Fréttablaðið - 06.04.2009, Page 16
16 6. apríl 2009 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Ví heftú kill somþíng!“ sagði hann kátur við sænska sjón-
varpsmanninn í þættinum um
makrílveiðar og rányrkju Íslend-
inga á þeim fiski. Svo skaut hann
svífandi fugl og hamfletti hann á
staðnum með fumlausum hand-
tökum – mikið að hann stýfði
fuglinn ekki úr hnefa líka. Þetta
kom víst ekki alveg nógu vel út.
Samt var hann bara þarna á
bátnum sínum að sýna útlend-
ingnum austfirsku dýrðina –
fjöllin, himininn, hafið, fuglana
og manninn: einingu þessa alls.
Hann var að sýna útlendingnum
að þetta væri Lífið; hér væri allt
sem einn karlmaður þyrfti – hér
væri hann kóngur. „Ví heftú kill
somþíng,“ sagði hann kampakátur
því nú átti að kóróna þessa dýrðar-
stund og sýna hvernig maður
þyrfti ekki nema lyfta byssunni
og miða vel og þá væri komin
björg í bú. Hann var að sýna sig:
sýna útlendingnum veiðimann
í sínu náttúrulega umhverfi
– íslenskt náttúrubarn, frum-
Íslendinginn sem lifir á landsins
gæðum, nýtir gjafir náttúrunnar.
Hann var að leika Íslending.
Það örlaði á ofleik en þó fór
ekki á milli mála að hann ímynd-
aði sér að hann væri öfundsverð-
ur; gott ef ekki sjálfur draumur
allra karlmanna, hann væri frjáls
og lífið væri samfelldur veiði-
skapur sem líður trallala frá
einni bráð til annarrar.
Sænski sjónvarpsmaðurinn sá
hins vegar aðra sögu. Hann sá
bara verksmiðjustjórann í fiski-
mjölsverksmiðjunni. Hann sá
holdgerving óskynsamlegrar
stundarnýtingar – þeirrar iðju
að moka upp ólöglega dýrmætum
matfiski og búa til úr honum
ódýrt hráefni handa eldislaxi.
Hann sá rányrkjugreifa sem
getur ekki ódrepandi verið –
getur ekki farið á fögrum degi út
á sjó án þess að þurfa að plaffa
á saklaust fuglsgrey, friðlaus af
drápsfýsn.
Hann sá Íslendinginn eins og
þjóðir Evrópu gera. Hann sá
íslenska karlmanninn sem hálf-
sturlaður óð frá einni bráð til
annarrar, eins og fullur kall á
balli. Allt er hér í samhengi:
Icesave-reikningarnir voru rán-
yrkja á sparifé almennings í
Evrópu. Kaupin á grónum fyrir-
tækjum annarra samfélaga
– fjármögnuð með glórulausum
lánum sem íslenska þjóðin þarf
að greiða – voru rányrkja á verð-
mætum. Hömlulaust athæfi
hálfsturlaðra manna. Ví heftú
kill somþíng: Makríl – sparifé
– múkka.
(Eða bara Jöklu: Kárahnjúka-
virkjun var reist með því að veita
svo miklu af henni í Lagarfljót
að báðar árnar stórspillast og
framburður Jöklu hættir að fara
til hafs með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum fyrir okkar gjöfulu
fiskimið, svo fyllist lónið um síðir
og landinu er spillt til einskis. )
Frá einni bráð til annarrar.
Kannski er ofmælt að kalla
Ísland veiðimannasamfélag,
því að slík samfélög byggjast á
sjálfbærri nýtingu á náttúrunni.
Íslendingar hafa hins vegar ýmis
einkenni hirðingjasamfélaga
sem setja niður búðir sínar með
búsmala sinn á gróna staði til
bráðabirgða, beita skepnum
sínum á landið uns þrautnagað er,
halda svo af stað á nýjar lendur.
Sumt í búsetuháttum Íslendinga
bendir til að þeir séu alltaf á
leiðinni eitthvert annað.
En á meðan verður að drepa
eitthvað – bara eitthvað. Allavega
„ðe fokking veils,“ eins og maður-
inn í myndinni sagði: hvalir eru
orðnir tákn þess sem bara hrein-
lega verður að drepa. Stundum
gæti maður haldið að hvalir séu
erfðafjendur Íslendinga, og frá-
sagnir af gegndarlausu fiskáti
þeirra eru slíkar að maður skilur
eiginlega ekki hvernig þorskur-
inn – sem er ekki skepna skýr
– fór eiginlega að því að lifa öll
þessi árþúsund þegar engar hval-
veiðar voru hér við land.
Og nú er tekist á um langreyð-
ar og hrefnur. Á að halda áfram
rányrkjunni og hneyksla þjóðir
heims – eða nýta þekkinguna á
þeim með túrisma? Því miður
virðist stjórnkerfið ætla að leysa
málin með því að leyfa öllum allt.
Það er ekki hægt. Hvalaskoðun
hefur á undanförnum árum
gjörbreytt ásýnd þeirra staða
þar sem hún er stunduð: það er
magnað að koma til Húsavíkur
og sjá uppbygginguna sem orðið
hefur við höfnina kringum þenn-
an geðfellda atvinnuveg – fyrir
utan hitt, að slíkur leiðangur er
ógleymanleg upplifun. Hval-
veiðar gegna hins vegar fyrst og
fremst táknrænu hlutverki. Eru
partur af því að leika hinn þver-
móðskufulla Íslending: heyra má
ég erkibiskups boðskap en ráðinn
er ég í að hafa hann að engu – og
allt það. Þó að til séu karlmenn
sem af einbeittri hugsjón og karl-
mennsku þræla í sig þessu þurra
og óspennandi kjöti þá verður
slíkt át ævinlega jaðarsport en
þó varðar hitt mestu að hvalveið-
ar eru eitt megintákn þeirrar
íslensku rányrkju sem Evrópa
vill aldrei aftur sjá.
Okkur ber nefnilega engin
skylda til að drepa neitt.
Við hvetjum þig til að standa vörð
um viðbótarlífeyrissparnaðinn þinn.
Kynningarfundur mánudaginn 6. apríl
kl 17:15 í fundarsal Maður lifandi,
Borgartúni 24.
Hvar er þinn Auður?
585-6500 audur.is
Allir velkomnir
Ó
hætt er að segja að Barack Obama, hinn nýi forseti
Bandaríkjanna, hafi staðizt mikilvæga prófraun á
þeim fjölþjóðlegu leiðtogafundum sem hann hefur
sótt í Evrópu undanfarna daga. Einkum og sér í lagi
á þetta við um 60 ára afmælisleiðtogafund Atlants-
hafsbandalagsins, sem haldinn var við Rínarfljót á landamærum
Frakklands og Þýzkalands. Leiðtogar evrópsku NATO-ríkjanna
– þar á meðal Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem var
staðgengill Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra – tóku fagn-
andi nýrri stefnu Bandaríkjaforseta í málefnum bandalagsins, þar
með talið varðandi stríðsreksturinn í Afganistan.
Sá nýi tónn sem Obama hefur fært samstarfinu yfir Atlants-
haf glæðir NATO nýju lífi. Það er ekki hægt að neita því að í
valdatíð fyrirrennara Obama, George W. Bush, hafi samstarfið
milli bandamanna sínu hvoru megin Atlantsála látið mjög á sjá.
Evrópumenn bundu því miklar vonir við stjórnarskiptin vestra,
en þeir óttuðust jafnframt að hinn tiltölulega reynslulitli Obama
gæti ekki staðið undir þeim gríðarmiklu væntingum sem til hans
væru gerðar.
Þess vegna var leiðtogafundurinn í Strassborg mikil prófraun
– sem Obama virðist hafa staðizt með glans. Ekki svo að skilja að
hann hafi fengið allt sitt fram – áskorun hans til evrópsku banda-
mannanna um að fara að fordæmi Bandaríkjamanna og stórfjölga
í NATO-herliðinu í Afganistan fékk ekki mikið betri móttökur í
raun en slíkar áskoranir frá ráðamönnum í Washington hafa feng-
ið hingað til. En burtséð frá þeim óútkljáða grundvallarágreiningi
virðist samráðið yfir Atlantshaf vera komið í samt lag eftir það
tjón sem „einleiksæfingar“ Bush-stjórnarinnar ollu því. Meira
að segja Frakkar eru gengnir aftur að fullu til liðs við hernaðar-
stjórnkerfi bandalagsins, sem þeir yfirgáfu fyrir 43 árum þar sem
þeir vildu ekki lúta forystu Bandaríkjamanna í því kerfi.
Þetta vekur vonir um að Atlantshafsbandalagið finni aftur takt-
inn og verði á ný sá öflugi vettvangur vestræns samstarfs sem
metnaður þess stendur til og er fær um að stuðla að stöðugleika og
friði í heiminum. Því að það blasir við að sé NATO ekki fært um
að gegna slíku hlutverki nú þegar kalda stríðið er löngu að baki
þá tapar það tilvistartilgangi sínum.
Ísland, sem herlaust stofnríki þessa bandalags, á mikið undir
því að NATO viðhaldist sem slíkur vettvangur samstarfs, sam-
ráðs og stöðugleika. Að danskur stjórnmálamaður sem þekkir
mjög vel til Íslands og íslenzkra öryggismála skuli á þessum tíma-
mótum taka við hinu áhrifamikla embætti framkvæmdastjóra
bandalagsins eykur á vonina um að svo megi verða.
Atlantshafsbandalagið sextugt:
Bætt NATO með
Obama og Fogh
AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR
Ísland, sem herlaust stofnríki þessa bandalags,
á mikið undir því að NATO viðhaldist sem slíkur
vettvangur samstarfs, samráðs og stöðugleika.
GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON
Í DAG | Veiðar Íslendinga
„Ví heftú kill somþíng!“
Elliðaánum engin virðing sýnd
UMRÆÐAN
Sverrir Örn Gunnarsson skrifar um
umhverfismál
Með þessari grein vill undirritaður vekja athygli á ákvörðun borgarráðs
um deiliskipulag við Elliðaárnar. Ákvörð-
un borgarstjóra og borgarráðs fólst í því
að fara eftir „sérfræðingum borgarinn-
ar“ við að samþykkja deiliskipulag fyrir
hesthúsabyggð fyrir allt að 600 hross
á árbökkum í einu tæru laxveiðiánni í
heiminum sem staðsett er í miðri höf-
uðborg. Þessi ákvörðun er í besta falli
óskiljanleg, það þarf ekki sérfræðinga
til að sjá að þetta getur ekki talist góð
ákvörðun fyrir vatnasvæði Elliðaánna, eða hvað?
Ýmsir aðilar gerðu athugasemdir við breytingu
skipulagsins, meðal annars umhverfis- og sam-
göngusvið Reykjavíkurborgar, Veiðimálastofnun og
SVFR. Þegar aðili innan borgarkerfisins, umhverf-
issvið, gerir athugasemdir við ákvörðunina, hverj-
ir eru þá sérfræðingarnir sem mæla með þessari
ákvörðun?
Svona stórt mál þarf að vera vel kynnt
og uppi á borðum. Hvernig væri að borg-
arstjóri gerði grein fyrir helstu niður-
stöðum sérfræðinganna, til dæmis með
einfaldri SVÓT (styrkleikar, veikleikar,
ógnanir og tækifæri) greiningu fyrir
okkur Íslendinga, sem myndi sýna með
óyggjandi hætti hvað var tekið til greina
við þessa ákvörðun?
Til að setja málið í samhengi er áætl-
aður fjöldi hesta svipaður á þessu nýja
svæði og allt hesthúsahverfið á Akra-
nesi, um 500 hross.
Einnig er undarlegt hversu lítið hefur
farið fyrir náttúruverndarsinnum þegar
um jafn stórt umhverfismál og þetta er
að ræða.
Borgarstjórinn í Reykjavík, sem er kraftmikill
og öflugur leiðtogi, hlýtur að geta gert betur grein
fyrir þessu máli. Það væri farsælast fyrir alla
aðila.
Höfundur er áhugamaður um umhverfismál.
SVERRIR ÖRN
GUNNARSSON
Gísling Frjálslyndra
Guðrún María Óskarsdóttir, sem
bauð sig fram til formennsku í Frjáls-
lynda flokknum fyrr á árinu en dró
framboð sitt síðan til baka, er gengin
úr flokknum. Hún fetar þar með í fót-
spor nánasta pólitíska samherja síns,
Ásgerðar Jónu Flosadóttur,
sem hætti sem varafor-
maður flokksins fyrir
skemmstu eftir afar stutta
dvöl í embætti. Í viðtali við
dv.is segir Guðrún María
ólýðræðislegum vinnubrögð-
um um að kenna. Hún
hefði hætt fyrr, en verið
í þriggja vikna gíslingu
þess að vera í framboði
fyrir flokkinn.
Gísling málþófs
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins, er
óánægður með málgleði sjálfstæðis-
manna á Alþingi. Í fréttum Útvarps
á laugardag sagði hann að stæði
minnihlutanum ógn af því að ráðast
ætti í lýðræðisumbætur á Íslandi
skyldi hann takast á við það í
kosningum í stað þess að halda
þinginu í gíslingu með málþófi.
Gísling Kaupþings
Margeir Pétursson,
stjórnarformaður
MP Banka, skrifar
grein í Morgun-
blað gærdags-
ins þar sem
hann gagnrýnir Nýja Kaupþing fyrir
að standa í vegi fyrir kaupum MP
Banka á útibúaneti SPRON. Hann
segir Kaupþingsmenn brjóta leikregl-
ur á samkeppnismarkaði með því að
reyna að „halda gömlum viðskipta-
vinum SPRON í einhvers konar
gíslingu“. Líklega er hins
vegar ekki óvarlegt að tala
um að íslensku þjóðinni sé
um þessar mundir haldið
í einhvers konar gíslingu
ófrumlegs líkingamáls.
stigur@frettabladid.is