Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 38
38 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Ghostigital - In Cod We Trust
Ghostigital, samvinnuverk-
efni þeirra Einars Arnar Bene-
diktssonar og Curvers Thor-
oddsens, blómstaði sem
aldrei fyrr á árinu. Platan In
Cod We Trust kom út í lok
febrúar og vakti athygli hér á
landi og erlendis. Þeir félagar
fóru og ótroðnar slóðir að
vanda við kynningu á plöt-
unni, myndbandagerð og tón-
leikahald víða um heim.
Magga Stína - Syngur Megas
Það er kúnst að syngja lög
sem aðrir hafa gert fræg og
eina leiðin að gera þau að
sínum, laga að eigin persónu
í stað þess að herma eftir
upprunalegum flytjanda.
Margrét Kristín Blöndal syng-
ur hér Megasarlög sem þau
væru samin fyrir hana, túlkar
þau af svo mikilli smekkvísi
að maður gleymir því að ann-
ar hafi sungið þau áður.
Jóhann Jóhannsson - IBM 1401 ...
Hugmyndin virðist kannski
galin við fyrstu sýn, að semja
tónverk uppúr tónlistarflutn-
ingi stórtölvu sem gaf upp
öndina fyrir mörgum árum.
Jóhann Jóhannsson sannar
aftur á móti að hann er því
magnaðri sem tónskáld eftir
því sem hugmyndirnar eru
fjarstæðukenndari sem hann
vinnur með. Hrífandi tónlist
sem gæðir hið vélræna hlýju.
Ragnheiður Gröndal - Þjóðlög
Hér er ekki ráðist á garðinn
þar sem hann er lægstur, al-
þekkt þjóðlög færð í smekk-
legan búning og að auki
sálmar sem maður hefur eig-
inlega aldrei heyrt utan
kirkju. Mér er til efs að Ragn-
heiður hafi sungið betur og
útsetningar Hauks snilld-
arlegar hvort sem það er á
þjóðlögum og sálmum eða
lögunum hennar Ragnheiðar.
KK - Blús
Blúsinn er vandmeðfarið tón-
listarform og margur farið
flatt á því að setja sig í stell-
ingar til að spila hann. Krist-
ján Kristjánsson og félagar
sýna hér hvernig á að spila
blús; hann verður ekki ekta
nema hann komi frá hjartanu,
einlægur og laus við alla til-
gerð. Fínir textar kippa blús-
unum svo inn í íslenskan
veruleika.
Barði Jóhannsson - Häxan
Barði Jóhannsson sýndi að
honum er flest til lista lagt
þegar hann samdi tónlist við
gamla hryllingsmynd og náði
að skapa drauga og drunga-
legt andrúmsloft með mjúk-
um strengjakliði. Hann gaf
síðan hefðbundinni flokkun í
æðri tónlist og óæðri langt
nef með því að útsetja sjálfur
hluta verksins fyrir sinfón-
íuhljómsveit.
Forgotten Lores - Frá heimsenda
Besta íslenska rappsveitin
verður bara betri. Frábærlega
fjölbreytt og fjörug plata, því
líkast sem maður líti inn á æf-
ingu þar sem þeir félagar eru
að skemmta sjálfum sér fyrst
og fremst og okkur um leið.
Léttara yfir mönnum en á síð-
ustu skífu og taktarnir nú-
tímalegri, en þó mikið sé
rappað um fjör og fyllerí þá er
broddurinn á sínum stað.
Innlendar plötur
Segja má að þetta hafi verið ár endurtekningarinnar, safn-
plötur og endurunnar hugmyndir í aðalhlutverki; segir sitt að
söluhæsta plata ársins er safnplata með gamalli tónlist. Þeir
listamenn sem fylgja þar á eftir eru og helst að gera gamla
hlutI, jafnvel endurgera plötu frá því í fyrra.
Öðrum þræði hefur árið líka verið Megasarár, þrjár plötur
endurútgefnar með aukaefni, gamlir tónleikar loks komnir á
plast, Passíusálmarnir frá síðustu páskum útgefnir og tvær
plötur með Megasarlögum, önnur klén en hin afbragð.
Þetta var líka ár Sigur Rósar, hljómsveitin fór um landið og
hélt ókeypis tónleika sem lyktaði með tugþúsundatónleikum á
Klambratúni - ekki hefur íslensk hljómsveit eða tónlist-
armaður leikið annan eins leik og erfitt að sjá fyrir sér að það
verði endurtekið í bráð.
Plötur
ársins
2006
Endurnýjun í íslenskri tónlist er með
minnsta móti að mati Árna Matthíassonar,
sem nefnir þær plötur sem honum þykir þó
hafa skarað framúr á árinu.
Morgunblaðið/Ásdís
Plata ársins Curver Thoroddsen og Einar Örn Benediktsson
binda ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir.
Skakkamanage - Lab of Love
Skakkamanage er hljómsveit
sem leynir á sér, spila-
mennskan virkar losaraleg og
skröltandi við fyrstu hlustun,
en svo gægjast út úr óreiðunni
snilldar laglínur og bráðs-
mellnir textar. Sum laganna á
plötunni eru með bestu popp-
lögum sem heyrst hafa á ís-
lenskri skífu lengi, ekki síst
fyrir það hve smekklega er út-
sett.
Skúli Sverrisson - Sería
Síðustu ár hefur Skúli Sverr-
isson dvalist erlendis og leik-
ið þar með mörgum af
fremstu framúrstefnumús-
íkmönnum Bandaríkjanna og
iðulega leikið á tónleikum
hér. Hann hefur líka fengist
við rokk og óhljóð, en lang-
þráð sólóskífa hans er þó
hvorki óhljóð né rokk heldur
draumfögur tónlist með frá-
bærum söng Ólafar Arnalds.
Gavin Portland - Views of Distant Towns
Það er ekki öllum lagið að
spila þunga rokkmúsík og
það sem einum finnst þunnt
er lap í eyrum annarra. Um
þessa plötu verður þó varla
deilt - hér er komin hin ís-
lenska rokkplata, rífandi
keyrsla allt í gegn en um leið
engin taktblinda, heldur fullt
af hugmyndum og spennandi
pælingum, meira að segja til-
raunakennt á köflum.
Erlendar plötur
Joanna Newsom - Ys
Einir eftirminnilegustu
tónleikar ársins voru
þegar Joanna Newsom
lék í Fríkirkjunni og
gaf okkur nasasjón af
væntanlegri plötu.
Menn sátu dolfallnir
undir lögum sem fóru
um víðan völl, laglínur
langt undan en textinn
allsráðandi. Hún fékk
svo Van Dyke Parks til
að færa lögin í sinfón-
ískan búning.
Comets on Fire - Avatar
Sagan segir að Ben
Chasny og félagar slái
þá aðeins í plötu sem
Comets on Fire þegar
þá langi til að vaða í
tryllingsspuna. Það
mátti heyra á Blue
Cathedral sem kom út
2004. Á Avatar ber svo
við að þeir eru ekki
með allt í botni eins og
forðum, vissulega jafn
villtir, en fráleitt eins
trylltir.
Under byen - Af samme stof som stof
Danska hljómsveitin
Under byen breytti
nokkuð um áherslur og
stefnu á þriðju breið-
skífu sinni, bætti
óhljóðum og þyngri
takti við fínlegar
hljómavefnaðinn. Segir
sitt að á tónleika-
ferðalagi er hún með
tvo trommuleikara, en
aðal sveitarinnar er þó
enn frábær söngur
Henriettu Sennenvaldt.
Midlake - The Trials of Van Occupanther
Rokksveitin banda-
ríska Midlake fer gjarn-
an ótroðnar slóðir og
gerði einmitt svo með
þessa breiðskífu sem
gerist í hugarheimi ein-
setumanns á nítjándu
öld. Þó söguþráðurinn
nái aftur í aldir er tón-
list nútímaleg, poppað
rokk, útsetningar
einkar hugmyndaríkar
og flutningur allur með
ágætum.