niðursveiflu í efnahagslífinu án þess
að taka eftir því. Þeirri niðursveiflu lýkur á
fyrri hluta næsta árs og ég tel að 2007 í heild
verði mun betra en hagspár gera ráð fyrir.
Mér kæmi ekki á óvart þótt hagvöxturinn á
næsta ári næmi um 3%.“
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
sér heldur engar blikur á lofti í verðbólgu-
málum á næsta ári. „Þvert á móti, mér sýnist
allt benda til þess að verðbólgan verði í góðu
horfi út allt næsta ár.“
Helstu umskiptin í einkalífi Vilhjálms á
árinu voru þau, að hann skipti um starf, lét af
embætti ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðu-
neytinu og tók við starfi framkvæmdastjóra
Samtaka atvinnulífsins 15. mars. „Ég hafði
vissulega gaman af að starfa í sjávarútvegs-
ráðuneytinu, en núna er ég kominn á minn
gamla heimavöll,“ segir Vilhjálmur, sem fyrr
á starfsævinni starfaði bæði hjá VSÍ og Versl-
unarráði. „Ég hef rifjað upp kynni við marga
gamla félaga og um leið kynnst nýju fólki.“
Vilhjálmur sat á þingi í tæp 12 ár, en þótt
kosningaár sé framundan eru engin merki
þess að þingið heilli á ný. „Nei, ég geri ekki
ráð fyrir að fara aftur í stjórnmálin. Tólf ár
eru ágætur tími og ég læt þar við sitja.“
Þjóð í fremstu röð
Bjartsýnin ræður ein ríkjum hjá Vilhjálmi
við áramót. „Mér finnst skipta miklu máli að
við gerum okkur grein fyrir að við erum þjóð
í fremstu röð, hvort sem litið er til lífskjara,
velferðar eða annarra samfélagslegra þátta,
sem oft eru hafðir að viðmiði við samanburð
þjóða. Við verðum að sýna metnað til að halda
þessari stöðu, en megum ekki falla í þá gryfju
að líta á það sem úrskeiðis fer sem vandamál.
Við eigum fremur að líta á það sem áminn-
ingu um að staða okkar á toppnum er sam-
fellt viðfangsefni. Og það viðfangsefni hlýtur
að vera jákvætt, hvort sem það lýtur að
vinnumarkaðnum eða öðrum þáttum sam-
félagsins.“
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA
Vandi leystur með samningum
Morgunblaðið/Kristinn