Fréttablaðið - 06.04.2009, Qupperneq 36
24 6. apríl 2009 MÁNUDAGUR
folk@frettabladid.is
> ÓSÁTT KYNTÁKN
Megan Fox segist ekki þola að
vera álitin kyntákn. Leikkonan,
sem er reglulega kosin kynþokka-
fyllsta kona heims, vill vera þekkt
fyrir leik sinn frekar en útlit sitt. Í við-
tali við tímaritið Empire segir hún að
það sé ómögulegt að vera kyntákn
allan sólahringinn. Hún segist ekki
vilja vera á forsíðu hvers einasta
tímarits heldur taka skynsamlegar
ákvarðanir á ferli sínum og
þroskast sem leikkona.
Jóhann Jóhannsson er á leiðinni í sína
fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin
í júní undir eigin nafni. Á meðal
viðkomustaða er safn listamannsins
fræga Andy Warhol í Pittsburgh.
„Þetta er spennandi. Þetta er búið að standa
lengi til og það er frábært að þetta hafi allt
smollið saman svona tímalega og gengið upp,“
segir Jóhann, sem hefur áður ferðast um
Bandaríkin með Apparat Organ Kvartett og
öðrum sveitum.
Með honum í för verða Matthías Hemstock
og strengjakvartett frá New York. Tónleik-
arnir verða sex talsins, aðallega í leikhúsum,
kirkjum og söfnum, þar á meðal í Andy War-
hol-safninu í Pittsburgh, heimaborg lista-
mannsins fræga. „Ég held að þetta séu hans
Kjarvalsstaðir. Þetta er virt stofnun,“ segir
hann um Warhol-safnið.
Mestmegnis verða spiluð lög af nýjustu plötu
Jóhanns, Fordlandia, sem var kjörin plata
ársins í flokki sígildrar og nútímatónlistar á
Íslensku tónlistar verðlaununum. Fimm tón-
leikar eru einnig fyrirhugaðir í Evrópu í apríl
og maí og verða þeir fyrstu á Domino-hátíðinni
í Brussel 8. apríl. Einnig spilar Jóhann á Dur-
ham-brasshátíðinni í Englandi 14. júlí ásamt
tuttugu manna brasssveit frá Englandi. „Þeir
báðu mig um að semja verk fyrir festivalið
sem er reyndar líka bíómynd. Það er samstarf
milli mín og amerísks kvikmyndagerðar-
manns, Bill Morrison,“ segir Jóhann. „Hann
sérhæfir sig í að vinna með gömul myndasöfn
og notar gjarnan gamla filmubúta sem eru að
detta í sundur.“
Fleiri verk eru í vinnslu hjá Jóhanni og má
þar nefna tónlist við mexíkósku bíómyndina
By Day and by Night eftir leikstjórann Alej-
andro Molina og tónlist við dönsku heimildar-
myndina Dage i København eftir Max Kest-
ner. „Þetta er ljóðræn sýn á Kaupmannahöfn
með áherslu á byggingarnar og arkitektúrinn,“
segir hann um myndina. „Kestner hefur mjög
ljóðrænan og heimspekilegan stíl og er einn
af þessum mest spennandi ungu leikstjórum í
Danmörku.“
Það er því ljóst að þessi fjölhæfi tónlistar-
maður mun hafa í nógu að snúast á næstunni
við tónlistarsköpun sína. freyr@frettabladid.is
SPILAR Í ANDY WARHOL-SAFNI
JÓHANN JÓHANNSSON Tónlistarmaðurinn Jóhann
Jóhannsson er á leið í sína fyrstu tónleikaferð um
Bandaríkin undir eigin nafni.
Leona Lewis
hefur nú fengið
Timbaland
til liðs við sig
við upptökur
á nýrri plötu.
Samkvæmt vef-
miðlum vestan-
hafs er Timba-
land sagður
eiga að breyta
tónlistarstefnu
söngkonunnar, en hann er einn
eftirsóttasti upptökustjóri heims.
Hann er sagður vilja gefa ballöð-
um hennar nýtt yfirbragð. Sak-
leysislegt yfirbragð Leonu mun
því að öllum líkindum fá að víkja
fyrir djarfari dívu í líkingu við
Rihönnu og Beyoncé.
Auk þessa hafa rapparinn Jay-
Z og söngvarinn Justin Tim-
berlake sóst eftir að vinna með
henni.
Vinnur með
Timbaland
LEONA LEWIS
Efnahagsvandi íslenskra heimila hlýtur að teljast alvarlegur, þegar 42% heimila eru með neikvæða eða afar takmarkaða
eiginfjárstöðu (tekið er mið af fasteignamati um síðustu áramót). Verði ekki gripið til fyrirbyggjandi aðgerða er líklegt að heimilum
með neikvæða eiginfjárstöðu fjölgi verulega. Um 80% heimila eru með gengis- eða verðtryggð veðlán vegna fasteigna og eru því meirihluti
kjósenda. Heimilin eiga rétt á skýrum svörum um afstöðu fl okkanna til lánamála þegar þau ákveða hvernig þau verja atkvæðum sínum á
kjördag þann 25. apríl nk.
falla með heimilunum?
Heimild: Áhrif fjármálakreppu á efnahag heimila - bráðabirgðaniðurstöður starfshóps Seðlabanka Íslands 11. mars 2009
Hvað ætlar þinn fl okkur að gera til að:
Leiðrétta gengis- og verðtryggð veðlán heimilanna?
Hvernig ætlar hann að gera það og hvenær?
Leysa brýnan vanda vegna gengistryggðra veðlána?
Hvernig ætlar hann að gera það og hvenær?
Leysa ört vaxandi vanda vegna verðtryggðra veðlána?
Hvernig ætlar hann að gera það og hvenær?
Jafna stöðu og ábyrgð milli lántakenda og lánveitenda veðlána?
Hvernig ætlar hann að gera það og hvenær?
Svör við þessum spurningum verða birt hér í blaðinu 20. apríl n.k.
Hagsmunasamtök
Heimilanna
Skráðu þig strax í dag í samtökin á
heimasíðunni www.heimilin.is
Lætur þú atkvæði þitt
Forsendur gengis- og verðtryggðra lánasamninga eru brostnar.
Ýmislegt bendir til þess að lánastofnanir hafi á undanförnum árum stuðlað með beinum hætti
að óeðlilegum hækkunum á höfuðstóli gengis- og verðtryggðra lána. Slíkt hefur gerst í gegnum
gengishrun krónunnar með tilheyrandi verðbólguskoti. Stjórnvöldum ber að leiðrétta tafarlaust þá
eignaupptöku sem þar á sér stað.
2
3
4
1
Úrslit réðust í Músíktilraunum í Hafnar-
húsinu á laugardagskvöld. Besta hljóm-
sveitin þetta árið var valin skagfirska
rokkrappsveitin Bróðir Svartúlfs. Í öðru
sæti varð einsmannsveitin Ljósvaki og
í því þriðja hljómsveitin The Vintage.
Hljómsveitin Blanco var kjörin hljómsveit
fólksins.
Að vanda voru einnig veitt einstaklings-
verðlaun á Músíktilraunum. Að þessu sinni
var Óskar Logi Ágústson úr The Vintage
kjörinn besti gítarleikarinn, Jón Atli Magn-
ússon í Bróður Svartúlfs var besti bassa-
leikarinn og Bergur Einar Dagbjartsson úr
Flawless Error besti trommarinn. Almar
Freyr Fannarsson úr Earendel var valinn
besti söngvarinn og Leifur Eiríksson úr
Ljósvaka besti forritarinn. Þá fékk Arnar
Freyr Frostason úr Bróður Svartúlfs
viðurkenningu fyrir textagerð á íslensku.
Bróðir Svartúlfs vann Músíktilraunir
STOLTIR SIGURVEGARAR Strákarnir í Bróður Svartúlfs eru sigurvegarar Músíktilrauna árið 2009.
Þeir eru úr Skagafirði og spila rokkrapp. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL