Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ 1. Munich – München Steven Spielberg, Bandaríkin 2005. Spielberg spyr leiðtoga gyðinga og araba í mynd um fjöldamorðin í München og eftirhreytur þeirra: Hvaða gagn hefur endalaust blóð- bað og djöfulskapur gert annað en að ala á linnulausri hringrás of- beldisverka í 30 ár? Tilgangsleysi hefndarinnar er brennipunkturinn í einni hans mikilvægustu mynd. Leikstjórn, klipping, leikur – allt eins og best verður á kosið. 2. Breiðufjöll – Brokeback Mountain Ang Lee, Bandaríkin 2005. Lee er óvenjuvíðsýnn og vitur listamaður sem er lagið að fást við litróf mannlegra samskipta. Brokeback Mountain er ein eft- irminnilegasta mynd sem gerð hefur verið um ástir í meinum, það að persónurnar eru samkyn- hneigðir karlar gerir hana að tímamótaverki í kvikmyndasög- unni. Magnaður leikur og leik- araval. 3. Takk fyrir að reykja – Thank you for smoking Jason Reitman, Bandaríkin 2006. Meinfyndið og frumlegt handrit, algjörlega á mörkunum, og frábær leikur gerir satíruna yndislega óforskammaða og óvenjulega skemmtun. Það er afreksverk að skapa vel lukkað grín um efni sem er í sjálfu sér dauðans alvara og það verður æ sjaldgæfara síðan Monty Python var og hét. 4. Flug United 93 – United 93 Paul Greengrass, Frakkland/ Bretland/Bandaríkin 2005. Leikstjóranum tekst meistara- lega að sviðsetja sögu flugs 93 og fyrstu viðbrögð Bandaríkjamanna eftir voðaverkin kennd við 11. september, laust við væmni, með fullri reisn og virðingu fyrir afrek- um hversdagsfólks sem varð að hetjum á örlagastund. 5. Endurkoma – Volver Pedro Almodóvar, Spánn 2006. Ástin nær langt út yfir landa- mæri lífs og dauða í firnavel leik- inni mynd þar sem konur ráðskast með karlaulana, að hætti leikstjór- ans. Cruz er stórfengleg í farar- broddi stórbrotinna kvennanna þar sem Carmen Maura siglir aft- ur seglum þöndum. 6. Borat í Ameríku – Borat: Cultural Learnings of Am- erica for Make Benefit Glorio- us Nation of Kazakhstan Larry Charles, Bandaríkin 2006. Háðfuglinn skopast að öllu og öllum, ekki síst spilltum stjórn- málamönnum, femínistum og íbú- um hins dásamlega Kazakstan. Aðferðirnar eru oftar en ekki handan áður kunnra velsæmis- marka en Baróninn er ekkert venjulegur og fær flesta til að gráta úr hlátri yfir óborganlegum atriðum. Við eigum ekki eftir að sjá neitt þessu líkt í framtíðinni. 7. Drottningin – The Queen Stephen Frears, Bretland/ Frakkland/Ítalía 2006. Enn ein háðsádeilan. Höfundum og leikurum hefur tekist ætlunar- verkið; að skopast að afbrigðilegu ástandi og samfélagslegum van- þroska fjölskyldunnar í Bucking- ham-höll og halda Díönu smekk- lega utan við myndina. Mirren er þegar komin langt með að tryggja sér öll helstu leik- listarverðlaun ársins. 8. Góða nótt og gangi ykkur vel – Good Night, and Good Luck George Clooney, Bandaríkin 2005. David Strathairn leikur Edward R. Murrow, sem þeir Clooney gera að fágaðri og háleitri mynd af hug- rekki blaðamannsins og frétta- teymisins á CBS sem stóð uppi í hárinu á öldungadeildarþingmann- inum Joseph McCarthy á myrkum tímum í sögu Bandaríkjanna. 9. Grbavica Jasmila Zbanic, Bosnía og Herzegóvína 2005. Lýsir á raunsæjan hátt fjölþætt- um vandamálum sem veraldlega og ekki síður tilfinningalega illa farnir íbúarnir eiga við að glíma eftir borgarastríðið í fyrrum ríkj- um Júgóslavíu. Zbanic, sem einnig er handritshöfundur, sneiðir hjá væmni og segir tæpitungulaust frá og hittir áhorfandann í hjartastað. 10. Þrjár útfarir Melquiades Estrada – The Three Burials of Melquiades Estrada Tommy Lee Jones, Bandarík- in 2005. Snilldarvestri, gerður af einum fárra sem bera hag kvikmynda- greinarinnar fyrir brjósti. Klass- ískur með áhrifaríkum vísunum í The Searchers. 10 bestu kvikmyndi Sæbjörn Valdimarsson Reuters Drottninginn Helen Mirren fer á kostum sem Elísabet Englandsdrottning og er komin langt með að tryggja sér helstu leiklistarverðlaun ársins. Reuters Endurkoma Penelope Cruz og Carmen Maura eru í fararbroddi kvenna, sem ráðskast með karlaula í Volver eftir spænska leikstjórann Almodóvar. München Tilgangsleysi hefndarinnar er brennipunkturinn í mynd Spielbergs um gísltökuna í München 1972. ReutersBreiðufjöll Í kvikmyndinni Brokeback Mountain fjallar leikstjórinn Ang Lee um ástir samkynhneigðra karla í fordómafullu samfélagi. Reuters Borat Grínistinn Sacha Baron Cohen sem Borat frá Kazakstan skopast að öllu og öllum. saebjorn@heimsnet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.