Morgunblaðið - 31.12.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 29
Þrennt bar hæst á árinu 2006.Í fyrsta lagi var sameig-inleg forsjá lögfest frá Al-þingi sem meginregla við
skilnað foreldra. Það er afskaplega
mikilvægt skref á langri leið. Þá vil
ég sérstaklega nefna að Feðradag-
urinn var haldinn hátíðlegur hér á
landi í fyrsta sinn 12. nóvember sl.,
með glæsilegri ráðstefnu félagsins.
Loks vil ég svo nefna útgáfuna á
blaðinu okkar, Ábyrgir feður, sem er
trúlega fyrsta jafnréttisblað karla á
Íslandi,“ segir Gísli Gíslason, for-
maður Félags ábyrgra feðra.
Félag ábyrgra feðra var stofnað
fyrir tæpum tíu árum. Það er áhuga-
félag um foreldrajafnrétti og til-
gangur þess er að veita feðrum, for-
sjárlausum foreldrum og börnum
þeirra stuðning. Félagið hefur haldið
nokkur málþing, t.d. Eru pabbar
óþarfir árið 1999, Jafnrétti til for-
eldra í apríl 2002 og Feður og börn á
nýrri öld í maí 2004.
Á ráðstefnu félagsins á Feðradag-
inn í nóvember voru flutt erindi,
meðal annars um stöðu feðra og
barna og hamingju foreldra og
barna, félagsmálaráðherra ávarpaði
ráðstefnuna og sérstakur gestur,
Tom Beardshaw, kom frá enskum
feðrasamtökum.
Gísli segir að málstaður félagsins
njóti nú aukins skilnings. „Nú er það
sjónarmið að öðlast viðurkenningu
að börn eigi rétt á að njóta umgengni
við báða foreldra sína, óháð hjúskap-
arstöðu foreldranna. Það sjónarmið
átti undir högg að sækja þegar félag-
ið var stofnað, fyrir tíu árum. „Fé-
lagið varð til vegna þess að menn
voru ósáttir við stöðu sína. Núna hef-
ur félagið sterka málefnalega stöðu
og við njótum vaxandi skilnings,
jafnt hjá almenningi sem stjórn-
málamönnum.“
Forsjármál snerta marga
Gísli segir eðlilegt að félagið hafi
náð að hasla sér völl, þegar litið sé til
þess hve forsjármál snerti marga.
„Hér á landi eru um 12 þúsund með-
lagsgreiðendur og um 14 þúsund
meðlagsþegar og samskipti þeirra
snerta 20 þúsund börn. Sú þróun, að
feður sækjast æ meira eftir sam-
skiptum við börn sín, líka eftir skiln-
að við barnsmóðurina, er mjög
ánægjuleg. Við feður viljum vera
uppalendur, óháð hjúskaparstöðu
okkar.“
Gísli segir að ýmis verkefni bíði
Félags ábyrgra feðra. „Ég get nefnt
þar sem dæmi, að réttindi og skyldur
sem tengjast börnum eru mjög
bundin við lögheimili barnanna.
Hins vegar eiga mörg börn tvö heim-
ili, hjá móður og föður og næsta
skref hlýtur að vera opinber við-
urkenning á þeirri stöðu. Við þurfum
líka að skoða skattareglur og fleira
af því tagi. Við eigum alltaf að hafa
hagsmuni barnanna okkar í fyr-
irrúmi og ég er sannfærður um að
foreldrajafnrétti kemur börnum
okkar best.“
Jól með börnunum
Gísli er ánægður með árangurinn í
starfi Félags ábyrgra feðra á árinu
sem er að líða. Þegar talið berst að
einkalífinu er hann heldur ekki í vafa
um hvað er minnisstæðast. „Á að-
fangadag voru börnin mín, 8 og 10
ára, hjá mér í fyrsta sinn frá því að
við móðir þeirra skildum árið 2001.
Það var yndislegt að njóta jólanna
með þeim og ég er móður þeirra af-
skaplega þakklátur fyrir að gefa
okkur þá samverustund,“ segir Gísli
Gíslason, formaður Félags ábyrgra
feðra.
Gísli Gíslason, formaður Félags ábyrgra feðra
Sameiginleg forsjá
mikilvægt skref
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Talsverðar sviptingar hafaverið í flugmálum Íslend-inga á árinu sem er að líða,Icelandair, flaggskip ís-
lenska flugflotans, hefur ekki farið
varhluta af þeirri ókyrrð sem verið
hefur í loftinu í þessum efnum.
Jón Karl Ólafsson tók við for-
stjórastarfi Icelandair fyrir um einu
og hálfu ári er Sigurður Helgason lét
af störfum. Hvað er Jóni Karli eft-
irminnilegast frá árinu 2006:
„Eftirminnilegast er söluferlið sem
hófst í byrjun árs og tók mestan hluta
ársins og gekk mjög vel. Fyrirtækið
komst á markað á ný og er nú skráð í
Kauphöll Íslands,“ segir Jón Karl.
Voru miklir sviptivindar áður en
þetta ferli hófst?
„Í sjálfu sér ekki. Þetta var til-
tölulega eðlilegt framhald. FL-Group
var fyrri eigandi en hafði skipt um
stefnu og alfarið breytt sér í fjárfest-
ingarfélag sem einbeitir sér að um-
breytingum í rekstri félaga. Það þótti
því eðlilegt að Icelandair færi á
markað þannig að áhugasamir fjár-
festar gætu komið að rekstrinum á
ný.“
Hvernig hefur gengið eftir breyt-
ingarnar?
„Það má segja að það sé mjög
ánægjulegt hve vel reksturinn hefur
gengið þrátt fyrir að söluferlið hafi
verið í gangi meirihluta ársins, því
slíkt ferli getur oft tekið mikið þrek
og vinnuafl úr fyrirtækjum. Samstarf
við nýja eigendur hefur gengið mjög
vel.“
Hvað með hina auknu samkeppni?
„Samkeppni hefur verið vaxandi
undanfarin ár og áratugi og við höf-
um staðið okkur ágætlega í henni
fram til þessa. Vöxtur í ferðaþjónustu
hefur verið það mikill hér á landi að
fleiri aðilar hafa getað komið að á
hagkvæman hátt. Við höfum haldið
okkar hlut og vel það. En það hefur
kostað mikla vinnu, þegar ég lít til
baka þá stendur árið 2006 kannski
upp úr sem ár mikillar vinnu og mik-
ils annríkis.“
Hvað með umhverfið í samfélag-
inu?
„Umrót og skiptingar á stjórn-
málasviðinu eru mér eftirminnilegar.
Mikilvægt er að mínu mati að við-
halda þeim stöðugleika sem skapast
hefur hér undanfarin ár.
Það hefur líka verið ánægjulegt að
fylgjast með hvað Íslendingar hafa
gert það gott erlendis í menningu,
listum og íþróttum.“
Hvað með einkalífið?
„Það hefur gengið mjög vel, meðan
allir eru heilbrigðir og líður vel þá er
allt í góðu gengi. Ég og fjölskylda
mín höfum verið heppin þetta ár hvað
það snertir og það skiptir á endanum
mestu máli.“
Hvað sérðu fyrir þér á næstunni?
„Næsta ár er kosningaár og verður
ábyggilega mikið um að vera. Við hjá
Icelandair erum bjartsýn á gott ár í
ferðaþjónustu, bókanir byrja vel og
nýir áfangastaðir koma vel út. Við lít-
um því björtum augum til framtíðar.“
Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair
Ár annríkis!
Morgunblaðið/ÞÖK
!
" # $
% &
'() *
+ *
*
',++-.
'/
0
1
2
2
3-&
24
" 5 6& $
'() * . 7 ' , + '
8* $
6