Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 37
ir ársins 2006
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 37
Óskum samstarfsaðilum og
landsmönnum öllum gleðilegra
jóla og farsældar á nýju ári.
Þökkum samstarfið á árinu
sem er að líða.
1. Breiðufjöll – Brokeback
Mountain
Ang Lee, Bandaríkin
Kvikmynd Ang Lee um ástir
tveggja karlmanna í fordómafullu
samfélagi er í senn stórbrotið kvik-
myndaverk og átakanleg harmsaga.
Heath Ledger fer fremstur í flokki
frábærra leikara myndarinnar. Þetta
er kvikmynd sem maður skilur aldrei
við sig eftir að hafa einu sinni séð
hana.
2. Rauður vegur – Red Road
Andrea Arnold, Bretland/
Danmörk
Andrea Arnold tvinnar hér saman
glæpasöguforminu og sögu um fólk í
grámóskulegum hversdegi Glasgow-
borgar sem glímir við sorgir lífsins.
Áhugaverð hugleiðing um eftirlits-
samfélag nútímans og margflókið til-
finningalíf aðalsöguhetjunnar.
3. Í felum – Caché
Michael Haneke, Frakkland
Þessi spennuþrungna saga Mich-
aels Haneke af ókennilegum við-
burðum í lífi borgaralegra hjóna er
ekki öll þar sem hún er séð. Auga
myndavélarinnar leiðir áhorfendur
hér í gegnum ferðalag sem afhjúpar
grafnar minningar og áður vandlega
falin leyndarmál.
4. Á sléttunni – A Prairie Home
Companion
Robert Altman, Bandaríkin
Hinn merki leikstjóri Robert Alt-
man, sem féll frá á árinu, kallar fram
hreina töfra úr einfaldasta efniviði í
þessari einstöku kvikmynd sem gerð
er í samkrulli við útvarpsmanninn
góðkunna Garrison Keillor. Hér
koma fram allir helstu kostir Alt-
mans sem leikstjóra, snjöll kvik-
myndataka, næmi fyrir smáatrið-
unum í mannlegum samskiptum og
öguð en spunakennd sögusmíð.
5. Capote
Bennett Miller, Kanada/
Bandaríkin
Áhrifarík kvikmynd um undirbún-
ingsvinnu Trumans Capote fyrir
skrif sannsögulegu morðsögunnar
Með köldu blóði. Brugðið er upp
magnaðri mynd af persónu og bak-
grunni rithöfundarins Trumans
Capote sem Philip Seymour Hoff-
mann túlkar af stakri snilld.
6. Óþægilegur sannleikur – An
Inconvenient Truth
Davis Guggenheim, Bandaríkin
Áhugaverð hugleiðing um pólitík
og umhverfismál, sem hverfist fyrst
og fremst um myndskreyttan fyrir-
lestur fyrrverandi forsetaframbjóð-
anda Bandaríkjanna, Al Gore, um
þær hættur sem steðja að lífríki jarð-
ar vegna loftslagsbreytinga af manna
völdum. Myndin fjallar í senn um
áhugaverðan pólitíkus og hugsjóna-
mál hans, og vekur áhorfendur til
umhugsunar um það hvert við
stefnum í umgengni okkar við nátt-
úruna.
7. Flug United 93 – United 93
Paul Greengrass, Frakkland/
Bretland/Bandaríkin
Paul Greengrass tekst hér á við
hryðjuverkin 11. september 2001 á
nærgætinn og gríðarlega agaðan
máta. Kvikmyndin fjallar um harm-
leik hryðjuverkanna á áhrifamikinn
hátt um leið og hún forðast að falla í
gryfju þeirrar hugmyndafræðilegu
einföldunar og þjóðernisrembu sem
einkennt hefur pólitíska orðræðu um
öryggismál í Bandaríkjunum eftir 11.
september.
8. Börn
Ragnar Bragason, Ísland
Ragnar Bragason fetar nýjar og
tilraunakenndar slóðir í þessari nýj-
ustu kvikmynd sinni, þar sem áhersla
er lögð á samvinnu við leikara um að
skapa persónurnar og söguheiminn
sem þær byggja. Útkoman er frá-
bærlega leikin kvikmynd, sem er
dramatísk og kómísk í senn, en örlög-
um persóna vindur fram í ein-
staklega fáguðu sjónrænu umhverfi
9. Olnbogabörn – Shortbus
John Cameron Mitchell, Banda-
ríkin
Þessi nýjasta kvikmynd John
Cameron Mitchells, sem þekktur er
sem höfundur söngleiksins um Hed-
wig, er einstaklega einlæg og sönn.
Mitchell skoðar tilfinningalíf og til-
finningadeyfð nútímafólks með því
að stinga sér beint inn að kjarnanum
og fjalla um kynlíf þess og kynvitund.
Sem fyrr fjallar Mitchell um olnboga-
rýmið fyrir það sem er öðruvísi en
sögusviðið er New York á árunum
eftir 11. september.
10. Grbavica
Jasmila Zbanic, Bosnía
Ljúfsár og eftirminnileg kvikmynd
um glímuna sem tekur við að
stríðshörmungum loknum. Hér er
sögð saga Esmu, sem var eitt af
mörgum fórnarlömbum nauðg-
unarbúðanna í stríðinu í Júgóslavíu,
og stendur frammi fyrir því að þurfa
að segja dóttur sinni sannleikann um
föður hennar.
Heiða Jóhannsdóttir
Reuters
Capote Með leik sínum dregur Philip Seymour Hoffman upp magnaða
mynd af rithöfundinum Truman Capote.
Börn Kvikmynd Ragnars Bragasonar er dramatísk og kómísk í senn.