Fréttablaðið - 06.04.2009, Síða 4

Fréttablaðið - 06.04.2009, Síða 4
4 6. apríl 2009 MÁNUDAGUR SMÁLÚÐA, LAXAFLÖK OG FULLT AF ÖÐRU GÓMSÆTU FYRIR PÁSKA SELJUM EINNIG FISK Í MÖTUNEYTI ATH ERUM ALDREI FISKLAUSIR GLÆNÝ STÓRLÚÐA VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 21° 18° 22° 18° 13° 20° 21° 20° 10° 12° 21° 16° 13° 27° 14° 20° 21° 15° 4 6 6 2 1 13 8 3 5 3 3 5 8 5 5 8 2 4 Á MORGUN 10-20 m/s á Vestfjörðum, annars mun hægari. MIÐVIKUDAGUR Hvasst á Vestfjörðum og NV-til, annars mun hægari. -2 1 1 2 4 6 -2 66 -4 1 6 65 VERSNANDI HORFUR FYRIR VESTFIRÐI Í dag og næstu daga geta veðurhorfurnar fyrir Vestfi rði vart talist spennandi. Vindur vex þar eftir því sem líður á vikuna með snjó- komu og skafrenningi. Viðloðandi norð- austlægar áttir verða með frosti. Mun betra veður verður víðast annars staðar enda þótt nokkuð skorti almennt á þurrk á landinu. Í dag verður úrkomuminnst SV-til. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur ÖRYGGISMÁL Landhelgisgæslan (LHG) hefur þurft að treysta ein- göngu á minnstu björgunarþyrlu sína í níu daga á þessu ári. Treysta verður á aðstoð danska sjóhersins þegar þessi staða kemur upp. For- svarsmenn sjómanna gagnrýna nið- urskurð til LHG hart og segja sjó- menn lifa við fullkomið óöryggi við sín störf. Tvisvar á þessu ári hefur komið upp sú staða að TF-GNÁ og TF-LÍF, stóru Super Pumu björgunarþyrl- ur LHG, hafa verið óflughæfar á sama tíma. LÍF hefur undirgengist skylduskoðun frá 5. janúar en GNÁ hefur á þeim tíma bilað tvisvar: í sex daga í janúar og þrjá daga í lok mars. Við þessi skilyrði hefur LHG því aðeins haft minnstu þyrluna, TF-EIR, klára til að sinna útköllum. Sú þyrla hefur takmarkaða flug- og burðargetu miðað við þær stærri, en hún getur tekið átta farþega auk fimm manna áhafnar. Algengt er að þrettán til fimmtán sjómenn séu í áhöfn minni togskipa. Áhafn- ir frystiskipa, sem eru að veiðum í öllum veðrum langt frá landi, telja tæplega þrjátíu menn. Samkvæmt upplýsingum frá LHG er TF-EIR, sem ein var til taks í níu daga, bilanagjörn og erfið í viðhaldi. Hún er elst af þyrlunum þremur, flogin 11.000 flugtíma. TF-LÍF er flogin 4.100 tíma og GNÁ 2.700. Georg Lárusson, forstjóri LHG, segir þessa stöðu mjög bagalega. „Sá mikli niðurskurður sem við verðum fyrir hefur þau áhrif að þjónustan verður alveg klárlega ekki eins og við vildum hafa hana, en við teljum okkur þó hafa mætt þessu eins vel og kostur er. Við erum í samstarfi við danska sjóherinn sem eru með skip við Færeyjar og Grænland og á þessu níu daga tímabili höfðum við lengst af stuðning frá þeim.“ Árni Bjarnason, forseti Far- manna- og fiskimannasambands- ins, gagnrýnir niðurskurðinn til Gæslunnar afar hart og segir stöð- una fullkomlega óásættanlega. „Það er hreint út sagt ömurlegt til þess að vita að þessi staða sé komin upp. Átján milljarðar í tónlistarhús á sama tíma og ekki er hægt að halda úti lágmarksöryggi fyrir sjómenn- ina okkar er nöturlegt.“ „Það er áhyggjumál að við getum ekki haldið úti 100 prósent þyrlu- þjónustu og ég tek fullkomlega undir með Árna Bjarnasyni með það. En þetta ástand núna, sem var fullkomlega fyrirsjáanlegt miðað við að hafa bara þrjár þyrlur, verð- ur ekkert betra á næstu mánuðum. Staðreyndin er sú að björgunarflugi fjölgar á næstu mánuðum og topp- ar yfir sumarið. Þetta er því ekkert sérstaklega slæmt mál núna og það er pólitískt mál hvernig þessi mál munu þróast.“ svavar@frettabladid.is Ein þyrla til taks í níu daga á þessu ári Stóru björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar hafa í tvígang verið óflughæfar á sama tíma á þessu ári. Forstjóri Gæslunnar segir skerta björgunargetu áhyggju- efni. Forsvarsmenn sjómanna segja ástandið fullkomlega óásættanlegt. SKEMMTUN Menntaskólinn í Reykja vík bar sigurorð af Menntaskólanum við Hamrahlíð í úrslitum Gettu betur á laugar- dagskvöld. Keppnin var æsi- spennandi og úrslit réðust ekki fyrr en í síðustu spurningu, þar sem spurt var um þrjá þjóð- þekkta rithöfunda og heimkynni þeirra. Menntaskólinn í Reykjavík vann keppnina einnig í fyrra og hefur nú unnið verðlaunagripinn Hljóðnemann alls fjórtán sinnum. Sigurlið MR skipuðu Björn Reynir Halldórsson, Elías Karl Guðmundsson og Vignir Már Lýðsson. - sh Úrslit réðust í blálokin: MR sigraði MH í Gettu betur SIGURVEGARAR Vignir Már, Björn Reynir og Elías Karl glöddust mjög þegar úrslit- in voru ljós. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VIÐBRAGÐSSTAÐA BJÖRGUNARÞYRLA LHG 14.-19. jan. EIR eina þyrlan v/ brotn- aði rúða í GNÁ. 23.-25. mars EIR eina þyrlan v/skipt um gírkassa í GNÁ. Frá áramótum: GNÁ 99% í viðbragðsstöðu, 5 dagar, þar af 2 að hluta til stopp. EIR 83% í viðbragðsstöðu, 11 dagar stopp LIF 6% í viðbragðsstöðu, stopp frá 5. janúar. Útköll í marsmánuði voru 14 og eru útköll orðin alls 37 talsins á þessu ári. Árið 2008: GNÁ 64% í viðbragðsstöðu, 131 dagar stopp EIR 67% í viðbragðsstöðu, 121 dagar stopp LÍF 92% í viðbragðsstöðu, 28 dagar stopp BJÖRGUNAR- FLUG TF-LÍF, sem er af Super Puma gerð, við togarann Þerney RE árið 2003. Myndin er tekin úr flugvélinni TF- SÝN sem fylgdi LÍF í útkallið. MYND/LHG MALAVÍ, AP Söngkonan Madonna yfirgaf Malaví í gær í einkaþotu sinni eftir að hafa verið neitað um að ættleiða þriggja ára stúlku, Chifundo Mercy James. Yfirvöld í Malaví, sem er eitt fátækasta land Afríku, fara fram á að tilvonandi kjörforeldrar dvelji í landinu í 18 til 24 mánuði svo hægt sé að meta hæfni þeirra. Madonna flaug til landsins ein- ungis nokkrum dögum áður en mál hennar var tekið fyrir og var synjað af þeim sökum. Árið 2006 ættleiddi söngkonan dreng frá Malaví og fékk hún að fara með hann til London án tafa. Lögmaður söngkonunnar segir þau munu áfrýja úrskurðinum. - rat Madonna tómhent heim: Fékk ekki að ættleiða stúlku TÓMHENT HEIM Madonna í Malaví. Hún hyggst áfrýja úrskurðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur birt lista yfir fjárhag og hagsmunatengsl frambjóðenda sinna á heimasíðu flokksins, vg.is. Um er að ræða upplýsingar um frambjóðendur í efstu sætum á framboðslistum flokksins í öllum kjördæmum. Alls nær úttektin til 24 fram- bjóðenda þar sem fram koma tekjur þeirra, eignir og skuldir, hlunnindi og hagsmunatengsl við fyrirtæki, félög eða stofnanir. - shá VG birtir upplýsingar: Hagsmunatengsl birt á heimasíðu Hjálparstarfsmönnum rænt Kanadískum manni og franskri konu var rænt í Darfúr-héraði í Súdan. Fólk- ið starfaði fyrir Alþjóða læknahjálpina (International Medical Aid). Engar kröfur af hálfu mannræningjanna hafa komið fram. SÚDAN DÓMSMÁL Tæplega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi þegar hann starfaði sem bréfberi hjá Íslands- pósti. Manninum er gefið að sök að hafa í janúar í fyrra skotið undan bréfum og sendingum sem hann átti að skila á áfangastað. Bréfin voru stimpluð sem póstlögð frá 2. til 15. janúar. Í stað þess að bera bréfin og bögglana út eða skila þeim aftur til fyrirtækisins farg- aði hann þeim í ruslagámi í lok ágúst sama ár, hálfum áttunda mánuði síðar. Málið var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur á föstudag. - sh Braut af sér í opinberu starfi: Bréfberi henti pósti í ruslið MÓTMÆLI Sjö mótmælendur voru handteknir við hús Hauks Guð- mundssonar, forstjóra Útlend- ingastofnunar, í gær. Þar höfðu nálega þrjátíu mótmælendur safn- ast saman til að mótmæla fyrir- hugaðri brottvísun fimm hælis- leitenda til Grikklands. Lögregla hafði töluverðan við- búnað á staðnum. Þangað mættu á þriðja tug lögreglumanna, vopnaðir kylfum og piparúða. Sjömenningarnir voru handteknir þegar þeir vildu ekki hlíta tilmæl- um lögreglu um að yfirgefa svæð- ið. Ekki kom til átaka svo nokkru næmi. Boðað var til mótmælanna á vefnum. Fólk safnaðist saman klukkan þrjú í Hamraborg og hélt þaðan til heimilis Hauks Guð- mundssonar. „Við vorum ekki að gera neitt. Við vorum bara að labba í kring- um húsið hans,“ segir einn mót- mælendanna, Hassan Akbri frá Afganistan, um tildrög handtök- unnar. Nokkrir mótmælendanna fóru því næst að lögreglustöðinni við Hverfisgötu en höfðu sig þar lítið í frammi að sögn varðstjóra lögreglu. Ekki hafði fengist leyfi fyrir mótmælunum, að sögn lögreglu. Ekki sé unnt að líða umsátur um heimili fólks. Málum fólksins var lokið með sektargerð í gær og því sleppt úr haldi að því loknu. - sh Um þrjátíu manns gengu fylktu liði heim til forstjóra Útlendingastofnunar: Mótmæltu heima hjá Hauki BÍÐA FÉLAGANNA Nokkrir fóru síðan að lögreglustöðinni við Hverfisgötu og biðu þess að félögum þeirra yrði sleppt úr haldi. FRÉTTABLAÐIÐ / ANTON GENGIÐ 03.04.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 194,7375 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,77 119,33 175,34 176,2 159,52 160,42 21,416 21,542 18,056 18,162 14,734 14,82 1,1885 1,1955 178,1 179,16 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.