Fréttablaðið - 06.04.2009, Síða 13

Fréttablaðið - 06.04.2009, Síða 13
MÁNUDAGUR 6. apríl 2009 GENF, AP Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að dómari frá Suður-Afríku, sem er gyðingur, muni leiða umfangsmikla rannsókn á meintum stríðs- glæpum Ísraela á Gasaströnd- inni. Dómarinn, sem heitir Richard Gold- stone, hefur rannsakað stríðsglæpi í löndum á borð við gömlu Júgóslavíu og Rúanda. Rannsakendur munu eingöngu beina sjónum sínum að palest- ínskum fórnarlömbum í þriggja vikna stríði sem geisaði á milli Ísraela og Hamasliða fyrr á þessu ári. Ísraelar hafa neitað að starfa með rannsóknarhópnum. Auk Goldstones mun breskur mannréttindaprófessor, pakist- anskur lögfræðingur og fyrrver- andi yfirmaður í írska hernum skipa rannsóknarhópinn. - kh Rannsókn á vegum SÞ: Gyðingur rann- saki stríðsglæpi á Gasasvæðinu RICHARD J. GOLDSTONE SVEITARSTJÓRNIR Bæjarfulltrúar Álftaneslistans hafa ákveðið að samgönguráðuneytið muni skera úr um hvort Kristján Sveinbjörns- son, fyrrverandi forseti bæjar- stjórnar, megi taka sæti sitt í bæjarstjórn aftur. Kristján, sem í desember sagði af sér embætti forseta bæjar- stjórnar og dró sig í hlé sem bæjar- fulltrúi, tilkynnti um miðjan mars að hann hygðist gerast bæjarfull- trúi aftur enda hefði brotthvarf hans ekki skapað þann frið í bæjarstjórn sem hann hefði von- ast eftir. Kristján samþykkti ákvörðun félaga sinna um að láta ráðuneytið skera úr um málið. - gar Bæjarfulltrúi sem dró sig í hlé: Ráðuneyti meti endurkomuna JERÚSALEM, AP Ísraelska dagblaðið Yated Neeman, sem birti ljós- mynd af nýrri ríkisstjórn Ísra- els í gær, fjarlægði kvenkyns meðlimi ríkisstjórnarinnar af myndinni með aðstoð tölvu- tækni. Lesendahópur blaðsins samanstendur að mestu af bók- stafstrúargyðingum. Þær Limor Livnat og Sofa Landver eru einu kvenkyns ráð- herrarnir í nýrri ríkisstjórn landsins. Bókstafstrúuð dagblöð í Ísrael telja ósiðlegt að birta ljósmyndir af konum. Talsmenn blaðsins hafa ekki viljað tjá sig um málið. - kg Ljósmynd af ríkisstjórn Ísraels: Konur fá ekki að vera með 4 10 4 0 0 0 | l an ds ba nk in n. is 152 / SELFOSS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.