Fréttablaðið - 06.04.2009, Side 11

Fréttablaðið - 06.04.2009, Side 11
MÁNUDAGUR 6. apríl 2009 HEILBRIGÐISMÁL Hrafnista í Reykjavík tók á föstudaginn í notkun tuttugu skammtíma- hvíldarrými með endurhæfingu og þrjátíu dagvistarrými með endurhæfingu. Rýmin eru ætluð skjólstæðingum heimahjúkrunar á öllu höfuðborgarsvæðinu og á Landspítala. Á Hrafnistu hefur herbergjum verið fækkað og þau stækkuð og gerð að einbýlum. Vegna þessa geta faglegar stoðdeildir Hrafnistu, svo sem iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun, tekið að sér aðhlynningu þeirra sem nýta sér þá þjónustu. Skammtímarými með endurhæfingu og dagvist með endurhæfingu hafa ekki verið áður í boði hjá Hrafnistu í Reykjavík. - shá Hrafnista í Reykjavík: Tvær nýjar deildir opnaðar HRAFNISTA Nú er boðið upp á aukna þjónustu hjá Hrafnistu í Reykjavík. MEXÍKÓ, AP Stjórnvöld í Bandaríkj- unum og Mexíkó ætla að koma upp sameiginlegri landamæra- vörslu sem ætlað er að reyna að stöðva ólöglegan eiturlyfja- og vopnaflutning á milli landanna. Meðal þeirra aðgerða sem stjórn- völd grípa til er að gera leit í að minnsta kosti einum tíunda allra bíla sem fara yfir landamærin. Að sögn mexíkóskra stjórn- valda verður bílaleitin hluti af áætlun í baráttunni gegn glæpa- samtökum sem mun kosta mex- íkóska ríkið um 1,4 milljarða dollara. Á síðasta ári létust 6.300 manns í átökunum við eiturlyfja- hringi í Mexíkó. - kh Mexíkó og Bandaríkin: Sameina eftirlit í eiturlyfjastríði PAKISTAN, AP Skæruliðar, vopnaðir byssum og bensínsprengjum, réðust á skipastöð á jaðri Per- shawar-borgar í Pakistan fyrir helgi. Fimm skipagámar, fullir af vistum sem áttu að berast herjum Sameinuðu þjóðanna og NATO í Afganistan, skemmdust í árásinni. Alþjóðaherir í Afganistan flytja allt að 75 prósent vista sinna í gegnum Pakistan. - kg Herir SÞ og NATO: Skæruliðar réð- ust á skipastöð 4 10 4 0 0 0 | l an ds ba nk in n. is 135 / BÆJARHRAUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.