Fréttablaðið - 06.04.2009, Qupperneq 10
6. apríl 2009 MÁNUDAGUR
Samfylkingin í Kópavogi
Vinna og velferð
í Kraganum
Atvinnumálin, velferðarmálin, Evrópumálin og allt
hitt. Um hvað er kosið? Hver er framtíðin?
Hittumst í kvöld 6. apríl og ræðum málin í
Hamraborg 11, 3. hæð kl. 20:30.
Allir velkomnir!
Árni Páll, Katrín, Þórunn,
Magnús Orri og Lúðvík
Málþing um stóriðjustefnu stjórnvalda í ljósi náttúruverndar,
hnattvæðingar og efnahagslegs sjálfstæðis.
Mánudaginn 6. apríl, kl. 17–19, á Háskólatorgi,
Sæmundargötu 4, stofu 102.
Dagskrá:
17.00 Kynning
17.10 John Perkins, höfundur bókarinnar Confessions of
an Economic Hitman
Economic crisis: Hitmen hit Iceland and the world
18.00 Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur
What is Iceland´s benefit when dealing with foreign investors?
18.15 Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Data Market
What does the data tell us?
18.30 Pallborðsumræður
19.00 Fundarlok
Fundarstjóri er Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti Verkfræði- og
náttúruvísindasviðs.
ALLIR VELKOMNIR
VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ
VINNUMARKAÐUR Atvinnulausir
geta ekki verið á atvinnuleysisbót-
um meðan þeir eru í fullu námi ef
námið er lánshæft hjá Lánasjóði
íslenskra námsmanna, LÍN. Þetta
gildir bæði um fjarnám og nám
með vinnu eins og hefur til dæmis
verið auglýst hjá Bifröst.
Gissur Pétursson, forstjóri
Vinnumálastofnunar, segir að
þegar fólk fari á atvinnuleysisbæt-
ur sæki það um vinnu áður en það
sækir um bætur. Ef það sé í virkri
vinnuleit séu starfsmenn stofnun-
arinnar sáttir. Ef þeir séu í námi
séu þeir ekki að uppfylla skilyrð-
in fyrir bótunum og geti því ekki
verið á atvinnuleysisbótum.
„Við höfum
gert fjöldann
allan af náms-
samningum,
yfir 400, við
fólk sem er í
einhvers konar
námi sem telst
hluti af vinnu-
leitinni,“ segir
Gissur. „Þetta
getur verið hluti
af starfsnáms-
brautum í framhaldsskólanámi eða
háskólanámi.“
Ekki er hægt að ljúka stúdents-
prófi og vera á atvinnuleysisbótum
eða fá námslán. Gissur segir þó að
þetta sé einstaklingsbundið mat.
„Fólk getur ekki verið í hefð-
bundnu bóknámi til stúdentsprófs
á atvinnuleysisbótum og held-
ur ekki fengið námslán. En nám
af þessu tagi getur samt verið að
einhverju leyti liður í vinnuleit
eða efnisuppbyggingu. Það er þá
bara metið með viðtali og yfir-
ferð hjá hverjum einstaklingi. Það
gæti komið til greina að leyfa við-
komandi að klára ef hann ætti til
dæmis mjög lítið eftir til að ljúka
náminu,“ segir hann.
Starfsnám á framhaldsskólastigi
er hins vegar lánshæft, þó ekki
fyrsti veturinn meðan grunnfögin
eru tekin. - ghs
GISSUR PÉTURSSON
Nemendur í bóklegu framhaldsskólanámi fá hvorki bætur né námslán:
Lánshæft nám útilokar bætur
SAMGÖNGUR Formaður Evr-
ópusamtaka um öryggi
vega, John Dawson, gagn-
rýndi stjórnvöld í október
fyrir að ætla sér að leggja
2 plús 2 veg til Selfoss frá
Reykjavík. Nær væri að
leggja 2 plús 1 veg, enda
væru slíkir vegir þeir
öruggustu sem þekkt-
ust. Þá væri sú leið miklu
ódýrari.
Sú leið sem samgönguráðherra
kynnti fyrir skömmu að yrði farin
verður ýmist 2+2, þar sem tvær
akreinar eru í hvora átt, eða 2+1,
þar sem ein akrein er í hvora átt og
ein aukarein sem nýtist umferðinni
sitt á hvað, eftir því í hvora átt er
ekið. Þá er mismunandi hve langt
er á milli reinanna í hvora átt.
Dawson talaði á Umferðarþingi í
haust og sagði umferðina um Suð-
urlandsveginn þurfa að tvöfaldast
til að réttlæta 2+2 veg. Í skýrslu
sem Línuhönnun vann áður en
ákveðið var að tvöfalda Reykja-
nesbraut kom fram að 2+1 vegur
hentaði vel fyrir umferðarmagn
á bilinu 8 til 22 þúsund bílar á
dag. Erlendar rannsóknir sýni að
óhappatíðni væri jafnvel lægri en á
2+2 vegi. Umferð um Sandskeið er
um 10 þúsund bílar á sólarhring.
Hreinn Haraldsson vegamála-
stjóri segir að vegtengingar á milli
Selfoss og Hveragerðis
geri það að verkum að þar
sé nauðsynlegt að hafa 2+2
veg. Málið snúist því um
hve langt út frá Reykja-
vík 2+1 vegurinn mundi
ná. Í fyrstu hafi verið gert
ráð fyrir að hann næði að
Hólmsá, en nú nái hann að
Litlu kaffistofunni.
Samkvæmt upplýsing-
um frá Vegagerðinni er 580 millj-
ónum króna dýrara að leggja 2+2
veg frá Hólmsá að Litlu kaffi-
stofunni. Þá er ótalinn viðhalds-
kostnaður sem liggur ekki fyrir.
Vegagerðin telur að 80 milljónum
króna dýrara sé að halda við 2+2
vegi yfir Hellisheiði en 2+1 veg.
Á það ber þó að líta að meira við-
hald er á heiðinni en annars staðar
á leiðinni. Hreinn segir það minni
kostnaðarmun á leiðunum en gert
var ráð fyrir og því hafi verið lagt
til að leggja 2+2 veg.
Kristján Möller samgönguráð-
herra segir að við ákvörðun um
tilhögun vegarins hafi verið horft
til þess að spara peninga en hafa
umferðaröryggi í heiðri. Verið sé
að fara ódýrari leið en hingað til
hafi verið rætt um. Það sé til marks
um hve vel heppnuð leiðin sé hve
fulltrúar sveitarfélaga á svæðinu
séu ánægðir.
kolbeinn@frettabladid.is
Mun dýrara
að leggja 2+2
veg en 2+1 veg
Mun ódýrara er að leggja 2+1 veg en 2+2 líkt og sam-
gönguráðherra ráðgerir á Suðurlandsvegi. Evrópsk-
ur sérfræðingur mælti með 2+1 vegi enda væru þeir
öruggastir. Breikkun mun kosta 15,9 milljarða.
JOHN DAWSON
SUÐURLANDSVEGUR Gert er ráð fyrir að Suðurlandsvegur verði ýmist 2+2 eða 2+1
vegur. Þá er misjafnt hve langt verður á milli akreinanna. 2+2 vegur er dýrari í lagn-
ingu en 2+1 og formaður evrópskra umferðaröryggissamtaka segir 2+1 veg öruggari.