Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 27
Morgunblaðið/G.Rúnar
Innleiðingarferlið varðandi nýskipan lög-reglumála er Sveini Ingiberg Magn-ússyni formanni Landssambands lög-reglumanna efst í huga við áramót. „Það
ferli hefur það markmið að efla og styrkja lög-
regluna í landinu m.a. með því að sameina lög-
reglulið og auka samvinnu milli lögregluemb-
ætta með sérstakri áherslu á skilvirkari
rannsóknir sakamála.“
Hann vonar innilega að þessar breytingar
skili sér hratt og örugglega og lögreglan verði
sterkari á eftir.
Sveinn nefnir líka starfsumhverfi lögreglu
sem verið hefur í brennidepli á árinu. „Það um-
hverfi hefur þurft að bæta og nú glittir í árang-
ur en dómsmálaráðherra er með í burðarliðnum
frumvarp til breytingar á hegningarlögum þar
sem gert er ráð fyrir harðari refsingum fyrir of-
beldi gegn lögreglu. Eins á að setja á laggirnar
sálgæslu fyrir lögreglumenn sem vinna að erf-
iðum verkefnum. Því ber að fagna.“
Sveinn segir að brotum gegn lögreglu hafi
ekki endilega fjölgað en svo virðist sem menn
séu í auknum mæli tilbúnir að mæta henni af
hörku, jafnvel vopnaðir. „Við lifum í harðari
heimi en áður og starf lögreglumanna er orðið
hættulegra en það var.“
Þá þykir Sveini áhyggjuefni hve alvarlegum
umferðarslysum hefur fjölgað mikið á líðandi
ári. „Það er eðlilegt að stjórnvöld velti því fyrir
sér hvaða úrræði séu best til þess fallin að ná ár-
angri á þessu sviði. Með fullri virðingu fyrir öll-
um áróðursherferðum tel ég að aukin sýnileg
löggæsla úti á þjóðvegunum sé áhrifaríkasta
leiðin til að draga úr ökuhraða.“
Sveinn segir að brotthvarf varnarliðsins séu
mikil tíðindi og geti m.a. haft þær afleiðingar að
lögreglu verði í framtíðinni ætlað stærra hlut-
verk varðandi innra öryggi ríkisins. „Það verður
fróðlegt að sjá hvernig þau mál þróast.“
Á leið í nám hjá FBI
Sveinn fékk nýverið inngöngu í akademíu
bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og segir
hann það standa upp úr hvað hann sjálfan varð-
ar á árinu. Hann fer utan í mars næstkomandi
og mun nema þar í þrjá mánuði. „Þetta verður
mjög spennandi.“
Þegar horft er til heimsmála segir Sveinn
áframhaldandi stríðsrekstur bera hæst. „Átökin
í miðausturlöndum eru manni ofarlega í huga
eins og undanfarin ár og því miður sér maður
enga lausn í sjónmáli.“
Í huga Sveins átti eftirminnilegasti atburður
ársins 2006 sér stað í úrslitaleik Ítala og Frakka
á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Þýska-
landi. „Það var þegar Zinédine Zidane skallaði
Marco Materazzi í brjóstið. Þetta er kannski
léttvægt í hinu stóra samhengi hlutanna en
breytir því ekki að þessu atviki munu menn
seint gleyma.“
Sveinn kveðst líta björtum augum fram á
veginn og vonar að spennandi hlutir bíði ís-
lensku þjóðarinnar á árinu 2007.
Sveinn Ingiberg Magnússon, formaður
Landssambands lögreglumanna
Starf lögreglu
hættulegra en áður
Framtíðarlandið, félag áhugafólks umframtíð Íslands var stofnað í sumarsem hugmyndaveita og þrýstiafl umnýja framtíðarsýn og nauðsyn þess
að efla lýðræðislega umræðu og grundvall-
arþætti samfélagsins: réttlæti, menntun og
skapandi atvinnustefnu. „Okkur fannst sem
skapandi og bjartsýnu fólki að það væri mik-
ilvægt að umræðan um framtíðan væri jákvæð
og þar væru skoðaðir ótæmandi möguleikar
sem felast hér í mannuði og verðmætum hug-
myndum fólks,“ segir María Ellingsen, stjórn-
armaður í samtökunum Framtíðarlandinu.
„Og ná okkur út úr hræðsluáróðrinum sem
hefur verið rekinn hér síðustu ár þar sem Ís-
lendingum er talin trú um að úlfarnir séu við
dyrnar og ef við bregðumst ekki skjótt við og
grípum einhæfa afarkosti muni landið leggjast í
eyði, fólk ganga um atvinnulaust og hungrið
sverfa að. Ég veit ekki hversvegna ríkistjórnin
er svona hrædd en það er dapurlegt að hún
skuli ekki hafa meiri trú á einni ríkustu, best
menntuðu og heilbrigðustu þjóð í heimi. Og svo
tekur náttúrlega steininn úr þegar ráðherrar
keppast við að lýsa því yfir hvað þeim þykir
landið sjálft ljótt.“
Það var til að bregðast við þessu sem Fram-
tíðarlandið var stofnað „Við vildum styðja
stjórnvöld til góðra verka, telja í þau kjark,
benda á að við sitjum á eldfjalli verðmætra hug-
mynda, og blésum til stofnfundar 17. júní,“ segir
María. „Við vildum nota þann táknræna dag til
að sýna sjálfstæði, því öll umræðan hefur snúist
um að erlendir auðhringar eigi að bjarga okkur
því við getum það ekki sjálf. 2.500 manns hlýddu
þessu kalli, skráðu sig samdægurs og troðfylltu
Austurbæjarbíó.
Þessi stofnfundur hafði strax áhrif á umræðu
innan flokkana og var það mjög jákvætt. Næst
héldum við svo haustþing. Við nefndum það Ís-
land á teikniborðinu, og skoðuðum fyrst það
sem núverandi stjórnvöld eru með á teikniborð-
inu, sem virðist fátt annað en stóriðja langt fram
yfir orkugetu landsins. Til viðmiðunar settum
við á teikniborð Framtíðarlandsins alla hina
möguleikana. Segjum að stóriðjulandið sé það
eina sem er núna á teikniborðinu, þá vildum við
skoða það í samanburði við heilsulandið,
menntalandið, menningarlandið, ferðamanna-
landið, frumkvöðlalandið, matvælalandið og
náttúruperluna.“
María segir að niðurstaðan hafi verið að sú að
á teikniborðum Framtíðarlandsins hafi verið
margir verðmætir möguleikar sem hver styðji
annan. „Hér gætu lifað margar þjóðir í þeirri
velsæld allri á meðan stóriðjulandið grefur und-
an öðrum möguleikum, spillir ímynd landsins og
hefur afgerandi neikvæð áhrif á sjálfsmynd
okkar.“
Og hún segist hafa orðið vör við hugarfars-
breytingu. „Mér finnst fólkið í landinu ekki eins
hrætt og það var. Ég held að Draumalandið bók
Andra Snæs Magnasonar hafi hjálpað mikið til
við að reka þessa tilbúnu Grýlu út í horn. En
margir stjórnmálamenn virðast ennþá fastir í
sama farinu og jafn hugmyndasnauðir og áður.“
Það sem tekur nú við hjá Framtíðarlandinu
er að opna öfluga vefsíðu eftir áramót og eru
vinnuhópar að vinna að framgangi hugmynda
Framtíðarlandsins. Þá hefur framboð komið til
tals en ekkert verið ákveðið um það ennþá. Að-
spurð um hvað kosningarnar komi til með að
snúast í vor segir María: „Ef ég er bjartsýn, þá
sé ég fyrir mér að ekki bara einn flokkur heldur
allir standi í lappirnar, sýni sjálfstæði, þor og
hugmyndaauðgi, treysti á frumkvæði fólksins,
og standi vörð um náttúruna sem er okkar fjör-
egg. Ef ef ég er svartsýn, þá verður haldið
áfram á sömu braut, reynt að hræða fólk slá
ryki í augun á þeim með geisladiskum, skattaí-
vilnunum og loforðum langt upp í ermarnar Þá
kemur að okkur sjálfum. Ætlum við að fljóta
sofandi að feigðarósi? Látum við múta okkur?
Látum við hræða okkur? Eða tökum við framtíð
Íslands í okkar hendur.“
María Ellingsen stjórnarmaður Framtíðarlandsins
Fólkið í landinu ekki
eins hrætt og áður
Unicef virðist hafa grafiðsig dýpra inn í vitund Ís-lendinga á árinu sem erað líða eins og Hólm-
fríður Anna Baldursdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Barnahjálpar Samein-
uðu þjóðanna á Íslandi, vottar um.
„Eitt af þeim verkefnum sem varð
að veruleika í ár varðaði bólusetn-
ingu. Fyrirtæki í skreiðarútflutn-
ingi, Lýsi hf., Hreinn Loftsson og
Frímúrarareglan á Íslandi, ásamt
íslenska ríkinu styrktu bólusetning-
arverkefni í Nígeríu. Nam framlagið
kostnaði við að bólusetja 300.000
börn. Okkur fannst það mjög við
hæfi því á svipuðum tíma fæddist
300.000 Íslendingurinn. Bólusetn-
ingin var gegn mænusótt en flest til-
felli í heiminum eru í Nígeríu. Það
þarf lokaátak á heimsvísu til að út-
rýma þessum sjúkdómi alfarið.“
Mörg menntaverkefni
Fjársterkir einstaklingar hafa lát-
ið mikið til sín taka á árinu. „Við
fengum styrk frá hjónunum Ólafi
Ólafssyni, stjórnarformanni Sam-
skipa, og Ingibjörgu Kristjáns-
dóttur til að byggja 50 skóla í Sierra
Leone fyrir börn á aldrinum sex til
níu ára. Mörg þúsund börn njóta
góðs af þessu. Landið er eitt af fá-
tækustu ríkjum heims.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra fór utan með
okkur ásamt styrktaraðilunum í
október og opnaði þar skóla en á
sama tíma var tekið upp efni fyrir
Dag rauða nefsins. Þetta verður svo
áþreifanlegt þegar maður sér börn-
in syngja og dansa fyrir utan
skólana. Það er virkilega verið að
breyta kynslóðum,“ segir hún en
fleiri menntaverkefni eru áberandi í
starfi UNICEF. „Fyrir styrk frá
Baugi, FL Group og Fons erum við
að byggja 135 skóla í Gíneu Bissá.“
Fyrir féð sem safnaðist á fullveld-
ishátíð fyrir rúmu ári síðan, tæpar
90 milljónir króna, er m.a. verið að
dreifa 180.000 malaríuflugnanetum.
„Hvert net getur varið fjögur til
fimm börn gegn malaríu. Ef barn
smitast af malaríu getur það dáið
innan fárra daga og því er verið að
bjarga mörg þúsund mannslífum.
Við fórum líka til Gíneu Bissá að
taka upp sjónvarpsefni, sýna hvern-
ig malaríunet getur breytt manns-
lífi. Við sáum hvað hægt er að gera
og hvernig þetta hefur áhrif.“
Vel heppnað rautt nef
Hápunktur ársins var vel heppn-
aður Dagur rauða nefsins með söfn-
un og sjónvarpsútsendingu.
„Þarna skilaði sér erfiði margra í
marga mánuði. Við áttum frábært
samstarf við alla sem komu að
þessu, 365, Icelandair, Saga Film,
Vodafone og ótrúlega mikið af góðu
fólki og listamönnum. Við fórum alls
í þrjár ferðir til að taka upp efni til
að geta sýnt frá verkefnum okkar.
Ég fór sjálf til Svasílands með Sigur
Rós. Ferðin var mjög áhrifamikil en
við vorum að skoða HIV-verkefni á
staðnum. Sigur Rós hélt síðan fal-
lega ljósmyndasýningu frá ferðinni.
Við hefðum ekki getað náð betri
árangri. Við skráðum næstum því
4.000 nýja heimsforeldra, sem var
fjölgun upp á 60%. Við erum enn þá
að vinna úr því.“
Sú spurning vaknar hvort það
hafi ekki átt sér stað almenn vakn-
ing í sambandi við mannúðarmál og
þátttöku í hjálparstarfi. „Ég held
þessi þróun hafi verið að eiga sér
stað síðustu ár. Það er til fátækt á
Íslandi en meginþorri þjóðarinnar
býr við mjög góðar aðstæður og hef-
ur efni á því að leggja sitt af mörk-
um til þeirra sem minna mega sín í
heiminum. Það er mikil þörf víða.
Í gegnum árið höfum við notið
mikils stuðnings frá fyrirtækjum og
fjársterkum einstaklingum og Dag-
ur rauða nefsins sló öll met. Í heild-
ina hefur þetta ár verið gott hjá
okkur í fjáröflun á öllum sviðum.
Ég held það hafi orðið mikil vakn-
ing hér og annars staðar á Vest-
urlöndum varðandi hvað það er mik-
il fátækt í heiminum og hversu mikil
þörfin er víða. Forsendan er að fólk
viti hvað er í gangi, þekki þörfina,
og taki síðan það skref að leggja sitt
af mörkum, sem er ofsalega mik-
ilvægt og auðvitað val hvers og
eins.“
Ferðalag síðasta sumar er henni
einnig mjög minnisstætt. „Ég fór í
langferðalag í sumar en ég ferðaðist
til Kambódíu og Víetnams en þetta
var eitt besta sumarfrí sem ég hef
átt. Starfið hefur hvatt mig áfram til
þess að fara og sjá heiminn og þegar
maður gerir það hvetur það mann
líka áfram í starfinu.“
Hólmfríður Anna Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF Íslandi
Verið að breyta kynslóðum
Morgunblaðið/Golli
Síðumúla 3, sími 553 7355.
Við óskum viðskiptavinum okkar
gleðilegs árs og farsældar á komandi ári
með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári